Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 15
4 erani Fatahönnu Búningar úr ótrúlegustu hlutum Til þess að kynna keppnina var búninga- deild Iðnskólans fengin til þess að hanna skemmtilega búninga úr ótrúlegustu efnum. Sem dæmi má nefna búning úr bílslöngum, spilum, álpappír, bréfi og plasti. Falleg módel hafa verið fengin til þess að sýna búningana í matsölum nokkurra framhaldsskóla í Reykjavík. Afrakstur hönn- unar iðnskólanemanna má sjá hér á síðunni. Verðlaunin í keppninni eru: Husqvarna Facette tölvu- saumavél eða greiðsla upp i saumavél að andvirði 70 þúsund krónur og vöruúttekt hjá Vogue fyrir 35 þúsund krónur; vöruúttekt hjá Vogue fyrir 20 þúsund krónur; vöruúttekt hjá Vogue fyrir 15 þúsund krónur. -sv Kennaraháskóli Islands: Aldrei karlmaður í gegnum deildina DV-myndir TJ Myndlista- og handíðaskóli Islands: Víð vinnum í lotum - segir Edda Óskarsdóttir „Við bjóðum upp á valgrein í textílmennt fyrir nemendur á 2. og 3. ári í skólanum. Fjöldinn er breytilegur en nemendur hafa verið á bilinu 10-30 frá því að ég byrjaði að kenna hér 1977. Karlmað- ur hefur aldrei farið í gegnum deild- ina hjá okkur," segir Hallfríður Tryggvadóttir, kennari í textíldeild Kennaraháskóla íslands. Hallfríður segir 14 nemendur vera nú á 3. ári og 11 á 2. ári. Hún segir að í deild- inni sé m.a. verið að kenna vél- saum, prjón og hekl, vefnað, leður- vinnu, útsaum, efnisfræði og bún- ingasögu. • j „Stúlkurnar eru að mennta sig til grunnskólakennslu og útskrifast all- ar sem almennir kennarar með þessa valgrein. Sumar fara utan í frekara nám, í hönnun eða eitthvað slíkt," segir Hallfríður. Hún segir breytt þjóðfélag þýða aðrar áherslur í sambandi við saumaskapinn. Þjóð- félagið geri ráð fyrir að báðir vinni úti og þess vegna gefist minni tími til hannyröanna. „Ég held að þróunin hafi verið í þá átt að fólk sé frekar farið að sauma sér úr dýrari og finni efnum. Það er oft á tíðum kannski hag- kvæmast," segir Hallfríður. -sv „Hér eru 19 nemendur í textíl- náminu, 5 í fyrsta árgangi, 5 í öðr- um og 9 í þriðja árgangi. Þrír er- lendir nemar eru hjá okkur í stúd- entaskiptum og tveir frá okkur eru úti í sömu erindagjörðum. Við vinn- um í lotum i þessum skóla og fólk einhendir sér í ákveðin verkefni í ákveðinn vikufjölda," segir Edda Óskarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Myndlista- og handíðaskóla íslands. Edda segir að um þessar mundir séu nemendurnir að fást við spuna og litun og þeir læri um allt frá því að reyfið er tekið af kindinni og um alla meðhöndlun ullarinnar. „Nemendurnir lita bæði með nátt- úrulegum aðferðum, t.d. með laufi og mosa, og síðan með kemískum efhum. Siðar læra þeir að vefa og spinna úr þessu. Elstu nemendurnir hafa einnig verið í þæfingu þar sem ullarflóki er þæfður og síðan búið til úr honum flíkur, teppi, hatta og annað slíkt fyrir íslenskan iðnað," segir Edda. Hún segir skólann reyna að tengja framleiðsluna íslenskum iðnaði og að margir nemendur hans fari utan í framhaldsnám. Sumir þeirra hafi verið að gera mjög eftir- tektarverða hluti og unnið til verð- launa á erlendri grund. Edda sagði inntökupróf vera inn í skólann. Fornám væri kennt á þremur stöðum, á Akureyri og í Reykjavík, og um 40 nemendur kæmust inn í það árlega. Þeir ættu þess síðan kost að sækja um í sér- deildir og menn væru síðan metnir eftir því efni sem þeir hefðu þá þeg- ar unnið. -sv AAAAA,\AAAAAAAAA-\AA-\AAAAAAA,\AA,\,\A,\AA,\,\AAAA,\AAAAA.\AAAAA,\AAA,\A.\AAAAAAAAA,\AA/\A Ertu leið á fataskápmiml fatBMruvísiúrcfnumfráokkur • Dragta- og kjólaefni nýkomin, • Okkar verð er betra. • Saumum eftir máli. • Einnig námskeið í gangi. IfíatífljDe. Faxafen 12, sími 588 1160 | +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.