Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 Viðskipti Lækkun á spari- skírteinum „Tilhneigingar hefur gætt aö undanförnu til lækkunar á ávöxt- unarkröfu verðtryggðra spari- skírteina og húsbréfa. Þó auknar verðbólguvæntingar hafi haft nokkuð aö segja er margt sem bendir til að hér sé um að ræða þróun sem sé hluti af atburðarás til lengri tíma. Næstu mánuöi muni eiga sér stað umtalsverð lækkun ávöxtunarkröfú spari- skírteina og annarra verð- tryggðra skuldabréfe til lengri tíma. Þetta birtist í samsvarandi veröhækkun viðkomandi skulda- bréfe." Þetta kemur m.a. fram í Gjaldeyrismálum i gær sem Ráðgjöf og eftiahagsspár gefö út Sem ástæður lækkunar nefna Gjaldeyrismál minnkandi láns- fláreftirspurn heimila, sveitarfé- laga og ríkissjóðs innaniands. Sömideiðis megi reikna með minni lánsfjáreftirspum fyrir- tækja. RafveHuitnar Daiúet Ólafsson, DV, Akranesij Rafveita Akraness hefur und- anfarin tvö ár unniö aö hagræð- ingu 1 fyrirtækinu. Um næstu áramót er stefnt aö því aö Rafveit- an skili 25 milljónum króna á bankainnstæðu hins fyrírhugaða Veitufyrirtækis en þá munu renna saman í eitt rafveitan, hita- veitan, vatnsveitan, tæknideild og áhaldahús Akranesbæjar. Metaðsókná Telecom95 ■ Síma- og tæknisýningunni Telecom 95 lauk í Genf í síðustu viku. Alls komu ríflega 154 þús- und gestir á sýninguna og kynntu sér nýjustu tækni frá 1.066 fyrir- Ufikjum frá öllum heimshornum, þ. á m. Pósti og síma á íslandi. Með starfsmönnum sýnenda korau 190 þúsund manns nálægt sýningunni sem er 18% aukning fráTelecom91. -bjb Markaður fyrir erlendar ráðstefnur á íslandi fer sífellt stækkandi og nú er svo komið að þær gefa um 1 milljarð króna I tekjur. Þegar er farið að bóka ráðstefnur fyrir árið 2011! DV-mynd GVA Erlendar ráðstefnur á íslandi á þessu ári: Milljarður króna í tekjur - tvöföldun á þremur árum Gróflega er reiknað með yfir 1 miUjarði króna í tekjur af erlendum ráðstefnum á . íslandi á þessu ári. Þetta er töluverð aukning frá síðasta ári og tvöfóldun frá því sem var fyrir þremur árum. í ár er búist við um 16 þúsund erlendum gestum vegna ráðstefna hér á landi. Með tekjum er þá átt við samanlagt söluandvirði sölu og þjónustu í kringum ráðstefn- umar og gesti þeirra. Þessar upplýsingar fengust hjá Ráðstefnuskrifstofu íslands. Hún hefur verið starfrækt undanfarin þijú ár. Fjölmargir aðilar úr ferða- þjónustu og víðar standa að skrifstof- unni en í broddi fylkingar fara Ferða- málaráð, Reykjavíkurborg og Flug- leiðir. Hlutverk skrifstofunnar er að stuðla að markaðssetningu á íslandi sem ráðstefnulandi. Til þessa verk- efnis hafa farið miklir fjármunir. „Það sem hefur gerst er að þar til fyrir þremur árum vorum við að fá á bilinu 6-7 þúsund manns erlendis frá á ráðstefnur hér álandi. Síðan fór átak í gang með tilkomu skrifstof- unnar og við erum í raun farnir að tala um allt aðra hluti. Þetta byriaði á síðasta ári, hélt áfram í ár og verð- ur annað eins á næsta ári, ef ekki meira. Núna koma ekki færri en 15 þúsund ráðstefnugestir. Ég spái því að árið 1997 fjúki öll met, að öllu óbreyttu," sagði Ársæll Harðarson, fráfarandi framkvæmdastjóri Ráð- stefnuskrifstofunnar, í samtali við DV en hann er að taka við starfi for- stöðumanns markaðssamskipta hjá Flugleiðum. Bókanir 16 ár fram í tímann Bókanir fyrir árið 1996 og ’97 streyma inn á Ráðstefnuskrifstofuna og sem dæmi um framsýnina er farið að bóka ráðstefnur á íslandi fyrir árin 2000, 2003 og 2011. -bjb Hlutabréf feykjast um Viðskipti með hlutabréf voru afar fjörmikil í síðustu viku. Frá mánu- deginum 9. október til og með mánu- deginum 16. október námu hluta- bréfaviðskiptin um 208 milljónum króna. Það er veruleg aukning frá því sem verið hefur síðustu vikur. Hlutabréfaverð hækkaði ef marka má þingvísitöluna sem fór í 1275 stig sl. mánudag og hefur aldrei verið hærri. Mest var keypt af bréfum Skag- strendings eða fyrir 36 milljónir, næstmest í Hlutabréfasjóðnum eða fyrir 35 milljónir og þriðju mestu viö- skipti voru með bréf Pharmaco hf„ upp á 22,2 miUjónir. Þar á eftir komu bréf Þormóðs ramma með 21 milljón- ar viðskipti og ÚA með 19 milljóna viðskipti. Viðskipti með hlutabréf Eimskips, Flugleiða