Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 36
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER 550 5000 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995. Milljóna \ fjárdráttur hjá Max hf. „Ég get á þessari stundu ekki full- yrt um hve háar fjárhæðir er að ræða en þær skipta þó milljónum," segir Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá fataverksmiðjunni Max hf., en skrifstofustjóri hjá fyrir- tækinu hefur verið kærður til Rann- sóknarlögreglunnar fyrir fjárdrátt. Grunurinn vaknaði á föstudaginn en skrifstofustjórinn hafði ekki kom- ið til vinnu í nokkra daga. í gær var starfsfólki greint frá málavöxtum. Rannsóknarlögreglan hefur yfir- heyrt skrifstofustjórann en vill að ,__, öðru leyti ekki tjá sig um málið. „Við höfum ekkert heyrt frá skrif- stofustjóranum síðustu daga en ég geri ráð fyrir aö störfum hans fyrir . fyrirtækið sé lokið. Þetta er umtals- vert tjón ef ekkert fæst aftur af pen- ingunum sem horfnir eru. Það er þó of snemmt að segja hvernig þessu máli lýkur," segir Svavar. -GK Björk tilnef nd sem besta söng- kona Evrópu Daniel Ólafcson, DV, Akranesi: Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal áhorfenda sjónvarpsrásarinn- ar MTV fyrir evrópsku tónlistar- verðlaunin. Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd sem ein af fimm bestu söngkonunum í Evrópu ásamt Ma- donnu, PJ Harvey, Janet Jackson og Sheryl Crow. Tónlistarverðlaunin eru meðal annars veitt besta söngvara, bestu söngkonu, fyrir besta lagið og bestu hljómsveitina. Afhending verðlaunanna fer fram '•«* 23. nóvember í Le Zenith í París og koma þar m.a. fram East 17, Bon Jovi, Mc Solaar og The Cranberris. Athöfhinni verður sjónvarpað beint víða um heim. Piltarskutu á strætisvagn Þrír piltar fundu upp á því í gær að skjóta af loftbyssu á strætisvagn á Kleppsveginum. Lögreglu var tdl- kynnt um málið og voru piltar teknir og afvopnaðir. Þeim var síðan sleppt eftir tiltal á lögreglustööinni. Ekki er vitað til að skemmdir hafl *m orðið á vagninum en leikurinn var hættulegur og tók lögreglan vopnið ísínavórslu. -GK LOKI Er þá ekki rétt að hann beri sæmdarheitið skattakóngur- inn Friðrik tíundi? Júlíus Nordahl dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun: 15 mánaða f angelsi - dómurinn ekM þungur miðað við aðstæður, segir verjandi Júliusar Júlíus Nordáhl, 18 ára Hafnfirð- ingur, varí morgun í Héráðsdómi Reykjaness dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir stórfeílda Iflcamsárás svo að mannsbani hiaust af. Júlíus ók bíl á Sigurgeir Sigurösson, fyrr- verandi sambýlismann móður sinnar, þann 12, maí í vor. Sigur- geir var á hjóJi á Flatahrauni í Hafharfirði þegar Júlíus kom að á bíl og ók aftan að Sigurgeiri. „Af öllu þessu athuguðu verður að teh"a sannaö að frumverknaður ákærða, áheyrsian, hafi verið ásetnmgsverk. Það styður bessa ályktun að ákærði hefur staðfast- iega viðurkenntað hann hafiborið óvildarhug tíl hins látna sem verið hafði samhýlismaður móður hans," segir í niðurstöðu dómsins sem Már Pétursson kvað upp í raorgun. Júlíus hefur viðurkennt að hafa fyrr sama kvöld oghann ók á Sig- urgeir skorið á hjólbarða bifreiðar hans, Er sá verknaöur í dómnum talinn „fjandsanuegt skemmdar- verk unnið í ógnunarskyni." Leiksoppur forræðisdeilna Örn Clausen, verjandi Júlíusar, sagði i samtali við blaðamann DV efBr dómsuppkvaðninguna að dómurinn væri eftir atvUtum