Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Iþróttir Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik og leikmaður hjá Montpellier 72 klukkustundir fóru í í handbolta á einni viku - í viðtali við DV kemur fram að hann er mjög ánægður með veruna í Frakklandi Franska liöið Montpellier, liö Geirs Sveinssonar, tryggöi sér sæti í 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik þegar liðið bar sig- urorð af tékkneska liðinu Dukla Prag, 19-24, í síðari leik liðanna í Tékklandi á sunnudagjnn. Montp- ellier vann fyrri leikinn á heima- velh með eins marks mun, 25-24. Geir Sveinsson lék vel í liði Montp- ellier og skoraði 4 mörk. „Þetta var allt annar leikur held- ur en fyrir viku. í þeim leik vorum við frekar slakir fiestalhr en allt annað var uppi á tengingnum í þessum leik. Við lékum í heild ljómandi vel og höfðum leikinn í okkar höndum nær allan tímann," sagði Geir Sveinsson í samtah við DV í gær. MontpeUier skoraði fyrstu fjögur mörkin í leiknum en í hálfleik var staðan jöfii, 9-9. í síðari hálfleik náðu frönsku meistararnir góðum tökum á leiknum. Þeir komust í 13-10 og 18-14 og eftir það var sigur- inn í höfn. Einvígi Montpellier og Marseille? Þegar sex umferðum er lokið í frönsku 1. deildinni er Montpellier í öðru sæti með 11 stig. Liðið gerði jafhtefli í fyrsta leik sínum en hefur unnið fimm síðustu leiki, síðast gegn Gagny í París, 17-33. MarseiUe • Geir Svelnsson hefur lengi verið drifskaft landsliösins. Á heimsmeist- aramótinu hér á landi í vor stóö Geir upp úr og var valinn i lið mótsins. er á toppnum með fuUt hús stiga. Áhersla lögð á að komast í 8 liöa úrslit „Eftir fyrri Evrópuleikinn var dá- lítil krísa. Forráðamenn Uðsins voru ósáttir við spilamennskuna enda leggja þeir mikla áherslu á að komast í 8 Uða úrsUtin í Evrópu- keppninni en þar er leikið í riðlum. Menn tóku sig því saman í andht- inu í deUdarleiknum á miðvikudag- inn og sigurinn þar var gott vega- nesti fyrir leikinn gegn Dukla Prag," sagði Geir. Geir segir að það sé spáð einvígi MontpeUier og MarseUIe um franska meistaratitUinn. „Mér sýn- ist aö svo ætli að veröa. Þó aö rríik- ið sé eftir af mótinu þá er búið að stiUa upp þannig að síðasti leikur umferðarinnar er viðureign okkar gegn MarseUle. Það eru samt 1-2 önnur Uð sem geta blandað sér í toppbaráttuna. Eg myndi segja að MarseUle eigi að vinna mótið. í Uði þeirra eru 8 landsUðsmenn úr heimsmeistaraliði Frakka en hjá okkur eru tveir franskir landsliðs- menn," sagði Geir. Get ekki kvartað yfir einu eða neinu „Ég er mjög ánægður með vistina hér í Frakklandi og get í raun ekki kvartað yfir einu eða neinu. Getu- lega séð myndi ég áætla að deUdin á Spáni væri sterkari en það er erfitt að segja til um það þar sem ég hef ekki leikið gegn sterkustu Uðunum hér í Frakklandi. Áhuginn á handbolta í Frakklandi hefur aukist í kjölfarið á heimsmeistara- keppninni heima á íslandi en samt á handboltinn í mUdUi baráttu við aðrar íþróttagreinar. Það gengur iUa að koma handboltanum í sjón- varpið en það eru helst einkastöðv- ar sem sýna frá handbolta. Ein slík er í Montpellier og til að mynda komu sjónvarpsmenn frá henni með okkur til Tékklands." MontpeUier er 200.000 manna borg og er íþróttaáhuginn í