Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 12
12 MANUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Spurningin Á hvernig tónlist hlustar þú? Eyjólfur Kristinn Jónsson nemi: Nirvana, Guns’N Roses og Pink Floyd. Jón Ragnar Arnarson nemi: Rapp og Jimi Hendrix. hlusta á Nirvana en ég þoli ekki dauðarokk. Berglind Richards nemi: Það er misjafnt. Ég hlusta bara á útvarpið. Jón B. Ragnarsson nemi: Allt mögulegt. Lesendur Launakerfi - greiðslukerfi - ný hugsun sem vegur þungt ASÍ-félagi skrifar: Varla verður hjá því komist að endurskoða launakerfið hér á landi, frá rótum og upp úr. En það er ekki aðeins að launakerfið sjálft sé úr sér gengið. Það er líka greiðslukerfið, þ.e. hvernig greiðslum til launafólks er háttað. Þar um gilda nefnilega margar reglur. Sumir fá laun sín greidd vikulega, aðrir hálfsmánað- arlega. Loks eru þeir sem fá greitt mánaðarlega og eru þeir verst settir af öllum launþegum. Þar í hópi er t.d. verslunar- og skrifstofufólk svo skiptir þúsundum um land allt. Margsinnis hefur forystumönn- um verkalýðsfélaganna verið bent á þetta mismunandi fyrirkomulag og hversu óhagstætt það sé þeim sem fá greitt aðeins um hver mánaða- mót. Eða hvers vegna halda menn að verkamenn og flestir iðnaðar- menn hafi samið um að fá laun sín greidd vikulega? Auðvitað vegna þess að þannig endast launin best og kaupmátturinn varðveitist einna lengst með þeim hætti. Því hefur verið borið við af sum- um umboðsmönnum launþeganna (án þess þó að þeir hafi nokkuð kannað það sjálfir) að það myndi líkast til reynast mörgum fyrirtækj- um erfitt sökum margslungis bók- haldskerfis ef greiða ætti sumum út vikulega, öðrum mánaðarlega o.s.frv. - En er það ekki einmitt það í Með því að greiða öllum launþegum launin, segjum tvisvar í mánuði, væri aðeins um eitt greiðslukerfi til launþega að ræða hjá fyrirtækjunum, segir m.a. f bréfinu. sem flest fyrirtæki, a.m.k. hin stærri, gera í dag? Með því að greiða öllum út, segj- um tvisvar í mánuði, myndi vera aðeins eitt greiðslukerfi í gangi hjá fyrirtækjum og lægri upphæðir um að ræða tvisvar í mánuði í stað stærri upphæðar mánaðarlega. Fyr- ir fyrirtækin, vel að merkja. Þetta mál hlýtur að koma til um- ræðu hjá launþegasamtökum þeim sem taka laun eftir mánaðar- greiðslukerfinu núna þegar farið verður að ræða launamálin frá nýju sjónarhomi. Sem löngu hefði átt að gera. Þá væri líka kannski ekki eins mikill þrýstingur nú um að fá nýtt og fullkomnara launakerfi, auk hinnar miklu reiði sem skapast hef- ur vegna misvægis í launum milli þjóðfélagshópa. Greiðslufyrirkomu- lagið, sem er mismunandi milli launastétta, hefur nefnilega líka haft sitt að segja. Klámstöðin Sjónvarp Garðar Sigurðsson skrifar: Ég get engan veginn orða bundist lengur, fremur en þeir aðrir sem lát- ið hafa eitthvað frá sér fara um dag- skrárefni Ríkissjónvarpsins. Ég tek undir með þeim sem hafa gagnrýnt harðlega dagskrá Sjónvarpsins gegnum tíðina. Hún hefur mörg undanfarin ár verið nánast verri en engin. Ef fréttir eru frátaldar er dag- skráin mestan part einn sori, klám, nauðganir eða harðsvíraðir blóðsút- hellingarþættir og engan veginn sniðin að fjölskyldum eða sómakær- um einstaklingum. Þættir eins og þetta Dagsljós, sem er nú hreinn viðbjóður, innan um og saman við a.m.k., eiga ekki heima á sjónvarpsskermi. Eða eins og tveir ágætir bréfritarar hafa lýst þessu, annar í DV fyrir stuttu, hinn í Morgunblaðinu sl. fimmtudag, má segja „að Ríkissjónvarpið sé ein alls- herjar útungunarvél fyrir klám, of- beldi og saurlifnað" og „uppistaðan í dagskrá Sjónvarpsins er kynferðis- mál, klám, opinberar samfarir, hvers konar glæpaverk og kennsla í slíkum málum og morð með marg- víslegum hætti“, segir hinn skeleggi Önundur Ásgeirsson í Mbl. Og þá er aðeins ein spurning sem maður situr uppi með: Er enginn þess megnugur að stöðva þennan ósóma á svo opinberum vettvangi sem Ríkissjónvarpið er? Ef útvarps- stjóri sér ekki sóma sinn í að and- mæla þessu opinberlega, og heldur ekki Útvarpsráð, þá er næst að beina þessu til menntamálaráð- herra, sem er þó æðsti yfirmaður Ríkisútvarpsins. Alla vega getur þessi vansæmd Sjónvarpsins gagn- vart okkur, skylduáskrifendunum, ekki