Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Stgr. kr. 67.890 Smiðjuvegi 6D, sími 554 4544 QjDBET Húsgögn Domino hornsófar DV býður öllum landsmönnum í afmæli hringinn í kringum landió 4f TÍGRI verður í afmælisskapi 4 HOPPKASTALÍ fyrir fjörkálfa 4 SAGA DAGBLAÐSINS í máli og myndum 4 ALLIR HRESSIR krakkar fá blöðrur, stundatöflur og annan glaðning Vopnafjörður DV, Kvenféíagið Lindin og Kvenfélag Vopnafjarðar bjóða þér og fjölskyldunni! til afmælishátíðar í Félagsheimilinu á Vopnafirði þriðjudaginn 24. október frá klukkan 17-19. Skemmtiatriði: / Harmoníkuleikur Gómsætt í gogginn: / Kaffi / Afmælisveitingar / Ópal sælgæti / Tomma og jenna ávaxtadrykkir ■ ' • ' ' -_______' FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ÞIG OG ALLA FJÖLSKYLDUNA! Fréttir Sameinað sveitarfélag á Vestfjörðum: Kvótaeign og íbúafjöldi 4,5% 4 3.5 3 2.5 2 1.5 1 0,5 0 4000 3500 3000 2500 2000 1500 1000 500 Kvótaeign Ígpl '91-'92 1,57 1.31 B '94 '95 . o 00 p ~-J ro 0,69 0,18 is! Þingeyri Flateyri Suöureyri ísafjöröur íbúar 3531 Suðureyri I ® ísafjörður Flateyri Þingeyri 379 320 *s> / J? £ 53=! Sameining sveitarfélaga á norðanverðum Vestflörðum: Tæplega f imm þúsund í nýju sveitarfélagi - ef sameiningin verður samþykkt í atkvæðagreiðslunni 11. nóvember í greinargerð Samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum kemur fram að samanlagður íbúafjöldi sveitarfé- laganna 6, ísafjarðar, Suðureyrar- hrepps, Flateyrarhrepps, Mosvalla- hrepps, Mýrahrepps og Þingeyrar- hrepps, verður 4.850 manns ef af sameiningu verður. Gert er ráð fyrir að framlag úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga verði 140 miUjónir króna og meðalskuld á íbúa verði 276 þúsund krónur. Reiknað er með að sérstakir þjón- ustufulltrúar starfi á Þingeyri, Flat- eyri og Suðureyri en höfuðstöövar nýs sveitarfélags verði á ísafirði. í greinargerðinni er tíundað að kvóti á svæðinu hafi minnkað að undan- fömu. Mestur er kvótasamdráttur- inn á Suöureyri þar sem botnfisk- kvóti hefur minnkað úr því að vera 0,69 prósent af heildarúthlutun niður í 0,18 prósent. Heildarkvóti sveitarfé- laganna hefur minnkað úr 7,44 pró- sentum í 6,55 prósent af heildarkvóta. í áliti nefndarinnar segir að full- yrðingar um að einstök sveitarfélög hafi markvisst skuldsett sig í trausti þess að sameiginlegt sveitarfélag tæki á vandanum síðar séu algjör- lega órökstuddar. Rétt er að taka fram að í DV var haft eftir einum nefndarmanna, Sigurði Hafherg á Flateyri, að slíkt hefði átt sér stað á Þingeyri. Kosið verður um sameininguna þann 11 nóvember nk. Stærð sveitar- félagsins ræðst af þeirri niöurstöðu sem þar fæst. Samstarfsnefndin hef- ur skorað á félagsmálaráðherra að hann beiti sér fyrir lagabreytingu í þá vera að fái tillaga samstarfsnefnd- arinnar ekki meirihluta í öllum hlut- aðeigandi sveitarfélögum en þó meirihluta í 2/3 þeirra þá verði sveit- arstjórnum heimilt að samþykkja sameiningu þeirra sem samþykkt hafa breytinguna. -rt Bygging D-álmu Sjúkrahúss Suðumesja: Tillögum heilbrigðis- ráðherra alfarið hafnað ■ Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum: „Þau hafa alfariö hafnað mínum tillögum hér. Þetta mál er ekkert búið og ég sé ekki fyrir endann á því á þessari stundu. Ég er ekki að rifta neinu. Það er alveg ljóst að menn voru ekki tilbúnir að fara í að byggja áfanga sem hægt væri að taka í notk- un 1997 eins og kom fram á fundin- um. Þessi bygging kostar 400 milljón- ir en samningurinn er aðeins upp á 130 milljónir. Samningurinn er að- eins upp á fokhelda byggingu. Það finnst mér vera vandamál. Eg held að menn hafi ekki alveg gert sér grein fyrir því að samningurinn er upp á svo lága upphæð. Ég sé ekki fyrir endann á fjármögnun á bygg- ingunni. Það er enginn vandi að byrja og taka skóflustungu," sagði [ngibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra við DV en hún var frum- mælandi á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem var haldinn í félagsheimilinu Festi í Grindavík nýverið. Mikill hiti í mönnum Ræðu Ingibjargar var heðið með mikilli eftirvæntingu og eftir ræðuna var mikil reiði og hiti í sveitarstjórn- armönnum á Suðurnesjum. Ingi- björg byrjaði á því að vitna í orð sálmaskáldsins Hallgríms Péturs- sonar sem bjó lengi í kjördæmi henn- ar: „Hér kem ég seki syndarinn af sálarþorsta neyddur". Ingibjörg vlll breytingar á bygg- ingu D-álmunnar. Hún vill sleppa kjallara, byggja eina hæð strax ásamt bráðabirgðaþaki og að húsið verði tekið í notkun 1997. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesj- um vilja að staðið verði í öllu viö undirritaðan samning frá því í apríl sl. sem Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra og Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, skrifuðu undir ásamt fjölda annarra manna. Ingibjörg segir aö til að fara þá leið þurfi að koma verulegt nýtt fjármagn, annars muni byggingin verða 15 ár í smíðum. „Suðurnesjamenn eru búnir að búa við skerta þjónustu í heilbrigöismál- um um langt skeið. Tími okkar hér á Suðurnesjum er kominn. Ég tala fyrir munn okkar allra að þessi bygg- ing veröur byggð eins og samningur- inn hljóðar upp á,“ sagði Anna Margrét Guðmundsdóttir, stjómar- formaður Heilsugæslu- og sjúkra- húss Suðurnesja og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.