Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 15
T ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 ilveran, Útfararsiðir víða um heim: Sorgarbúningur úr leir og kistur í fiskalíki Á hverju menningarsvæði heims- ins eru mismunandi greftrunarsið- ir. Trú íbúanna ræður yfirleitt þess- um siðum og venjum en inn í spilar veðurfar og náttúrulegar aðstæður. Siðirnir geta verið mjög ólíkir þó um skyldar þjóðir sé að ræða og dæmi eru um tuttugu mismunandi greftrunarsiði á eyju í Kyrrahafi. Náttúrufar ræður miklu og múm- íugerð er óhugsandi nema i heitu og þurru loftslagi, svo sem í Egypta- landi. íbúar á freðmýrum norður- hjarans hafa leyst sín greftrunarmál öðruvísi en þar er sífreri í jörð. Hindúar brenna látna ástvini sína en strangtrúaðir gyðingar og mú- slímar banna líkbrennslu. Róm- versk-kaþólska kirkjan bannaði bál- farir til ársins 1963 en þá var bann- inu aflétt. Þrátt fyrir það eru marg- ir kaþólikkar mjög andsnúnir brennslu. í hinum vestræna heimi fer líkbrennslum fjölgandi og ræður þar mestu að kirkjugarðar eru meira og minna yfirfullir og land- rýmið minnkar. Líkbrennsla hefur verið tíðkuð um aldir í Japan og er þar viðtekin venja. í Kína eru lík aftur á móti sjaldan brennd enda leggja Kínverjar mikla áherslu á að hvíla að eilífu í fósturjörðinni og jafnvel þó þeir endi ævi sína annars staðar í veröldinni. Byggt á grein í Cosmopolitan Ghana Rætur djassins liggja í New Orleans og þar ræður djassmúsík ríkjum þegar djassgeggjari er borinn til grafar. Djasshljómsveitin fylgir kistunni frá kirkju og að kirkjugarði. Leikin eru hæg og ákaflega tregabland- in lög. Þegar athöfn er lokið breytist taktur hljómsveitar- innar yfir i fjörleika og gleði. Gleðin á að fylgja hin- um látna til himna. Papúa Nýja-Gínea Frumbyggjar í Papúa Nýju-Gíneu syrgja látna með þvi að maka sig með ljósum leir. Þetta á við um konurnar í fjölskyldunni, það er ekkjuna, dætur hins látna, systur og mágkonur hins látna. Ekkjan ber marga þræði með fræjum, sem tákna tár, meðan sorgartíminn stendur yfir. Dag hvern er einn strengur fjarlægður og þegar ekkjan hendir síðasta strengnum má hún þvo af sér leir- lagið. Þetta ferli tekur um níu mánuði og að því- loknu er ekkjunni heimilt að ganga að nýju í hjónaband. Utfarir í Ghana eru merkilegar uppá- komur sem einkennast af söng, dansi og mikilli drykkju. í fiskiþorpinu Teshie, nálægt Accra, er algengt að ætt- ingjar velji sérsmíðaðar kistur utan um látna ástvini en kisturnar hafa þá skírskotun í ævistarf hins látna. Vin- sældir slikra kistna má rekja aftur til ársins 1951 þegar trésmiður þorpsins, Kane Kwei, smíðaði forláta flugvéla- módel utan um látna ömmu sína. Amm- an þessi haföi lengi átt þann draum heitastan að fljúga og vonandi varð henniað ósk sinni að lokum. Á mynd- inn bera þorpsbúar til grafar frækinn ískimann. Mexíkó Dagur hinn dauðu er haldinn hátíðlegur 2. nóvember ár hvert í Mexíkó. Það er trú manna að þennan dag snúi sálir til baka til fyrri heimkynna sinna. Mik- il hátíðahöld eru um land allt til þess að taka sem best á móti látnum vinum og ættingjum. Þennan dag, sem á spænsku kallas Día de los Muertos, er brauð og sælgæti framleitt sem eftirlíkingar af mannabeinum og alls staðar sjást pappírs- hauskúpur og beinagrindur. Gleði er ríkjandi á degi hinna dauðu í Mexíkó. Indland Taíland Þjónusta búddamunka er stór hluti af útför í Taílandi enda nær allir landsmenn búddatrúar. Megininntakið i búddískum sið er að jarðneskt líf sé þjáning og mark- miðið er nirvána, að losna af hjóli endurfæðinga (samsara). Því er dauðinn ekki enda- lokin heldur fyrirheit um betri tíð. Indverjar lauga þá látnu úr helgu vatni og vefja þá síðan blautum klæöum svo þeir fari ekki naktir á vit feðra sinna. Bálfarir eru hefðbundin útför hindúa í Indlandi. Við bálfórin myndast sá hiti sem eitt sinn ein- kenndi lífið og auðveldar það hin- um látna að skilja við sálu sína svo hún geti sameinast sálum for- feðranna. Eldurinn hreinsar lika hinn látna á líkama og sál. I- P ¦ .-~:\. m ;';.-.-,-^. ¦ WU mWtBKtnwBZBtmwmmWUWtnwUm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.