Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1995, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjaist ohaÖ dagblaö ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1995. Milljóna fjárdráttur hjá Max hf. „Ég get á þessari stundu ekki full- yrt um hve háar fjárhæðir er að ræða en þær skipta þó milljónum,“ segir Svavar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá fataverksmiðjunni Max hf., en skrifstofustjóri hjá fyrir- tækinu hefur verið kærður til Rann- sóknarlögreglunnar fyrir fjárdrátt. Grunurinn vaknaði á föstudaginn en skrifstofustjórinn hafði ekki kom- ið til vinnu í nokkra daga. í gær var starfsfólki greint frá málavöxtum. Rannsóknarlögreglan hefur yfir- heyrt skrifstofustjórann en vill að öðru leyti ekki tjá sig um máhö. „Við höfum ekkert heyrt frá skrif- stofustjóranum síðustu daga en ég geri ráð fyrir að störfum hans fyrir fyrirtækið sé lokið. Þetta er umtals- vert tjón ef ekkert fæst aftur af pen- ingunum sem horfnir eru. Það er þó of snemmt að segja hvernig þessu máli lýkur,“ segir Svavar. -GK Björk tilnef nd sem besta söng- kona Evrópu Daníel Ólafsson, DV, Akranesi; Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal áhorfenda sjónvarpsrásarinn- ar MTV fyrir evrópsku tónlistar- verölaunin. Björk Guðmundsdóttir er tilnefnd sem ein af fimm bestu söngkonunum í Evrópu ásamt Ma- donnu, PJ Harvey, Janet Jackson og Sheryl Crow. Tónlistarverðlaunin eru meðal annars veitt besta söngvara, bestu söngkonu, fyrir besta lagiö og bestu hljómsveitina. Afhending verðlaunanna fer fram 23. nóvember í Le Zenith í París og koma þar m.a. fram East 17, Bon Jovi, Mc Solaar og The Cranberris. Athöfninni veröur sjónvarpað beint víða um heim. Piltar skutu á strætisvagn Þrír piltar fundu upp á því í gær að skjóta af loftbyssu á strætisvagn á Kleppsveginum. Lögreglu var til- kynnt um málið og voru piltar teknir og afvopnaðir. Þeim var síðan sleppt eftir tiltal á lögreglustöðinni. Ekki er vitað til að skemmdir hafi oröið á vagninum en leikurinn var hættulegur og tók lögreglan vopnið ísínavörslu. -GK - .Bwmím LOKI Er þá ekki rétt að hann beri sæmdarheitið skattakóngur- inn Friðrik tíundi? Júlíus Nordahl dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun: jm mm w 3* dP ■ H 19 iiicfliicivci icm j“i9i - dómurinn ekki þungur miðað við aðstæður, segir verjandi Julíusar JúJius Nordálú, 18 ára Hafnfirð- ingur, varí morgun í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur í 15 mánaöa fángelsi fyrir stórfellda líkamsárás svo að mannsbani hlaust af. Júlíus ók bíl á Sigurgeir Sigurösson, fyrr- verandi sambýlismann móður sinnar, þæm 12. maí í vor. Sigur- geir var á hjóli á Flatahrauni í Haínarfirði þegar Júlíus kom að á bU og ók aftan að Sigurgeiri. „Af öllu þessu athuguöu verður aö telja sannað að frumverknaður ákærða, áheyrslan, hafi verið ásetningsverk. Það styður þessa ályktun að ákærði hefur staðfast- lega viðurkennt að hann hafi borið óvildarhug til lúns látna sem verið hafði samhýlismaður móöur hans,“ segir i niðurstöðu dómsins sem Már Pétursson kvað upp í morgun. Júlíus hefur viðurkennt að hafa fyrr sama kvöld og hann ók á Sig- urgeir skorið á hjólbarða bifreiðar hans. Er sá verknaður i dómnum talinn „fiandsamiegt skemmdar verk unniö í ógnunarskyni." Leiksoppur forræðisdeilna Öm Clausen, verjandi Júlíusar, sagði í samtali við blaöamann DV eftir dómsuppkvaðninguna að dómurinn væri eftir atvikum ekki svo þungur ef