Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 4
Fréttir Vanskil af byggingarsjóðsláni hlóðust upp um árabil: íbúðin boðin upp eftir sjö ára vanskil - frekar óvenjulegt, segir deildarstjóri hjá Húsnæðisstofnun_ Verkamannaíbúðin við Fífusund 19. Byggingarsjóður verkamanna lánaði stærsta hluta kaupverðsins. Lánið var sjö ár í vanskilum áður en til uppboðs kom. Fyrrverandi eigandi segir að hætt hafi verið að borga af láninu vegna þess hve miklir gallar hafi verið á húsinu frá hendi verktakans. DV-mynd Eggert „Við hættum að greiða af íbúðinni vegna þess að það komu þama fram miklir gallar sem ekki fengust bætt- ir. Þakið lak og innréttingar voru gallaðar. Við skrifuðum bréf vegna málsins en fengum aldrei nein svör,“ segir Ámi Svanur Guðbjörnsson sem festi kaup á verkamannabústað við Fífusund 19 á Hvammstanga árið 1985 en greiddi aðeins fyrstu tvö árin af byggingarsjóðsláni sem er á íbúð- inni. Næstu sjö árin var lánið í van- skilum án þess að Byggingarsjóður ríkisins aðhefðist í mábnu þrátt fyrir að lánið væri fyrir stærstum hluta íbúðarinnar. Árni Svanur segir að verktakinn, sem byggði húsið, hafi farið á haus- inn og því hafi ekki verið hægt að sækja skaðabætur vegna málsins. Hann segir að boðið hafi verið lán svo hann gæti gert við íbúðina en hann hafi ekki þegið það. Eftir að lán Byggingarsjóðs hafði verið í vanskilum í sjö ár var íbúðin boðin upp á síðasta ári. Hvamms- tangahreppur leysti til sín íbúðina og í framhaldi af því leigja Árni Svan- ur og fjölskylda hans íbúðina af hreppnum. „Eg skal staðfesta það að það er ekkert eöhlegt að vanskfi geti hlaðist upp svo lengi en það er viö Bygging- arsjóö verkamanna að eiga í því máli,“ segir Guðmundur Guðmunds- son, sveitarstjóri á Hvammstanga. GísU Gíslason, deildarstjóri félags- íbúðadeildar hjá Húsnæðisstofnun, vildi ekki tjá sig um máUð þar sem það væri ekki til siðs hjá stofnun- inni. Hann sagði þó ljóst að þama væri um óvenjulangan tíma að ræöa. Hann vildi ekki heldur tjá sig um það hversu mikið fé hefði tapast á mál- inu. „Það er frekar óvenjulegt að þetta taki svona langan tíma,“ segir Gísli -rt MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 DV Hvolsvöllur: Skítalyktin liðurítilrauna- verkefni Eins og skýrt var frá í D V fyrir nokkru lagði mikinn og vondan fnyk yfir HvolsvÖU þegar rotþró bæjarins var losuö og innihaldíð borið á völl. Nú hefur borist bréf frá skrif- stofu Hvolhrepps, þar sem segh’ að hér sé um merkilegt tUrauna- verkefni aö ræða. Segir í bréfinu að verið sé að koma upp skjól- beiti norðan og austan til í út- jaðri Hvolsvallar og sé verkið unnið i samvinnu við Skógi-ækt ríkisins á Mógilsá. Segir enn fremur að liér sé um merkilega tilraun að ræða. Tilvalið hafi þótt aö slá tvær flugur í einu höggi, aö losa rotþróna og nýta inni- haldið, sem í bréfinu er kallað seyra, til jarðvegsbóta. Gistihúsasambandiö: Gistihúsasambandið í Reykja- vik hefur sent kæra tU Eftirlits- stofnunar EFTA í Brussel vegna þess að menn telja að íslensk löggjöf um fólksflutninga meö langferðabifreiöum stangist á við samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið. Það sem hér er átt við er að Gistihúsasambands- menn telja að sérleyfi til fólks- flutninga hér á landi sé ólöglegt. Höfuðborgin: Mikil hálka Fyrsta verulega hálka vetrarins gerði vart við sig í höfuöborginni aðfaranótt suimudags og á sunnudagsmorgun. Ökumenn hafa annaðhvort litið verið á ferli framan af degi eða farið varlega því engin óhöpp voru tUkynnt til lögregluvegnahálkunnar. -sv í dag mælir Dagfari Tímar ríkisleyndarmálanna Eins og alþjóð hefur