Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBRER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvrítst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.ís AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Listinn sem ekki er til Listinn yfir hæst launuðu starfsmenn rikisins og greiðslur ríkissjóðs til þeirra er enn rikisleyndarmál, þótt margir hafi hvatt til birtingar hans, þar á meðal for- sætisráðherra og félagsráðherra. Fj ármálaráðherra hef- ur lagt sig fram um að komast hjá birtingu hans. Athyglisvert er, að fjármálaráðherra neitar í öðru orð- inu tilvist lista, sem samráðherrar hans fjalla um sem raunveruleika, og rekur í hinu orðinu hverjir séu á þess- um lista, sem hann neitar, að sé til. Með þessu hefur hann slegið persónulegt met í tvöfóldu orðalagi. Listinn er ófullkominn, af því að hann nær aðeins til greiðslna úr ríkissjóði, en ekki til stofnana í svonefndum B-hluta fjárlaga. Þess vegna vantar marga opinbera starfsmenn á listann og hjá sumum eru ekki skráðar þar allar greiðslur, sem þeir fá hjá stofnunum ríkisins. Eðlilegt er að bætt sé úr þessu og allar launagreiðslur á vegum ríkisins og einstakra stofnana þess verði dregn- ar saman í einn lista, svo að sjá megi rétta heildarniður- stöðu í málinu. Það er eðlilegt framhald af trúnaðar- bresti, sem orðinn er í kjaramálum þjóðfélagsins. Ráðherrar hafa látið í ljósi efasemdir um, að rétt sé að birta listann með nöfnum, heldur nafnlausan og þá með einstökum starfsstéttum í pökkum. Slík nafnleynd er eðlileg á millistigum kerfisins, en gengur ekki á toppn- um, þar sem menn hafa aðstöðu til uppgripa á tekjum. Valdamiklir embættismenn hafa komizt upp með að láta rikið greiða sér mun meiri tekjur en hingað til hef- ur verið gefið i skyn, að þeir fái hjá ríkinu. Þeir hafa not- að til þess Kjaradóm og Kjaranefnd og búið til margvís- legar sjónhverfingar á borð við ómælda og óunna yfir- vinnu. Kjaradómur og Kjaranefnd hafa ekki orðið við ósk for- sætisráðherra um að birta forsendur niðurstaðna sinna. Það stafar af, að forsendurnar halda ekki vatni. Þessar leynistofnanir i þágu embættismanna eru því rúnar öllu trausti og hafa glatað tilgangi sínum. Listinn frægi, sem stundum er til og stundum ekki til, sýnir, að tveir opinberir starfsmenn fá hvor um sig meira en sex milljónir króna á ári af A-hluta fjárlaga. Þegar tölur eru orðnar svo háar, er ekki lengur hægt að verja, að þær séu einkamál, sem ekki megi birta. Eðlilegt er að setja eitthvert birtingarmark, til dæmis við fjórar milljónir á ári og miða þá við samanlagðar tekjur manna hjá ríkinu og stofnunum þess. Stjórnmála- menn þurfa að sæta birtingu tekna sinna, þótt þeir hafi í mörgum tilvikum mun lægri tekjur en fjórar milljónir. Reglur um nafnleynd í kjaramálum eiga aðeins að ná tn venjulegra starfsmanna. Þegar þeir eru komnir í valdaaðstöðu, sem meðal annars felur í sér völd til að hafa áhrif að tjaldabaki á eigin tekjur, á ekki að vera lengur hægt að skjóta sér á bak við nafnleynd. Listinn frægi sýnir, að það eru ekki stjórnmálamenn- imir, sem eru lagnastir við að framleiða tekjur handa sér umfram skráð laun, Það eru fyrst og fremst þeir, sem ráða ferðinni að tjaldabaki, embættismennirnir, sem eru stórtækastir og hugmyndaríkastir í sjálfsbjörginni. Stjórnmálamenn telja sig raunar eina hafa orðið blóra- böggul fyrir tekjubrask, sem embættismenn hafi ekki síður stundað. Þeir hafa því rekið á eftir því, að listinn frægi yrði birtur. Þess vegna er að bresta þagnarmúrinn um leynHega fengnar tekjur embættismanna ríkisins. Þegar hagsmunir stjórnmálamanna og embættis- manna hafa þannig skilizt í sundur, er hugsanlegt, að leynimakkið verði að víkja fyrir almannahagsmunum. Jónas Kristjánsson Það kom fram í skoðanakönnun að 69% landsmanna vildu fella nið- ur skylduáskrift að Ríkisútvarp- inu. Ég er ekkert hissa á þessari nið- urstöðu. Maður getur alveg eins búist við því að 80% landsmanna svari játandi þegar þeim er boðið að losna við einhver útgjöld. Skoð- anakannanir spyrja aldrei nema um fátt eitt í einu - og eru því furðu villandi. Eða eins og breskur forstjóri skoðanakannanafyrirtæk- is eins sagði: Ég treysti mér til að fá það fram í heiðarlegri könnun að Bretar séu bæði hlynntir kjarn- orkuverum og vilji loka þeim. Allt eftir því hvort ég legg spurninguna upp fyrir umhverfisverndarsam- tök eða kjarnorkuiðnaðinn. Aumleg dagskrá Til dæmis fylgir það alls ekki með í skoðanakönnuninni að nokkur maður þurfi að hugsa til þess hvað það þýði að hætta „skylduáskrift" að RÚV. En það þýðir í fyrsta lagi að allt hljóðvarp á íslandi verði rekið fyrir auglýs- A5 borga ekki fyrir útvarpið ingar (því ekki er hægt að selja af- ruglara fyrir hljóðvarp og loka fyr- ir þá sem ekki vilja borga - og