Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Útgerðarmenn um Flæmska hattinn: Mikil skerðing verði sóknarmark tekið upp Halla Benediktsdóttir, skólastjóra Prjónaskóla Tinnu, ásamt fyrstu nemend- unum á almennu prjónanámskeiöi. Prjónaskóli með fjög- ur námskeið Prjónaskóli Tinnu var stofnsettur nýveriö í Hafnarfiröi. Undirbúning- ur hefur staðiö yfir reitt ár en tveir kennarar munu starfa þar í vetur. Pijónaskóli Tinnu vill snúa þessari þróun við og býður upp á fjögur nám- skeið í vetur, unglinganámskeið, al- mennt námsskeið, prjóntækninám- skeið og heklnámskeið. Skólastjóri er Halla Benediktsdóttir en hún hef- ur meðal annars-starfað við kennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hjá Menntasmiðju kvenna á Ak- ureyri. Með Impact línunni frá Celestion hættir þú að hlusta á tónhst... þú byrjar að heyra hana! Jóhann Jóhannssan, DV, Seyðisfirði: Verði sóknarmarkskerfi tekið upp í Flæmska hattinum, eins og tillögur Fiskveiðinefnd NAFO leggur til, mun það hafa í fór með sér mikla skerð- ingu fyrir sjómenn og útgerðir hér á landi. Þetta sagði Trausti Magnús- son, skipstjóri á Seyðisfirði, eftir fund útgerðarmanna skipá' sem stunda rækjuveiðar í Flæmska hatt- inum, en fundurinn var haldinn í Reykjavík á dögunum. Trausti gerir ásamt öörum út tog- arann Ottó Wathne á Seyðisfirði. Skipið hefur ekki veiðiheimildir í ís- lenskri lögsögu en hefur fiskað rækju í Flæmska hattinum í rúmt ár. Veiðamar hafa gengið allvel og afkoman verið góð en í áhöfn eru alls þrjátíu manns. Á fundinum í Reykjavík voru menn sammála um að ótímabært væri að taka upp sóknarmarkskerfi á svæð- inu. Bent var á aö rannsóknir þar væru í lágmarki, veiðireynslan lítil og því fátt til að undirbyggja slíka ákvörðunartöku. Trausti Magnússon, skipstjóri á Seyðisfirði, telur að sóknarmarks- kerfi í Flæmska hattinum geti kippt stoðum undan útgerð skipa og haft ófyrirsjánleg áhrif á afkomu sjó- manna. DV-mynd Jóhann Jóhannsson Mánudagur 23. okt. kl. 9.00 - 23.00 Hitt Húsið GALLERÍ GEYSIR MYNDLISTARSÝNING. kl. 10.00 - 17.00 Háskúlabíð LJÓSMYNDASÝNING frá maraþoni. kl. 13.00 -19.00 Hafnarhúsið LISTSMIÐJA Unglistar. kl. 17.00 Hitt Húsið F0RSMEKKUR að dagskrá kvöldsins. kl. 20.30 Tjarnarbíð LISTAKVÖLD FRAMHALDSSKOLANNA. Fréttir Wlf&l sími: 551-5353 Tvær túlkanir á sömu lagagrein með stuttu millibili: Fjölmörg göt á heil brigðislöggjöfinni -segirlngibjörgPálamdóttir heilbrigðisráðherra „Ég hef ákveðið að láta endurskoða heilbrigðislöggjöfina í heild sinni vegna þess að það em íjölmörg göt á henni. Það er búið að krukka svo í lögin og breyta þeim á aila vegu í tímans rás að segja má að heilbrigð- islöggjöfin sé orðin stagbætt og þarfnist svo sannarlega endurskoð- unar og ýmis atriði lagfæringar," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra þegar hún var spurð um breytta túlkun ráðuneytisins á lögunum um tengdar bætur sem skertar vom á dögunum til þeirra sem þiggja endurhæfingarlífeyri. „Þegar lögunum var breytt 1993 og ákvæði um endurhæfingarlífeyri var flutt yfir í lög um félagslega aðstoð töldu þingmenn sig vera í vissu um að engin breyting yrði á fram- kvæmdinni. Síðan var beðið um laga- túlkun og samkvæmt ýtrasta texta laganna má skilja það svo að þeir sem þiggja endurhæfingarlífeyri eigi að missa rétt til svokallaðara tengdra bóta. Þess vegna voru þær teknar af. En vegna þess að það var aldrei ætl- un þingmanna, sem samþykktu lög- in, að bætumar yrðu teknar af og til þess að svo megi verða þarf ýtrustu lagatúlkun og vegna þess að heildar- löggjöf almannatrygginga er að fara í endurskoðun var ákveðiö að láta bæturnar ekki detta niður. Þetta atr- iði verður lagfært við endurskoðun laganna," sagði Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra við DV. Það hefur vakið athygli aö bæturn- ar voru teknar af fyrir tveimur vik- um samkvæmt lögum og nú settar á aftur, líka samkvæmt lögum. Ingi- björg var spurð hvort það gengi upp gagnvart lögunum að segja A fyrir tveimur vikum en B í dag. „Það er nú svo með þessi lög eins og fleiri að lögfræðingar túlka þau ekki allir eins. Þannig er með þá lagabreytingu sem gerð var 1993. Ég hef fengið misvísandi túlkun lög- fræðinga á þessu atriði. Auk þess sem vilji þingsins um að bætumar skuh ekki skerðast var og er ótvíræð- ur,“ sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra. CELESTIOn SOUNDStylc 101% Hljómgæði JAPIS 'wrœr-/é-íZts*/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.