borg- inni mjög mUdU. Geir segir að á hverjum heimaleik séu um 2.000 • Fjölskyldan lætur vel af dvölinni í Montpellier. Hér er Geir með eigin- konunni, Guðrúnu Arnarsdóttur, og litla syninum. manns en á Evrópuleiknum voru þeir yfir 3.000. „MontpeUier á Uð í 1. deUd í öUum boltagreinunum og borgin styður mjög vel við bakið á íþróttamönn- um," segir Geir. 72 klukkustundir í handbolta á einni viku Geir er atvinnumaður með Montp- eUier eins og flestir leikmenn Uðs- ins. Hann er annar tveggja erlendu leikmannanna með Uðinu, hinn er Igor Tjumak, fyrrum markvörður rússneska landsliðsins. Hann hætti að leika með Rússum eftir heims- meistarakeppnina í Tékklandi 1990 en þá lenti hann upp á kant við forráðamenn rússneska landsUðs- ins. Tjumak er jafngamaU Geir eða 31 árs og er hann 125 kg að þyngd. „Hann er kannski ekki sá sneggsti í heimi en hann ver alveg ótrú- lega," segir Geir. Geir segist aldrei hafa æft eins mikið og nú. Hann segir að mjög oft séu æfingar tvisvar á dag og á dögunum tók hann saman að hann eyddi 72 klukkustundum á einni viku í handbolta en sú vika var að vísu í þyngri kantinum. „Maður hefur ekki tíma til að gera neitt annað en að stunda handboltann og til að mynda get ég varla farið í frönskutíma," sagði Geir að lok- um. Víkingar sigruðu í öllum f lokkum • Víkingar voru einráðir á mótinu um helgina. Hér eru þeir sem skipuðu fjögur efstu sætin. Guðmundur E. Steph- ensen, Jón Ingi Árnason, Bergur Konráðsson og Ólafur Rafnsson. Guðmundur E. Stephensen og LUja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi sigr- uðu í karla- og kvennaflokki á Pizza- mótinu í borðtennis sem fram fór um helgina. Borðtennisfólk úr Víkingi var sigursælt á mótinu en það sigr- aði í öUum flokkunum sem keppt var í. Hinn 13 ára ganúi Guðmundur E. Stephensen sigraöi félaga sinn úr Víkingi, Jón Inga Árnason, í úrstit- um í meistaraflokki karla, 2-0, og Iiha Rós vann 2-0 sigur á Evu Jó- steinsdóttur úr VUdngi. Úrslitin á mótinu urðu annars þessi: Karlaflokkur 1. Guðm. E. Stephensen.............Víkingi 2. Jón I. Árnason........................Víkingi 3. Bergur Konráðsson...............Víkingi 3. ÓlafurRafhsson.....................Víkingi Kvennaflokkur 1. LUja R. Jóhannesdóttir..........Víkingi 2.EvaJósteinsdóttir..................Víkingj 3.KolbrúnHrafnsdóttir............Víkingi 1. flokkur 1. EmU Pálsson..........................Víkingi 2.EvaJósteinsdóttir..................Víkingi 3. Hjalti Halldórsson..................Víkingi 3.1ngimar Jensson.........................HSK 2. flokkur 1. Trausti Jósteinsson...............Víkingi 2. Haukur S. Gröndal.................Víkingi 3. Gunnar Geirsson.............Srjörnunni 3.ívarHróðmarsson.........................KR Eldri flokkur karla 1. Pétur Ó. Stephensen..............Víkingi 2. Emil Pálsson...........................Víkingi 3. Siguröur Herlufsen................Vikingi TvíUðaleikur 1. Guðmundur Stephensen/Björn Jónsson.......................................Víkingi 2. Kristján Jónasson/Ólafur Rafnsson ......................................................Víkingi 3. Ólafur Stephensen/Jón Ingi Árna- son...............................................Víkingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.