Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Fréttir Stuttarfréttir Einn þeirra sem slösuðust í Norðurleiðairútunni: Ég kastaðist út og f laug nokkra metra óttaðist að rútan ylti yfir mig, segir Bergþór Pálsson, 18 ára Magnús Ólafsson, DV, Húnavatnssýslu: „Mér varö litíð út um gluggann og sá þá að rútan var komin alveg út í vinstri kantinn. Eftir augnablik heyrði ég að einhver hrópaði: „Rútan er að fara út af,"" sagöi Bergþór Páls- son, 18 ára farþegi í hinni örlagaríku fór Norðurleiðarrútunnar í fyrra- kvöld. Þegar DV ræddi við Bergþór lá hann á sjúkrahúsinu á Blónduósi. Hann segir að hlutirnir hafi gerst mjóg hratt. „Ég kastaðist í gluggann þegar rút- an lagðist á hliðina og hann brotn- aði. Ég fór hálfur út um gluggann og þannig fór ég með bílnum hálfa veltu. Þá kastaðist ég allur út og flaug nokkra metra burtu frá rútunni," segir Bergþór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hversu nærri hann var bílnum þegar hann stöðvaðist. „Ég var mjög hræddur um að rútan héldi áfram að velta og þar með ofan á mig. Ég stóð á fætur eins fljótt og ég gat og varð þess þá áskynja að rútan hafði stóðvast á vinstri hliðinni eftir að hafa oltið einn og hálfan hring," segir Bergþór. Hann segist hafa séð að fólk hafi ýmist legið fyrir utan bflinn eða ver- ið inni eftir veltuna. Sjálfur var hann viðbeinsbrotinn og fann til í maga. „Ég fór að leita félaga minna sem sátu hjá mér í öftustu sætaröðinni. Ég fann þá fljótlega í hríðinni og Bergþór Pálsson þar sem hann liggur á sjúkrahúsinu á Blönduósi. Hann kastaðist út úr Norðurleiöárrútunnl þeg- ar hún valt. Hann slapp betur en á horfðist en hlaut þó viöbeinsbrot og smœrri áverka. DV-mynd Magnús Ólafsson myrkrinu en missti svo aftur af þeim. Ég fór þá upp á veg enda gat ég ekk- ert hjálpað til við aðhlynningu eins og ég var á mig kominn," segjr Berg- þór. Þegar hann kom upp á veg var þar fólk á bifreið sem tók hann upp og flutti hann að Þóroddsstöðum. „Það var tekið afskaplega vel á móti mér og ég er þakklátur fólkinu að Þóroddstöðum fyrir góða að- hlynningu. Það leið ótrúlega skamm- ur tími frá því slysið varð og þar til hjálp barst," segir Bergþór. -rt Guðmimdur Jóhaimesson sjúkrabílstjóri: Öryggisbelti í rútunni heff ðu breytt miklu - stærsta og erfiðasta slys sem ég hef komið að „Öryggjsbelti i rútuhni heföu breytt þarna miklu. Fólk er þá fast viö sætin og flýgur ekki ut úr bfln- um eins og þarna gerðist. Mér sýnðist í öjótu bragði yfirbyggiBg bílsins vera rajög heÉeg," segir Guðmundur Jóhannesson, sjukra- bflstjóri á Hvammstanga, sem var með þeim fyrstu sem komu á slys- staðinn í HrútafirðL Guðmundur segir aðkomuna á slysstað hafa verið ömurlega og fólk hafl legið um allt meira og minnaslasað. „Þegar ég kom þarna að var kom- jð fólk sem var að hlua að hinum Ílösuöu. Þetta var í eins góöum far- vegi og hægt var að hugsa sér við Jafn hræðilegar aðstæður. Þetta er það stærsta og erfiðasta slys sem eg hef komiö að," segir Guðmund- Of- ' Hann segir aðstæður til aksturs hafa'verið mjög slæmar þegar slys- ið varö. „Þetta var með því verra sem gerist. MiMð krap á veginum og bJiðarvindur. Akstursskilyrðí voru mjög slæm og með því verra sem gerist," segir Guðmundur. Auk bfls Guðmundar sem kom frá Hvammstanga komu sjukrabfl- ar firá BlönduósL Akureyri og Borgarhest Guðmundur var sem tengöiður við þyrlurnar en aðrir bflar sáu um aö ferja fólk á railli. Guðmundur segir að fjöldi bílanna á staðnum hafi gert þáð aö verkum að fólkiö hafi mjög fljotlega komist ískjoL „FólMð fékk þarna eins góða að- hlynningu á slysstað og mögulegt var. Þessir bflar eru þannig útbún- ir að þeir eru eins konar sjúkrahus á hjólum. Það segir þvi enga sögu þó fólk hafi ekM verið komið I Staö- arskála fyrr en nokkuð var um liö- ið frá slysinu," segir Guömundur. „Þetta er í mínum huga aðeins spurning um þaðhvenær öryggis- belti veröa lögleidd í rútum. Við vitum aldrei hvenær svona atburð- ir gerast en yið þessar aðstæður er;i það aðalatriöi að haldafóJkinu inni í bflunum," segir Guðmundur. Mótmasli i Kópavogi Foreldrar leikskólabarna af- héntubæjaryfirvöMum í.Kópa- yogi undirskriftir um þúsundfor- eldrá þar sem hækkun á