Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Fréttir Séra Kristján Björnsson, presrur og björgunarsveitarmaður á Hvammstanga: Fann dóttur sína illa slasaða við rútuf lakið - léttir að sjá að hún var lifandi og málhress, segir Krisrján í viðtali við D V „Þaö var mikill léttir að sjá aö hún var á lífi og málhress þótt hún væri mikið slösuð. Ég byrjaði á að leita hana uppi og þegar ég fann hana sá ég bara rétt í nefið þar sem hún lá við hliðina á rútuflakinu. Bjórgunar- menn höfðu þá þegar dúðað hana inn í sængur og teppi og henni virtist líða vel eftir því sem við var að búast," segir séra Kristján Björnsson, prest- ur og björgunarsveitarmaður á Hvammstanga, í samtali við DV. Ólöf, fimmtán ára gömul dóttir hans, var með rútunni sem valt viö Þóroddsstaði í Hrútafirði í gær. Kristján segir að hann hafl verið að bíða eftir Olöfu þegar fréttir bárust um að rútan hefði oltið og margir slasast; Kristján var með fyrstú mönnum á slysstað ásamt félögum sínum úr Björgunarsveitinni Káraborg á Hvammstanga. Hann vissi ekkert um afdrif dóttur sinnar, sem verið hafði á sundmóti í Reykjavík ásamt fleiri unglingum frá Hvammstanga. Nokkrir úr hópnum voru með Norð- urleiðarrútunni en flestir voru í ann- arri rútu. „Þegar ég kom að lá fólk fyrir utan rútuna og fljótlega var farið aö flytja fólk í Staðarskála og að Þóroddsstöð- um. Fólkið var rólegtóg virtist skilja að ekki var hægt að hjálpa öllum í einu. Þeir farþegar sem voru rólfærir hlúðu að hinum sem meira höfðu slasast," segir Kristján. Krisrján sagði að björgunaraðgerð- ir hefðu verið vel skipulagðar og hjálparstarfið gengið vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Auk björgunar- sveitarinnar á Hvammstanga fóru björgunarmenn frá Laugarbakka og Borðeyri á staðinn. Þá voru notaðir sjúkraflutningabílar frá Blönduósi og úr Borgarnesi og báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar. Ólöf, dóttir Kristjáns, var ein þeirra níu sem fluttir voru á Borgarspítal- ann. Hún brákaðist á öxl og er einn- ig mikið marin í andliti. Líðan henn- arerþógóðeftiratvikum. -GK skoðuð ná- kvæmlega Lögreglan á Blönduósi hefur skoðað rútuna seœ valt íHrúta- firði nákvæmlega og einnig mun ætlunin að Bifreiöaskoðun ís- lands skoði hana til að leita að hugsánlegum bilunum. Flest bendir þo til aö kenna megi um slæmri færð og svipti- vindum. Rútanfór útúr hjölför- unum og í sama mund skall á henni. vindhviða. Rútan er af gerðinm' Scanía og var tekin í notkun'árið 1987. Rútan var gerð fyrir 44 farþega og var því nær fullsetin þegar slysið varð en með henni var 41 farþegi auk bfistjórans. Ökumaður rutunnar haföi skipti við félaga sinn í Staðar- skála en slysið varð skammt þar fyrir norðan. Ökumaðurinn slas- aðist töluvert, fótbrotnaði og; kinnbeinsbrotnaöi. -GK Rútuslysið í Hrútafírði: Hörmuleg að- koma á slysstað „Það var hörmuleg aðkoma að þessu þegar ég kom að. Rútan var á hliðinni. Þarna voru glerbrot um allt og mikið um beinbrot og skurði hjá fólki," segir Þorsteinn Helgason, formaður Flugbjörgunarsveitarinn- ar að Laugarbakka. Þorsteinn og félagar hans voru með þeim fyrstu á vettvang þar sem rúta frá Norðurleíð með '41 farþega valt. Tvær konur létu lífið. Lögreglan á Blónduósi fékk tilkynningu um slys- ið klukkan 21.12 og kallaði þegar eft- ir aðstoð björgunarsveita. Laust eftir klukkan hálftíu, eftir að ljóst var að þarna hafði orðið stór- slys, var allt tíltækt björgunarlið kallað út. Flugbjórgunarsveitin á Laugarbakka sendi strax þá tvo bíla sem hún hefur yfir að ráða á vett- vang og sama gerðu aðrar svetir. Allir læknar á svæðinu voru kallaðir út og stýrðu þeir aðgerðum á slysstað en almannavarnanefndin í Vestur- Húnavatnssýslu hafði yfirumsjón- ina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru báðar sendar á vettvang og voru komnar að Staðarskála fyrir mið- nætti. í skálanum var komið upp greinarstöð fyrir hina slösuðu og þar ákveðið hvert hinir slösuðu yröu sendir til frekari aðhlynningar. Níu voru fluttir með þyrlunum á Borgarspítalann en auk þess voru fjórir fluttir til Akraness, 7 til Hvammstanga, 6 til Blönduóss, tveir á Sauðárkrók og einn til Akureyrar. í allt slösuðust 29 þegar rútan valt. Flestir hinna slösuðu hlutu axlar- meiðsl en einnig fótbrot og margir skárust í andliti og á höndum. Talið er að konurnar sem biðu bana hafi látistsamstundis. -GK Hútuii) I ysið í HrutafSrði - tölur innan sviga sýna fjölda slasaöra sem fluttir voru tií hinna ýmsu staða meö sjúkra- bifreiðum - Báðar þyrlur Land- helgisgæslunnar voru kallaöar út kl. 21.43 og fluttu 9 slasaöa til Reykjavíkur 21.05: Rútan veltur 21.12: Tilkynning utn slysiö berst lögreglu á Blönduósi. 