Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 16
i6 tilveran ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 DV Mest breyting í meðferð matarins: Pitsuæðifl gengið of langt - segir Steinunn Ingimundardóttir hjá Leiðbeiningarstöð heimilanna „Það fyrsta sem mér dettur í hug um breytingar sem hafa orðið i sam- bandi við mat eru þær sem lúta að meðferðinni. Hér áður hafði fólk ekki önnur ráð til þess að geyma matinn en að þurrka, súrsa, reykja og salta. Rafmagnið var því mikil bylting á þessu sviði. Annað er það að fólk nýtti sér mun meira þau hlunnindi sem gáfust og engum mat var hent. Mér finnst slæmt hve miklu er hent í sláturhúsunum í dag, löppum, innyflum, blóði og öðru slíku,“ segir Steinunn Ingi- mundardóttir hjá Leiðbeiningarstöð heimilanna. Hafragrautsát minnkað Steinunn hefur ásamt Hallgerði Gísladóttur ferðast um landið og safnað upplýsingum um matargerð fyrri tíma og hún segir að sér þyki einkennilegt að sjá mjólkurfernur um allt land. Kýr sjáist ekki nema á stöku stað. „Breyting hefur orðið í þá átt að hafragrautsát hefur lagst mikið til af en hér áður fyrr var hann oft borðaður þrisvar á dag. Grauturinn er afskaplega hollur og með honum höfðu menn oft súr, skyr, fjallagrös og það, sem ég heyrði nú fyrst á Ströndum fyrir skömmu, að menn brytjuðu vel kæstan hákarl út á grautinn." Borðum of mikið ruslfæði „Yfirleitt sýnist mér fólk borða of mikið af þessu svokallaða ruslfæði. Ástæðan kann að vera sú að fólk vinni of langan vinnudag og nýti sér skyndifæðið þess vegna í svona miklum mæli. Að mínu mati hefur t.d. pitsuæðið gengið allt of langt,“ segir Steinunn. Hún segir fólk þurfa að borða mun meira af grænmeti og kartöflum heldur en gert er. Soðnar kartölfur séu mjög hollar. „Pasta er einfalt, þægilegt, ódýrt og mettandi en það er mjög hitaein- ingaríkt. Það er því fitandi fyrir fólk sem ekki hreyfir sig,“ segir Stein- unn og bætir við að það hafi færst í vöxt að fólk kaupi hálftilbúinn og tilbúinn mat en heimatilbúinn mat- ur verði yfirleitt hollari, betri og í flestum tilfellum ódýrari. -sv Eldhúsreglur frá 1916 Húsmæður ættu að hafa þessar reglur eða þessu líkar skrifaðar og festar upp í eldhúsinu til leiðbein- ingar. 1. Verið hreinar og haldið öllu hreinu kringum ykkur. 2. Hafið eldhúsið hreint áður en byrjað er að elda og sjáið um að alltaf sé þrifalegt á eldhúsborðinu. 3. Látið ekki vanta vatn í vatns- potta eða katla. 4. Takið ekki á pottunum með svuntum, klútum eða diskaþurrk- um; notið pottaleppa. 5. Bragðið ekki á matnum með sleifinni; notið bragðbolla. (Það er bolli eða krukka með hreinu vatni í og teskeið). 6. Sjáið um að lok sé á saltílátinu og skeið í; takið ekki saltið með höndunum. 7. Verið alltaf hreinar um hend- urnar og sparið ekki að þvo ykkur og þurrka í handklæði en ekki önn- ur klæði. 8. Hengið handklæði og önnur klæði í h'ankann. 9. Ef mjólk sýður út á eldavélina þá stráið salti á og þurkið strax upp. 10. Fleygið ekki eldspýtnastúfum; setjið þá á ákveðinn stað; þá má nota til uppkveikju. 11. Hirðið alla seglgarnsspotta, vefjið þá upp og geymið á hentugum stað. 12. Verið hagsýnar og notið allt eins vel og hægt er. 13. Verið verkhyggnar og farið ekki marga snúninga fyrir einn. 14. Varist alvarlega að setja sjóð- andi potta á gangveg eða annars staðar þar sem þeir geta orðið börn- um eða öðrum að voða. 15. Ákveðinn staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sínum stað. Tekið úr: Matreiðslubók. Leið- beiningar handa almenningi. Fjóla Stefáns, forstöðukona Húsmæðra- skólans í ísafjaröarkaupstað, tók saman árið 1916. Kvennafræðarinn í Kvennafræðaranum eftir Elínu Jónsson, fædd Briem, frá því 1911 eru mörg góð ráð til kvenna, ráð sem eiga ekki síður vel við í dag. Kvenlesendur DV ættu að nýta sér þau. Umgengni í búri og eldhúsi Daglega skal sópa eða þvo gólfið og þurka ryk af með deig- um klút, síðan skal þvo öll borð og bekki. Einu sinni í viku skal þurka ofan, svo skúm og pödd- ur, ryk og sót hafi ekki tíma til að safnast fyrir, þá skal þvo glugga, hillur, skápa, þiljur í kring, og seinast gólfið. Lífstykkið þröngt Fæst kvenfólk mun kannast sannar raunar ekki mik- ið, því að það er vart mögulegt að hafa svo þröngt fat utanum búkinn, að eigi sé hægt að koma hendi á milli. Og þó líf- stykkið sé eigi of þröngt, á með- an kvenmaðurinn dregur hægt andann, getur það samt þrengt of mikið að, ef djúpur andar- dráttur verður nauðsynlegur svo sem við mikla hreyfmgu eða vinnu. við, að það um sig, og segir það oft, að hægt sé að koma hendi eða jafnvel báðum höndum á milli líf- stykkisins og líkam- ans. Þetta hafi of þröngt utan Útgufur líkamans Á margan hátt óhreinkast og blandast loftið í húsum vorum, í fyrsta lagi með andardrættin- um og útgufum líkamans, enn fremur af alls konar ryki, reyk, lofttegundum og bakteríum, sem framleiðast af ýmsu, er af óhirðu kann að vera látið liggja, ekki sízt ef það hefir tíma til að rotna. Ekki er hægt að ákveða neinn vissan mælikvarða fyrir hreinu og hollu lofti í híbýlum; lyktin getur að vísu oft sagt til þess. Rátthverfu megin Fyrst eru öll óhreininch þveg- in rétthverfu megin úr fatnað- inum og þar næst ranghverfu megin. Þegar þvotturinn er nú- inn, skal gæta þess að gjöra það liðlega, svo að hann slitni sem minst. Ullin best Af þeim efnum, sem höfð eru til klæðnaðar, ætti vegna vors kalda loftslags helzt að brúka ullarföt, bæði inst og yzt, því hiti og kuldi fer seinna gegnum ull en viðarull og hör, og er hún því heitari þegar kalt er, og eigi eins heit, þegar heitt er; enn fremur tekur hún betur en lé- reft á móti útgufun líkamans, og hlífir því betur en nokkurt annað efni við snöggum um- skiftum hita og kulda. Opið til kl. 21 öll kvöld vikunnar NÓATÚN117 - S. 561 7000 • ROFABÆ 39 - S. 567 1200 • HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888 • FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062 • ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656 JL-HUSINU VESTURBÆ - S. 552 8511 • KLEIFARSEL118 - S. 567 0900 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.