Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Síða 15
MANUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 15 Til hamingju, Margrét Það gleður mig svo sannarlega að þú skulir hafa sigrað Steingrím í formannskjörinu. Fyrir því eru tvær ástæður. Önnur er sú að ég sem jafnréttissinnaður einstakl- ingur tel það merkan áfanga i bar- áttunni fyrir jafnrétti kynjanna að kona sé nú loksins formaður í ein- um fjórflokkanna. Hin ástæðan er sú að ég held að þú sért meiri jafn- aðarmaður en Steingrímiu' og öllu nútímalegri í hugsun. Auk þess held ég að þú skiljir betur en hann að við þurfum að byggja framtíð- ina á atvinnugreinum framtíðar en ekki atvinnugreinum fortíðar. Tilefni þessa bréfs til þín, í formi kjallaragreinar, er að mig langar til að vita hvort þú viljir í raun jöfnuð og réttlæti. Þú virðist efast um að Jón Baldvin vilji jöfn- uð og réttlæti. Mér hefur hins veg- ar þótt sem Alþýðuflokkurinn sé eini flokkurinn sem lýsi yfir af- dráttarlausum vilja til jafnréttis í tveimur grundvallarmálum, nema sama megi segja um Þjóðvaka. Vilt þú (og Alþýðubandalagið) að allir íslendingar hafi jafnan kosninga- rétt? Vilt þú (og Alþýðubandalag- ið) að allir íslendingar séu jafnir gagnvart skattalögum? Jafnt vægi atkvæða Atkvæðisrétturinn er horn- steinn lýðræðis. Þeir sem eru fylgj- andi jafnrétti hljóta því að vera fylgjandi jöfnum atkvæðisrétti. Nú vega atkvæði sumra þrefalt á við atkvæði annarra. Vart getur það kallast jafnrétti? Atkvæði' Stein- gríms J. Sigfússonar vegur meira en atkvæði mitt og ég hygg að hann vilji að svo verði áfram. Eins mælskur og hann er mun honum eflaust veitast létt að verja þetta óréttlæti. Auk þess að vera spurning um réttlætismál er jöfnun atkvæðis- réttar spurning um hagkvæmni. Hún er ekki lítil sóunin sem svo- nefnt kjördæmapot hefur valdið. Flestir þekkja til að mynda mörg dæmi um óskynsamlegar fram- kvæmdir við uppbyggingu sam- göngukerfisins sem rekja má til kjördæmapots. Sóun vinnukrafts og fjármagns við offramleiðslu dilkakjöts má einnig rekja að nokkru leyti til misvægis atkvæða. Vilt þú, Margrét, að atkvæði allra vegi jafnt? Getur þú lýst því afdráttarlaust yfir að gera eigi landið að einu kjördæmi? Þekkir þú kannski enn þá betri leið tO að Kjallarinn Snjólfur Ólafsson dósent í Háskóla íslands jafna vægi atkvæða? Eða telur þú kannski að sumir eigi að vera jafn- ari en aðrir? Fyrir mér er það mjög mikil- vægt réttlætismál að aÚir Islend- ingar séu jafnir gagnvart skatta- lögum, óháð því til dæmis hjá hverjum þeir vinna. Því hef ég hvatt til þess að sjómannaafslátt- urinn verði afnuminn, og það hafa reyndar margir frammámenn í Al- þýðuflokknum gert. Auk þess að vera réttlætismál er þetta spurn- ing um hagkvæmni, sem vart þarf að útskýra fyrir þér. Vilt þú, Margrét, að sömu skattareglur gildi fyrir alla? Getur þú lýst því afdráttarlaust yfir að afnema beri sjómannaafsláttinn? - Eða telur þú kannski að sumir eigi að vera jafnari en aðrir? Snjólfur Ólafsson Með og á móti Er raunhæft að nota þyrlu við löggæslu? Þyrla leiðir til sparnaðar „Lögreglu- stjórinn í Reykjavík hafði frumkvæði að þvi fyrir fáum árum að nota þyrluna TF- GRÓ við lög- gæslu og ég var í áhöfn hennar. Með þyrlu hefur lögreglan, t.d. í Bretlandi, kom- iö borgurunum til aöstoðar fljótt og örugglega og í mörgum tilvik- um með hagkvæmari máta en aðr- ar aðferðir. Þetta á einnig við um sjúkraflutninga. Bretar hafa reiknað út að mun ódýrara sé að reka þyrlu en öku- tæki ef hún er notuð rétt. Þar eru á vakt sjúkraflutninga-, flug- og lögreglumenn og útkallstíminn er 3 til 5 minútur. í Bretlandi var eft- irfarandi tilraun gerð til að sanna þetta: Leit á einni fermílu tók 12 mínútur og kostaði nærri 16 þús- und íslenskum krónum með þyrlu en 12 menn voru 27.240 mínútur að leita sama svæði gangandi og kostaði 459 þúsund krónur. Á svæði sem er innan við 15 mínútna flug fyrir TF-GRÓ býr langstrærsti hluti þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hugsa langt aftur til að rifja upp fjölda mála þar sem þyrla hefði getað skipt sköpum, svo sem slys við heita potta, tugir umferðarslysa, inn- brot, barnsrán, nauðganir á víða- vangi, íkveikjur og fleira. Ekkert þarf að kaupa eða gera til að hefja slíka þjónustu. Allt er tO staðár og mannskapurinn þjálf- aöur. Það eina sem vantar er frumkvæði, skilningur og samtarf hóps embættismanna til að ná fram sparnaði og auka á framfarir í þágu almennings.