Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1995 13 Grunnskólinn til sveitarfélaganna Þó að það liggi fyrir með nýjum grunnskólalögum að sveitarfélögin skuli alfarið taka við rekstri grunnskólans 1. ágúst 1996 eru enn of margir lausir endar til að sjá megi fyrir þær lyktir máls. Grunn- skólalögin voru samþykkt með ákveðnum fyrirvörum sem fyrst þarf að uppfylla. Réttindamál kennara Það sem snertir kennara í þessu máli eru lífeyrismál þeirra og lög- in gera ráð fyrir að lögum um Líf- eyrissjóð starfsmanna ríkisins verði breytt þannig, að þau tryggi öllum kennurum og skólastjórn- endum grunnskólans áframhald- andi aðild að sjóðnum. Einnig að samþykkt verði ný lög um ráðning- arréttindi kennara og skólastjórn- enda grunnskóla hjá nýjum vinnu- veitanda, þ.e. sveitarfélögunum. Þessar breytingar verður að Kjallarinn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrv. alþingismaður Kvennalistans „í raun má segja að með færslu grunn- skólans til sveitarfélaga sé verið að skapa aðstæður til að flokka þjóðina í 1. og 2. flokks íbúa." Óljóst er hvernig leysa á sérkennslumál og lítiö að græða á nýju lögun- um í því sambandi, segir Jóna Valgerður í grein sinni. samþykkja með lagasetningu á Al- þingi nú í vetur, að öðrum kosti koma lögin ekki til framkvæmda 1. ágúst 1996. Enn eitt getur orðið tU fyrir- stöðu þess að lögin komi til fram- kvæmda, en það er hvort tekst að semja við sveitarfélögin um breyt- ingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og skiptingu skatt- tékna milli ríkis og sveitarfélaga. Það verður einnig að gerast til þess að rekstur grunnskólans fær- ist til sveitarfélaga. Sveitarfélög hér á landi eru afar misjöfn að stærð og fólksfjölda og eiga fátt sameiginlegt nema nafnið. Skatt- tekjur sumra þeirra duga í dag ekki fyrir rekstri grunnskólans. Það er oft um fámenna skóla að ræða, en líka góða skóla sem upp- fylla t.d. krófur um einsetinn skóla og skólamáltíðir. Einnig er þar hægara um vik að framfylgja ákvæðum aðalnámsskrár grunn- skólans þar sem segir að hver nemandi skuli fá kennslu við hæfi. Það var framfaraspor þegar fræðsluskrifstofurnar komu heim í landshlutana. Nú á að leggja þær niður og koma á fót skólaskrifstof- um. Enginn veit hvernig þau mál verða leyst út um landið, ef hvert sveitarfélag á að reka skólaskrif- stofu. Þá er óljóst hvernig leysa á sérkennslumál og lítið að græða á nýju lögunum í því sambandi. Reynsia annarra þjóða Það hefur sýnt sig bæði í Dan- mörku og Finnlandi, þar sem grunnskólinn er rekinn af sveitar- félögunum að þar hafa foreldrar vaxandi áhyggjur af niðurskurði til skólamála. í kjölfarið kemur svo enn meiri byggðaröskun, þegar smærri sveitarfélögin geta ekki boðið íbúum sínum sambærilega aðstöðu til menntunar barna og gerist í stærri sveitarfélögum. Þótt rætt sé nú um jöfnunarað- gerðir verður erfitt aö finna reglur sem duga. í raun má segja að með færslu grunnskólans til sveitarfé- laga sé verið að skapa aðstæður til að flokka þjóðina í 1. og 2. flokks íbúa, þá sem geta haft góða skóla og haldið sömu þjónustu og verið hefur, og hina sem ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til þess. Rétt er því að grunnskólalögin komi ekki til framkvæmda fyrr en séð verður með öruggum hætti hvernig fjár- málum skólanna verður háttað. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Sameiningarmálin á Vestfjörðum Þótt ég hafi ritað greinar sem andmælandi sameiningar þá vil ég að það komi skýrt fram að ég hefi hvergi gefið upp afstöðu mína til sameiningarinnar sem slíkrar. Þess vegna gæti ég verið meiri samein- ingarsinni en allir þeir 13 sem til- lagan kom frá um kosniffgar um sameiningu. Ég er aðeins að skýra frá staðreyndum út frá mínu sjónar- homi og jafnframt að mótmæla að- ferðunum við framgang málsins. Svo við vitnum aðeins í rituð orð formarjns Samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga: „Sveitarstjórnarmönnum ber skylda til að upplýsa íbúana um alla þá þætti, sem þeir kjósa að vita og til eru einhver svör við." Allt frá því að bæjarfulltrúar ísafjarðar tilnefndu tvo menn í nefndina eru þær einu upplýsingar sem hafa komið inn til bæjar- stjórnar ísafjarðar, hinn 5. okt. sl., tillagan um kosningu hinn 11. nóv. nk. Við höfum ekki fengið til um- fjöllunar aðrar fundargerðir nefnd- arinnar. Því vaknar spurningin: Hvernig á ég að fullnægja minni upplýsingaskyldu sem sveitar- stjórnarmaður og hvers konar „fri- múraraklúbbur" er eiginlega þessi samstarfsnefnd? Samkvæmt vinnulöggjöfinni Það var samstarfsnefnd áður hér starfandi, hún hélt eina sex til sjö fundi, áður en hún sofnaði út af. Þá var hún búin að skipuleggja kynningar- og samstarfsverkefni Kjallarinn Eg hefði talið að grunnvinnan hefði átt að eiga sér stað á eftirfar- andi hátt. Fenginn hefði verið hlutlaus aðili, t.d. löggiltir endur- skoðendur á Vestfjörðum, til að leggja fram rekstrarfræðilegt mat á stöðunni út frá reikningum þess- ara sex sveitarfélaga og þeim for- sendum sem samstarfsnefndin gef- ur sér. Þau gögn hefðu verið lögð fyrir íbúana og gerð skoðanakönnum Það er farið vel af stað við að skjóta styrkari stoðum undir at- vinnulíf svæðisins. Hér á ísafirði eru t.d. tvær prentsmiðjur starf- andi sem vel hefðu geta tekið að sér prentun þeirra upplýsinga, sem ætlað er til að komi fyrir augu kjósenda. Út frá þeim fjárhagslegu for- sendum sem liggja á borðinu og á grundvelli þeirra lofdrða sem gefin eru þá er mér ógerningur sem bók: Sigurður R. Ólafsson form. Sjómannafélags ísfirðinga innan sveitarfélaganna sem því miður komst aldrei í framkvæmd. Eina kynningin sem fram fór átti sér stað á þingi ASV í nóv. 1994 um sameiningu verkalýðsfélaganna. Þar mælti ég gegn sameiningu, þrátt fyrir að það væri gegn lögum þess félags sem ég gegni störfum fyrir og sem formaður stærsta sjó- mannafélagsins á svæðinu ætti ég að" sjá fyrir aukinn styrk. Ekki af þvi að ég væri mótfallinn samein- ingunni sem slíkur, heldur af því að ég hlustaði á raddir þingfull- trúa smærri félaganna. Þeir voru langt því frá reiðubúnir til sam- runa. Verði hins vegar af samein- ingu sveitarfélaganna sex verður slíkt að gerast samkvæmt vinnu- löggjöfinni. „Hvernig á ég að fullnægja minni upplýs- ingaskyldu sem sveitarstjórnarmaður og hvers konar „frímúraraklúbbur" er eigin- lega þessi samstarfsnefnd?" innan hvers sveitarfélags um vilja þeirra. Að fenginni þeirri niðurstöðu hefði síðan verið tekin ákvörðun um kosningu. Eins álít ég að þessi vinna hefði einnig átt að ná yfir þau tvö sveitarfélög á norðanverð- um Vestfjörðum sem standa utan núverandi áætlunar. Flaustursleg vinnubrögð En hvað er gert? Fyrst er afráð- in kosning, með