Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 12
ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON / Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofúr, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjóm: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Trúgirni Samkvæmt auglýsingum trúa sumir íslendingar því, að þeir geti frelsazt frá ofáti og grennst með því að kaupa nuddtæki eða ákveðnar tegundir af aðskornum nærbux- um. Samkvæmt vöruúrvali nýaldarverzlana trúa sumir íslendingar beinlínis á stokka og steina. Nokkrum sinnum hefur komið fram í fréttum í haust, að fólk trúir því, sem ráðherrar segja. Menn trúa, þótt dæmin sanni, að ráðherrar standa ekki einu sinni við það, sem þeir skrifa undir. Þeir treysta sérekki einu sinni til að fylgja því eftir í fjárlagafrumvarpi. Svo langt gengur réttaróvissan hér á landi, að ráðherr- ar fresta framkvæmd samþykktra laga, sem margir aðil- ar hafa miðað við í áætlunum sínum. Þannig kippa ráð- herrar með geðþóttá sínum undan vissunni um leikregl- ur, sem er hornsteinn lýðræðis og markaðshyggju. Vitanlega ættu ráðherrar ekki að lofa neinu eða skrifa undir neitt, nema með fyrirvara um samþykki Alþingis, sem hefur fjárveitingavaldið. En þeim ætti þó að vera skylt að fylgja skriflegum loforðum sínum eftir í fjárlaga- frumvarpi, sem ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi. Reynslan sýnir, að þeir gera þetta ekki, ef geðþótti þeirra býður annað. Reynslan sýnir líka, að ríkisstjórnir standa ekki við sinn hlut af þjóðarsáttum, sem þær gera með aðilum vinnumarkaðarins til að halda niðri verð- bólgu í landinu og koma á stöðugu efnahagslífi. Þannig hefur það orðið fastur liður í nýjum þjóðarsátt- um, að ríkisstjórnir lofa að standa við það, sem þær lof- uðu í síðustu þjóðarsátt. Þótt foringjar samtaka launa- fólks hafi langa reynslu af þessu, létu þeir enn einu sinni trúgirni ráða ferð við gerð núgildandi kjarasamninga. Blekið var varla þornað af síðustu þjóðarsátt, þegar ríkið fór sjálft að semja á hærri nótuni við ýmsa starfs- hópa sína. Niðurstaðan er, að láglaunafólkið, sem þjóðar- sáttin átti að afhenda meiri kjarabætur en öðrum, hefur borið minnst úr býtum eins og nærri alltaf áður. Trúgirni foringja samtaka' launafólks var svo mikil, að þeir létu undir höfuð leggjast að setja í samningana upp- sagnarákvæði, sem tengdust vanefndum af hvers konar toga. Eina atriðið, sem sjálfkrafa losar samningana, er al- menn verðþróun í landinu á samningstímanum. Þar sem verðbólgan nær ekki viðmiðunarmarki á næstunni, losna samningar ekki, þótt foringjar samtaka launafólks þykist núbíta í skjaldarrendur. Ef þeir æða út í vinnudeilur, munu þeir tapa þeim málum fyrir þar til bærum dómstólum. Þeir sitja I neti eigin trúgirni. Frammistaða trúgjarnra foringja samtaka launafólks er smánarleg. Þeir sýna hvað eftir annað vanhæfni í starfi, en verður þó ekki velt úr sessi vegna takmarkandi ákvæða um gagnframboð í stéttarfélögum. Varigeta þeirra dafnar í skjóli óbeinnar æviráðningar. Þessir foringjar eru við hæfi trúarlega frumstæðrar þjóðar, sem trúir á stokka og steina og sem er svo trú- gjörn, að hún telur sig geta frelsazt undan ofáti og grennst með því að láta stytta garnir sínar eða kaupa sér nuddtæki eða ákveðnar tegundir af aðskornum nærbux- um. Fólk, sem trúir á aðskornar nærbuxur sér til varnar gegn matarfíkn sinni, trúir því auðvitað líka, að ráðherr- ar standi við skrifiegar yfirlýsingar sínar og að ríkis- stjórnir standi við þátt sinn í þjóðarsáttum. Hún gerir ekki raunhæfar ráðstafanir meðan hún trúir og trúir. Engin furða er, þótt happdrættin blómstri og happ- drættisfélög auglýsi, að kaup á happdrættismiðum sé vænleg leið til að ná éndum saman í heimilisbókhaldi. Jónas Kristjánsson „Hið ærukæra Alþingi allra Isiendinga hefir fyrirfram lagt blessun sína yfir þessi vinnubrögð, og er nú komið saman til að gleðjast yfir framvindunni." Omurleg ímynd íslands Aðstoðarmaður fiskiráðherrans kom í Sjónvarpið til að skýra út fyrir þjóðinni að veiðarnar í Smugunni væru með eðlilegum hætti og væri vel stjórnað af fiski- ráðuneytinu. Tvær skýringarmyndir Sjón- varpsins fylgdu. Sú fyrri sýndi að venju uppdrátt Norðmarma í litum af hafsvæðinu sem þeir þykjast hafa lagt undir sig í Norðurhafinu með reglugerð í Ósló og gengur út á að útibyggja íslendingum frá öll- um veiðum þar, eins og þeir hafa margoft lýst yfir, og Islendingar hafa ekki haft manndóm til að hrekja enn. Síðari skýringarmynd- in var af tæmingu á 50-60 tonna hali í skuttogara 1 Smugunni. Þeg- ar