Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 1
 ir>- :o !sO ir\ DAGBLAÐIÐ-VISIR 242. TBL - 85. OG 21. ARG. - MANUDAGUR 23. OKTOBER 1995. VERÐ I LAUSASOLU KR. 150 IWVSK Stórslys er Norðurleiðarrúta valt í Hrútafirði í gærkvöldi: Tveir létust og um 20 rútufarþegar slösuðust - fólk kastaðist út og sumir lentu undir bílnum - sjá bls. 2 TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöldi tvo eistneska sjómenn í togara 260 mílur suðvestur af Reykjavík. Mun þetta vera lengsta flug sem farið hefur verið á haf út á vélum Landhelgisgæslunnar. Ölduhæð við togarann var 5 til 7 metrar og aðstæður allar hinar erfiðustu. Þyrlan var á flugi í fimm klukkustundir en hámarksflugþol hennar er 6 klukkustundir. Annar sjómaðurinn var handleggsbrotinn en hinn var taiinn vera með sprunginn maga. Stærri myndin var tekin af áhöfn þyrlunnar á Reykjavíkurflugvelli en sú minni þegar komið var með sjómennina á Borgarspítalann í gærkvöldi. Benóný Ásgrímsson flugstjóri er lengst til vinstri. Aðrir í áhöfn þyrlunnar voru: Pétur Steinþórsson flugmaður, Halldór Nellett spilmaður, Jón Pálsson flugvirki og Þengill Oddsson læknir. DV-myndir Sveinn DV-afmæli um allt land: íþróttaaðstaða óvíða betri en á Akranesi -sjá bls. 16-17 Ibúð boðin upp eftir sjö ára vanskil -sjá bls. 4 Langtímasjúk börn: Heilbrigðisráðherra lofar skjótum úrbótum -sjá bls. 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.