Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 22
26 ÞRIDJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Menning Heimasíðaum Jónforseta Vestfirska forlagið á Þingeyri og töivuþjónustan Snerpa á ísafiröi hafa opnað heimasíðu á Internetinu um Jón Sigurðsson forseta. Þar er að finha margvís- legan fróðleik um Jón og er síð- unni ætlað að auka þekkingu okkar á þessari þjoðhetju sem barðist fyrir sjálfstæði íslend- inga. Islensk og ensk utgáfa er þegar til á netinu og til stendur að koma upp danskri og þýskri útgáfu af síðunni. Vefiang síðunnar er: http://www^nerpa.is/kynn/J/jon- sig/- Atvinnulausirfá afsláttíÞjóð- leikhúsið Þjóöleikhúsið hefur ákveðið að veita atvinnulausu fóíki afslátt af miöaverði ásýningar leikhúss- ihs. Um er aðræða sama afslátt og eftirlaunafólk og nemendur framhaldsskóla njóta, sem er há- marksafsláttur. Gildir hann á sýnlngardegi gegn framvísuri innritunarskírteinis og verður hægt að fá tvo miða hverju sinni. Afslátturinn gildir áallar sýning- ar leikhússins á leikárinu. í tilefhi af þessari nýjung var atvinnulausu fólM nýlega boðið að koma endurgjaldslaust á sýn- ingu á Stakkaskiptum eftir Guð- mund Steinsson en það verk fiall- ar m.a. um áhrif atvinnuleysis á ein'staklinginn og tíans nánustu. Miktíl fjöldi þáði boðið ognaut ¦kvöldstunáarinnar í Þjóðleikhús- ínu. Ráðstefnaum íslenskar kvennarann- sóknir Rannsóknarstofa í kvenna- fræðum vjö Háskóla íslands efnir um næstu tíelgj tfl ráðstefnu í Odda umfslenskar kvennarann- sóknir. Á ráðstefnunni verða fluttir fræðilegir fyrirlestrar, er- indi úr kyennabaráttunni og pall- borðsumræður fara fram um kvennaráðstefhuna í Kína með þatttöku Vigdísar Finnbogadótt- ur forseta. Við opnunarathöfh ráðstefn- unnar mun Fride Eeg-Henriksen m.a. flytja ávarp en hún er for- stöðumaður nýrrar norrænnar stofnunar um kvennarannsókn- ir. Fyrirlestrar verða alls 34 með afar fjölbreyttu efni. Fyrirlesarar koma úr mannfræði, bókmennta- fræði, félagsfræði, sálfræði, þjóð- fræði, sagnfræði, málfræöi, guð- fræði, hjúkrunarfræði, uppeldis- og menntunarfræði og félágs- ráðgj&f. Þjóðbúningahá- tíðt.vetrardag HeJmuisiðnaðarfélag íslands hefur ákveðið að éfha'tilSérstakr- ar þjó^búningahátíðar 28. októtí er nk. sem er fyrstí vetrardagur. Hátíðin fer fram á Hótel Borg og er öllum boðin þátttaka, tívort sem þeir éru í félaginu eða ekki. Á hátíðinni flytur Fríða Ólafs- dottir dósent erindi um upphlut- inn og karlabúninginn, fágætír tíúrangar verða til sýnis, Vorkór- irm mun létta lund hátíðargesta og að sjálfsogðu verða á boöstól- um myndarlegar kaffiveitíngar. Eitt af markmiöum Heimflis- iðnaðarfélagsins er að halda vörð um ísienska þjóðbúninginn, fræða almenning um hanh og gæta þess að hefðir tengdar hon- um glaöst ekki. Þánniger Heimfl- iMðnaðarskólinn ma. með jþjóð- búningasaum, baldýringu og khipl á námskrá sinni. -bjb Hörð gagnrýni á störf Borgarleikhússins: Listræn flatneskja? - stekkur af mér eins og vatn af gæs, segir Siguröur Hróarsson „Að tala um flatneskju við þessar aðstæður, það stekkur af mér eins og vatn af gæs," sagði Sigurður Hró- arsson, leikhússtjóri Borgarleik- hússins, m.a. í samtali við DV í til- efni af gagnrýni sem fram hefur komið hjá leikhúsgagnrýnendum Alþýðublaðsins og Tímans. „Listræn fiatneskja," segir Arnór Benónýsson m.a. í Alþýðublaðinu og Gunnar Stef- ánsson spyr í Tímanum hvar sálin sé í leikhúsinu. Hér er fast að orði kveðið og ekki í fyrsta sinn þegar. Borgarleikhúsið er annars vegar. Síðustu ár hefur hallað undan fæti fjárhagslega og ljóst er að leikhúsið stendur á tíma- mótum. Sigurður Hróarsson sagði upp á síðasta vetri og hættir eftír þetta leikár. Viöar Eggertsson hefur verið ráðinn í hans stað og þykir öruggt að hann hafi aldrei á sínum ferh tekist erfiðara verk á hendur. Eitthvað mikið að „Það er eitt- hvað mikið að í Borgarleikhús- inu. Auðvitað vantar þá pen- inga en það skýrir þó engan veginn þá list- rænu flatn- eskju sem þar ríður nú húsum. Aftur