og olíufélaganna voru óveruleg á þessu tímabili. í kjölfar fregna um risasamning íslenskra sjávarafurða í Kamtsjatka skapaðist mikil eftirspum eftir hréf- um fyrirtækisins og þau hækkuðu nokkuð í verði. Viðskipti með bréfin námu hins vegar ekki nema 9 millj- ónum króna. Tvær skipasölur Tveir togarar lönduöu í Þýskalandi í síðustu viku og sl. mánudag. Akur- ey seldi sl. miövikudag 134 tonn og aflaverðmætið nam tæpum 15 millj- ónum króna. Núna á mánudaginn seldi Björgúlfur EA119 tonn og fékk fyrir þau tæpar 17 milljónir. Sem fyrr var það karfi sem var í öndvegi í lestunum. í gámasölu í Englandi seldust 197 tonn fyrir 26,8 milljónir króna. Álverð ekki lægra í ár Álverð á heimsmarkaði lækkaði í síðustu viku og stóð í 1.660 dollurum tonnið í gærmorgun. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í október í fyrra. Birgðir af hálfunnu áli hafa stóraukist samfara minnkandi eftir- spum. Engu að síður telja sérfræð- ingar að helstu álframleiðendur heims framlengi samkomulag um aö auka ekki framleiöslu en samkomu- lagið átti að gilda til áramóta. Reikn- að er með að það framlengist til vors á næsta ári. Litlar breytingar hafa orðið á gengi helstu gjaldmiðla gagnvart krónunni undanfema viku. Sölugengi dollars var í gærmorgun 64,94 krónur, pund- ið var á 102 krónur, markið á 45,62 krónur og jenið á 0,6462 krónur. -bjb Þýskt-íslenskt verslunairáð stofnað Fyrri stofnfundur þýsks- íslensks verslunarráðs var hald- inn nýlega í húsakynnum Versl- unarráðs íslands. Stofnaðilar eru 86 fyrirtæki og félög sem skiptast jafnt frá íslandi og Þýskalandi. Síðari stofnfundur fer fram í Hamborg 27. október nk. og reiknað með að þangað fari 30 íslendingar. Þýsk-íslenska verslunarráðinu er ætlað að miðla hvers konar upplýsingum og annast þjónustu í báðar áttir varðandi viðskipti, ný viðskiptatækifæri, fjárfesting- ar og samstarf fyrirtækja. í stjórn ráðsins hafa verið kosnir Páll Kr. Pálsson, Kristján Hjaltason, Sig- urður Helgason og Christian Roth. Á seinni stofnfundinum verður dr. Max Adenauer, ræðis- maður íslands í Köln, væntanlega kosinn fyrsti heiðursformaður. 86milljóna hagnaðurSÍF Sölusamband íslenskra fisk- framleiöenda, SÍF, skilaði 86 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði þess'a árs þegar tillit hafði verið tekið til tekju- og eignaskatta. Eftir sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 72 millj- ónum. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrri hluta ársins nam 117 milljónum miðað við 89 millj- óna hagnað í fyrra..Þetta kemur fram í fréttabréfi SÍF. Skýringar á auknum hagnaði SÍF er að leita í minni útflutn- ingskostnaði en hann lækkaði um 19% milli fyrstu sex mánaða í fyrra og í ár. Heildarvelta SÍF og dótturfélaga þess var rúmir 4 milljarðar sem er 13% aukning milli ára. Eigið fé nam 739 millj- ónum og jókst um þriðjung frá því í fyrra. Heildarútflutningur SÍF var 13.910 tonn fyrstu sex mánuðina en á sama tíma í fyrra höfðu 14.799 tonn verið flutt út. Samstarf ÍFog Tölvutækja- Bókvals íslensk forritaþróun, ÍF, og Tölvutæki-Bókval á Akureyri gerðu nýlega með sér samstarfs- samning um sölu og þjónustu á Ópusallt hugbúnaði. Fram að því höfðu fyrirtækin verið í óbeinu samstarfi þar sem ÍF sá um að útvega viðskiptahugbúnað og Tölvutæki-Bókval tölvukerfi. ÍF hefur rekið skrifstofu á Ak- ureyri í nokkur ár og haft aðsetur í húsnæði Endurskoðunar hf. í Glerárgötu. Þeirri starfsemi verður haldið áfram þrátt fyrir samninginn við Tölvutæki-Bók- val. Þráðlausteng- ingtölvukerfa Almannavarna Starfsmenn Tölvulagna- Nýheria hf. eru að setja upp loft- brú fyrir tölvugögn á vegum Al- mannavama ríkisins milli stjóm- stöðvar í lögreglustöðinni við Hlemm og fyrirhugaörar skrif- stofu stofnunarinnar að Seljavegi 32. Frá þessu er greint í frétta- bréfi Nýheija. Tölvukerfin á hvorum stað tengjast þráölaust saman og tölvugögn berast tæpa 3 kíló- metra loftleiðis milli húsanna. Almannavamir fá fyrsta búnað- inn af þessari tegund hér á landi. Nýheiji fékk í sumar leyfi sam- gönguráðherra til að stofna og reka fjarskiptanet af þessu tagi - fyrst íslenskra fyrirtækja. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.