Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Spurningin Ertu búin(n) að setja vetrar- dekkin undir bílinn? Hafsteinn Númason bifreiða- stjóri: Nei, ég er ekki búinn aö því. Svandís Ragnarsdóttir verslunar- maður: Ég er með heilsársdekk. Rósa Haraldsdóttir húsmóðir: Já, ég gerði það fyrir viku. Ég geri það yfirleitt tímanlega. Júlíus Marteinsson verslunar- maður: Ég er með heilsársdekk. Auður Kolbeinsdóttir verslunar- stjóri: Nei, en ég ætla að gera það fljótlega. Magnús Valþórsson rafVirki: Nei, og það stendur ekki til. Ég er bara með jeppadekk á mínum fjallabíl. Lesendur „Eg lyfti höfðinu í undrun og forvitni..." I minningu tveggja sela Guðmundur Gunnarsson og Guð- mundur Björgvinsson, Flateyri, skrifa: Það bar til tiðinda fyrir vestan einn kyrrlátan haustdag að skyndi- lega rofnaði kyrrðin. í skjóli nætur höfðu komið norðan yfir heiði nokkrir svangir „skurðskriðlingar" í leit að fljúgandi fæðu. Skriðu þeir um tún og skurði fram undir birt- ingu í bið eftir að fiðraðir vinir okk- ar úr dýraríkinu tylltu sér á túnin til að nærast. Það var ekki að spyrja að, um leið og fiðruðu vinir okkar settust á tún- ið, áttuðu þeir sig á mistókunum. En of seint. Kyrrðin rofnaði svo um munaði, hávaðinn var ægilegur og kom úr óllum áttum, og margir vin- ir okkar úr dýraríkinu féllu í val- inn. Skarkalinn barst vítt um fjörðinn og tii eyrna okkar þar sem við lág- um á steinum rétt innan við brúna yfir fjörðinn, þar sem við biðum eft- ir morgunskímunni, til þess að geta rennt okkur til matfanga fram í Vöðin, þar sem gnógt er af fiski og kræklingi. Við -hófðum nýverið lokið við að matast og brölt aftur á steinana okk- ar góðu er skyndilega kom eitt af þessum marglitu hraðfara tækjum norður yfir brúna og stoppaði. Tveir tvífætlingar birtust sjónum okkar. Það var svo sem ekkert nýtt. Marg- ir komu þar í sumar til að veiða sil- ung, eins og okkur þykja þeir nú góðir, og aðrir bara til að horfa, og okkur fannst oft að tvífætlingarnir horfðu á okkur með „mannsaug- um". Einkum þegar þeir voru með aðra og litla tvífætlinga með sér. Rétt eins og litlu selkóparnir okkar eru. En þessir tvífætlingar voru öðru- vísi. Þeir eru með eitthvað langt meðferðis sem þeir benda á okkur með. Ég lyfti höfðinu í undrun og forvitni, þetta höfðum við aldrei séð fyrr. En æ, æ, æ, hvers vegna hlunkast leikfélagi minn niður og dettur af steininum í sjóinn. Ég verð að aðgæta hvað kom fyrir. Ég sting mér í sjóinn og renni mér hratt í átt- ina til hans. Ég kem upp til að anda og lít i kringum mig til að gá að leik- félaga mínum. Ég sé tvífætlingana á iði og einn bendir á mig með þessu langa, æ, æ, æ. Sagan er ekki á enda. Tvífætling- ur einn, sem svo oft í sumar naut þess að stoppa á veginum yfir fjörð- inn til að fylgjast með fugla- og dýra- lífmu, rétt eins og hann hefur gert alla ævi við fjörðinn friðsæla, bað vin sinn um að rita litla minningar- grein um okkur selkópana á steinin- um, sem hann svo stoltur sýndi litlu tvífætlingunum sínum á ferð sinni um fjörðinn friðsæla. Nú er skarð fyrir skildi í dýrarík- inu við fjörðinn. Herjan NjáU og vin- urinn Messersmith voru ekki að veiða seli sér til matar. Nei, þeir skildu okkur eftir til að verða fæða hrafna, og til vansa við umhverfið, og svo ekki sé minnst á: til hryggð- ar litlu tvífætlingunum sem horfðu á forvitnum augum, haldandi í höndina á afa, sem les skýrt letrað: Öll meðferð skotvopna í Önundar- firði er óheimil nema með leyfi landeigenda. Þyrlur við umferðargæslu Hermann Þór Baldursson skrifar: Nýlega kom fram í DV það.álit viðmælanda blaðsins að notkun þyrlu í eltingarleik lögreglu við öku- fanta komi að litlu gagni og hættuá- stand sé oft afstaðið þegar þyrla kemst í loftið. Ef einhver yfirmaður lögreglunnar heldur þessu fram er sú stofnun aftar á merinni en ég hélt. - Var ekki lögreglan að auglýsa það með allnokkrum fyrirgangi að hún hefði þyrlu til umráða og átti að vera mikill „krimmaskelfir"? í flugtímaritum birtast m.a. grein- ar um lögregluþyrlur. Samkvæmt því sem ég les er einna mesta nota- gildið af þyrlum lögreglu þegar ver- ið er að elta bíla eða leita að þeim. Hindranir eru skipulagðar af þeim lögreglumönnum sem fljúga yfir svæðið þar sem atburðirnir eiga sér stað. Þyrla á að vera komin á loft og fram úr lögreglubflunum á örfáum mínútum. Fróðlegt væri að heyra frekari skýringar lögreglu. Bingolotto a laugardogum - alveg óþolandi V.S.P. skrifar: Ástæðan fyrir því að ég finn mig knúinn til að skrifa þetta bréf er sú að mér bg fjölskyldu minni finnst al- görlega óþolandi hvernig farið er með besta sjónvarpstímann á laug- ardagskvöldum af Stóð 2. - Á tíman- um frá kl. 20 til 21.30, u.