fáir borga af eigin frumkvæði fyrir dagskrá sem nágranninn má hirða ókeypis). Þetta mundi draga stór- lega niður alla dagskrárgerð, allt sem er fyrir utan popsíbylju og endalaust símafjas. Formlega séð yrði búið að „jafna samkeppnisaðstöðuna“ milli alls konar útvarpsstöðva og koma á meira útvarpsfrelsi en áður - en það frelsi yrði miklu rýrara að innihaldi heldur en það ástand sem við nú búum við. Vegna þess að engin auglýsingarekin stöð þættist hafa efni á að búa til jafn margbreytilegt og oft furðu gott efni og það sem við getum enn sótt til Ríkisútvarpsins. Staðan í sjónvarpsmálum yrði svipuð. Þar bæri einnig allt að þeim brunni að ef kippt verður einhverri flárhagsstoð undan RÚV (auglýsingum eða þá afnotagjöld- um eins og markaðstrúarmenn boða á víxl) þá skreppur saman þetta litla af íslenskri dagskrá sem við enn eigum kost á að horfa á. Og fjölbreytnin mundi ekki aukast - það er nefnilega eitt af undarleg- um lögmálum fjölmiðlunar að meira framboð þýðir ekki meiri fjölbreytni. Allra síst á litlum markaði eins og á íslandi. Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur steypum þeim sem breiða nú úr sér bæði í einstökum löndum og á alþjóðlegum vettvangi. Formaður alþjóðasambands blaðamanna, Jens Linde, varaði í nýlegu viðtali við stórhættulegri „samþjöppun flölmiðlavalds". Hann nefndi Mur- doch og Time-Warner-CNN, enn aðrir mundu nefna veldi Berlusconis á Ítalíu, og segir: „Þessi fyrirtæki eru svo sterk að þau geta haft áhrif á ákvarðanir ríkisstjórna og jafnvel sett sín eig- in lög. Því allir stjórnmálamenn vita að ef þeir rísa gegn þessum fjölmiðlafyrirtækjum eiga þeir sér ekki viðreisnar von.“ Þetta er ekki nema satt og rétt. Það er nefnilega ein höfuðlygi sam- tímans að einkareknir ljósvakam- iðlar séu um leið frjálsir og óháðir og sárasaklausir úthlutarar fræðslu og skemmtunar. Vitaskuld „Formlega séö yrði búiö að „jafna sam- keppnisaðstöðuna“ milli alls konar út- varpsstöðva og koma á meira útvarpsfrelsi en áður - en það frelsi yrði miklu rýrara að innihaldi heldur en það ástand sem við nú búum við.“ Frelsið og valdið Þessar vangaveltur þýða vita- skuld ekki að allt sé í himnalagi með Ríkisútvarpið. Hitt er víst að það er eini aðilinn sem hefur bol- magn til að gera eitthvað sem um munar til að styrkja menningar- legt frumkvæði á tungu 260 þús- und manna þjóðar. Um leið og við skerðum möguleika þess, skerðum við þann stuðning og raunverulega fjölbreytni í dagskrá um leið. Gleymum því heldur ekki að þótt oft sé rifist um pólitíska yfir- stjórn Ríkisútvarpsins þá er hún samt samfelld lýðræðishátíð í sam- anburði við það lokaða fámennis- vald sem verður til í fjölmiðlasam- eru þeir beint og óbeint flæktir í valdabaráttu og vitaskuld gefur eignarhald á þeim raunveruleg völd - jafnt á vörumarkaði sem hinum pólitíska markaði. Við skul- um ekki láta eins og við séum fædd í gær. Árni Bergmann Skoðanir annarra Lítill sameiningartónn j.Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um það hvers vegna Margrét Frímannsdóttir bar sigurorð af Steingrími Sigfússyni og er ein þeirra sú að fólk hafi viljað sjá nýjar áherslur í Alþýðubandalaginu og skapa flokknum nýja ímynd í huga þjóðarinnar. . .. Það er þó alveg ljóst af umræðum á landsfund- inum að það er lítill sameiningartónn í stórum hluta alþýðubandalagsmanna og ástæðurnar eru gjörólíkar lífsskoðanir hinna þjóðernissinnuðu al- þýðubandalagsmanna og alþjóðahyggju krata. Þá gjá er erfiðara að brúa en margan grunar ...“ Úr forystugrein Tímans 17. okt. Árið 3000 „Þegar dregur að árinu 3000 verður tsland á sín- um stað, ósköp svipað á að líta og nú nema viði vaxið milli fjalls og fjöru, íslensk þjóð fjölmennari og menning og blóð blönduð vítaminríkum áhrifum alls staðar að úr heiminum, kristni hér bráðum 2000 ára. Á íslandi verða enn heimkynni íslend- inga, samastaður, milli þess að þeir bregða sér með geimskutlum umhverfis jörðina, eða tunglsins, og jafnvel til Márs. Hér heima tala þeir, lesa og skrifa íslensku og skemmta sér m.a. við lestur Land- námu, Brennu- Njálssögu og Heimskringlu." Dr. Þór Jakobsson í Mbl. 17. okt. Engar vísbendingar um nútímann „Vitanlega markar það viss tímamót að kona skuli nú vera kjörin til forystu í einum af gömlu flokk- unum. Annað mál er það, að í dauflegri kosninga- baráttu klifuðu báðir frambjóðendur á því, að milli þeirra væri enginn ágreiningur, enginn áherslumunur, enginn stefnumunur. Alþýðubanda- lagsmenn voru því fyrst og fremst að skera úr um það, hvort þeirra Margrétar eða Steingríms væri vænlegra til að'efla flokkinn. Kjör Margrétar gefur því engar vísbendingar um að nútíminn haldi senn innreið sína i Alþýðubandalagið." Úr forystugrein Alþbl. 17. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.