leik- skólagjaldí er mótmælt. Sjön- varpið greindi frá þessu. Leikararsemja Hálfs árs verkfalli leikara á RÚV lauk i gær. Kjarasamningur hefur verið undirritaður og verð- ur samnMgurinn borinn undir leikara síðar í vikunni. Breyttvinnubrögð Menntamálaráðherra hefur ákveðið að kennarar 16. bekkjar grunnskólans semji ékM: sam- ræmdu pr ófin á næsta ári. Leiíað verður til annarra kennaravegna þess. Timinn greindi frá þessu. íslendingasögurpýddar Ensk þýðing á öllum íslend- ingasögum og þáttum er langt komin. Ritstjóri verksins er Við- ar Hreinssqn en útgefandi Bóka- útgáfa Leifs Eiríkssortar. Alls 30 erlendir fræðimenn vinna að verMnu. Alþýöubi. greindi frá. Satni launamunur Launamunur kynjanna hefur ekkertbreystáþeim20árum sem liðki eru frá kvennafrídeginum. Alþýðubl. hefur eftir Steinunni V. Oskarsdóttur að launamunur- inn sé 20% eða sá sami og 1975, Krónanínýjunt búningi SeðlabanMnn gefur út og setur í umferð 2 þúsund Móna seðil og 100 Móna mynt í næsta rnánuði. Mbl. greindi frá þessu. Hákarlalifurtilíslands Lýsi hf. hefur eignast stóran hlut í frönsku fyrirtæM sem stofhað er til að vinna og selja olíu úr hákarialifur. Lifrin er fluttíil ísiands frá Frakklandi og fuflunrán hjá Lýsi. Skv. RÚV er ofian notuð í ýmiss konar snyrti- vörur. -kaa Neyðarskýli sett upp að Þóroddsstöðum og Staðarskála: Gerði mér grein fyrir að þarna hafði orðið stórslys - segir Þórarinn Þorvaldsson, bóndi að Þóroddsstöðum Björk á tískusýningu Daníel Ólafeson, DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir kemur fram á tískusýningu í London í næstu viku og að hennar sögn ætlar hún ekM að leyfa tískusýningar- stúlkunum, sem koma fram, að slappa af. Hún hefur hannað sér- stakan fatnað fyrir sig fyrir þessa tískusýningu og ætlar að veita tísku- sýningarstúlkunum verðuga keppni. Með fijörk munu fylgjast margir fé- lagar hennar í poppheiminum og í tískuheiminum. „Ég var á jeppa og gat keyrt niður- fyrir og lýst upp svæðið. Ég gerði mér strax grein fyrir að þarna hafði orðið stórslys og hringdi þá í lækninn á Hvammstanga og sagði honum að það þyrfti að kalla til allt tiltækt björgun- arlið. Ég sagði honum að þarna væru 10-20 manns stórslasaðir," segir Þór- arinn Þorvaldsson, bóndi að Þórodd- stöðum, sem fór ásamt konu sinni, Önnu Élísdóttur, á slysstaðinn um kílómetra frá býli sínu. Böðvar Þorvaldsson, bóndi að Ak- urbrekku, bróðir Þórarins, og kona hans voru á sömu leið og rútan og komu fyrst á slysstaðinn. Þau segjast aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. Þau hringdu þaðan í Þórarin og Önnu og sögðu þeim hvernig komið væri. Akurbrekka, bær Böðvars, er næstur fyrir utan við Þóroddsstaði og fólMð náði í allar ábreiður og teppi sem tiltæk voru á báðum bæjunum og hlúðu að hinum slösuðu meðan beðið var eftir aðstoð. Þegar hjálpin barst var þeim sem voru ómeiddir eða lítið slasaðir kom- ið fyrir að Þóroddsstöðum en þeir sem voru miMð slasaðir voru fluttir að Staðarskála. „Þegar við komum að var allt fólk- ið komið út úr rútunni. Það var mjög kalt og blautt þarna og við fórum með þá sem voru á stjái hingað heim en aðra hreyfðum viö ekM en hlúð- um að þeim," segir Þórarinn. Það vakti aðdáun margra hversu skjótt fólk brá við að koma upp Starfsfólk Staðarskála veitti ómetan- lega hjálp við aðhlynningu slasaðra eftir rútuslysið. DV-mynd ST bráðabirgðaaðstöðu fyrir hina slös- uðu. „Við reyndum að gera eins og við höfðum vit og getu til. Það gátu allir komið hingað heim sem vildu. Mér telst til að hingaö hafi komið 18 manns sem voru að því er tahð var minna slasaðir," sagði Anna Elís- dóttir. Bára Guðmundsdóttir, ein eigenda veitingastaðarins Staðarskála, vildi sem minnst gera úr þeirra frammi- Anna Elísdóttir, húsfreyja á Þór- oddsstöðum. DV-mynd ST stöðu og sagði að þau hefðu gert það sem hægt væri undir þessum erfiðu kringumstæðum. „Þegar við fengum fréttir af þessu þá var í einu vetfangi hreinsaö allt í burtu og við drifum hérna dýnur á gólfin og ábreiður yfir fólMð. Við gerðum bara það sem allir hefðu væntanlega gert í okkar sporum. Maður bregst bara við eins ogmaður best getur," segjr Bára. -rt/ST

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.