Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 26
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Smáauglýsingar - Sími 550 5000 Þverholti 11 553 7021, Árni H. Guömundss., 853 0037. Okukennsla og æfingatímar. Kenni á Hyundai Sonata. Skóli ogkennslugögn. Lausir tímar. Bifhjóla- og ökuskóli Halldórs. Sérhæfð hifhjólak. Kennslutilhögun sem býður upp á ódýrara ökunám. S. 557 7160,852 1980,892 1980. Sverrir Björnsson. Kenni á Galant 2000 GLSi ‘95, hjálpa til við endumýjunar- próf, útvega öll prófgögn. Engin bið. S. 557 2940,852 4449 og 892 4449. Ökukennsla, bifhjólakennsla. Lærið akstur á skjótan og ömggan hátt. Toyota Celica turbo og Nissan Primera. Sigurður Þormar, s. 567 0188. t? Einkamál Hæ, ég er þrítugur karlmaöur, grannur, laglegur og meðalmaður á hæð og óska eftir að kynnast stúlku sem vill fara út að skemmta sér með mér og öðm pari. Svör send. DV, m. „B 4627“. Bláa Línan 904 1100. Viltu eignast nýja vini? Viltu hitta ann- að fólk? Lífið er til )5ess að njóta þess. Hringdu núna. 39,90 rm'n. Grannv., ung kona, 22 ára, sem kemur reglubundið í bæinn, v/k fjárhagsl. sjálfst. karlm., 30—40 ára. Skrán.nr. 401090. Rauða Torgið, s. 905-2121. Makalausa línan 904 1666. Þjónusta fýr- ir þá sem vilja lifa lífinu lifandi, láttu ekki happ úr hendi sleppa, hringdu núna. 904 1666. 39,90 mín. j4__________________Bókhald Bókhald - Ráögjöf. Skattamál - Launamál. P. Sturluson - Skeifunni 19. Sími 588 9550. __________________Þjónusta Ath. tek að mér að úrbeina nautakjöt, svínakjöt, folöld eða lömb. Geymið auglýsinguna. Upplýsingar í síma 555 4020 og 555 0964. Fataviögeröir og breytingar. Einnig á alls kyns skinnfatnaði. Saumastofan Hlín, Háaleitisbraut 58-60, 2. hæð, sími 568 2660. Langar þig til aö lífga upp á heimili þitt eða vinnustað? Tek að mér lagfæringar og endurnýjun á húsnæði. Góð og ódýr vinna. Uppl. i síma 896 9651. Raflagnir, dyrasímaþjónusta. Tek að mér raflagnir, dyrasímaviðg. og loft- netslagnir. VisaÆuro. Löggiltur raf- virkjameistari. S. 553 9609 og 896 6025. Málarar geta bætt viö sig verkefnum. Vönduð vinna. Uppl. í síma 568 2486. P Ræstingar Nú er tækifæriö! Tilboð á teppahreinsun: fermetrinn á 130 kr. 100% árangur. Hringið og fáið upplýsingar í síma 587 4799. T\ Tilbygginga Ódýrt þakjárn. Ódýrt þakjám og veggklæðning. Framl. þakjárn og fal- legar veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt/hvítt/koks- grátt. Timbur og stál hfi, Smiðjuv. 11, Kóp., s. 554 5544 og 554 2740, fax 554 5607. #- Vélar - verkfæri Hydro-pressa tll sölu, 650 1, 3ja fasa, Felder sög, m/fyrirskurði, einnig 200 1 lofthylki og 3 ha., 3ja fasa mótor. S. 567 0010/567 5076 e.kl. 17. Haraldur. 4 Spákonur Spál i spil og bolla, ræð drauma alla daga vikunnar, fortíð, nútíð og framtíð, gef góð ráð. Tímapantanir í síma 551 3732. Stella. /é Stjörnuspeki Nýtt! Bók gerö sérstaklega um þig af Gunnlaugi Guðmundssyni. Lýsir per- sónuleika þínum, tilfinningum, heim- ili, ást, samskiptum og vinnu. Stjömu- spekistöðin, Laugav. 59, s. 561 7777. Mundu Serta-merkiö því þeir sem vilja lúxus á hagstæðu verði velja Serta og ekkert annað. Komdu og prófaðu amer- ísku Serta-dýnumar sem fást aðeins í Húsgagnahöllinni, s. 587 1199. HÚSBÚNAÐUR /////////////////////////////// Aukablað um HÚSBÚNAÐ Mióvikudaginn 25. október mun aukablað um húsbúnað fylgja DV. Blaðið verður fjölbreytt og efnismikið að vanda. Meðal annars verður fjallað um heimilistæki, innrétt- ingar, lýsingu, gólfefni, húsgögn og nýja hönnun. Þeim sem vilja koma á framfæri nýjungum og efni í blaðinu er bent á að senda upplýsingar til ritstjórnar DV, Ingibjargar Sveinsdóttur, sem fyrst eða í síðasta lagi 17. október. Bréfasími ritstjórnar er 550-5999. Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að auglýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, í síma 550 5722. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýs- inga er fimmtudagurinn 19. október. Ath.! Bréfasími okkar er 550-5727. Verslun smáskór Barnaskó-útsala á eldri gerðum af lager. Stök pör frá 290 kr., spariskór frá 590 kr. Smáskór v/Fákafen, s. 568 3919. Sérverslanir meö barnafatnaö. Við höfum fötin á bamið þitt. Okkar markmið er góður fatnaður (100% bóm- ull) á samkeppnishæfu stórmarkaðs- verði. Erum í alfaraleið, Laugavegi 20, s. 552 5040, í bláu húsunum við Fákafen, s. 568 3919 og Kirkjuvegi 10, Vestmannaeyjum, s. 481 3373. Láttu sjá þig. Sjón er sögu ríkari. Hitaveitur, vatnsveitur: Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/fi símar 567 1130, 566 7418 og853 6270. Húsgögn Hjónarúm, kr. 43.500. Eigum svefnbekki í flestum stærðum, gerðum og litum. Sérhúsgögn, Höfðatúni 12,105 Reykja- vík, símar 552 6200 og 552 5757. jg BÍÍartiisöÍii Vel meö farinn BMW 2002, árg. ‘72, skoðaður ‘95 og ‘96 án athugasemda, rauður, álfelgur, topplúga, Koni, low profile ve. dekk, 4 gíra. Góður bíll. Uppl. i sfma 565 8613 e.kl. 17. Bjöm. Til sölu Benz 230E, árg. ‘91. Einn sá langflottasti, með öllu. Bílasala Garðars, Nóatúni 2, sími 561 1010. Jeppar Mitsubishi Pajero, bensín, árgerö ‘88, til sölu. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 437 1793. DV Netfang DV: rrríJ Memiing________________pv Aftur- göngur „... en þá er ég er andaður, þá vil ég mér láta gröf grafa í eldhúsdyr- um, og skal mlg niður setja standandi þar í dyrunum; má ég þá enn vendi- legar sjá yfir hýbýli mín.“ Eftir þetta deyr Hrappur.... En svo ihur sem hann var viðureignar, þá er hann lifði, þá jók nú miklu við, er hann var dauður, því að hann gekk mjög aftur. Svo segja menn, að hann deyddi flest hjón sín í aftur- göngunni; hann gerði mikinn ómaka þeim flestum, er í nánd bjuggu; var eyddur bærinn á Hrappsstöðum." Þetta las ég í Laxdælu á fimmtudaginn var skömmu áður en ég hélt á landsfund Alþýðubandalagsins að hlusta á hina hinstu ræðu og verða vitni að kjöri nýs formanns. Það er vissara að taka það fram að þetta var ekki sérvalinn texti fyrir þennan fund heldur hafði mig einvörðungu borið þarna að í langri lestrarlotu. Fundir af þessu tagi eru líkastir férmingarveislum, stórafmælum eða ættarmótum þar sem fólk dríf- ur að héðan og hvaðan af landinu enda stór þáttur í gildi þeirra að treysta bönd milli manna, styrkja gömul tengsl og efna til nýrra. Þess vegna fer mikill hluti slíkra mannamóta fram á göngum og hliðarherbergj- um og er sá þáttur ekki minna veröur en hinn sem gerist í ræðustóh framan við myndavélar og hljóðnema. Hinsta ræðan var flutt framan við myndavélarnar. Var hún tíðindahtii sem von var til. Hins vegar voru það tíðindi þegar úrslit í formannskjöri voru kynnt. Þegar þau lágu fyrir varð ég vitni að því hvernig hægt er að falla og halda þó velli líkt og Brjánn kóngur gerði suður á írlandi