gengið lengur. Ríkisútvarpið hefur í raun ekkert leyfi til að ger- ast boðberi sora og lægri hvata svo purrkunarlaust að þjóðin stendur agndofa eftir. Byggingarnefndir sóknanna Sóknarnefnd skal ásamt sóknarpresti hafa forustu um kirkjubyggingu, end- urbyggingu kirkju eða stækkun kirkju, segir m.a. í bréfinu. Úlfar Guðmundsson skrifar: Ég vil koma eftirfarandi aö sem svari við lesendabréfi í DV 18. okt sl. um „Presta og sóknarnefndir”. Það er ekki eðlilegt að prestur sé formaður byggingarnefndar með al- ræðisvald í peningamálum. Prestur getur verið kjörinn í byggingar- nefnd og verið formaður hennar og er það eðlilegt ef ekki er kostur á hæfari manni til starfans. Eðlilegt getur verið að kjósa bygg- ingarnefnd. Það er þó ekki nauðsyn- legt. Sóknarnefnd skal, ásamt sókn- arpresti, hafa forustu um kirkju- byggingu, endurbyggingu kirkju eöa stækkun kirkju og byggingu safnað- arheimilis, eftir því sem aðalsafnað- arfundur mælir fyrir um. Aðalasafnaðarfundur fer með æðsta ákvörðunarvald innan sókn- arinnar í málum sem undir hann heyra, þar með talin kirkjubygging. Best fer á því að aðalsafnaðarfundur geri og samþykki fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár með svipuð- um hætti og gert er í sveitarstjórn- um og er þá lagður fjárhagslegur rammi til að starfa eftir. Aðalsafnaðarfundur er vettvang- ur starfsskila 'og reikningsskila af hendi sóknarnefndar og einstakra nQfnda innan sóknarinnar, þar með talin byggingarnefnd. Skylt er að halda aðalsafnaðarfund árlega og boða til hans löglega. Engin ábyrgð neins staðar Þórir hringdi: Ég get ekki séð að nokkur maður, hvorki í opinberu starfi né í einkageiranum, sé ábyrgur fyrir nokkrum einasta hlut. Þetta hefúr maður margreynt. Fyrir hverju eru t.d. þingmenn ábyrgir, hafa þeir vikið sæti vegna einhvers feilspors? Aldrei. Eru ráðherrar ábyrgir fyrir ein- hverju? Auðvitað ekki. Það myndi engum þeirra detta i hug að vikja þótt svo þeir geri oft og tíðum mistök. Sama á sér stað um allt þjóðfélagið. Nefnið bara einhvern aðila sem er ábyrgur í raun. Forsetaembætt- ið er óþarft Kjartan skrifar: Ég get ekki séð að við þurfum að hafa áhyggjur af næsta for- setaframboði. Það er þegar búið að eyðileggja allar hugmyndir um arftaka frú Vigdísar með hreinum farsa. Búið er að stinga upp á fólki sem er alls óhæft í embættið sökum fortiðar sinnar í starfi eöa einkalífi. Nú er því kjörið að leggja embættið, sem er með öUu óþarft, niður. Sérhver forsætisráöherra er fær um að axla skyldur forseta jafnframt. Þingmanninum var vorkunn Haraldur Sigurðsson skrifar: í fréttaviðtali í Sjónvarpinu sl. miðvikudagskvöld, þar sem fréttamaður og ritstjóri Við- skiptablaðsins, ræddu við for- mann fjárlaganefndar Alþingis kom greinilega fram hve þing- menn almennt vita lítið um gang mála í þjóöfélaginu. Þessi þing- maður var kannski ekki mikið verri að þessu leyti en þarna op- inberaðist þetta bara svo greini- lega af því að spurt var beinna og gagnorðra spurninga sem þingmenn eru ekki vanir að fást við daglega. Maður var raunar farinn að vorkenna þingmannin- um undir lok viðtalsins, svo aumur varð hann. Súðavíkur- hneykslið Gunnsteinn hringdi: Ég er ekki einn á báti um það að vera undrandi á því að Súð- víkingar eigi að búa við það að vera í sínum gömlu húsum á því hættusvæði sem svo hörmvdeg slys áttu sér staö á vegna snjó- flóða. Er hugsanlegt að Súðvik- ingar sjálfir hafi mótmælt bú- ferlaflutningi eða er hér um að ræða svik hins opinbera við þessa íbúa?,JEr kannski enginn ábyrgur í þessu máli fremur en öðru í þessu landi fáránleikans? Fiskur án reiðhjóls _ hallærislegur þáttur Sigga hringdi: Stöð 2 hefur á miðvikudags- kvöldum sýnt þátt sem heitir Fiskur án reiðhjóls. Þessi þáttur var ágætur í fyrravetur en þó misjafn. Nú virðist hann algjör- lega misheppnaðar. Mjög ófynd- in „uppi-í- rúmi-viðtöl” virðast vera aðalatriði þáttarins. Ef hin- ir náttfataklæddu umsjónar- menn þáttarins ætla að skapa hneyksfun eða umræðu um þátt sinn með þessu móti hefur það algjörlega misheppnast. í einu. orði sagt er þessi þáttur virki- lega hallærislegur og óskiljan- legt til hverra hann á að höfða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.