fylgst með eru sumar upplýsingar merkUegri heldur en aðrar upplýsingar. Þann- ig var um listann góða yfir þá ríkis- starfsmenn sem hæst hafa launin. Sá Usti er ríkisleyndarmál og verö- ur ekki birtur vegna þeirra miklu hagsmuna sem varðveittir eru á þessum Usta. í útlöndum eru það trúnaðarmál sem eru talin varða öryggi þjóðarinnar og trúnaðar- máUö sem varðveitt er á Ustanum yfir launahæstu ríkisstarfsmenn- ina varðar öryggi þeirra einstakl- inga sem á listanum eru. Þetta eru tvímælalaust mikUvægustu ein- staklingar þjóðarinnar enda væru þeir ekki svona ofarlega á Ustanum ef þeir legðu ekki verulega mikið tíl þjóðarhagsmuna. Já, svo mikið að það er eiginlega aUs ekki hægt að segja frá því hvaða einstaklingar þetta eru. Þeir eru ríkisleyndarmál og ef öryggi þeirra er stefnt í voða með því aö segja frá því hvað þeir hafa í laun er voðinn vís og flokk- ast undir trúnaðarmál. Þess vegna er Ustinn ekki birtur. Eins er hægt að benda á þagnar- múrinn sem reistur hefur verið um opinbera skýrslu vísindamanna um göngur norsk-íslenska sUdar- stofnsins. Þessi skýrsla er ríkis- leyndarmál að mati stjómvalda og verður ekki birt. AUs ekki sjó- mönnum eða útgerðarmönnum sem hugsanlega kunna að geta veitt síldina og það stofnar þjóðarhag í hættu og þar af leiöandi má enginn vita hvernig göngum sUdarinnar er háttað svo enginn geti veitt sUd- ina, meöan ekki er búið að ákveða hverjir megi veiða hana. Fyrst skal semja, svo má veiða og þá má segja frá því hvar síldin heldur sig. SUd- arstofninn er jafnmikUvægur rík- isstarfsmönnum að því leyti aö báðir þessir kynstofnar eru örygg- ismál er varöa þjóðarhag. Þýðing leyndarinnar verður aldr- ei nógsamlega undirstrikuð. Það sjáum við núna í sambandi við fyr- irhugaða stækkun álversins. Þessi stækkun átti að vera ríkisleyndar- mál þangað til álverið hefði verið reist. Núverandi iðnaðarráðherra lá hins vegar of mikið á. Hann kjaftaði frá. Finnur Ingólfsson er nýðgræðingur í ríkisstjóm og álp- aðist þess vegna tU að segja ríkis- stjóminni frá stækkuninni, sem ráðherrann taldi að væri klár. Finnur áttaði sig hins vegar ekki á þvi að ríkisstjóminni er ekki treystandi fyrir ríkisleyndarmál- um. Um leið og hann segir frá stækkun álversins á ríkisstjómar- fundi lekur þetta leyndarmál út og fjölmiðlar eru.komnir í máhð og alþjóðamarkaðurinn er kominn í máUð og álverðið hrynur sam- stundis. Þegar álverðið hrynur er álverið í hættu. Verið hrynur eins og verð- ið enda segja viðsemjendur okkar að málið sé enn á sama stigi og það hafi verið lengi og það hafi ekki verið samið um neitt og Alusuisse hafi ekki samþykkt neitt. Ótíma- bær kjaftagangur í Finni iðnaöar- ráðherra hefur orðið til þess eins að lækka verðið á álinu án þess að nokkur vissa Uggi fyrir um stækk- un álvers. í raun og veru eru miklu minni líkur á aö álverið verði stækkað þegar það ríkisleyndarmál lekur út að tíl standi að stækka álverið áður en búið er að semja um það og áður en það er byggt! Stækkun álversins var háð leyndinni um að enginn vissi að álverið yrði stækkað og þegar leyndin er ekki lengur leyndarmál er ekki hægt að stækka álverið. AUt sannar þetta enn einu sinni hversu leyndarmál eru mikilvæg ef þau eiga að vera leyndarmál. Þau eru ekki lengur mikilvæg þegar þau eru hætt að vera leýndarmál. Laun ríkisstarfsmanna eru merkileg á meðan enginn veit hver þau eru, síldin er verðmæt á meðan enginn veit hvar hún er og nýtt álver verður því aðeins byggt að enginn viti að þaö eigi að reisa það. Dagfari 236% söluaukning á árinu, annað árið í röð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.