Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 30
42 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Afmæli Kristinn Snæland Kristinn Snæland leigubifreiða- stjóri, Engjaseli 65, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Starfsferill Kristinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum í vesturbænum og í Blesugróf. Hann stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lærði rafvirkjun hjá Vilberg Guðmundssyni í Segli hf. og lauk sveinsprófi 1956 og varð rafvirkjameistari 1962. Kristinn starfaöi við rafvirkjun í Reykjavík til 1958, hjá Kaupfé- lagi Árnesinga á Selfossi til 1962, starfaði síðan með eigin rekstur, fyrst á Selfossi og síðan í Borgar- nesi á árunum 1962-68, stundaði rafvirkjun og akstur í Reykjavík 1968-69, var rafvirki og starfs- mannafulltrúi hjá Kockums 1 Mal- mö í Svíþjóð 1969-71, var erin- dreki Framsóknarflokksins 1971-74, sveitarstjóri á Flateyri 1974-77, verslunarstjóri Kaupfé- lags Önfirðinga 1977-78, starfs- maður Tímans 1978-79, rafvirki og bílstjóri 1979-80, smyrjari á skipum Sambandsins 1980-83 og hefur verið rafvirki, skrifari og bílstjóri frá 1983, nú bUstjóri á Hreyfli sf. Kristinn sat í stjórn Rafnemafé- lags Reykjavíkur 1954-56, var for- maður íslendingafélagsins í Mal- mö 1969-71, gegndi ýmsum trún- aðarstörfum Framleiðslusam- vinnufélags rafvirkja, Samvirkis, 1973-79, sat í stjórn Framsóknar- félags Ónfirðinga 1975-79, í mið- stjóm Framsóknarflokksins 1975-79 og situr nú í fuiltrúaráði Framsóknarfélags Reykjavíkur, sat í ritstjórn Landans, blaðs ís- lendingafélagsins í Malmö og Sjó- mannsins, blaðs Sjómannafélags Reykjavíkur um skeið, í stjóm Fornbílaklúbbs íslands frá 1984 og formaður hans 1990-93 auk þess sem hann er nú leiðtogi Vina- flokksins KGB. Kristinn hefur ritað fjölda blaðagreina, einkum í Tímann og DV, smásögur í Lesbók Morgun- blaðsins og Sjómannablaðið Vík- ing auk þess sem hann samdi bókina BUar á íslandi í máli og myndum 1904-1922 sem út kom 1983. Fjölskylda Kristmn kvæntist 3.2. 1956 Jónu Jónsdóttur Snæland, versl- unarmanni og nú starfsmanni Melaskóla. Hún er dóttir Jóns Klemenssonar, bátsmanns af Álftanesi, og k.h., Soffiu Schiöth Lárusdóttur. Börn Kristins og Láru eru Jón Garðar Snæland, f. 10.7. 1956, rafs- uðumeistari og bUamálari, sem nú rekur eigið verkstæði í Sví- þjóð, en sambýliskona hans er Þóra Sigurbjörnsdóttir og er son- ur Þóru Sigurbjörn Magnússon en börn Jóns og Þóru eru Kristinn Snæland, f. 12.12.1984 og Helena Auðbjörg Snæland, f. 23.11. 1990; Soffia Snæland, f. 3.8.1963, versí- unar- og skrifstofumaður í Njarð- vík, gift Ingibimi G. Hafsteins- syni sjómanni og eru börn þeirra Árnar Már Ingibjömsson, f. 23.9. 1982, Heiðdís Jóna Ingibjörnsdótt- ir, f. 2.11. 1984, og Hafsteinn Jarl Ingibjörnsson, f. 26.4. 1993; Sólveig Snæland, f. 24.7. 1970, húsmóðir i Reykjavík, gift Kristjáni Þorgeiri Ársælssyni, f. 29.8. 1965, dúklagn- ingamanni og em börn þeirra Ár- sæU Þór Kristjánsson, f. 3.7. 1990, Aron Freyr Kristjánsson, f. 12.8. 1992 og Arnór Smári Kristjánsson, f. 8.9. 1993. Bræður Kristins eru Hafsteinn Snæland, f. 25.8. 1934, fiskiðnaðar- maður og bUstjóri í Vogum; Njörður Snæland, f. 15.7.1944, húsa- og húsgagnasmiður i Mos- feUsbæ; Jón Andrés Snæland, f. 24.5. 