Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Qupperneq 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBRER 1995 Afmæli Guðjón Sverrir Sigurðsson Guöjón Sverrir Sigurðsson rannsóknarmaður, Grímshaga 7, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Sverrir fæddist í Keflavík og ólst þar upp fyrstu sex árin og síðan í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1946, stund- aði nám í efnafræði við HÍ, lærði þar verkfræðiteikningar 1946-47, lauk námi í forspjallsvísindum frá HÍ 1947, stundaði nám í efna- og eðlisfræði við háskólann í Dublin 1947-51, stundaði nám í guðfræði- deild HÍ 1953-56, stundaði nám í hagræðingartækni hjá Iðnaðar- málastofnun íslands 1962 og hefur sótt fjölda námskeiða í Evrópu og Bandaríkjunum. Sverrir starfaði hjá Atvinnu- deild HÍ 1952-55, var gæðaeftirlits- sflóri og verkstjóri í málningar- verksmiðjunni Hörpu 1955-67, var framkvæmdastjóri Iðju, 1957-70, starfsmaður Rannsóknastofnunar iðnaðarins frá 1970 og hefur starf- að hjá Tæknistofnun íslands frá stofnun 1977. Sverrir var formaður Iðju 1957- 70 og ritari 1970-71, borgar- fulltrúi í Reykjavík 1962-66, for- maður og framkvæmdastjóri Byggingarsamvinnufélags iðnað- arfólks frá 1964, formaður Bygg- ingarsamvinnufélags verkamanna og sjómanna 1969-70, sat í stjórn Óðins, félags sjálfstæðisverka- manna og sjómanna, 1965-69 og formaður félagsins 1968-69, í flokksráði Sjálfstæðisflokksins 1962-66, í verkalýðsráði flokksins 1958- 70, í Iðnþróunarráði 1967-71, í miðstjórn ASÍ 1968-72, í stjóm fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík 1958-71 og varaformað- ur þess 1966-71, formaður Knatt- spyrnufélagsins Þróttar 1965-71 og hefur setið í fjölda nefnda og ráð á vegum Reykjavíkurborgar, rík- isins og íþróttahreyfingarinnar. Sverrir hefur verið sæmdur gullmerki Iðju og gullmerki Þrótt- ar. Fjölskylda Eiginkona Sverris er Valdís Sigurlaug Daníelsdóttir, f. 8.8. 1924, verslunarmaður. Hún er Til hamingju með afmælið 17. október 80 ára Jón Þorkelsson, Litlabotni, Hvalfjarðarstrandar- hreppi. Þórunn Bildsöe-Hansen, Sporðagrunni 6, Reykjavík. 75 ára Guðbjörg Þórhallsdóttir, Kirkjuvegi 1A, Keflavík. Guðbjörg tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Heiðar- brún 8 í Keflavík föstudaginn 20.10. kl. 19.00. Kristín Ólafsdóttir, Stangarholti 5, Reykjavík. Halldór Jónas Jónsson, Sólheimum 27, Reykjavík. Svanhildur Giuinarsdóttir, Stapasíðu 3, Akureyri. Jóhann Guðmundsson, Reynivöllum 2, Egilsstöðum. Árni Sigurðsson, Þrastargötu 8, Reykjavík. Þórey Sigríður Jónsdóttir, Keflavík, Rípurhreppi. Jónas Samúelsson, Hellisbraut 22, Reykhólahreppi. Arnbjörg Óladóttir, Bláskógum 16, Reykjavík. 40 ára 70 ára Aðalsteinn Þórólfsson, Skarðshlíð 31F, Akureyri. Sigurlaug Hallmannsdóttir, Suðurgötu 15, Keflavík. 60 ára Anna Einarsdóttir, Heiðarvegi 29, Reyðarfirði. Guðmundur Arason, Kveldúlfsgötu 26, Borgarnesi. Bjarney S. Sigurjónsdótir, Fellsmúla 17, Reykjavík. Elva Thorarensen, Aðalstræti 15, ísafirði. Guðmundur Hólmar Guðmundsson, Austurgötu 38, Hafnarfirði. Kristín Helga Runólfsdóttir, Fróðengi 14, Reykjavík. Hrafnhildur Kr. Jóhannsdóttir, Heiðarási 19, Reykjavik. Guðmundur Birgisson, Torfufelli 50, Reykjavík. Guðrún Ester Einarsdóttir, Laufengi 42, Reykjavik. Sigríður Hermannsdóttir, Dalhúsum 1, Reykjavík. Gunnar Börkur Jónasson, Kirkjuvegi 5, Hafnarfirði. Elín Árdís Sveinsdóttir, Frostafold 89, Reykjavík. 