Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 32
36 ÞRIDJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995 Var logið að verkalýðshreyfing- unni? Vantar kvikasilfrið „Það var greinilega logið að okkur vegna þess að helmingur- inn af þjóðinni er búinn að fá hækkun sem er miklu meiri og það mælist ekki. Þess vegna segi ég að það vantar kvikasilfrið." Pétur Sigurðsson í DV. Engin ítök „Hættum aö trúa því að við eigum einhver ítök í verkalýðs- hreyfingunni umfram aðra flokka, því það er ekki svo." Guðrún Helgadóttir á landsfundi Alþýðubandalagsins Ummæli Stjörnuvitlaust „Allt verður stjörnuvitlaust 15. nóvember þegar J&MM vírusinn minnir á sig." Friðrik Skúlason tölvufræðingur f Morgunblaðinu. Handagangur í öskjunni „Það yrði sennilega handa- gangur í öskjunni og ekki frið- vænlegt í stjórnarráðinu ef hann' kæmi á prenti og menn færu að bera sig saman og sjá hvað hinir fá." Páll Pétursson í DV um listann yfir launahæstu ríkisstarfsmennina. Útungunarvél fyrir klám „Segja má að Ríkissjónvarpið sé ein allsherjar útungunarvél fyrir klám, ofbeldi og saurlifhað í myndefni því sem það býður kúguðum áskrifendum sínum." Einar Gunnarsson í DV. Reiðhjól hafa átt aukinni vel- gengni að fagna hér á landi með- al fullorðinna. Fyrstu reiðhjólin -Talið er að fyrsta fótstigna far- artækið hafi Leonardo Da Vinci eða einhver nemenda hans hann- að i kringum 1493. Fyrsta slíka farartækið var aftur á móti smíð- að af Kirkpatrick Macmillan árið 1840 í Skotlandi. Það farartæki er nú varðveitt í safninu Science Museum í London. Fyrsta hag- nýta reiðhjólið var vélocipede sem smíðað var i mars 1861 af Pi- erre Michaux og Ernest syni hans í Rue de Verneuil í París. Árið 1870 smíðaði James Starley í Coventry fyrsta reiðhjól með venjulegu sniði. Það var búið teinahjólum til að gera það létt- ara og hægt að fá það með hraða- gír. Blessuð veröldin Einhjól Hæsta einhjól sem hjólað hef- ur verið á er 31 metri að hæð. Steve McPeak hjólaði á því 114,6 metra vegalengd í Las Vegas í október 1980. Var hann bundinn í öryggisvír sem festur var í krana. Indverjinn Deepak Llele frá Maharashtra hjólaði á ein- hjóli 6378 km leið frá New York til Los Angeles dagana 6. júní til 25. september 1984. Fer að rigna í kvöld Þegar líður á daginn verður kom- ið hægviðri um allt land. Fljótlega fer þó að anda frá suðaustri sunnan- og vestanlands. Þegar líður á kvöld- ið verður komin sunnan- og suð- austanátt um allt land, allhvöss með rigningu sunnan- og vestanlands en Veðrið í dag hægari og ennþá úrkomulítið ann- ars staðar. 1 dag verður hiti nálægt frostmarki viða um land en í kvöld og nótt tekur að hlýna í bili, fyrst sunnan- og vestanlands. Á höfuð- borgarsvæðinu þykknar upp með sunnan- og suðaustankalda. All- hvöss sunnan- og suðaustanátt og slydda eða rigning í kvöld en suð- vestan stinningskaldi og skúrir eða slydduél í nótt. Hiti 1 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.03 Sólarupprás á morgun: 8.25 Síðdegisflóð í Reykjavík: 13.29 Árdegisflóð á morgun: 01.29 Heimild: Almanak Háskólans #Verk=DV'ÞJO'VED #Utgd=951017 #Slögg=veður #Blm/Set=ms #= Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 2 Akurnes alskýjaó 3 Bergssíaöir slydda 0 Bolungarvík snjóél -i Egilsstaóir súld 2 Keflavíkurflugvöllur skýjaó 2 Kirkjubœjarklaustur léttskýjaö 4 Raufarhófn rigning 3 Reykjavík skýjaó 2 Stórhófði léttskýjað 3 Bergen alskýjað 13 Helsinki þokumóöa 11 Kaupmannahófn þoka 12 Ósló skýjaó 12 Stokkhólmur þokumóða 11 Þórshófn rigning 11 Amsterdam þokumóða 11 Barcelona þokumóða 15 Berlin þoka 11 Chicago léttskýjað 8 Feneyjar þokumóóa 11 Frankfurt alskýjað 13 Glasgow rigning 15 Hamborg þoka 11 London mistur 15 Los Angeles heiöskírt 17 Lúxemborg þokumóða 11 Madrid heiðskírt 7 Malaga þokumóða 17 Mallorca þokumóða 13 Montreal skýjáð 4 New York heiðskirt 12 Nice heióskirt 15 Nuuk rigning 2 Orlando alskýjað 22 París þoka 11 Róm þokumóða 13 Valgerður Andrésdóttir píanóleikari: Flytur sömu dagskrá í Kaupmannhöfn og Uppsölum „Þessir tónleikar eru í tónleika- röð sem ég er að halda. Ég er nýbú- in að leika hluta af dagskránni á tónleikum í Danmörku, þar sem ég bý, var með tónleika á Akureyri um síðustu helgi og mun síðan flytja dagskrána í Kaupmannahöfh og Uppsölum í Svíþjóð á næst- unni," segir Valgerður Andrésdótt- ir píanóleikari sem heldur tónleika í Hafharborg annað kvöld. Val- gerður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og hélt síðan utan til Maður dagsins ¦¦'¦¦¦ "" ™ ¦ ' '-¦¦'-¦¦¦.....