Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Fréttir Sameiginlegur fondur sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja: Stef nt verður að kvóta á úthaf sveiðarnar € € I - segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra „Þaö var samþykkt þarna pólitísk stefnuyfirlýsing í þá veru að viö stjórnun á nýtingu fiskistofha í út- hafinu verði miðað við að kvótasetja veiðarnar og skipta kvótanum á milli þjóðanna frekar en að fara í sóknar- stýringu. Ég tel að fyrir okkur hafi þetta verið þýðingarmesta pólitíska stefnuyfirlýsingin sem þarna var samþykkt," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra í samtali við DV. Hann var að koma heim af fyrstá sameiginlega fundi sjávarútvegsráð- herra Norður-Atlantshafsríkja. Fundurinn var haldinn í St. John á Nýfundnalandi. „Hugmyndin að því að efna til formlegs samráðs í sjávarútvegsmál- um milli þessara ríkja kom fram hjá mér þegar Brian Tobin, sjávarút- vegsráðherra Kanada, kom til ís- lands síðastliðinn vetur. Hann bauðst þá til að hafa forgöngu um að koma þessu af stað. Síðan var ákveðið á fundinum að gera þetta að reglubundnum samráðsvettvangi," sagði Þorsteinn. Hann sagðist teha að fundurinn heföi verið mjög gagnlegur. Það hefði komið í ljós þarna að þörf er fyrir pólitískt samráð á þessu sviði. „Þarna voru rædd mörg mál sem snerta .stjórnun fiskveiða og sam- skipti mfili þjóða. í fyrsta skipti í langan tíma urðu menn sammála um að gefa út yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á nýtingu selastofnsins. Ég er að gera mér vonir um að það geti orðiö fyrsta skrefið er varðar nýtingu á sjávarspendýrum og þá um leið nýtingu hvalastofnsins. Við munum taka það mál upp þegar næsti fundur verður haldinn en það verður hér á landi að ári," sagði Þor- steinn. Þá var samþykkt að beina því til NAFO að endurmeta þær ákvarðanir sem voru teknar varðandi rækju- veiðarnar á Flæmska hattinum út frá því sjónarmiði að þær séu ekki full- nægjandi til þess að þarna verði stundaðar sem hagkvæmastar véið- ar til lengri tíma litið. Tilraunaveiðar á smokkfiski: Alveg gerlegt með réttum veiðarfærum - segir Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE „Þetta var bara tilraun. Við vorum að reyna að veiða smokkfisk og vor- um því með smærri riðil í trollinu en við megum vera með. Það var fiskifræðingur meö okkur í þessu þannig að allt var þetta undir eftir- liti. Við reyndum á stóru svæði fyrir sunnan land. Þetta gekk nú ekki nógu vel hjá okkur en ég er sann- færöur um að það er hægt að veiða smokkfisk þarna með réttum veiðar- færum. Trollið þarf að vera minna þannig að maður komist hraðar yfir. En það er mikið magn af honum á þessu svæði, það sást á því hve mik- ið af honum ánetjaðist í trollinu," sagði Trausti Egilsson, skipstjóri á Örfirisey RE, í samtali við DV. Hann segir að smokkfiskurinn sé mjög gráðugur fiskur sem liggur undir kolmunnatorfunum og étur úr þeim. Hann sagði þá hafa lóðað á mikið magn af kolmunna á þessum slóðum en reynt að forðast hann eft- ir megni sem hafi gengið misjafnlega. Hvað eftir annaö kom mikiö magn af kolmunna í trollið en illa gekk að fanga smokkfiskinn. Á innfelldu myndinni er Trausti Egilsson, skipstjóri á örfirisey, í brúnni. DV-mynd Guðmundur Th. Sævarsson I dag mælir Dagfari Hin pólitísku morð Tveir erlendir srjórnmálamenn hafa verið í sviðsljósinu öðrum fremur að undanförnu. Annar er Willy Claes, fyrrum framkvæmda: srjóri Nato og áður utanríkisráð- herra í Belgíu. Claes sagði af sér vegna meintrar aðildar aöspillingu og mútumáli í heimalandi sínu. Hinn stjórnmálamaðurinn er Mona Sahlin