Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 11 Fréttir Fékk dæmdar bætur vegna bílakaupa: Akstursmælir færður til baka - tók fjögur ár að reka málið Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Upphæðin sem mér var dæmd skiptir engu máli í þessu sambandi, það er fordæmisgildið sem þessi dómur hefur sem er aðalatriðið," segir Vilhjálmur Ingi Árnason, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis, en honum hafa verið dæmdar bætur vegna þess að akst- ursmælir bifreiðar sem hann keypti hafði verið „færður til baka“. Vilhjálmur Ingi keypti árið 1991 Fiat Panorama bifreið af árgerðinni 1985. Bifreiðin var sögð ekin 27 þús- und km og var það að sögn Vilhjálms Inga aðalástæða þess að hann keypti bifreiðina hvað hún átti að vera lítið ekin. „Skömmu síðar fann ég hins vegar í bifreiðinni gamla smurbók þar sem fram kom að árið áður hafði henni verið ekið 61 þúsund km. Ég Vilhjáimur Ingi við Fiat Panorama bifreiðina sem er nú orðin ónýt og kom- in úr umferð. DV-mynd gk Meint brugg á Hótel Jórvík á Þórshöfn: Ekki misst leyfið og enginn verið ákærður - segir sýslumaðurinn á Húsavik „Lögreglumaðurinn tók það ekki upp hjá sjálfum sér að fara á hótelið. Þetta var hluti af reglulegri könnun- arferð með eftirlitsmanni ÁTVR í vínveitingahús sýslunnar. Það var farið í á annan tug veitingahúsa og Hótel Jórvík á Þórshöfn var meðal þeirra. Þessi mál öll eru í rannsókn og það hefur enginn verið ákærður. Sömuleiðis er það ekki rétt að Hótel Jórvík hafi misst vínveitingaleyfið," sagði HaUdór Kristinsson, sýslumað- ur á Húsavík, í samtali við DV vegna viðtals í blaðinu við hótelstjóra Hót- els Jórvíkur á Þórshöfn 9. október sl. Þar hélt hótelstjórinn því fram að lögreglumaðurinn á Þórshöfn legði sig í einelti og um innrás hans hefði verið að ræða þegar hald var lagt á áfengi á hótelinu. Sýslumaður sagði að þarna hlyti að vera einhver mis- skilningur á ferðinni hjá hótelstjór- anum. Sínir undirmenn í lögreglunni leggðu það ekki í vana sinn að ráðast inn á fólk að tilefnislausu og leggja þaö í einelti. „Það var sömuleiðis rangt í fyrstu frétt DV í máhnu að hóteUð hefði verið svipt vínveitingaleyfinu. Það hefur ekki verið gert á meðan máUð er í rannsókn. Þarna var fyrst og fremst um að ræða almenna eftirlits- ferð í vínveitingahús sýslunnar," sagði Halldór. Vestfirðir: Rætist úr með dýralækni - hjón koma til starfa Guðfinnur Finnbogason, DV, Hólmavík: Enginn dýralæknir hefur haft fasta búsetu á Vestfjörðum nokkur síðustu misseri. Bændur á þessu svæði og aðrir þeir sem þurft hafa á þjónustu þeirra að halda hafa orðið að sækja hana út fyrir byggðarlagið með þeirri undantekningu að á meðan sláturtíð hefur staðið yfir hefur dýralæknir haft hér viðveru. Um næstu mánaðamót verður breyting á. Þá kemur tíl starfa dýra- læknir fyrir Norður-ísafjarðarsýslu. Heitir hann Höskuldur Jensson og er tiltölulega nýútskrifaður. Verður hann með aðsetur á ísafirði. Kona hans, Laufey Haraldsdóttir, sem einnig er dýralæknir, kemur til starfa um næstu áramót. Áformað er aö þau þjóni einnig Vesturbyggö og hluta af Strandasýslu en þaö er ekki fast í hendi. í Strandasýslu hef- ur dýralæknir ekki verið með fasta búsetu síðan 1989. hafði samband við fyrri eiganda sem staðfesti að árið áður, þegar hann seldi bifreiðina, hefði henni verið ekið 64 þúsund km,“ segir Vilhjálmur Ingi. Hann segir að svo ótrúlega sem það hljómar hafi það tekið hann fjögur ár að reka þetta mál og fá niðurstöðu fyrir héraðsdómi og á þeim tíma hafi bifreiðin m.a. eyðilagst vegna veltu og því orðið verðlaus. Vilhjálmur Ingi fór fram á riftun kaupsamnings eða greiðslu bóta og voru honum dæmdar 30 þúsund króna bætur auk vaxta og dráttarvaxta frá árinu 1991 og málskostnaður en hann rak sjálf- ur málið fyrir dómi. „Það er mikið stundað að menn færi niður akstursmæla í bifreiðum, þetta er vitað, og nú er fallinn dómur í slíku máli sem mun hafa fordæmis- gildi,“ segir Vilhjálmur Ingi. Tilhoð sem ekki verður endurtekið. Orfá tceki til á þessu verði. Hágœða þýsk tœki. Verð áður 106.600 mJafb. en nú 8^. 7 7íí mJafb. Verið velkomin í verslun okkar í Lágmúla 8 -sjón er sögu ríkari! BRÆÐURNIR =)] QRMSSON HF Lágmúla 8, Sími 553 8820 V/SA EURO og VISA raðgreiðsluri i Umbobsmenn um allt land w sjá Kringlukastsblað sem fylgdi Morgunblaðinu í vikunni 18.-21. október KRINGLU komdu í BYLGJAN, kynnir Krínglukast mm Allt nvjar vörur é ótruleg Gerou ævintýralega goi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.