¦ ¦¦-'¦.....¦¦«¦ Berlínar í Þýskalandi til frekara náms. Hún útskrifaðist frá Tónlist- arháskólanum í Berlín árið 1992 og hefur síðan búið í Kaupmanna- höfn. „Ég er búin að búa í Kaup- mannahöfn í þrjú ár og líkar vel. Ég er bæði að spila og kenna og reyni að koma mér á framfæri á sem flestum stöðum en það tekur tímann að koma sér áfram en þetta Valgerður Andrésdóttir. þokast upp á við." Valgerður hélt sína fyrstu ein- leikstónleika hér á landi í Hafhar- borg árið 1990 og hefur alltaf kom- ið af og til heim til að halda tón- leika. „Ég var einnig með „konu- prógramm" og hef farið með það um Norðurlöndin og í tilefni þess að Kaupmannahöfn er menningar- borg Evrópu á næsta ári verður sérstakt prógramm sem verður til- einkað tónlist eftir konur og hefur mér verið boðið að flytja tónlist á þéim vettvangi og er það mjög spennandi verkefni. Á tónleikunum annað kvöld leikur Valgerður tónlist eftir Jór- unni Viðar, Mozart, Debussy, Chopin og Liszt, en hún segist ekki gera upp á milli nútímatónlistar og svo klassiskrar, segist reyna að vinna dagskrána þannig að nýtt og gamalt styðji hvort annað. Eiginmaður Valgerðar er Eirík- ur Hjartarson tölvufræðingur og þegar hún var spurð hvort hún væri á leiðinni heim svaraði hún: „Ég þori eiginlega ekki að segja neitt um það. Ég er búin að segja svo margt um það hvort ég sé á leiðinni heim eða ekki að vinir og ættingjar eru hættir að taka mark á mér." ril-^ii. \r~l H' Samsýning sex myndlistarmanna í sýningarsalnum Við hamar- inn stendur yfir samsýning sex myndlistarmanna. Listamenii- irnir eru Aðalheiður S. Eysteins- dóttir, Dagný Sif Einarsdóttir, Jón Laxdal, Ólöf Sigurðardóttir, Laufey M. Pálsdóttir og Sigurdís Arnardóttir. Aðalheiður, Dagný og Sigurdís stunduðu myndlistarnám á Akureyri og útskrifuðust þaðan. Sýningar Laufey stundaði nám við Mynd- listarskólann á Akureyri en út- skrifaðist ásamt Ólöfu frá Mynd- lista- og handíðaskóla íslands vorið 1989. Jón Laxdal hefur kennt listasögu við Myndlistar- skólann á Akureyri. Þau hafa öll tekið þátt í myndlistarlífinu á Akureyri. Skák Jerevan, höfuðborg Armeníu, veröur háborg skáklistarinnar næsta árið. Fyr- irhugað er að millisvæðamótið fari fram í borginni og síðan ólympíuskákmótið i september á næsta ári. Skákáhugi er mikill í Armeníu og láta heimamenn efnahagskreppu og stríðsátók ekkert á sig fá. Meistarmóti Armeníu lauk fyrir skemmstu með sigri stórmeistarans Artasjes Minasjan sem hlaut 8,5 v. af 11 mögulegum. Fimm stórmeistarar voru í hópi 12 keppenda. Hér er staða frá mótinu. Sigurvegar- inn hafði hvítt og átti leik gegn Hachian: 28. Rc6! Sker á vald drottningarinnar á f6 og nú kemst svartur ekki hjá liðstapi. 28. - Bxc6 29. Df6+ Kg8 30. Dxe7 og hvítur vann um síðir. Jón L. Árnason Bridge Það er ekki nóg að vera landsliðs- maður á heimsmeistaramóti í bridge til að kunna að segja vel á spilin sín. í þessu spili eru 7 lauf gráupplagður samningur sem ætti að vera auðvelt að ná í sögnum. At- hugum hvernig sagnir gengu fyrir sig í leik Svía og Kínverja á HM í Beijing sem nú stendur yfir. Sagnir gengu þannig i opnum sal, suður gjafari og allir utan hættu:. * D732 »874 ? G853 4 86 * AG6 ? AK1096 * KDG109 N * K95 » ÁG965 * 2 * Á543 Missir málið Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði * 1084 •» KD1032 * D74 * 72 Suður Vesrur Norður Austur Fu Fallenius Wang Nilsland pass 1* pass 1* pass 2* pass 2w pass 2* pass 4+ pass 4* pass 6* p/h Fallenius og Nilsland nota sterkt laufakerfi og það dugði þeim ekki til að ná alslemmunni í laufi. Þeir bjuggust eðlilega við að tapa stórt á þessu spili að ná ekki svo gráupp- lagðri alslemmu. En Kínverjarnir voru heldur ekki á skotskónum: Suður Vestur Norður Austur Bennet Xu Wirgren Hu pass 14- pass 1» páss 3* pass 3* pass 4* pass 6* p/h Kínverska parið notaði eðlilegt sagnkerfi (standard) en það dugði ekki heldur til þess að ná alslemm- unni. Hefðir þú náð slemmunni á þitt kerfi? ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.