sem hefur verið nefnd sem hugsanlegur eftirmaður Ing- vars Carlsson sem forsætisráð- herra Svíþjóðar. Sahlin hefur átt undir högg að sækja vegna meintr- ar misnotkunar hennar á opinberu greiðslukorti sem hún ku hafa not- aö í eigin þágu. Það sem þessir tveir stjórnmála- menn eiga sameiginlegt er að vand- ræði þeirra stafa ekki af neinu mis- jöfnu í þeirra fari, að eigin sögn, heldur hafa fjölmiðlar og ill öfi í samfélaginu hrakið þau út í horn. Claes talar um pólitísk morð og Sahlin segir að hún sé saklaus með öllu og sé heiðarleikinn uppmálað- ur. Þar sem þau bæði, Claes og Sa- hlin, eru fólk sem hefur komist til mikilla áhrifa í heimalöndum sín- um og raunar í alþjóðasamtökum á borð við Nato, fer ekki á milli mála að þau segja sannleikann. Það verður að trúa og treysta slíku fólki. Það var ekki Sahlin sem misnot- aði greiðslukortið og Claes vissi ekkert um mútumálið í Belgíu á sínum tíma þótt hann hafi verið innsti koppur í búri í sínum flokki og sinni ríkisstjórn. Ráðamenn vita ekkert og að minnsta kosti vita þeir ekkert um það sem þeir mega ekki vita um. Og greiðslukortið hennar Sahlinar hefði ekki verið neitt mál ef fjölmiðlar hefðu ekki tekið upp á því að segja frá því að hún hefði notað kortið. Sannleikur- inn er sá að Sahlin greiddi allt til baka sem hún hafði greitt með kortinu og hún hefði að sjálfsögðu greitt það allt þótt fjölmiðlar hefðu ekki verið að skipta sér af þessu. Með öðrum prðum það stóð aldrei annað til en að vita ekki um mút- urnar og greiða kortúttektina til baka og þetta eru pólitísk morð ill- gjarnra fjölmiðla sem reyta æruna af hinu ágætasta fólki. Þetta rifjar upp hrakfarir Guð- mundar Arna hér í fyrra, þegar fjölmiðlar hröktu hann úr ráð- herraembætti fyrir þær sakir að hann hefði gert eitthvaö af sér sem hann gerði aldrei. Sökin var fjölm- iðlanna en ekki Guðmundar. í Ijósi þessara ofsókna á hendur saklausum srjórnmálamönnum hér heima og erlendis eru það orð í tíma töluð hjá nokkrum þing- mönnum Þjóðvaka að nú sé rétti tíminn til að taka upp opinbera fjölmiðlastefnu í fjölmiðlun. Það á að banna fjölmiðlum að vera með nefið ofan í einkamálum stjórnmálamanna. Að minnsta kosti að hafa strangt eftirlit með þeirri umfjöllun og koma í veg fyr- ir að gengið sé of nálægt fólki sem hefur ekkert gert af sér. Alþingis- menn hefðu til að mynda auðveld- lega komist upp með það að skammta sjálfum sér skattfríðindi af fjörutíu þúsund króna auka- sporslu ef fjölmiðlar hefðu ekki blásið það mál upp. Stjórnmála- menn eiga að fá að hafa greiðslu- kort sín í friði og ef þeir vita eitt- hvað um mútumál þá á ekki að vera nudda þeim upp úr þeirri vitn- eskju meðan ekkert sannast um það að þeir hafi vitað um neinar mútur. Með öðrum orðum: opinber fjöl- miðlastefha á að marka þá stefnu að hið opinbera ákveði hvað fjólm- iðlarnir fjalla um. Að minnsta kosti ef það géngur of nærri æru manna sem eiga það ekki skiliö að verið sé að fjalla um æru þeirra. Að öörum kosti kemst enginn maður upp með það að vera stjórn- málamaður nema nota sitt eigið greiðslukort eða þá að vera í ríkis- stjórn og stjórnmálum án þess að kynna sér neitt sem máli skiptir. Viljum við það? Viljum við stjórnmálamenn sem ekkert vita og stjórnmálmenn sem hafa ekki efni á neinu af því að þeir mega bara nota sín eigjn greiðslukort? Stjórnmálamenn verða að fá rétt til að fylgjast með því hvað um þá er sagt, til að geta bannað að sagt sé frá málum sem ekki á að segja frá. Það er lágmarkskrafa. Dagfari • , vinsæíasti bíll Evrópu Opel mest seldi bíll Evrópu 5 ár í röb \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.