og aftur er boðið upp á sýningar sem standast ekki lágmarkskröfur sem gera verður tfl atvinnuleikhúss nú á ofanverðri tuttugustu öldinni," segjr Arnór m.a. í pistlinum. „Ég gagrýni fyrst og fremst val verkefna, úrvinnslu þeirra og val listamanna. Á þessu er engin alls- herjarlausn en minn tflgangur var að vekja upp umræður um listræna stöðu leikhússins. Er ekki vinur sá sem ttl vamms segir?" sagði Arnór í samtali við DV. Hann sagði að stokka þyrfti upp stjórnkerfi Borgarleikhússins. Það ætti að gera m.a. með því að víkka valdsvið leikhússtjórans og gera hann einráðan, Ukt og tíðkaðist með þjálfara knattspyrniuiðs. Því ætti Viðar Eggertsson að láta það verða sitt fyrsta verk að fara fram á að fá að velja sjálfur í liðið. Örvænting eftir vonda uppskeru? í Tímanum segir Gimnar Stefáns- son m.a. um leikhúsið: „Mér dettur helst í hug að í Borgarleikhúsinu ríki einhvers konar örvænting eftir vonda upp- skeru síðustu tveggja leikára og erfiða stöðu sem af því hef- ur leitt. Verk- efni sem er „ís- lenskt, létt, skemmtilegt, nútíma- legt" á að bjarga þessu við. Það er eitthvað svona „sem fólkið vill sjá", hafa menn hklega hugsað í húsinu." Gunnar sagði við DV að hann væri orðinn þreyttur á þeim svörum for- ráðamanna Borgarleikhússins við gagnrýni að það vantaði pening í kassann. Sú skýring gengi ekki enda- laust. Það væri t.d. ekki peninga- spursmál „að velja óframbærileg verk eins og Tvískinnungsóperuna." „Ég hef verið óánægður með verk- efnaval Borgarleikhússins. Þar er of mikið af léttvægum viðfangsefnum. Grín- og söngleikir hafa verið alls- ráðandi. Leikhús með metnað verður að bjóða upp á fleira. Eins hafa sýn- ingarnar ekki verið nógu góðar, hvort sem það er leikstjórum eða leikurum að kenna," sagði Gunnar. Aðspurður um lausn á vanda leik- hússins sagði Gunnar að það þyrfti að opna það meira, of þröngur hópur ynni hjá leikhúsinu og fleiri þyrftu að koma að því. Einnig þyrfti að vanda val verkefna betur. Marklaus skrif Sigurður Hróarsson sagði það ekki vana sinn „að eltast við það sem gagnrýnendur segja í sínum pistl- um". Hann sagði þessi skrif mark- laus á meðan starfsemin gengi éins veloghúnhefði gert á þessu leikári. „Við höfum verið með sýn- ingar sem trekkja mjög vel. Þannig komu núna um helgina hátt í 5 þúsund manns í hús- ið. Að tala um flatneskju við þessar aðstæður, það stekkur af mér eins og vatn af gæs," sagði Sigurður. Endurskipulagning hafin Leikhúsráð Borgarleikhússins ber ásamt leikhússtjóra ábyrgð á verk- efhavali hverju sinni. Kjartan Ragn- arsson er formaður ráðsins. Hcinn sagði í samtali við DV að gagn- rýninni mætti svara með því að frá því í vor hefði mikil vinna átt sér stað innan leik- hússins í þá átt að betrumbæta vinnufyrirkomulag í húsinu. „Mér finnst æskflegt að opna Leik- félagið meira. Það hefur frá upphafi rekið leikhúsið með miklum sóma. í fyrravetur sömdum við ítarlega skýrslu um stöðu leikhúsreksturs í Borgarleikhúsinu. í framhaldi af því kommn við með ýmsa gagnrýni á félagið sjálft. Á aðalfundi félagsins í vor voru gerðar lagabreytingar um starfsemina sem þegar er farið að framkvæma. Nýr leikhússrjóri var t.d. ráðinn samkvæmt þeim breyt- ingum. Við stefnum að því að endur- skipuleggja leikhúsið með nýjum leikhússtjóra í framhaldi af þessari skýrslu," sagði Kjartan. Hann sagði reynslu af atvinnuleik- húsum erlendis vera þá að ákveðinn fjölda ára tæki fyrir þau að mótast og aðlagast nýju húsnæði. Form fé- lagsins og stjórnkerfi þyrftu endur- skoðun og sú endurskoðun væri haf- in af fullum krafti. Verkefnin ekki alltaf mér að skapi Viðar Egg- ertsson tekur við stöðu leik- hússtjóra næsta haust en hann hefur stýrt Leikfélagi Akureyrar undanfarin ár. Hann vildi í samtali við DV ekki tjá sig mikið um stöðu Borgarleikhúss- ins á meðan hann væri ekki kominn þangað til starfa. „Ég hef haft þá stefnu á Akureyri að tala ekki svo mikið um það sem ég ætla að gera heldur láta verkin tala. Ég held að mér hafi tekist þetta