Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1995, Blaðsíða 33
I MÁNUDAGUR 23. OKTOBER 1995 Irsk og skosk þjóðlög í kvöld mun Jónas Árnason flytja kveðskap sinn við írsk og skosk þjóðlög í samvinnu við hljómsveitina Keltana, en hún hefur sérhæft sig í flutningi á keltneskri þjóðlagatónlist á und- anförnum árum og leikur á hefð- bundin þjóðleg hrjóðfæri. Tónlist Mikil vinna og alúð hefur ver- ið lögð í þessa efhisskrá með kvæðum Jónasar og var hún fyrst flutt síðastliðinn mánudag og var vel tekið. Þarna má heyra lög og ljóð sem margir hafa litið á sem íslensk þjóðlög, svo þekkt eru þau hér á landi. Einnig eru flutt lög sem sjaldnar hafa heyrst en standa hjarta skálds- ins nærri. Þess má get að tón- leikar þessir eru teknir upp á geisladisk sem væntanlegur er á næsta ári. Tllbrigði við húsagerð I kvöld kl. 20.00 verður í Nor- ræna húsinu annar fyrirlestur af átta í röð fyrirlestra og fræðslufunda um byggingarlist og hönnun. Fyrirlesari í kvöld er Ben van Berkel, leiðbeinandi í arkitektaskólanum AA í Lon- don. Staða konunnar fyrr á öldum Félag íslenskra háskóla- kvenna og Kvenstúdentafélag ís- lands heldur fjögurra kvölda námskeið í umsjón Jóns Böðv- arssonar íslenskufræðings og Kolbrúnar Bergþórsdóttur bók- menntafræðings dagana 23.-30. október í stofu 102 í Lögbergi kl. 20.00 til 22.00. Opinn fundur félagsmála- ráðs Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar heldur opinn fund í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 16.30 í dag og er öllum heimill aðgang- ur. ITC-deildin Kvistur Næsti reglulegi fundur verð- Samkomur ur haldinn. að Litlubrekku (Lækjarbrekku), Bankastræti 2, mánudaginn 23. október kl. 20.00. Fundurinn er öllum op- inn. Okeypis kynningarnám- skeið í hugleiðslu í dag hefst hugleiðsluvika en það er röð kyrmingarnámskeiða í hugleiðslu á vegum Sri Chin- moy miðstöðvarinnar og eru námskeiðin ókeypis. Þau fara fram í Sri Chinmoy miðstöð- inni, Hverflsgötu 76, kl. 15.00 til 17.00 og kl. 20.00-22.00 aHa daga vikunnar. KIN — leikurað lara! Vinningstölur 21. október 1995 5®14*17^18*20*24*25 Eldri úrslit á símsyara 568 1511 Listaklúbbur Leikhúskjallarans: Söngferðalag í kvöld munu Marta Guðrún Halldórsdóttir söngkona og Örn Magnússon píanóleikari koma fram í Listaklúbbi Leik- húskjallarans og flytja dagskrá sem þau hafa kosið að kalla Söngferðalag. Þau Marta og Örn munu-koma víða við og flytja þjóðlög í búningi tón- skálda, meðal annars úr safni Skemmtanir Engel Lund og Ferdinands Rauter og lög í útsetningum eft- ir Britten., Grainger og Ravel. Á seinni hluta >efnisskrárinnar eru ítalskar antikaríur ásamt Barrokk-aríu eftir Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir í Leik- húskjallaranum hefjast 'kl. 21.00. Marta Guðrún Haildórsdóttir og Orn Magnússon píanóleikari flytja dagskrá sem þau kalla Söngferðalag. Nýtt tónverká 28 leikskólum í dag og út þessa viku mun Tón- skóli Sigursveins D. Kristinssonar í samvinnu við Dagvist barna helga starf sitt heimsóknum á leikskóla. Tónlist John Speight hefur samiö Arstíðirn- ar til flutnings í leikskólum. Heimsóttir verða 28 leikskólar og á hverjum stað kynnt hljóðfæri, haldnir stuttir tónleikar og flutt tón- verkið