kóðið rann úr pokanum mátti sjá að þetta var næstum allt 15-30 cm smáfiskur sem bannað er að veiða hér við land, og víst alls staðar. Sjónvarpinu tókst þannig að sanna málstað Norðmanna gegn íslendingum, þvert á málflutning fiskiráðuneytisins. Þessi sjón- varpsþáttur myndi vekja mikinn fögnuð í norska fiskiráðuneytinu, norska sjónvarpinu og hjá Norsk Fiskerlag. Ekki þarf að efa að þátt- urinn hefir verið tekinn upp hér og að honum verður komið á fram- færi hjá þeim sem vilja nota hann gegn hagsmunum íslands, t.d. í réttarsölum Alþjóðadómstólsins í Haag. Það eru oft tvær hliðar á hverju máli, einkum þegar tveir deila. Fjölmiðlar hér eru mjög óá- byrgir. Blessun yfir vinnubrögðin Fiskiráðherra hefir nú brugðist við gagnrýni Norðmanna á smá- fiskidrápi í Smugunni með þvi að undirrita nýja reglugerð um að síðustu 8 metrarnir í flottrolli ís- lenskra skipa skuli vera með 155 millímetra riðil, en fram til þessa Kjallarinn Önundur Asgeirsson fyrrv. forstjóri Olís an til aö gleðjast yfir framvind- unni. 60% í haf ið Fréttir herma að smáfiskur sé iðulega yfir 60% af afla í Smug- unni. Hann fer allur aftur í hafið. Láta mun nærri að nú hafi verið veidd 30.000 tonn í Smugunni, og ef reiknað er aðeins með 50% smá- fiski hafa ónnur 30.000 tonn farið aftur í hafið. Ef meðalþyngd væri um 1,5 kg væru um 700 seiði í hverju tonni eða 21 milljón seiði, sem drepin hafa verið í ábyrgðar- leysi, en það samsvarar 120.000 tonnum miðað við 6 kg fisk. Til að ná 30.000 tonnum var 120.000 tonn- um fórnað af síðari tíma veiðum. Þetta er sama aðferðin og eytt hef- ir þorskinum hér. „Miklir menn erum við, Hrólfur „„Miklir menn erum við, Hrólfur minn" að við skulum hafa efni á þessu og halda að við sleppum vandræðalaust með þessi vinnubrögð til frambúðar. Við munum innan tíðar hljóta ámæli allra þjóða fyrir tiltækið." hafa þau notað miklu smærri möskva, Mbl. 16.9., bls. 19. „Það er þáttur í réttindabarátt- unni og markaðssetningunni að sýna fyllstu ábyrgö í umgengninni um auðlindina," segir ráðherrann. Þetta er sami riðill og notaður er hér, og hefir þegar rýrt þorskveið- arnar hér úr 540.000 tonnum niður í 150.000 tonn árlega. Hver verður framtíð íslands með þessum stjórnarháttum? Hið ærukæra Al- þingi allra íslendinga hefir fyrir- fram lagt blessun sína yfir þessi vinnubrögð, og er nú komið sam- minn" að við skulum hafa efni á þessu, og halda að við sleppum vandræðalaust með þessi vinnu- brögð til frambúðar. Við munum innan tíðar hljóta ámæli allra þjóða fyrir tiltækið. Ekki bara Norðmanna. En alþingismenn og ráðherrar eru ánægðir og geta tek- ið undir orð Sigurjóns heitins á Álafossi sem sagði: „Þá voru ís- lendingar menn. Þeir fóru 20 í Gretti og höfðu hann ekki." - Sam- líkingin stenst fullkomlega. Önundur Ásgeirsson Skoðanir annarra Menningarborg? „Embættismenn og borgarfulltrúar Reykjavíkur hafa sett fram óskir um að Reykavík verði valin menningarborg. Hvar hafa þeir gert ráð fyrir snyrt- iaðstöðu í grennd við Ingólfstórg?...Þúsundir ungl- inga reika í ólvímu um Austurstræti borgarskálds- ins. Stytta Tómasar, gjörð af Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara, gnæfði hátt á stalli í göngugötunni. Skáldið sem kvað: „Hvað varð um yður, Austur- strætisdætur?" Höfuð skáldsins hné að vélli fyrir hendi ölvaðra gesta af einni ölknæpunni. Styttan hefur ekki sést síðan." Pétur Pétursson þulur í Mbí. 21. okt. Slagorð þjóðrembunnar „„ísland fyrir íslendinga" er slagorð þjóðrerhb- unnar hér á landi. Það er gömul saga og ný að erf- iðleikar í efnahagsmálum ýta undir þjóðrembu hvers konar. Útlendingum er þá kennt um vandann og lofsöngur um eigið ágæti er látið koma í staðinn fyrir skynsamlega umræðu...Þjóðremban hefur sett' svip sinn á alla umræðu um Evrópumál hér á landi...Davíð Oddsson hefur kúgað heilan srjórn- málaflokk til að tala ekki um málið og enginn þorir að opna munninn um aðild að Evrópusambandinu." Úr forysrugrein Alþbl. 20. okt. Innhverf umræða „Fyrirferðarmikil umræða um kaup og kjör al- þingismanna og æðstu embættismanna ríkisvalds- ins er enn eitt dæmi þess hvernig íslensk þjóð- málaumræða hefur leitað inn á við að undan- fórnu...Verra er þó að þessi umræða kemst aldrei að kjarna málsins sem er hlutverk ríkisvaldsins á breyttum tímum og síauknar kröfur um aukin fram- lög skattborgara, sem fára mun fækkandi.-.Þessi umræða er vitanlega afskaplega þreytandi en verra er að hún skilar engum árangri. .. " Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 22. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.