Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 6
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 :4] Fréttir Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra um málefhi langtímasjúkra barna: Frumvarp í smíðum sem hraða á vinnu við nefhd fjallar um öll þau atriði sem aðstandendur hafa kvartað yfir „Það er í gangi vinna viö undir- búning að smíði frumvarps um réttíndi sjúklinga almennt og inni í því verður sérstaklega tekið á réttindum langtímasjúkra barna. Ætlunin er síðan að leggja frum- yarpið fram á yfirstandandi þingi. ÖU þau atriði sem hefur verið kvartað yfir í þessum efnum eru til umfjöllunar í nefnd sem hefur verið skipuð til að undirbúa frum- varpsdrögin. Nýlega baö ég nefnd- ina sérstaklega um að hraða sínum störfum og á því von á að fá línur frá henni hvað úr hverju," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra í samtali við DV aðspurð um „lagaskort" í máefnum lang- tímasjúkra barna. Eins og fram kom í DV á fóstudag sögðu móðir stúlkunnar sem ný- lega gekkst undir nýrnaígræðslu í Boston og talsmaður Styrktarfé- lags krabbameinssjúkra barna að réttindi foreldranna væru annað- hvort mjög óljós eða hreinlega ekki fyrir hendi. Þegar t.a.m. væri kom- ið með börn á sjúkrahús væru til dæmis ekki sérstakir aðilar sem kynna fólki réttarstöðu þeirra - það sé því undir hælinn lagt hvað fólk fái að vita t.d. varðandi styrki eða greiðslur. Um þetta sagði Ingibjörg: „Inn í frumvarpið munu koma atriði sem snúa að því hvert hægt sé að leita og að línur verði hreinar varðandi réttarstöðu fólks. Síðan þarf að kynna hana. Fólk á ekki að þurfa að vera lamað af veikind- um, annaðhvort vegna sjálfs sín eða barna sinna, og verða svo að fara flóknar leiðir til að kanna rétt sinn," sagði ráðherra. Ingibjörg sagði að frjáls ráðstöfun veikindadaga fulloröinna vegna umönnunar langtímasjúkra barna sinna væri fyrst og fremst málefni vinnuveitenda og stéttarfélaga samhliða kjarasamningum: „Síðan er spurning hvað Trygg- ingastofnun á að koma til móts við þettafólk,"sagðilngibjörg. -Ótt Skólaskákmótinu lauk um helgina Landsmótið í skólaskák var haldið á Blönduósi um helfdna. Keppt er í yngri og eldri aldursflokki. Sigurvegarj í yngri flokki varð Davíð Kjartansson með 10,5 vinninga af 11 mögulegum. í 2. sæti varð Guð- jón H. Valgarðsson með 8,5 vinninga og í 3. sæti varð Hjalti Rúnar Ómars- son líka með 8,5 vinninga. í eldri fiokki sigraði Bragi Þor- finnsson með 9,5 vinninga, í 2. sæti varð Jón y. Gunnarsson með 9,0 vinninga og jafnir í 3. til 4. sæti urðu Björn Þorfinnsson og Einar Hjalti Jensson með 8,5 vinninga. Þetta er í 16. sinn sem landsmótið í skólaskák er haldið. Mótið fer þann- ig fram að fyrst eru haldin skólamót og komast efstu menn úr þeim á sýslumót. Síðan eru haldin kjör- dæmamót þar sem sigurvegarinn fer á landsmótið. Um þrjú þúsund nem- endur taka þátt 1 undankeppninni víðs vegar um land. Nú bjóöúm viö vetrardekk á felgum tilbúin undir bílinn á einstöku verði.- VOLKSWAGEN GOLF: 175/70-13 KELLY 175/70-13 SÓLUD verðpr. 4stk. kr. 36.000.- verðpr. 4stk.kr. 30.000.- MITSUBISK! CQLT 0G LANCER: 170/70-13 KELLY 175/70-13 SÓLUÐ verð pr. 4 stk. kr. 36.000.- verðpr. 4.stk. kr. 30.000.- VAR < Einar Þór Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaöur hlaut verðlaun á stuttmyndahátíð í Tyrklandi á dögunum en var alls staðar neitað um ferðastyrk þangað. Siðan fékk hann farmiða til Tyrklands og gistingu í verðiaun. DV-mynd JAK f slenskur kvikmyndagerðarmaöur verölaunaður í Tyrklandi: Neitað um styrk hér - verðlaunin voru farmiðar til og frá Tyrklandi í I Einar Þór Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður var á dögunum verðlaunaður á stuttmyndahátíð í Tyrklandi fyrir mynd sína Regínu. Regína var í hópi 13 stuttmynda sem verðlaunaðar voru af 100 á hátíð- inni. Einar komst hins vegar ekki sjálfur á hátíðina þar sem honum var alls staðar neitaö um ferðastyrk hér heima. Hann leitaði til Kvikmynda- sjóðs, menntamálaráðuneytisins og Flugleiða. Verðlaunin sem Einar fékk voru flugmiðar til og frá Tyrk- landi og hótelgisting í viku. Regína var eitt af verkefnum Ein: ars Þórs í Alþjóðakvikmyndaskólan- um í London en hann lauk þar námi fyrir þremur árum. Myndin hefur farið á fleiri hátíðir en í Tyrklandi, s.s. í Ósló og Munchen, og alls staðar vakið mikla eftirtekt. Hins vegar hef- ur Einar aðeins komist á eina hátíð og það var í Edinborg í Skotlandi fyrir tveimur árum. „Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að hjálpa öllum. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta sinn sem mér er neitað um styrki til að fara á þess- ar hátíðir. Það virðist vanta einhvern aðila til að hafa hönd í bagga. Kvik- myndasjóður starfar eftir ákveðnum reglum hvað þetta varðar. Það er mjög mikilvægt að maður sé sjálfur á staðnum þegar myndirnar eru sýndar, ekki síst þegar þær hljóta verðlaun," sagði Einar Þór. Vinnur að mynd í fullri lengd Aðspurður sagðist Einar að sjálf- sögðu ætla að nýta sér verðlaunin og fara til Tyrklands. Það væri óá- kveðið hvenær vegna mikilla anna heima fyrir. Einar er að vinna hand- rit að kvikmynd í fullri lengd í sam- ráði við breska framleiðendur en hann fékk styrk frá Evrópska hand- ritasjóðnum til að gera handritið. íslenskir og breskir leikarar taka þátt í myndinni en tökulið veröur íslenskt. Stefnt er að frumsýningu í ársbyrjun 1997. -bjb Síldarv iðræður hefjast í dag „Þetta eru embættismannaviðræð- ur og það verður farið yfir vinnu vísindanefndar sem skipuð var full- trúum frá öllum löndunum til að skoða og meta útbreiöslu norsk- íslensku sOdarinnar milli einstakra hafsvæða. Á þessum fundi munu menn fara yfir skýrslu nefndarinn- ar," sagði Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra í samtali við DV. Viðræðurnar fara fram í Moskyu og auk Rússa eru fulltrúar frá ís- landi, Noregi og Færeyjum á fundin- um. Fyrir íslands hönd sitja fundinn þeir Arni Kolbeinsson ráðuneytis- stjóri, Guðmundur Eiríksson þjóð- réttarfræðingur, Helgi Ágústsson ráöuneytissrjóri og Albert Jónsson frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum verður einnig rætt um með hvaða hætti eigi að ræða síld- veiðimálin viö Evrópusambandið og reyna að samræma afstöðu ríkjanna varðandi þær viðræður. i i ¦Jl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.