1946, toUþjónn og bUstjóri í Keflavík; Pétur B. Snæland, f. 8.10.1950, bUstjóri og teiknari í Kristinn Snæland. Reykjavík. Foreldrar Kristins: Baldur Snæ- land, f. 25.2. 1910, vélstjóri og hús- gagnabólstrari í Reykjavík, og ÞórhUdur Hafliðadóttir Snæland, f. 20.9. 1910, d. 1.11. 1993, húsmóð- ir. Til hamingju með afmælið 23. október 85 ára 40 ára Geir Sæmundsson, Helgamagrastræti 27, Akureyri. Jón Sigurpálsson, Hornbrekkuvegi 1, Ólafsfirði. Lukka Ingvarsdóttir, Geitlandi 8, Reykjavík. 75 ára Stefán Valdimar Jóhannsson, Hrísalundi 18g, Akureyri. Eiríkur Þorkelsson, Strandgötu 90, Eskifirði. Þorsteinn Oddsson, Nestúni 23, HeUu. 70 ára Sverrir Ormsson, Lyngmóum 10, Garðabæ. 60 ára Ingibergur Guðveigsson, Hverfisgötu 101, Reykjavík. 50 ára___________________ Jón Óli Jónsson, Sporhömrum 12, Reykjavík. Jón Óli er að heiman. Elínhjörg Stefánsdóttir, Strandgötu 72, Neskaupstað. Baldur Kristjánsson, Mýrarvegi 118, Akureyri. Hlynur Tryggvason, Brekkubyggð 17, Blönduósi. Kjartan Hall- dór Ágústsson, bóndi, oddviti og framhaldsskóla- kennari að Löngumýri, Skeiðahreppi. Elín Sigrún Guðmundsdóttir, Rauðalæk 51, Reykjavík. Jóhanna Elín Þórðardóttir, Túngötu 60, Eyrarbakka. Ingveldur Bragadóttir, Kringlunni 33, Reykjavík. Logi Snævar Hreiðarsson, Laugavegi 46, Reykjavík. Helga Birna Þórhallsdóttir, Langholtsvegi 108b, Reykjavík. Aðalsteinn Finsen, Sigurhæð 11, Garðabæ. Hjörtur Harðarson, Baugsvegi 1, Seyðisfirði. Guðmundur Ingi Ásmundsson, Dalhúsum 88, Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson, Rauðalæk 27, Reykjavík. Ólafur Stígsson, Steig, Mýrdalshreppi. Mekkin Bjamadóttir, Garðavegi 1, Keflavík. Sólborg Friðbjörnsdóttir, Drafnarbraut 5, Dalvík. Jón Baldursson, Selvogsbraut 9, Þorlákshöfn. Þórdís Ingibjörg Þórðardóttir, Túngötu 41, Eyrarbakka. t 904*1700 Verð aðeins 39,90 mín QQ Dagskrá Sjónv. 22 Dagskrá St. 2 22 Dagskrá rásar 1 3] Myndbandalisti vikunnar - topp 20 QH Myndbandagagnrýni (H2 ísl. listinn - topp 40 22 Tónlistargagnrýni (§2 Nýjustu myndböndin [01 Gerfihnattadagskrá Helgi Elías Aðalgeirsson Helgi Elías Aðalgeirsson, fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður, Glæsivöllum 19a, Grindavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist í Grindavík og ólst þar upp. Hann lauk minna fiskimannaprófi frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavik 1959 og hinu meira fiskimannaprófi 1965. Helgi fór fimmtán ára til sjós og stundaði sjómennsku til 1981 en hann var skipstjóri frá 1959. Eftir að hann kom í land starfaði hann svo við netagerð í Grinda- vík til 1992. Helgi er í stjóm Félags eldri borgara á Suðurnesjum og hefur verið formaður Grindavíkurdeild- ar frá sl. vori. Fjölskylda Helgi kvæntist 12.2. 1945 Svan- borgu Jónsdóttur, f. 26.9. 1926, húsmóður. Hún er dóttir Jóns Jónssonar og LUju Guðmundsdótt- ur sem bjuggu m.a. á Þæfusteini í Neshreppi utan Ennis. Jón er ætt- aður frá Haga í Staðarsveit en Lilja frá Litla-Kambi í Breiðuvík- urhreppi. Börn Helga og Svanborgar eru Guðgeir Sveinbjörn, f. 30.11. 1946, stýrimaður í Grindavík, kvæntur Þóreyju Gunnþórsdóttur og eiga þau þrjár dætur; Hilmar Eyberg, f. 22.9. 1949, skipstjóri í Reykjavík, kvæntur Rögnu Valdemarsdóttur og eiga þau fimm böm; Kristín Rut, f. 30.11. 