50 ára Friðrik Dagsson, Nökkvavogi 60, Reykjavík. AÍim 904*1700 Verð aðeins 39,90 mín [£1 Dagskrá Sjónv. [U Dagskrá St. 2 (3 Dagskrá rásar 1 [jU Myndbandalisti SJJ Myndbandagagnrýni [U ísl. listinn - topp 40 rj} Tónlistargagnrýni Nýjustu myndböndin vikunnar - topp 20 [§] Gerfihnattadagskrá dóttir Daníels Tómassonar, tré- smíðameistara að Kollsá í Hrúta- firði, og Herdísar Einarsdóttur frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal en þau eru bæði látin. Börn Sverris og Valdísar Sigur- laugar eru Bragi, f. 1947, slökkvi- liðsmaður á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Ingibjörgu Júlíusdóttur sjúkraliða og eiga þau tvö börn; Herdís, f. 1953, viðskiptafræðing- ur, gift Bjarna M. Jóhannessyni forstjóra og eiga þau tvo syni; Sig- ríður Birna, f. 1955, snyrtisérfræð- ingur, gift Guðmundi Gíslasyni verkstjóra og eiga þau tvo syni. Bróðir Sverris, samfeðra, er Ágúst ísfeld Sigurðsson, f. 8.8. 1924, verkstjóri hjá Reykjavíkur- borg. Albróðir Sverris er Pétur Sig- urður Sigurðsson, f. 2.7. 1928, fyrrv. alþm. og forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði. Foreldrar Sverris: Sigurður In- gjaldsson Pétursson, f. 16.10. 1895, d. 8.8. 1972, útvegsb. og kaupmað- ur í Keflavík, og k.h., Birna Ingi- • björg Hafliðadóttir, f. 2.10. 1899, d. 3.1. 1986, húsmóðir. Ætt Faðir Sigurðar var Pétur, sjó- maður í Keflavík, Jónsson, frá Katadal í Húnavatnssýslu, Jóns- sonar. Móðir Sigurðar var Ingi- björg, systir Þórðar, afa Erlendar Ó. Péturssonar, formanns KR, sem var móðurbróðir Péturs Guð- finnssonar, framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, en Þórður var einnig langafi Jóns Guðmunds- sonar á Reykjum. Ingibjörg var dóttir Jóns, b. í Engey, Pétursson- ar, bróður Guðrúnar, langömmu Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra, fóður Björns mennta- málaráðherra. Önnur systir Jóns var Sigríður, langamma Péturs Sigurgeirssonar biskups og Péturs Sigurðssonar, fyrrv. forstjóra Landhelgisgæslunnar. Birna, var dóttir Hafliða, sjó- manns í Reykjavík, bróður Bjarna vígslubiskups, afa Guðrúnar Ágústsdóttur forseta borgarstjórn- ar. Hafliði var sonur Jóns, tómt- húsmanns í Mýrarholti í Reykja- vík, Oddssonar. Móðir Jóns var Kristín Þorsteinsdóttir, systir Guöjón Sverrir Sigurðsson. Kristínar, langömmu Þuríðar Pálsdóttur og Jórunnar Viðar. Móðir Hafliða var Ólöf Hafliða- dóttir, tómthúsmanns í Nýjabæ í Reykjavík, Nikulássonar og Guð- finnu Pétursdóttur, systur Jóns í Engey. Sverrir er að heiman. María Oddsdóttir María Oddsdóttir húsmóðir, er nú dvelur á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Fjölskylda María fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Hún giftist Alexander Vilhjálmssyni sjómanni. Þau slitu samvistum. Börn Maríu og Alexanders eru Halldóra Oddný Alexandersdóttir; Jóhann Alexandersson; Hannes Sigurður Alexandersson; Soffia Sigrún Alexandersdóttir. Sambýlismaður Maríu frá því um 1950 var Halldór Sigurðsson, f. 1.6. 