Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 16
Mikilvægir punktar! # Leikur að eigin vali! Þú ræður upphæðinni sem þú spilar fyrir (frá 50 kr. uppí 250 kr.) og hve margar tölur þú velur, minnst eina og mest sex, en sjö tölur eru dregnar út. Þú getur einnig notað sjálfval. # Leikurinn endurgreiddur! Ef þú velur 6 tölur og færð enga rétta tölu í útdrætti. # Mikill fjöldi vinninga! # Kínó er selt á öllum sölustöðum íslenskrar getspár (lottósölustöðum). # Útdregnar tölur birtar í Sjónvarpinu laust fyrir kl. 20:00. Upplýsingar um úrslit í símum 568 1511 og Grænu númeri 800 6511, Textavarpinu, Morgunblaðinu og DV. # Sölukerfinu lokað fyrir Kínó-sölu kl.19:00. Kvenfélag Akraness 70 áraánæstaári Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Kvenfélag Akraness ver stofnað 11. apríl 1926 og var fyrsta verkefni fé- lagsins að stuðla að byggingu sjúkra- húss á Akranesi og lagði félagið fram stórfé til byggingar þess og gaf öll gluggatjöld, dúnsængur og sængur- fatnað. Tilgangur félagsins er að vinna að mannúðar- og menningarmálum og eru félagar um 100 auk fjögurra heið- ursfélaga. Kvenfélagskonur halda fund einu sinni í mánuði yfir vetur- inn nema í janúar, þá bjóða þær eldri borgurum til kaffisamsætis og skemmtunar. Kvenfélagið rak til Erla Björgheim Pálsdóttir, formaður Kvenfélags Akraness. DV-mynd Daníel Ólafsson margra ára dagheimili en afhenti bænum reksturinn fyrir nokkrum árum. Sjúkrahúsið á Akranesi hefur notið góðs af starfi kvenfélags- kvenna. Undanfarin ár hefur kvenfé- lagið rekið búð í sjúkrahúsinu og hefur öllum ágóöa af henni verið varið til tækjakaupa. Fyrir jólin selja kvenfélagskonur jólakort og fer allur ágóðinn af þeirri sölu til sjóðs sem stofnaður var til minningar um Svöfu Þórleifsdóttur skólastjóra. All- ir peningar sjóðsins hafa síðan farið til kaupa á gjöfum til Dvalarheimilis- ins Höfða á Akranesi. Formaður Kvenfélags Akraness er Erla Björg- heim Pálsdóttir. Nýja vallarhúsið á Jaðarsbökkum. DV-mynd Daniel Olafsson Óvíða betri íþróttaaðstaða en á Skaganum Darúel Ólafeson, DV, Akranesi: Aðstaða til í þróttaiðkunar er óvíða betri en á Akranesi og er íþróttamiö- stöðin á Jaðarsbökkum gott dæmi um það. Þar er nýlegt íþróttahús, 25 metra útisundlaug með 5 heitum pottum og vaðlaug. í enda íþrótta- hússins fyrir ofan búningsklefa á 1. hæð er á tveimur næstu hæðum skrifstofu- og fundaraðstaða, þrek- þjálfunarsalur vel búinn tækjum á 2. hæð og fullkomið gistiheimili sem rúmar 24-30 manns á 3. hæð. Þá var á þessu ári tekið í notkun nýtt vallar- hús með fjórum búningsklefum og tilheyrandi aðstöðu á 1. hæð og nýr 150 manna salur til félagsstarfs og samkomuhalds er á efri hæð hússins. Sjö grasvellir eru við íþróttamið- stöðina, nýuppgerður malarvöllur með flóðljósum og ný áhorfenda- stúka sem tekur 570 manns í sæti. Uppbygging á þessum mannvirkjum hefur staðið undanfarin átta ár og er Kristinn Reimarsson rekstrar- stjóri íþróttamiöstöövarinnar. Þá er þess loks að geta að á Akra- nesi er annað stórt og glæsilegt íþróttahús við Vesturgötu, 9 holu golfvöllur og er áætlað að völlurinn verði orðinn 18 holu völlur árið 1999. Kvöldvaka á hverju ári - fyrir allar konur í s veitinm „Okkar starf snýst að mestu um sumardvalarheimili þroskaheftra, Holt, en við höfum styrkt það í nokk- ur ár. Okkar helsta fjáröflunarleið fyrir heimiiið er sala jólakorta ár hvert,“ segir Sigrún Sólmundardóttir í Belgsholti í Leirár- og Melasveit. Sigrún er formaður Kvenfélagsins Greinar en í því eru 17 konur starf- andi og fjórir heiðursfélagar. Kvenfé- lagið Grein var stofnað árið 1951 og nær yfir svæði Leirár- og Melasveitar. í samvinnu við ungmennafélagið Hauk í sömu sveit halda Greinarkon- ur þorrablót annað hvert ár. Aö sögn Sigrúnar finnur kvenfélagið ýmis mál til að styrkja og má nefna að Leirárkirkjá hefur um langt árabil notið góðs af starfsemi félagsins. Ýmislegt starf hefur verið unnið fyr- ir félagana sjálfa og í fyrra stóð Grein fyrir námskeiðum í bútasaumi og kökuskreytingum. Var þá öllum kon- um sveitarinnar boðið að vera með og var mikil ánægja með þessa ný- breytni. „Kvöldvökur eru árviss viðburður hjá okkur og hafa þær mælst vel fyr- ir og verið vinsælar. Við höfum reynt aö hafa þær á þjóðlegum nótum eftir megni en þeim fækkar sem kunna til verka á gamla mátann," segir Sigrún Sólmundardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.