þ.b. þegar eitthvert skemmtilegt léttmeti eða spennandi fyrir alla fjólskylduna ætti að vera á dagskrá (líka fyrir þá sem eiga að fara í bólið milli kl. 21 og 22), þá er sýndur þátturinn Bingólottó. Þáttur sem þarf að kaupa aðgang að. Fyrir þá sem ekki hafa gaman af bingói og þá sem ekki vilja borga fyrir að skemmta sér fyr- ir framan sjónvarpið (annað en áskrift) er þetta óþolandi, aö mínu mati. Þið, stjórnendur dagskrár Stóðvar 2. I guðanna bænum kannið hvort ekki séu fleiri á sama máli og viö áður en aðrar stöðvar hirða frá ykk- ur áskrifendur í stórum stíl, því það er jú um helgar sem maður sækir fyrst og fremst í afþreyingarefni ljósvakamiðlanna. - Munið Stöð 3 ... Víst má telja að einhverjir hafi gaman af áðurnefndum þætti en Víst má telja að einhverjir hafi gaman af Bingólottó - en þátturinn ætti ekki að vera á laugardagskvöldi, að mati bréfritara. gleymið því ekki að láta sölu mið- anna ekki blekkja ykkur því það er háttur bingólottófólks að sitja - ekki með færri en 2-3 spjóld hver. Sá tími sem gæti hentað betur er einmitt fyrr um daginn, eða þá á sunnudagskvöldi, en alls ekki á þeim tíma sem fjölskyldan hugsan- lega sest óll fyrir framan sjónvarpið eftir kvöldmat. - Eitt er víst: Á mínu heimili er það ekki lengur Stöð 2 sem verður fyrir valinu á þeim tima, á meðan núverandi fyrir- komulag gildir. Neysluskattar þeir bestu K.Þ.H. skrifar: Nýkominn úr ferðalagi tfl Ba- hamaeyja þar sem maður litaðist nú nokkuð um milli sól- og sjó- baðanna, finnst mér ég þurfa að segja frá því sem mér fannst til fyrirmyndar þar og allir virtust mjög ánægðlr með. Þetta er varð- andi skattlagningu þar syðra. Allir skattar eru teknir inn á neyslunni, verðlag er fremur hátt, en menn ráða líka sparnað- inum sjálfir með vöruvalinu. Engin eftirmál með ógoldnum opinberum sköttum. Ég sé ekki betur en neysluskattar séu þeir bestu sem völ er á af sköttum að vera. Kjaradómi þakkað bljúgum rómi Ragnar skrifar: Við kvökum og þökkum þér, Kjaradómur, fyrir að brjóta odd af oflæti þínu og senda frá þér forsendurnar traustu og hald- góðu. Við þökkum þér líka fyrir að gefa honum Davíð Oddssyni tækifæri til að þakka þér bljúg- um rómi fyrir dæmalaust gott og vel unnið starf. Megir þú áfram, góði Kjaradómur, dafha, og safna í sarpinn traustum lagaákvæð- um til að byggja á næsta dóm. - Fyrir okkur smæhngjana, sem vitum að þú ert einn sem öllu ræður og gerir góðverk þín í hljóði. Því viljum við eiga þig einan að trúnaðarvini. Moldarhóll við Kötlufellið K.S. skrifar: í júlí sl. var byrjað á búa til leiksvæði barna á vegum borgar- innar við Kötlufell í Breiðholt- inu. Sett voru niður leiktæki og síðan búnir til nokkrir moldar- reitir og moldarhóll, sem plantað hefur verið í trjám. Girt var í kringum hluta af þessum reitum. Ekki hefur þó betur tekist til en svo að börn vaða þarna í mold- inni og koma með hana inn í stigahúsin. Kvartað hefur verið við umsjónarmann þessara fram- kvæmda hjá borginni, en í engu sinnt, þótt við íbúar sitjum uppi með óþægindi og skaða af þess- um einkennilegu framkvæmd- um. Ódýrast í Bandaríkjunum Sighvatur hringdi: Eg þurfti ekki að láta segja mér það, vegna þess að ég hefi svo oft farið til Ameríku, að í Bandaríkjunum er langsamlega hagkvæmast að vera sem ferða- maður. En það er ekki víst að all- ir viti þetta. í dagblaði einu hér birtist svo listi undir heitinu „tossalisti. túristans" þar sem þetta kemur greinilega fram. Matur kostar t.d. í Bandaríkjun- um rúmar 1000 kr. á móti 1.950 á íslandi og 1.885 kr. á írlandi. Bensin i Bandaríkjunum um 20 kr. á móti 68 kr. á íslandi og 76 kr. á írlandi (og í Evrópu yfir- leitt). Og stór hamborgari um 130 kr. í Bandaríkjunum á móti tæp- um 400 kr. á íslandi og 178 kr. á írlandi. Þetta er sláandi mismun- ur fyrir ferðamenn. Kattafargan í Reykjavík Reynir skrifar: Eg er hrifinn af fyrirhugaðri reglugerð um kattahald á Akur- eyri. Þar kveður á um að gera kattaeigendum að skyldu að halda 'köttum sínum inni um nætur. Að öðrum kosti verði kettirnir tjóðraðir á lóðum eig- endanna. Auðvitað þarf svipuð reglugerð að gilda hér í Reykja- vík, þar sem kattafarganið er orðið yfirþyrmandi. Eg beini þessum tilmælum hér með til okkar umboðsmanna í borgar- stjórn Reykjavíkur. f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.