eftirfarandi kosn- ingaloforðum: Allir skulu njóta sömu félagslegu þjónustunnar og rekstrarafgangur byggðarlagsins verður 24%. Síðan er rokið til og ráðin rándýr auglýsingastofa í Reykjavík til að koma áróðrinum á framfæri. haldara með áraraða reynslu að fá dæmið til ganga upp rekstrarlega. Það er einungis hægt með því að skera stórlega niður þjónustustig og fjármagn til framkvæmda þarf ekki að hugsa um á allmörgum næstu árum vegna skuldastöðu. Ég get ekki séð annað en vinna samstarfsnefndarinnar einkennist af flausturslegum og ómarkvissum vinnubrögðum. Fundi sína hefðu þeir átt að hefja með upplestri úr ævintýri Andersens, Nýju fötin keisarans, þá hefði niðurstaðan ef til vill orðið önnur. ísfirðingar! Hugsið ykkur vel um áður en þið gefið sameining- unni jáyrði ykkar. Mitt svar verð- ur nei á kjördag. Sigurður R. Ólafsson Jón Alfreðsson, kaupfélagsstjóri á Hólmavfk. Meðog a moti Rollukjötiö urðað Þetta er ódýrasta lausnin „Ég ver þessa urðun einfald- lega með þeim rökum að kjötið má ekki fara til neyslu hér á landi og það er ákaflega erfitt að gera úr þessu peninga á annan hátt. Loðdýrabú- in eru svo fá og smá að þau geta ekki tekið við öllu þessu kjöti. Við höfðum sam- band við forráðamenn loðdýrabúa til að skoða hvort við gætum losn- að við kjötið til þeirra og það var vissulega möguleiki. Því fylgdi hins vegar mikill aukakostnaður þar sem þeir voru ekki einu sinni tilbúnir að greiða flutningskostn- að. Ég hafði þó möguleika á að koma þessum skrokkum í kjöt- vinnslu í Borgarnesi en þá þurfti ég að geyma kjötið þangað til Borgnesingarnir hefðu lokið slátr- un hjá sér. Ég hefði því bæði þurft að geyma kjötið og flytja það síðan sjálfur til þeirra á minn kostnað sem hefði orðið mun dýrara en að urða það. Önnur notkun é þessu kjöti, t.d. útflutningur, gengur heldur ekki upp og til manneldis hérlendis má það ekki fara. Ég held því að þetta hafi verið ódýrasta lausnin fyrir okkur þótt hún hafi í sjálfu sér ekki verið mjög skemmtileg. En þar fyrir utan var þetta draslkjöt." Móti öllu sið- Sigurður T. Sig- urðsson, formaður Verkamannafélags- ins Hlifar. „Þetta athæfi hlýtur að vera það allra síðasta sem menn eiga að grípa til, að urða kjöt sem hæft er til mann- eldis. Það er ver- ið að fram- kvæma gjörð sem hlýtur að vera á m'óti öllu siðferði 1 land- inu miðað við þá skömmtunar- stefnu sem uppi er gagnvart lág- launafólki. Svona löguðu á ekki að greiða nokkra einustu styrki og það á ekki að gera samninga við svona fólk, mér er sama þótt það heiti búvörusamningur eða eitt- hVað annað. Það er verið að hálda bændum uppi á okkar peningum og við hljótum auðvitað að krefj- ast þess að á móti hverju kílói af kjöti sem urðað er og hæft er til manneldis verði á boðstólum á lægsta verði til láglaunafólks kjöt í verslunum. það má þess vegna koma frá Danmörku, Argentínu, Ástralíu eða hvaðan sem er. Þeir sem voga sér að gera þetta verða að bera ábyrgð gagnvart þeim sem greiða þessa vitleysu og þeim sem lægstu kjörin hafa og þar á ég við fólkið á eyrinni. Það er fjöldi fðlks sem vill kaupa kjöt en hefur ekki ráð á því. Fólk sem er með 50-60 þúsund króna mánaðarlaun getur ekki leyft sér mikla kjötneyslu. Þeir sem leyfa sér svona fram- komu og eru á miklu hærri laun- um ættu bara að prófa það."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.