forð- um og hvemig þeir koma fram sem kunna að ganga með sigur af hólmi svo ahir megi hafa nokkum sóma af. Það var hins vegar ekki fyrr en á öðrum degi, enn frekar á hinum þriðja en þó mest á hinum fjórða degi þessa fundarhalds sem lestur fimmtudagsins tók að sækja á mig því svo mjög sótti flutningsmaður hinn- ar hinstu ræðu í sig óveðrið eftir því sem á fundinn leiö og gerði mikinn ómaka sumum þeim er á hlýddu. Hann hefur og farið mikinn á ljósvakan- um síðan. En því er ég að skrifa þetta hér aö þaö situr í mér. Ætlun mín var að ná því úr mér með því að sækja nýjar hugsýnir í Listaklúbb Leikhúskjah- arans, en þar átti í gærkveldi að flytja dagskrá sem unnin er upp úr leik- ritinu „Sannur karlmaður" og allt í kringum það. En því var frestað og myndir úr Laxdælu sóttu að mér á nýjan leik, en í öðru gervi, þegar ég hlustaði á tal manna um leynilistann yfir laun opinberra starfsmanna. Ég fór að velta því fyrir mér í fúlustu alvöru hvort ástæðan fyrir því að nöfn launþeganna fáist ekki birt gæti verið sú að einhverjir þeirra séu þegar dauðir og komnir í aðra vist en hálaunamönnum í embættum hafi láðst aö strika nöfnin út af launaskrá. Annað eins minnisleysi hefur fyrr litið dagsins ljós hjá þeim hinum opinberu. Barokk- tónleikar Listvinafélag Hahgrímskirkju stóð að barokktónleikum í Hallgríms- kirkju sl. sunnudag. Þar komu fram þau Camiha Söderberg, sem lék á blokkflautur, Marta G. Hahdórsdóttir sópransöngkona, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, sem lék á sehó, og Hörður Áskelsson orgeheikari. Leikin var tónhst eftir þrjá meist- ara barokktímans, eða þá Georg Philip Telemann, Dietrich Buztehude og Johann Sebastian Bach. Tónleikarnir hófust á einsöngs- kántötunni Wenn Israel am Nilus- strande eftir Telemann. Þessi kant- ata er skrifuð til útleggingar á texta messu 7. sunnudag eftir þrenning- arhátíð. Verkiö er tvískipt og er fyrri hlutinn tónles og aría, þar sem hvatt er th þess að forðast þrældóminn og ánauðina, sem felst í vondum verkum mannanna. í síðara tónlesinu og aríunni er m.a. sagt að þjónust- an við Krist muni veita ávöxt helgunar og sungið er um sælu eilífa lífs- ins. Kantatan var bæði mjög fallega og vel flutt í aha staði, enda valinn maður í hverju rúmi. Raunar var flutningur allrar efnisskrárinnar á þessum tónleikum hinn vandaðasti og Listvinafélaginu th mikhs sóma. Tvö lög, eða aríur eftir J.S. Bach komu næst, Gott, wie gross ist deine Gúte BWV 462 og Brunnqueh aller Gúter BWV 445, báðar úr söngbók Schemellis. Voru þessi sérlega fallegu lög frábærlega sungin og leikin af flytjendunum. Orgelprelúdía í D-dúr eftir Buxtehude hljómaði næst og flutti Hörður hana á htla orgelið í kirkjunni, en önnur verkefni tónleikanna lék hann á ofurlítið færaniegt orgel sem mun vera í eigu Skálholtskirkju. Þessi mikið leikna og þekkta prelúdía lék í höndunum á Herði og síðan var flutt kantatan Singet dem Herm eftir sama höfund. Camiha Söderberg fór á kostum í Flautusónötu í f-moll eftir Telemann, sem hófst á þungum þönkum, en lauk í dansi og síðast heyrðum við tvö lög Bachs úr söngbók Schemehis svo og aríu úr Kantötu nr. 39, Höc- hster, was ich habe, þar sem fiðluröddin var leikin á flautu. Þetta voru einkar fallegir og ánægjulegir tónleikar. Tónleikar Áskell Másson Atburðir Úlfar Þormóðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.