“ „Atkvæöi Steingríms J. Sigfússonar veg- ur meira en atkvæöi mitt og ég hygg að hann vilji að svo verði áfram. Eins mælskur og hann er mun honum eflaust veitast létt að verja þetta óréttlæti.“ Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins. — „Vilt þú (og Alþýðubandalagið) að allir íslendingar séu jafnir gagnvart skattalögum?" spyr greinarhöfundur m.a. Björn Gíslason lögrcglumaöur. Óréttlæti Á undanförnum árum hefur þátttaka kvenna í íþróttum aukist mikið. Þetta á bæði við um keppn- isíþróttir og almenningsíþróttir. Á vegum íþróttasambands íslands hefur sl. fimm ár starfað nefnd sem hefur það hlutverk að vinna að umbótum í kvennaíþróttum. Verkefni nefndarinnar hafa reynst óþrjótandi enda er kveðið svo á í erindisbréfi hennar að vinna skuli að aukinni þátttöku stúlkna í íþróttum, vinna að því að auka hlut kvenna í félagsstarfi innan íþróttahreyfingarinnar og styðja við bakið á konum i keppn- isíþróttum. Viðhorf almennings Nefndin fékk menntamálaráðu- neytið og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur í lið með sér til þess að kanna hug almennings til kvennaíþrótta. Þessi könnun var unnin af IM Gallup og var úrtakið tólf hundruð manns sem skiptist jafnt milli kynja og eftir búsetu. Rúmlega 70% svarenda telja að kvennaíþróttir fái of litla umfjöll- un í fjölmiðlum og rúmlega 40% telja að velja eigi bæði íþróttakonu ársins og íþróttamann ársins. Það sem vekur einna mesta athygli í Kjallarinn Unnur Stefánsdóttir leikskólastjóri, á sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ þessari könnun er þó það að um 90% svarenda telja að veita eigi jafn mikið fé til kvennaíþrótta og íþrótta karla. íþróttir kvenna fái meira fjármagn í flestum íþróttagreinum við- gengst það að mun meira fjármagn er veitt til íþróttastarfs karla en kvenna. Þetta byggist á þeirri skoðun að fleiri vilji sjá íþróttir sem karlmenn stunda. Þetta kem- ur hins vegar alls ekki heim og saman við það að stór hluti svar- enda í könnuninni vill fá meiri umfjöllun um kvennaíþróttir í fjöl- miðlum. Þetta bendir til þess að íþróttafé- lög og aðrir sem haft geta áhrif á þátttöku fólks í íþróttum þurfi að endurskoða áherslurnar í starfí sínu. Jafnari skipting fjármagns Niðurstöður áðurnefndrar könnunar vekja óhjákvæmilega margar spurningar. Væri réttara að hlutfall þátttakenda fremur en kyn yrði látið ráða skiptingu þess fjármagns sem ríki og sveitarfélög verja til íþróttastarfs? Er hugsan- legt að þátttaka stúlkna í íþróttum sé minni vegna þess að lítill fjár- stuðningur gerir þeim erfiðara fyr- ir að stunda íþrótt sína? Getur það verið að viðhorf al- mennings tfl kvennaíþrótta séu önnur en þeirra sem stjórna íþróttafélögunum og ráðstafa fjár- magninu? Vonandi verða niður- stöður könnunarinnar til þess að vekja fólk tU umhugsunar um það óréttlæti sem i þessum málum rík- ir. Unnur Stefánsdóttir „Rúmlega 70% svarenda telja að kvennaí- þróttir fái of litla umíjöllun í Qölmiðlum og rúmlega 40% telja að velja eigi bæði íþróttakonu ársins og íþróttamann árs- ins.“ Annað ofar á óska- listanum Gísli Guðmunds- son, ytlrlögreglu- þjónn í dómsmála- ráðuneytinu. „Það eru auð- vitað allir hlynntir þvi að lögreglan hafi þyrlu tO umráða en lögreglan þarf líka á marg- víslegum öðrum tækjabúnaði að halda sem ég vildi setja ofar á óskalistann. Þar má meðal ann- ars nefna öku- tækin og örari endumýjun þeirra. Peningarnir setja okkur skorð- m- í þessum efnum sem öðrum og þá verður að velja á mOli þess sem mest er þörf á og þess sem ekki er eins brýnt. Þaö er t.d. knýjandi nú á þessari tölvuöld að tölvuvæða embættin um aOt land. Það myndi ég setja ofar á óskalistann en þyrlu. Sama má segja um allan aðbún- aö lögreglunnar þótt hann hafi farið ört batnandi siðustu ár. Enn eru þó tO staðir þar sem þörf er á að bæta verulega úr bæði hvað varðar húsnæði og tækjabúnað. AOt eru þetta meiri forgangs- mál en þyrlan þótt enginn myndi vanþakka ef lögreglan hefði þyrlu tO umráða og hefði efni á að reka hana.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.