Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 14
14 veran *= ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 Handmenntir í Fjölbraut í Breiðholti: Þurfum meira af menntuðu fólki - segir Bára Kjartansdóttir, hönnuður og kennari „Núna eru um 16 nemdendur í náminu hjá okkur, allt stúlkur, og verklegi þátturinn spilar þar stóra rullu. Þetta er annað árið sem hand- menntir eru kenndar til stúdents- prófs í dagskólanum og nú er verið að ýta á okkur að tengja námið kvöldskólanum svo þeir sem eru að vinna úti geti nýtt sér það. Eftir- spurnin er mjög mikil," segir Bára Kjartansdóttir, hönnuður og kennari við handíðabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Bára segir námið í skólanum mjög góðan grunn fyrir frekara nám hér heima og erlendis. Boðið sé upp á örfáar bóklegar greinar og síðan sniðteikningar, prjón og hekl, fatasaum, saumatækni, módel- teikningar, fatahönnun, vefjarefna- fræði o.fl. Handverk í meðbyr „í kjölfar atvinnuleysis hafa ýmis störf orðið til í handmenntum um allt land og fjölmargir sjá sér hag í að bæta við sig námi í tæknivinnu og öðru. Það er hlutverk skólanna, grunn- og framhaldsskólanna, að leggja grunninn því við þurfum að eignast meira af vel menntuðu fólki í þessu fagi. Eins og er bjóðum við bara upp á grunnnám í FB en hugs- anlega getum við innan tiðar bætt við öðru ári til framhalds," segir Bára. Hún segir að námið í grunn- skólanum hafi ekki skilað nógu góð- um, árangri. Með jafnréttisbarátt- unni hafi allir átt að fara að læra það sama og kennslan sem fyrir hafi verið hafi dottið upp fyrir. Einhver uppstokkun þurfí að verða í kerfinu því byrja þurfi strax að hlúa að þessari grein. Handverkið í landinu hafi haft ið í meðbyr og nauðsynlegt sé að nýta þann byr enn frekar. -sv Nokkrar stúlknanna á handíðabraut í Fjölbrautaskólanum Ijósmyndari leit til þeirra í tíma í síöustu viku. Breiðholti sátu einbeittar við prjónaskapinn þegar DV-mynd BG Kennum einir sígilda fatahönnun - segir Karl Aspelund hjá Iðnskólanum í Reykjavík „Hér eru þetta tvær brautir, fata- iðndeild, þar sem verið er að mennta klæðskera, og iðnhönnunar- braut, þar sem kennd er fatahönn- un. Aðalmálið hjá okkur er að við erum tengdari við framleiðslu og markað," segir Karl Aspelund, deildarstjóri í Iðnskólanum í Reykjavík. Karl segir að 12-16 nem- endur séu i fataiðndeildinni og 7 í fatahönnun. Á iðnhönnunarbraut- inni allri séu um 40 nemar. Karl seg- ir menn í þessu fagi þurfa að bera sig harkalega eftir björginni að námi loknu, verkefnin séu þó til staðar fyrir þá sem ætli sér að ná í þau. „Iðnhönnunarbrautin er alveg ný og miklar vonir bundnar við hana. Þar er miðað við tveggja ára nám og á seinna árinu sérhæfir fólk sig í tvennu, fötum, málmi, tré eða graf- ík. Klæðskerinn tekur fjögur ár," segir Karl. Hann segir Iðnskólann einan vera að kenna sígilda fata- hönnun og segir nokkuð vanta upp á að fólk geri sér ljósan þann mun sem er á því námi sem skólarnir bjóði upp á. -sv Handíðabraut í Fjölbraut: Tómstundir og áhugamál - segir Helena S. Kristjánsdóttir Helena S. Kristjánsdóttir flettir hér möppunni sinni með snfðateikningum. DV-mynd BG „Ég er búin að vera í öldunga- deildinni þrjá vetur, á viðskipta- braut, og þegar