ekki svo þungur ef miðað væri við að- stæður skjólstæðingsins. Verjandi og ríkissaksóknari munu taka sér umhugsunarfrest áður en ákveðið verður með áfrýjun. ,,Af gögnum má ráða að móðir ákæröa hafi, vitandi eða oafvii- andi, alið á óvild sonar síns í garð þessa fyrrverandi sámbýlismanns síns. í máh þessu birtast álgengar fjölskyldu- og forræðisdeilur í sinni svörtustu mynd og ákærði varð ieiksoppur þeirra atburða," segir meðal annars í dómnum þar sem atriði eru talin upp sem koma til refsilækkunar. -Ótt/GK Rjúpnaskytta í snjóflóði í Böggvisstaöa^alli: Bjargaði mér að ég lenti á grjóti Gylfi Rristjánssan, DV, Akureyri; „Ég var að labba í Ausugili sem er í Böggvisstaðafjallinu skammt fyrir ofan bæinn og það var ekki mikill snjór þarna. En hann hafði safnast saman á gilbarminum og skyndilega fór fyllan af stað fyrir ofan mig og hún var svona 30-40 metra löng," segir Þorsteinn Guðbjörnsson, 29 ára rjúpnaskytta frá Dalvík, sem lenti í snjóflóði í Böggvisstaðafjalh á sunnudag. „Þetta fór síðan allt af stað og flóð- ið var 2-3 metra hátt. Ég barst með því nokkra metra niður hlíðina en var svo heppinn að lenda á grjóti. Þar stöðvaðist ég og flóðið klofnaði á grjótinu og í svona 2 mínútur horfði ég á það renna fram hjá," segir Þor- steinn. Hann segist hafa hugsað nokkuð skýrt á meðan á þessu gekk. „Ég reyndi að breiða úr mér og ná sem mestu floti og gæta þess að vera ofan á þessu. Auðvitað brá mér þegar þetta gerðist og öskraði ósjálfrátt þegar þetta byrjaði, en hélt síðan ró minni. Þaö er yissulega óhugnanlegt að lenda í þessu og vissulega hefði getað farið verr. Ég slapp ómeiddur og þetta fékk ekki meira á mig en svo að ég skaut tvær rjúpur skömmu síð- ar," segir Þorsteinn. Pétur Sigurösson um kjarasamningana: Beitum af li til að fá VSÍ að samningaborðinu Til orðaskipta kom á Alþingi i gær milli þeirra Jóns Baldvins Hannibalsson- ar og Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um leynilistann svonefnda. Á eftir skoöuöu þeir þetta plagg sem Friðrik heldur á og má vera að þar sé hinn eini sanni leynilisti kominn. DV-mynd BG „Ef það er svo að vinnuveitendur eru ekki tilbúnir til að ræða við okk- ur um breytingar á kjarasamningum með bætur til láglauhafólks að markmiði og standa þannig við þau orð aö verið væri aö gera jafnlauna- samning, þá er ekkert um annað að ræða fyrir verkalýðshreyfinguna en að beita afli. Hún á þá ekkert annað ráð en að beita afli til þess að rétta hlut fólks," sagði Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs á ísafirði, þegar hann var spurður hvernig því yrði svarað að VSÍ neitar að taka mark á uppsögn kjarasamninga nú. Segir uppsögn aðeins \dljayfirlýsingu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að öllu afli verkalýðshreyfingarinnar yrði beitt til að knýja Vinnuveitendasam- bandið til nýrra kjarasamninga og sömuleiðis ríkissrjórnina. Veðriö á morgun: Suðaustan stinnings- kaldi Á morgun verður suðaustan stinningskaldi eða allhvasst og rigning á Norður- og Austurlandi framan af degi en síðan styttir upp á þeim slóðum. Sunnanlands og vestan- verður vindur suðvest- lægur og víðast skúrir eða slydduél. Hiti verður 2 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 txotheí PT300/340/540 Ný kynslóð merkivéla Verð frá kr. 11.021 Ódýrari borðar Nýbýlavegi.28-sími 554-4443 L#TT# alltaf á Miðvikudö^um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.