og látið verk tala öðruvísi en áður var. Ég vænti þess að-eins'muni yerða í Borgarleikhúsinu. Vissulega fylgja nyjum herrum nýjar hug- myndir. Eg get þó sagt, og hef sagt áður, að verkefhi Borgarleikhússins hafa ekki alltaf verið mér að skapi," sagðiViðar. -bjb Sérstákt sögukvöld í Kafiöleikhúsinu: Prestarláta gamminn geisa Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum efnir annað kvöld tfl sérstaks sögu- kvölds sem nefhist Prestasögukvöld. Þar munu fimm kunnir prestar láta gamminn geisa. Þetta verður fjórða sögukvöld vetrarins í Kafilleikhús- inu en það fyrsta í hópi svokallaðra „starfsgreinasögukvölda" sem verða í leikhúsinu í veto. Sagnaprestarnir verða Árni Pálsson, Dalla Þórðar- dóttir, prestur í Miklabæ, Gunnar Sigurjónsson, prestur í Digranes- kirkju, Irma Sjöfn Óskarsdóttir, prestur í Seljakirkju, og Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skálholti. Prestarnir munu án efa flytj a sögur af skemmtilegum uppákomum í kirkjustarfinu því einhverjum hefur orðið á í messunni, svo mikið er víst. Ása Richardsdóttir, framkvæmda- srjóri Kaffileikhússins, sagði í sam- tali við DV að tilvalið hefði verið áð Irma Sjöfn Oskarsdóttir er í hópi sagnaprestanna. láta presta ríða á vaðið á starfs- greinasögukvöldunum þar sem Kirkjuþing stæði yfir í Reykjavík en þingiðhefstídag. -bjb Geislaplatameð Steinunni Birnu Japis tíefur gefið út geisla- píötu þar sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir leikur róman- tísk píanóverk eför Grieg og Schumann. Platan var hljóðrituð í Háskóla- bíói og íslensku óperunni og tón- meistari var Bjarni Rúnar BJarnason. Málverk á kápu er eftir Vigni Jóhannsson. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem píanó-; konsert með íslenskum einleik- ara ásamt SiitfóníuhJJómsveit ís- lands er gefinn út á geislaplötu. Steínunn er í fremstu röð ís- lenskra píanóleikara og hefhr komið fram á fjöimörgum tón- leikum hérlendis og hlotið iof gagnrýnenda og hrifningu áheyr- enda fyrir vandaðan leik. HávarSigur- jónssoníÞjóð- leikhúsið Hávar Sigur- Jónsson hefur verið ráðínn nýr ieiklistar- ráðunautur Þjoðleikhúss- ins úr hópi sjo umsældenda. Háyartekurvið af Árna Ibsen sem starfað hefur í leikhúsinu til fjölda ára. Hávar á að baki fjölþætt nám i leikhúsfræðum í Englandi oghef- ur sett upp fjöida leikrita í at- yinnu- og áhugamannaleikhús- um um ailt land. Að auki hefur hann starfað við blaðamennsku og auglýsingagerð. Árin 1991-93 var hann leiklistarráðunautur Ríkisútvarpsins og hefur verið samningsbundinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið síðustu tvö leikár. Þá var frumsamið leikrit hans eitt 5 leikrita sem hlaut sérstaka viðurkenningu í Leikritasam- keppni Rfltísútvarpsins fyrr á þessuári. Djúpuvíkuræv- intýríðíhring- ferðumlandið Leikfélag Hólmavíkur ætlar Um næstu helgi að hefja hringferð um iandið með emþáttunginn Djúpuvíkurævintýrið eftir þau Vilborgu Tráustadóttur og Sigurð Atíason í leikstjórn þess síðar- nefnda. Hringferðin hefst á Hvammstánga 20. október nk. og lýkur í Reykjavík 5. nóvember, Alls verða 14 sýningar á 12 stöð- um. Auk Hvamtnstanga og Reykjavflcur eru þetta Sauðár- krókur, Dalvík, Freyvangur, Laugar, Húsavík, Borgarfjörður eystri, Egilsstaðir, Hornafjörður, Kirkjubæjarklaustur og Selfoss. Djúpuvíkurævintýrið var frumsýnt á dögunum á Hólmavík í tflefni af árlegúm formanna- fundi Bandalags íslenskra leikfé- laga. Einpátttmgurinn fjaflar um uppgang og hrun byggðar á DJúpuvik á sfldarárunum. Tón- list skipar stóran sess í verkinu." Fjórir felagar Leikfelags Holma- víkur fara í hringferðiná, þrir leikarar og einn tæknimaður. Einkalíf plantna Skjaldborg hefur gefið út bók- ina Einkalff plantna eftir Sir David Attenborough í þýðingu Óskars ingimarssónar. I tflefhi þessa hefur Sir David verið á ís- landi til að árita bókina. Þættir byggðir á bókinni verða teknlr Ú sýninga hjá ríkissjónvarpinu 20. nóvember nk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.