ég sá þetta auglýst leist mér svo vel á að ég ákvað að slá til. Ég sauma og prjóna á mig og fjölskylduna. Ég á tvö börn og það er mjög hag- kvæmt að geta gert hlutina sjálf í stað þess að kaupa þá," segir Helena S. Kristjánsdóttir, nemi á handíða- braut Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Helena segist vera elst í bekknum og að hún hafi þurft nokkurn tíma til að venjast þvi. Hún segist vita um margar konur á vinnumarkaðnum eldri en hana sem hefðu mikinn áhuga á þessu námi en þar sern það væri ekki kennt nema í dagskóla sæju þær sér það ekki fært. „Námið er afskaplega praktískt og hannyrðirnar eru góðar til að vinna við heima. Ég held ég vilji al- veg eins flokka þær undir tómstund- ir og áhugamál eins og hagnýta vinnu," segir Helena. Hún segist ekki hafa ákveðið hvað hún geri frekar við þetta nám. Fyrsta skrefið sé að klára stúdentsprófið og draum- urinn sé auðvitað að halda áfram í námi í þessum fræðum. „Ég er með fjölskyldu og það er að sjáifsögðu hún sem situr fyrir. Ég mun samt örugglega halda áfram að sauma og prjóna," segir Helena. -sv Handíðabraut í FB Náminu er ætlað að undirbúa nemendur fyrir störf við fata- saum og fatahönnun á heimil- um og í atvinnulífi. Ennfremur að veita góðan undirbúning til framhaldsnáms í handíðum eða fatahönnun hérlendis eða er- lendis. Til að ljúka stúdents- prófi af handíðabraut þarf að ljúka 140 einingum, þar af 38-40 af handíðabrautinni. Hagkvæmt „Á dögunum vantaði dótrur mína síðkjól og við fórum sam- an í leiðangur til þess að fmna efhi. Eftir nokkra leit fundum við efni sem okkur fannst báð- um afskaplega fallegt og það sem við þurftum í kjólinn kost- aði tæpar átta hundruð krónur. Ég hjálpaði henni að sníða og sauma síöan kjól sem síöan verður hægt að nota á árshátíð- um og hvar sem er og hefði ör- ugglega kostað tíu þúsund krón- ur út úr búð, jafnvel meira," sagði Borghildur Jónsdóttir, fagstjóri handíðadeildar FB, við nemendur sína. Þægilegt „Á laugardagsmorgni ákveð- ið þið að fara út að skemmta ykkur um kvöldið og þið eigið ekkert til þess að fara í, eins og svo oft getur komið fyrir. Þið drífið ykkur í búð, finnið efhi og saumið á ykkur buxnapils á örskotsstund. Þetta kostar vissulega eitthvað en með því að sleppa kókinu og pitsunni einu sinni er búið að spara fyr- ir efninu. Þetta getur ekki verið þægilegra," segir Borghildur. Mikill munur á skólunum „Það er nokkuð mikill munur á þeim skólum sem eru að kenna þessa hluti, Kennarhá- skólanum, Iðnskólanum og | Myndlista- og handíðaskól- ¦ anum, og fólk gerir sér oft á tíð- ¦ um ekki alveg grein fyrir þess- . um mun. Oft er fólk byrjaði í námi en áttar sig síðan á því að sá skóli sem það valdi er alls ekkert að kenna nákvæmlega það sem það æflaði að læra," sagöi Karl Aspelund. Hönnun eða klæðskurður Karl segir fólk oft ekki gera greinarmun á fatahönnun og klæðskurði en segir aö kannski megi líkja því við muninn á arkitekt og þeim sem síðan byggir. Hann segist ta.m. sjálf- ur vera búningahönnuður en vera mikill klaufi við að sauma eins og klæðskerarnir geri. Hann segir þetta lika geta verið öfugt því sá sem kunni að sauma hafi kannski enga þekk- ingu á hönnuninni. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.