21.30: Björgunar- menn koma á slys- tað. Benóný Ásgrímsson í tveimur björgunarleiðöngrum á sama deginum: Erf iðasti dagurinn Níu voru fluttir meö þyrlunum á Borgarspítalann I fyrrinótt. Auk þess voru hinir slösuðu fluttir til Akraness, Hvammstanga, Blönduóss, Sauöárkróks ogAkureyrar. DV-myndS „Þetta er örugglega erfiðasti vinnudagurinn á óllum ferlinum," segir Benóný Ásgrímsson, flugstjóri á þyrlum Landhelgisgæslunnar, eftir tvo langa björgunarleiðangra í fyrra- dag. Hann hefur unnið hjá Gæslunni í nær 30 ár, þar af sem flugmaður í 16 ár. Benóný mætti til vinnu um klukk- an eitt á sunnudaginn og þá beið þegar fyrsta verkefnið; að fara á þyrl- unnni TF-Líf og sækja tvo veika sjó- menn á eistneskum togara um 260 mílur suður af íslandi. Það varð lengsta flug sem farið hefur verið á íslenskri þyrlu og var Benóný ekki kominn heim fyrr en á tíunda tíman- um um kvöldið. Þá tók við hálftíma hvíld því um klukkan tíu um kvöldið kom kall um að sækja slasað fólk norður í Staðar- skála eftir rútuslysið í Hrútáfirði. í það sinn fór Benóný með minni þyrl- una, TF-Sif, og lauk því.verki ekki fyrr en um klukkan þrjú um nóttina. „Ég fann ekki fyrir þreytu þegar ég ,fór að sofa en þegar ég vaknaði var ég allur lerkaður," segir Benóný. Hann segir að fyrri ferðin hafi verið erfðari enda mun lengri og í hvass- viðri. Síðari ferðin hafi þó verið að því leyti erfiðari að aðkoman í Stað- arskála var allt annað en glæsileg. „Veðrið á leiðinni norður í Hrúta- flörð var ekki til vandræða þótt skil- yrði væru til ísingar og ókyrrð í lofti. Þetta eru engu að síður ferðir sem taka verulega á," segir Benóný. Benóný sagði að reynslan eftir sunnudaginn sýndi að íslendingar yrðu að eiga tvær þyrlur. Bæði hefði í þessu tilviki reynst vel að hafa tvær til taks og «ins væri nauðsynlegt að hafa aðra þyrluna í flughæfu standi ef hin stóðvaðist vegna viðhalds eöa viðgerða. „Við gefum okkur út fyrir að vera með þyrluþjónustu allan sólarhring- inn. Til þess að svo geti verið í raun verða þyrlurnar að vera tvær," sagði Benóný. -GK Þrjár sysrur frá Hvammstanga og amma þeirra meðal hinna slösuðu: Hraeðilegur tími að bíða eflir fréttunum - dæturnar eru allt sem við eigum, segir faðirinn, Haukur Friðriksson „Það var hræðilegur tími þarna um kvöldið að bíða eftir fréttum af hvernig dætrunum og móður minni hafði reitt af. Við fengum þó fljótlega fréttir af að þær væru ekki alvarlega slasaðar en engu að síður ákvað ég að fara strax norður og kom að rút- unni þar sem verið var að hífa hana upp á vegjnn. Þá var búið að flytja alla á brott," segir Haukur Friðriks- son á Hvammstanga, faðir þriggja stúlkna sem voru í rútunni sem valt í Hrútafirði í fyrrakvöld. Haukur fór suður á fóstudaginn ásamt allri fjölskyldunni. Ætlunin var að vera á námskeiði þar næstu fimm vikur. Dæturnar þrjár tóku þátt í sundmóti í Reykjavík með fleiri unglingum frá Hvammstanga en ekki var pláss fyrir þær í rútu sund- fólksins norður aftur þannig að þær fóru með Norðurleiðarrútunni. Amma þeirra, Kristín Lúðvíksdótt- ir, 67 ára gömul, fór með norður og átti hún að sjá um heimilið í fjarveru foreldranna. Hún slasaðist nokkuð og var lögð inn á heilsugæslustóðina á Hvammstanga ásamt tveimur af sonardætrunum. Hin þriðja var flutt á sjúkrahúsiö á Blönduósi en talið var að hún hefði fótbrotnað. Svo reyndist þó ekki vera. Systurnar heita Fríða Dógg, 15 ára, Katrín Sjöfn, 12 ára, og Eyrún Ösp, 11 ára. Þær slösuðust allar nokkuð, eru marðar á öxlum og skrámaðar í andhti. Að sögn Hauks voru þær að lesa í rútunni þegar hún valt og átt- uðu sig ekki á því sem var að gerast fyrr en allt var afstaðið. „Dæturnar eru allt sem við eigum og hörmulegt að þetta skuli gerast þegar við vorum að senda þær frá okkur. Það voru erfiðar stundir að bíða við símann eftir fréttum. Kannski best í svona tilfellum að fá ekki að vita allt strax. Mest er um vert að þær sluppu allar tiltölulega vel frá slysinu," segir Haukur. -GK i -H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.