miðað væri við að- stæður skjólstæðingsins. Verjandi og ríkissaksóknari munu taka sér umhugsunarfrest áður en ákveðið verður með áfrýjun. „Af gögnum má ráða að móðir ákærða hafi, vitandi eða óafvit- andi, alið á óvild sonar síns í garð þessa fyrrverandi sambýlismanns síns. í máli þessu birtast algengar fiölskyldu- og forræðisdeilur í sinni svörtustu mynd og ákærði varð leiksoppur þeirra atburða,“ segir meðal annai’s í dómnum þar sem atriði eru talin upp sem koma til refsilækkunar. -Ótt/GK Gluggað í tölurnar Til orðaskipta konr á Alþingi í gær milli þeirra Jóns Baldvins Hannibalsson- ar og Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra um leynilistann svonefnda. Á eftir skoðuðu þeir þetta plagg sem Friðrik heldur á og má vera að þar sé hinn eini sanni leynilisti kominn. DV-mynd BG Rjúpnaskytta í snjóflóöi í Böggvisstaðaíjalli: Bjargaði mér að ég lenti á grjóti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Ég var að labba í Ausugili sem er í Böggvisstaðafjallinu skammt fyrir ofan bæinn og það var ekki mikill snjór þarna. En hann hafði safnast saman á gilbarminum og skyndilega fór fyllan af stað fyrir ofan mig og hún var svona 30-40 metra löng,“ segir Þorsteinn Guðbjörnsson, 29 ára rjúpnaskytta frá Dalvík, sem lenti í snjóílóði í Böggvisstaðafialli á sunnudag. „Þetta fór síðan allt af stað og flóð- ið var 2-3 metra hátt. Ég barst með því nokkra metra niður hlíðina en var svo heppinn að lenda á grjóti. Þar stöðvaðist ég og flóðið klofnaði á grjótinu og í svona 2 mínútur horfði ég á það renna fram hjá,“ segir Þor- steinn. Hann segist hafa hugsað nokkuð skýrt á meðan á þessu gekk. „Ég reyndi að breiða úr mér og ná sem mestu floti og gæta þess að vera ofan á þessu. Auðvitað brá mér þegar þetta gerðist og öskraði ósjálfrátt þegar þetta byrjaði, en hélt síðan ró minni. Það er vissulega óhugnanlegt að lenda í þessu og vissulega heföi getað farið verr. Ég slapp ómeiddur og þetta fékk ekki meira á mig en svo að ég skaut tvær ijúpur skömmu síð- ar,“ segir Þorsteinn. Pétur Sigurðsson um kjarasamningana: Beitum af li til að fá VSI að samningaborðinu „Ef það er svo að vinnuveitendur eru ekki tilbúnir til að ræða viö okk- ur um breytingar á kjarasamningum með bætur til láglaunafólks að markmiði og standa þannig við þau orð að verið væri að gera jafnlauna- samning, þá er ekkert um annað að ræða fyrir verkalýðshreyfinguna en að beita afli. Hún á þá ekkert annað ráð en að beita afli til þess að rétta hlut fólks,“ sagði Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs á ísafirði, þegar hann var spurður hvernig því yröi svarað að VSÍ neitar að taka mark á uppsögn kjarasamninga nú. Segir uppsögn aðeins \dljayfirlýsingu. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, sagði að öllu afli verkalýðshreyfingarinnar yrði beitt til að knýja Vinnuveitendasam- bandið til nýrra kjarasamninga og sömuleiðis ríkisstjómina. Veðriðámorgun: Suðaustan stinnings- kaldi Á morgun verður suðaustan stinningskaldi eða allhvasst og rigning á Norður- og Austurlandi framan af degi en síðan styttir upp á þeim slóðum. Sunnanlands og vestan- verður vindur suðvest- lægur og víðast skúrir eða slydduél. Hiti verður 2 til 6 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 brother PT300/340/540 Ný kynslóð merkivéla Verð frá kr. 11.021 Ódýrari borðar Nýbýlavegi.28-sími 554-4443 K__I N LCTTi alltaf á Miövikudögxun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.