1920, sjómaður og síðar um- sjónarmaður, sem nú látinn. Dóttir Maríu og Halldórs er Guðríður Gyða Halldórsdóttir. Foreldrar Maríu voru Oddur Oddsson sjómaður og Halldóra Geirmundsdóttir húsmóðir. María tekur á móti gestum að heimili dóttur sinnar og tengda- sonar að Fannafold 5, Reykjavík, sunnudaginn 22.10. kl. 17.00. María Oddsdóttir. Karl Hehnut Briickner Kortsson Karl Helmut Br”ckner Korts- son, fyrrv. héraðsdýralæknir, Freyvangi 11, Hellu á Rangárvöll- um, er áttræður í dag. Starfsferill Karl fæddist í Crimmitschau í Saxlandi í Þýskalandi og ólst þar upp í foreldrahúsum en Karl var á tíunda árinu er hann missti föð- ur sinn. Karl lauk stúdentsprófi frá Fröbel- menntaskólanum í Þýringaskógi l935 og stundaði síð- an dýralækningar við Dýralækn- ingaskólann í Hannover þar sem hann útskrifaðist með doktorspróf vorið 1940. Karl var yfirdýralæknir í þýska hernum þar sem hann starfaði á aústurvígstöðvunum en þaðan k'omst hann við illan leik i stríðs- lok. Eftir stríð var hann borgar- dýralæknir í Flensborg í eitt ár en þau hjónin fluttu síðan suður á bóginn til Hollenbek, skammt frá Lúbeck, þar sem hann starfaði sem sjálfstæður dýralæknir. Þar skipulagði Karl hjálparstarf en mikiU straumur flóttafólks lá um héraðið frá sovéska hernáms- svæðinu. Karl flutti tU íslands árið 1950. Hann var settur héraðsdýralækn- ir í Rangárvallaumdæmi með að- setur á HeUu og gegndi því starfi þar til hann hætti fyrir aldurs sakir. Karl var gerður að ræðismanni Sambandslýðveldisins Þýskalands á Suðurlandi árið 1954 og það sama haust beitti hann sér fyrir stofnun Þýsk-íslenska vinafélags- ins á Suðurlandi samkvæmt ósk Adenauers, þáverandi kanslara. Karl var formaður þess félags í þrjátíu og fimm ár en hann hefur unnið ómetanlegt starf í þágu samskipta landanna. Karli var veittur heiðurskross I. fl. þýska sambandslýðveldisins 1971 og riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu 1986. Karl hefur skrifað ævisögu sína sem kom út nú fyrir skemmstu. Þá hefur hann ort talsvert, bæði á íslensku og þýsku. Fjölskylda Karl kvæntist Carmen Marie Róbertsdóttur, f. Thonby, frá Nice í Suður-Frakklandi, hjúkrunar- konu. Börn Karls og Carmen Marie: Hans, búsettur I Þýskalandi; Helgi, búsettur í Þýskalandi; Har- ald, búsettur í Bandaríkjunum; Kristjana, búsett hér á landi. Karl er elstur fjögurra bræðra. Karl Helmut Br”ckner Kortsson. Bræður hans: Hans Jochen er féll á austurvígstöðvunum 1945; Har- ald er lést úr lömunarveiki í bernsku; Heinz, læknir og vís- indaráðgjafi hjá svissneska lyfia- fyrirtækinu Sandoz, búsettur í Bergedorf við Hamborg. Foreldrar Karls voru dr. Kurt Br”kner, borgardýralæknir í Crimmitschau, og k.h., Johanna, f. Helling. í móðurætt er Karl kominn af nafna sínum Karli mikla en í foð- urætt telur hann til Habsborgara. •• 903 • 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir allalandsmenn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.