Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Qupperneq 32
44 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1995 Eru þessir menn ekki hæfir til að gegna forsetaembættinu? Óhæfir í for- setaembættið „Ég tel stjórnmálamenn ekki eiga erindi í þetta embætti, a.m.k. ekki eins og þeir hafa hag- að sér fram að þessu.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, fyrrum forseta- frambjóðandi í DV. Svört vinna „Að hrófla við svartri vinnu í dag er eins hættulegt fyrir þjóð- félagið og að slíta eitt líffæri mannsins úr tengslum við aðra starfsemi líkamans." Ásgeir Hannes Eiríksson íTímanum. Ummæli Horaðar gamalær „Það sem þeir grófu þarna á Hólmavík var nánast ekki mannamatur. þetta voru horaðar gamalær.“ Sigurgeir Þorsteinsson í DV. Laun á tíu stöðúm „Það sem var hvað mest áber- andi var að menn tóku laun á allt að tíu stöðum á sama árinu. Guðmundur Árni Stefánsson um laun lækna í DV Knattspyrnuvellir eru svo til allir jafnstórir en áhorfendarýmið er mjög misstórt. Flestir áhorfendur og óþekkustu leikmennirnir Stærsti áhorfendaskari sem mælst hefur á einum knatt- spyrnuleik var 205.000 (199.854 borguðu sig inn). Þessi áhorf- endaskari var á leik milli Brasil- lu og Uruguay í HM á Maracana vellinum í Rio de Janeiro í Bras- ilíu 16. júlí 1950. Breska aðsókn- armetið er 149.547 á leik Eng- lands og Skotlans á Hampten Park í Glasgow 17. apríl 1937. Þó kann að vera að fleiri hafi komið á leik Bolton Wanderers og West Ham United á Wembley 28. april 1923, en áætlað er að 160.000 manns hafi verið á leiknum. Þá réðist áhorfendaskarinn inn á leikvanginn og seinkaði leiknum um 40 mín., en skráður áhorf- endafjöldi á leik þennan var 126.047. Versta hegðun á knatt- spyrnuvelli Þegar Tongham Youth Club í. Surrey og Hawley í Hampshire leiddu saman hesta sína í hérað- skeppni 3. nóvember 1969 fengu Blessuð veröldin allir 22 leikmennirnir á vellinum og annar línuvarðanna bókun og að minnsta kosti einn leikmaður lenti á spítala. Tongham sigraði 2-0 og eftir leikinn var haft eftir einum leikmanni að þetta hafi verið „harður og góður leikur.“ Þá má geta leiks sem var í Abbey í Essex 23. desember 1973, þá léku Juventus Cross og Walt- ham og endaði leikurinn þegar dómarinn rak allt Juventus liðið út af vellinum. Hvasst fyrir norðan í dag, mánudag, verður allhvöss eða hvöss norðaustanátt á landinu og lítið sést til sólar á landinu norð- anverðu. Snjókoma verður norð- austanlands, einkum þegar líða tek- ur á daginn, en annars verður élja- Veðrið í dag gangur norðan til á landinu. Um landið sunnanvert verður þurrt og fremur fallegt, sést jafnvel eitthvað til sólar. Hiti verður um eða rétt undir frostmarki. Sólarlag í Reykjavík: 17.42 Sólarupprás á morgun: 8.41 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.45 Árdegisflóð á morgun: 5.30 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri Akurnes Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaóir Grímsey léttskýjaö skýjaö skýjaó skýjaö léttskýjaó skýjaö Keflavíkurflugvöllur rigning og súld 3 Kirkjubœjarklaustur skýjaó 2 Raufarhöfn skýjað 0 Reykjavík alskýjað 4 Stórhöföi . skúr á síó. klst. 6 Helsinki skúr 7 Kaupmannahöfn hálfskýjaö 12 Ósló skýjaö 13 skýjað 10 rigning á síö. klst. 4 rign. á síð. klst. 13 mistur 22 Stokkhólmur Þórshöfn Amsterdam Barcelona Chicago Frankfurt Glasgow Hamborg London Los Angeles Lúxemborg Madrid Mallorca New York. Nice Nuuk Orlando Valencia Vin Winnipeg alskýjaö 7 skýjaó 13 léttskýjaö 11 léttskýjaö 14 alskýjaö 14 þokumóöa 17 skýjað 12 léttskýjaö 21 hálfskýjað 24 alskýjað 17 létskýjaö 20 snjókoma 0 þokumóöa 23 léttskýjaö 23 léttskýjaö 17 snjók. á síö. klst. 1 Gunnar Stefánsson sendibílstjóri: Ræningjanum var brugðið þegar hann stóð á nærbrókinni „Ég var þarna staddur nánast af tilviljun, var með nokkrar ávísan- ir til að leggja inn, þegar hann hóf að athafna sig,“ segir Gunnar Stef- ánsson, sendibílstjóri á Sendibila- stöðinni, en hann sýndi snaggara- leg tilþrif þegar grímuklæddur maður gerði tilraun til þess að ræna útibú Landsbankans í Aust- urveri í síðustu viku og kom þannig í veg fyrir barikarán. Gunnar segir að það hafi verið fáir í bankanum þegar þetta gerð- ist: „Ég vissi ekki fyrr en að mað- Maður dagsins urinn var kominn upp á borð. Það lá við aö augun dyttu úr mér, svo hissa var ég. Ég hélt eiginlega að ég væri kominn í bíómynd en ég rauk til og reif í hann og dró