Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.1995, Side 32
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1995. Urðun kindakjöts: Skipbrot landbúnað- arstefnunnar - segir Jóhannes Gunnarsson „Þetta sýnir okkur fyrst og fremst fáránleikann í þeirri stefnu sem hef- ur verið við lýði í íslenskum land- búnaöi og þá ekki síst í sauðfjárrækt- inni,“ segir Jóhannes Gunnnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um þá nýjung hjá sauðfjárbændum að slátra sauðfé og urða í framhaldi á sama tíma og boðið er upp á ársgam- alt kindakjöt á útsölu. „Við byrjuðum að gagnrýna þessa stefnu fyrir langalöngu ásamt fleir- um. Menn voru þá annaðhvort kall- aðir óvinir bænda eða óvinir liggur við þjóðarinnar fyrir að voga sér að gagnrýna þessa stefnu. Þetta sýnir okkur hvaða skipbrot landbúnaðar-. stefnan hefur beöið,“ segir Jóhannes. -rt Landbúnaðarráðherra: Ekki gaman i.'V að sjá þetta „Ég treysti því og á von á því að menn séu þarna að velja úr kjöt sem þeir telja að sé síst af öllu markaðs- vara en þetta er auðvitað afar óskemmtilegur kostur. Það vita allir menn og ekki gaman að sjá þetta eða verða vitni af þvi,“ segir Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra um urðun á nýslátruðu kjöti á Hólmavík. Guðipundur segir að þetta sé gert í samræmi við nýja búvörusamning- inn og í því skyni að minnka umfram framleiðslu af kindakjöti. „Það er öllum ljóst að við stöndum frammi fyrir þessum vanda að einn af meginþáttum samningsins er að reyna að draga úr þessari fram- -ffiöslu," segir Guðmundur. -rt Olíufélögin: Styttistí bensínlækkun Samkvæmt samtölum við forráða- menn olíufélaganna í morgun er ljóst að stutt er þangað til bensínverð lækki á innanlandsmarkaði. Heims- markaðsverð hefur verið að lækka frá því olíufélögin hækkuðu bensínið fyrir mánuði. Olíufélögin eru að fá stóra farma um næstu mánaðamót sem keyptir “Rn á októberverði og ýtir það undir líkurálækkun. -bjb LOKI Landbúnaðarstefnan í hnot- skurn: nýtt kjöt á haugana, gamaltkjötámarkað! Kona dæmd í fangelsi 1 óvenjulegu sakamáli: Seldi 22 falsaða samninga fyrir ,7 milljomr Samvinnusjóður keypti alla samningana 27 ára kona, Anna Herdís Eiríks- dóttir, var í gær dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa falsað og selt 22 raðgreiðslusamninga upp á sam- tals tæplega 2,7 milljónir króna á tiltölulega skömmurn tímaí sumar.' Samvinnusjóður íslands keypti alla samningana af henni í þeim tilgangi að ávaxta féð. Anna var einnig dæmd fyrir að hafa gert tilraun til að selja tvo tékka sem hún hafði hækkað upp- hæðimar á. Á öðrum þeirra var upphæðin upphaflega 4.783 krónur en hún breytti henni í 647.832 krón- ur. í hinu tilvikinu var upphæðin 2.890 krónur og þeirri upphæð var hreytt í 128.900 krónur. Hér var um að ræða sakamál þar sem annað var útilokað en að upp kæmist fljótlega enda voru afbrotin framin á skömmum tíma. Anna ákvað aö falsa raðgreiðslusamn- ingana á nöfhum ýmiss fólks sem hún þekkti deili á og selja síðan Samvinnusjóði íslands þá. Hún náði þannig á þriðju milljón króna út úr sjóðnum. Við s vo búiö greiddi hún m.a. skuldir sem hennar nán- ustu höfðu gengist i ábyrgð fyrir og fór einnig i utanlandsferð til Bandaríkjanna. Aður en langt um leiö fór fólkið sem „átti“ samningana að fá til- kynningar í pósti um „viðskipti" sín. Þá tóku böndin strax að berast að Önnu enda hafði hún hvergi nærri fárið leynt með að hún var seljandi samninganna til Sam- vinnusjóðs íslands. Sjóðurinn lagöi fram bótakröfu þegar málið kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómurinn dæmdi Önnu í gær til aö greiða honum alla þá upphæð sem hún náði að svíkja út auk dráttarvaxta og máls- kostnaðar. Sverrir Einarsson hér- aðsdómarikvaðuppdóminn. -Ótt Veðriðámorgun: Vægtfrost Á morgun verður norðan- og norðvestanátt, viða stinnings- kaldi eöa allhvasst. Snjókoma eða éljagangur á Vestfjöröum og Norðurlandi, einkum framan af deginum, en sunnan til verðui þurrt. Kólnandi og þegar hða tek- ur á daginn má reikna með vægu frosti um mestallt land. Veðrið í dag er á bls. 28 Meðalland: Neita að senda börn sín með skólabílnum „Það kemur ekki til greina að senda börnin með skólabílnum meðan þessi bílstjóri annast aksturinn. Þess vegna ökum við bömunum sjálf í skólann þessa 20 kílómetra leið. Við erum tvær íjölskyldur með 6 böm sem gerum þetta. Ég veit að fleiri myndu senda böm sín með okkur ef það væri pláss fyrir þau í bílnum, sem ekki er. Eftir að við tókum okk- ar börn úr skólabílnum fara 7 skóla- börn og eitt barni á leikskóla með honum,“ sagði Margrét Ólafsdóttir á Efri-Steinsmýri í Meðallandi í sam- tali við DV í morgun. „Ég vil ekki segja annað um málið á þessari stundu en að við höfum leitað sátta og munum gera það áfrarn," sagði Bjarni Matthíasson, oddviti hreppsins, þegar deilumálið var borið undir hann. Margrét sagði að það væru ótal mörg atriði sem þau væm óánægð með varðandi skólabílstjórann og að óánægjan með hann hefði ekki byrj- að í haust. Þetta væri eldra mál. Hún sagði að sér þætti sem hreppsnefndin hefði takmarkaðan áhuga á að leysa málið og meðan svo væri ætluðu þau að annast skólaakstur sinna barna sjálf. Súðavik: Vantaráannað - segir sveitarstjórinn „Þarna er veriö að reikna með ein- hverri lækkun frá tölum Fasteigna- mats ríkisins sem okkur finnst af- skaplega undarlegt og sjáum ekki alveg með hvaða hætti menn ætla að gera þetta. Mér sýnist vanta 100 til 150 milljónir inn í myndina," segir Ágúst Kr. Bjömsson, sveitarstjóri i Súðavík, um þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að leggja 500 milljónir króna í uppkaup fasteigna á snjó- flóðahættusvæði í Súðavík og bygg- ingar varnargaröa fyrir frystihúsið. Samkvæmt útreikningum hrepps- ins kostar 600-650 milljónir að kaupa eignirogbyggjavamir. -rt Teppa í morgun „Það vantar meiri snjó í snjókallinn," sögðu krakkarnir í leikskólanum Síðuseli á Akureyri þegar DV kom þar við. Krakkarnir á Akureyri fagna alltaf (yrsta snjónum og eru komnir i kuldagallana sína, enda veturinn farinn að gera vart við sig. DV-mynd gk Öll umferð á leið austur um Ár- túnsbrekku stöðvaðist í morgun þeg- ar tveir bílar lentu þar í árekstri. Varð úr umferðarteppa á háannatím- anum. ’ -GK brothec tölvu límmiða | prentari I rriif zk i Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443 L#TT« alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.