1957, húsmóðir í Stykkishólmi, gift Þorsteini Jónassyni og eiga þau þrjú böm; Hafdís, f. 4.7. 1959, verkstjóri í Grindavík og á hún einn son; Lilja Björk, f. 8.11. 1967, húsmóðir í Grindavík, gift Almari Sveins- syni og eiga þau eina dóttur. Systkini Helga: Eyjólfur, f. 14.10. 1915, d. 21.10. 1933; Helga, f. 24.9. 1916, d. 22.4. 1976, húsmóðir í Grindavík; Vilbergur, f. 3.7. 1918, d. 15.10.-1973, sjómaður og rafvirki í Grindavík; Sigurpáll, f. 6.1.1920, skipstjóri í Grindavík um árabil; Sveinbjörn, f. 14.7. 1927, d. 3.11. 1929; Magnea, f. 3.8. 1930, húsmóð- ir i Keflavík; Stefán, f. 26.11. 1931, d. 26.8. 1932, auk þess sem fimm börn dóu óskírð í frumbernsku. Foreldrar Helga vom Aðalgeir Flóventsson, f. 11.5. 1882, d. 1.11. Helgi Elías Aðalgeirsson. 1968, sjómaður og bátaformaður í Grindavík, og k.h., Guðrún Eyj- ólfsdóttir, f. 6.11. 1893, d. 12.1. 1945, húsmóðir. Helgi er að heiman á afmælis- daginn. Menning_______________ Fagurt Hljómeyki Sönghópurinn Hljómeyki hélt tónleika í Krists- kirkju sl. miðvikudag. Stjórnandi var að þessu sinni Stephen Wilkinson frá Bretlandi, en hann hefur ver- ið meðal ötulustu stjórnenda nýrra kórverka í hei- malandi sínu og var m.a. stjórnandi BBC Northern Singers um langt árabil. Efnisskráin var um margt sérstök. Hún hófst á verkinu Inclina Dominae eftir Robert Ramsey, sem uppi var á 17. öld. Verkið er samið við vers úr 86. Davíðssálmi árið 1616 og er ákall til Drottins. Verkið er frumlegt og ber sérstæðu handverki höfundarins vitni. Það var og fallega og nákvæmlega flutt af Tónlist Áskell Másson Hljómeyki. Hreyfingar stjórnandans voru hraðar og margslungnar og kom hann þannig fjölbreyttustu skilaboðum áleiðis. Oftsinnis var sem hann málaði með penslum 1 loftið eða að hann mótaði tóninn sem væri hann úr leir. Nákvæmni hans er geysimikil og gefur sterkri músíkalskri hugsun hans óhindrað flæði til áheyrandans. Næst heyrðum við Mótettur nr. JV-VIII eftir Hein- rich Sch”tz, úr safni hans Cantiones Sacrae, við texta úr Hugleiðingum heilags Ágústínusar. Þessa erfiðu og frumlegu músík flutti Hljómeyki ágætlega, en hópurinn er nú að ná umtalsverðri fág- un og fagmennsku, þótt enn verði að visu vart við stöku ójöfnur í tón og styrk. Sechs Spr”che op. 79 eftir Felix Mendelssohn var næsta viðfangsefni kórsins. Þetta er sérlega falleg músík og var hún einnig mjög vel flutt og stundum frábærlega, eins og t.d. fyrsti þátturinn og tveir þeir síðustu. Þá kom Cade la sera eftir Ildebrando Pizzetti (1880-1968). Þessir þrír þættir eru mjög óvenjulegir og búa yfir sérstæðri fegurð. Mikið er um fallandi krómatík, einkum í fyrsta þættinum og er skrifað geysihátt fyrir t.d. sópran og tenór í öðrum og þriðja þætti. Undir lokin er langur grunntónn, eða pedal- tónn með á tíðum afar sérkennilega hljómfærslu fyr- ir ofan. Þetta mjög svo krefjandi verk fór Hljómeyki frábærlega vel með og var fyrir undirrituðum há- punktur tónleikanna. Sigrún Valgerður Gestsdóttir söng einsöng í síð- asta verkinu á tónleikunum, en það var This have I done for my true love, eftir Gustav Holst. Verkið er í þjóðlagastíl og fylgir dansrytma, þótt trúarlegt sé. Það var einnig ágætlega flutt af Hljómeyki undir frá- bærri stjórn Stephens Wilkinsonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.