Árstíðirnar eftir John Speight, sem samið er sérstaklega af þessu tilefhi. Kennarar skólans hafa ásamt leikskólakennurum haft veg og vanda af undirbúningi og skipu- lagningu en nemendur Tónskólans og börnin á leikskólunum munu flytja Árstíðirnar með hljóðfæraleik og söng. Bróðir Agnesar og Arianne Litli drengurinn á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítal- ans 10. október klukkan 1.37. Hann Barn dagsins var viö fæðingu 3470 grömm og 52 sentímetra langur. Foreldrar hans eru Jóhanna Mavin Jónsdóttir og Aurelio Ferro. Hann á tvö systkin, Agnes, sjö ára og Arianne, þriggja ára. Ymsar aðferðir eru notaðar til að fá glæpamenn til að játa. Neier ekkert svar Ný íslensk og umdeild kvik- mynd, Nei er ekkert svar, sem hefur verið sýnd í Bíóborginni segir.frá Siggu, rólyndisstúlku sem kemur til Reykjavíkur í heimsókn til systur sinnar, Dídí- ar, sem verður best lýst með orð- unum „hvirfilbylur með vara- lit". Báðar standa þær á tíma- mótum í lífi sínu: Sigga íhugar giftingu og börn en Dídí reynir hvað hún getur til að komast úr landi og hefja nýtt líf. Án þess að gera sér fyllilega grein fyrir því í fyrstu aðstoðar Sigga systur sína við að stela eiturlyfjasendingu frá útlendum dópsölum og í sömu andrá eru þær komnar á æðisgenginn flótta með tryllta Kvikmyndir morðingja, dópsala og löggur á hælunum. Þess á milli þvælast þær um í partíum, sofa hjá mis- vönduðum mönnum, horfa á fá- ránlegar klámmyndir og gera yfir höfuð sitt besta til að lifa af í heimi þar sem þjófnaðir, kynlíf, fikniefni, mannrán, slagsmál, rokk og nauðganir eru daglegt brauð. Mýjar myndir Háskólabíó: Flugeldar ástarinnar Laugarásbíó: Apollo 13 Saga-bíó: Vatnaveröld Bíóhöllin: Sýningarstúlkurnar Bíóborgin: Brýrnar í Madison- sýslu Regnboginn: Að yfirlögðu ráði Stjörnubíó: Netið Gengið Almenn gengisskraning Ll nr. 246. 13. október 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar Pund Kan. dollar Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Fi. mark Fra. franki Belg.franki Sviss. franki Holl. gyllini Þýskt mark It. Ilra Aust. sch. Port. escudo Spá. peseti Jap. yen Irsktpund SDR ECU 64,510 101,750 48,190 11,7260 10,3480 9.2640 15,0030 13,0410 2,2104 56,2100 40,6100 45,5000 0,04034 6,4630 0,4327 0,5279 0,64420 104,080 96,66000 83,7900 64,830 102,270 48.480 11,7880 10,4050 9,3150 15,0920 13,1150 2,2237 56,5200 40,8500 45,7400 0,04060 6.5040 0,4353 0,5311 0.64800 104,730 97.24000 84,2900 64,930 102,410 48,030 11.771C 10.363C 9.240C 14.995C 13.238C 2.222E 56.520C 40.790C 45.680C 0,0403 6.496C 0,435f 0.527J 0,6512 104,770 97,4800 Slmsvari vegna gengisskráningar 5623270. Krosscrátan Lárétt: 1 fjárnám, 8 annars, 9 hyskin, 10 fyndiö, 11 félagar, 13 viðvíkjandi, 15 les, 17 hjör, 18 svari, 19 saur, 20 pípa. Lóðrétt: 1 texti, 2 armur, 3 ljómi, 4 heyið, 5 borinn, 6 ábreiðu, 7 stefna, 12 viðureign, 14 tré, 16 dimmviðri, 18 rykkorn. Lausn á síðusru krossgátu. Lárétt: 1 kanna, lá, 8 efja, 9 met, 10 flötina, 12 lár, 14 ness, 16 il, 17 virki, 19 skari, 20 án, 21 aura, 22 lin. Lóðrétt: 1 kefli, 2 afl, 3 njörvar, 4 natnir, 5 ami, 6 lens, 7 át, 11 asinn, 13 álku, 15 eril, 18 kái, 19 sa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.