niður um hann buxumar, um leið og hann beygði sig niður til að ná í peninga. Hann var í dökkbláum galla og með prjónahettu til að skýla andlitinu. Buxurnar voru með teygju þannig að auðvelt var Gunnar Stefánsson. að draga þær niður. Manngreyið hefur greinilega farið úr öllu stuði við að standa allt í einu á nærbrók- unum í miðju bankaráni og allur kraftur farinn út í veður og vind. Ég dró hann síðan niður og þar sem hann var-með buxumar á hæl- unum náði hann ekki að fóta sig í fallinu og ég lagðist ofan á hann og fékk síðan hjálp frá öðrum og þannig héldum við honum þar til lögreglan kom. Eftir á að hyggja hlýtur þetta að hafa verið bráð- fyndin sjón að sjá bankaræningja á nærbrókunum uppi á borði í miðju bankaráni. Lögreglan kom fljótt á vettvang en Gunnar segir að honum hafi fundist það vera óratími, enda með ræningjann undir sér. Hann segist ekkert hafa fengið sjokk eftir á, að- eins verið nokkuð brugöið við all- an hamaganginn. Gunnar rekur eigin sendiferða- bíl og segir það vera skorpuvinnu: „Stundum er mikið að gera en stundum er þetta ósköp rólegt. Hann sagðist I raun hafa áhuga á mjög mörgu, þegar hann var spurður um áhugamál, en hafa lít- inn tíma til að sinna þvi. „Það fer svo mikill tími í bflinn, ýmislegt í kringum starfið." Eiginkona Gunn- ars er Þórey Jóhannsdóttir og eiga þau fjórar dætur á aldrinum 21 árs niður i 7 ára. Myndgátan Hungurlús Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi DV Einþrykk Sigrún Sverrisdóttir opnaði sýningu á laugardaginn í List- húsi 39 í Hafnarfirði á einþrykki. Sigrún stundaði nám viö Mynd- lista- og handíðaskólann 1969-1973. Hún flutti til Stokk- hólms 1977 og hefur verið búsett þar síðan. Sigrún hefur aðailega unnið við myndvefnað, en hefur seinustu árin einnig fengist við önnur efni, meðal annars ein- þrykk. Sýningar Sigrún hefur unniö mörg opin- ber verkefni í Stokkhólmi og verk hennar eru á opinberum stofnunum, til dæmis sjúkrahús- um. Sigrún fékk listamannalaun sænska rikisins 1989 og 1992. Hún hefur haldið fjórar einka- sýningar í Stokkhólmi. Skák Fimmta tölublað tímaritsins Skákar 1995 er komið út og kennir þar ýmissa grasa að vanda. Meöal efnis er ítarleg umijöllun Sævars Bjarnasonar um svæðamót Norðurlanda og framhald greinar Haraldar Baldurssonar um ólympíumót barna og unglinga, þar sem íslendingar sigruðu eftirminnilega. Lítum á smekkleg lok frá svæðamót- inu. Svíinn Jonny Hector hafði hvítt og átti leik gegn Dananum Erling Morten- sen: 25. He8+! og svartur lagði niður vopn. „Svartur lendir í skemmtilegu (leiðin- legu!) afbrigði af kæfingarmátinu,” segir Svæar. Áfram gæti teflst: 25. - Hxe8 26. Db4+ Kg8 27. Re7+ KfB 28. Rg6++ Kg8 29. Df8+ HxfB 30. Re7 mát! Hvítur getur einnig sparað sér ómakiö af drottningar- fórninni og skotið inn í 29. leik (eða fyrr) dxe8=D+ og mát í næsta leik. Jón L. Árnason Bridge Sveit Bandaríkjanna II er nýkrýndur heimsmeistari í bridge, en sveitin sigraði Kanada með rúmlega 40 impa mun. Sveit Þjóðverja er heimsmeistari í kvenna- flokki eftir sigur á sveit Bandaríkjanna. Heimsmeistarar Bandaríkjanna eru engir nýgræðingar, Bob Hamman, Bobby Wolff, Eric Rodwell, Jeff Meckstroth, Nick Nickell og Richard Freeman. Kanada- menn komu á óvart með því að komast í úrslitaleikinn með sigri á sveit Svía. Hér er eitt spil úr leik Svía og Kanadamanna þar sem veik grandopnun Kanadamann- anna kom sér vel. Sagnir gengu þannig í opnum sal, vestur gjafari og allir utan hættu: * D107 V K9873 ♦ Á9 A K52 4 542 •* ÁD •f KD3 * G10974 4 ÁG8 V G10642 ♦ 76 * ÁD8 Vestur Norður Austur Suður Bjerreg. Molson Morath Baran 14 1» pass 4» p/h Eftir tvíræða laufopnun Bjerregárds (veik opnun eða sterk) á gulrótarkerfí þeirra félaga reyndist það auðvelt fyrir n- s að ná hinum upplagða fjögurra hjartna samningi. í lokuðum sal áttu Svíarnir erfiðara um vik: Vestur Norður Austur Suöur Kokish Wirgren Silver Bennet 1G pass 24 pass 2f pass pass dobl pass 2v p/h Það reyndist óyfirstíganleg hindrun að ráða viö 12-14 punkta grandið í þessu spili. Silver gat spurt um hálit með þessa veiku hendi og passaö tveggja tígla svar vesturs sem neitaði hálit. Dobl suðurs gat verið byggt á litlum styrk og það útskýr- ir ef tíl vill þá ákvörðun Wirgrens að segja aðeins 2 hjörtu. Lengra komust Sví- arnir ekki, þó að þeir hafi fengiö 11 slagi í þessum samningi var tapið 6 impar. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.