Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995 Sviðsljós__________________________________________________ Rúmur mánuður í brúðkaup Jóakims og Alexöndru: Bjór og postulín ber nafn hennar ^ Alexandra, veröandi eiginkona Jóakims prins, kemur eins og himna- sending fyrir danska framleiöendur og kaupmenn. Rúmur mánuður er í brúðkaup þeirra og nú þegar er ríf- andi sala í alls kyns hlutum sem bera nafn Alexöndru eöa vísa til hennar á einn eöa annan hátt. Til sölu er Alexöndrukonfekt, fjórar brugg- verksmiðjur bjóða Alexöndrubjór, fá má Alexöndrupostulín, Omvötn, skartgripi og margt fleira. Danska einkaleyfastofan hefur ekki viö aö svara ,símtölum en þar á bæ segja menn ekki geta gert neitt við því vilji menn nota Alexöndrunafnið. En noti menn Alexöndrunafnið og orðið prinsessa í einu er málið skoðað vandlega. Meðan danska þjóðin, sem þykir yfirleit frekar konungholl, undirbýr sig fyrir brúðkaup áratugarins, eru hin verðandi brúðhjón smám saman að koma sér fyrir í Schackenborgar- höll á Jótlandi. Alexandra hefur fengið búslóðina sína senda frá Hong Kong, um 200 troðfulla kassa af stærri gerðinni. En hún var ekki búin að taka upp úr kössunum þegar fyrsta veislan var haldin í boði hjónaleysanna. Það var árleg uppskeruhátíð fyrir starfs- fólk hallarinnar og maka. Þar er starfrækt myndarlegt bú og Jóakim, sem menntaður er í búfræðum, ánægður með afrakstur ársins. Stóðu DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landið TÍGRI verður í afmælisskapi 'Z HOPPKASTALI fyrir fjörkálfa SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum 'C' ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Blcnduós DV og Samband austurhúnvetnskra kvenna bjóða þér og allri fjölskyldunni til afmælishátíðar í félagsheimilinu (fremri sal) fimmtudaginn 19. september frá klukkan 17-19. Skemmtiatriði: / Félagar í harmoníkuklúbbnum flytja nokkur lög 4 Atriði frá Leikfélagi Blönduóss / Nemendurfrá Tónlistarskóla Austur Húnvetninga spila nokkurlög Gómsætt í gogginn: 'Z Kaffi / Afmælisveitingar / Ópal sælgæti V Tomma og jenna ávaxtadrykkir í FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR PIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! veisluhöldin fram undir morgun og var mikið sungið og dansað við und- irleik orgelleikara frá nærliggjandi krá. Sérstakt frímerki hefur verið gefið út með myndum af hjónaleysunum og kostar örkin 300 krónur íslenskar. Peningamir fara til sérstakrar þjóð- argjafar sem er viðgerð og endur- bygging á SchackenborgarhöU, en hún er í heldur lélegu ástandi. Mjög skiptar skoðanir eru um réttmæti þessarar gjafar og hafa margir þekkt- ir Danir sagt að þeir gefi ekki krónu til söfnunarinnar. Jóakim og Alex- andra eigi ekki eftir að líða skort, öðru nær, og skynsamlegra væri að nota peningana í meira aðkallandi verkefni. Konungsfjölskyldan geti sjálf séð um viðhald á sínum eignum, enda feitur póstur á fjárlögum. Danskir framleiðendur og kaupmenn selja nú allt milli himins og jarðar I nafni Alexöndru, verðandi prinsessu Dana. Söngvarinn Tony Bennett og leikkonan Roseanne taka hér lagið saman á samkomu sem haldin var til fjáröflunar fyrir fórnarlömb fíkniefnaneyslu í Columbiaháskólanum í Los Angeles í fyrrakvöld. Bill Clinton forseti sótti samkomuna en þar var Betty Ford, fyrrum forsetafrú, heiðruð sérstaklega fyrir framlag sitt til baráttunnar gegn ofneyslu áfengis og fíkniefna. Meðal gesta voru einnig Bob gamli Hope og Anette Bening, eiginkona Warrens Beattys. Símamynd Reuter Adua Pavarotti, eiginkona stórtenórsins samnefnda, hefur faliö lögfræðingum sínum að sjá um skilnað þeirra hjóna. Það gerðist á 34 ára brúðkaupsafmæl- inu. Hún var þá í Mónakó en hann með einkaritaranum sínum í Manchester á Englandi. Orsök skilnaöarins er að sjálfsögðu hliðarspor söngyarans meðp rit- aranum, hinni fógru Nicolettu Mantovani. Kókmeðfína víninu Jack Nicholson var í Frakk- landi um daginn og hneykslaði þarlenda þjóna meira en nokkur maður hafði áður gert um langt árabil. Hann skolaði fína vininu sem hann var að drekka niður með sykurskertum kóladrykk. Þjónarnir reyndu hvaö þeir gátu að fá hann ofan af þessu en Jack botnaöi bara ekkert í öllum lát- unum. Hárkollanvarð Frank Sinatra, sá bláeygi söng- fugl, skildi hárkolluna eftir heima þegar hann brá sér á tón- leika með Placido Domingo óperusöngvara í Los Angeles fyr- ir skömmu. í ofanálag var Frank búinn að láta sér vaxa skegg og leit alveg út fyrir að vera átoæð- ur, eins og hann er. Stallone leidd- ur í gildru Ofurvöövabúntið Sylvester Stallone lét heldur betur leiöa sig í gildru. Hann hafði fimlega kom- ið sér undan stefnu vegna slags- mála sem hann lenti í við þós- myndara einn fyrir utan skemmtistað. Ekki fyrir löngu kom maður að Stailone þar sem hann var að borða og bað um eig- inhandaráritun. Stallone upp- götvaði of seint að hann hafði undirritað stefnuna. Auminginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.