Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 16
i6 ítilveran ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 U"V Skipulag á leikföngum I bókinni „Barniö okkar. Fyrstu sex árin,“ eftir Penelope Leach, eru mörg góö ráð til for- eldra. Þar segir t.d. að ef allt dót í eigu barns á aldrinum sex mánaða til eins árs sé alltaf láty ið liggja á gólfinu verði það leitt á því vegna þess að það sér það svo oft. Sum leikfóngin verði úrelt með þessu móti án þess að þau verði nokkurn tíma notuð vegna þess að barnið fari að líta á þau eins og hluta af gólfinu og hætti að taka eftir þeim. Vel valin leikföng Leikfong eru skemmtileg en þau eru líka tæki til að læra að átta sig á eðli hlutanna og til þess að öðlast margs konar leikni. Enda þótt öli böm njóti þess að leika sér með leikfong og læri mikið af því þá eru leik- föng sérstaklega mikilvæg hjá bömum sem lifa í vélvæddu borgarsamfélagi. Vel valin leik- föng geta sýnt slíkum börnum á aldrinum eins til tveggja og hálfs árs margt sem ekki er augljóst f blokkaríbúð í borg. Þetta kemur fram í bókinni Barnið okkar. Ótakmarkaður tími Þú getur ekki leikið við barn- ið allan daginn en reyndu samt stundum að láta líta svo út eins og- þú sért til í það og jafnvel ákáfur/áköf. Barnið þarf að fá þann munaö að geta haldið áfram þangað til það er tilbúið að hætta. Barnið lærir af sí- felldri endurtekningu. Ef það er á dagskrá að henda og sparka bolta getur verið að barnið þurfi aö leika sér óslitiö í hálf- tíma með boltann. Leikur leiði til einhvers Tveggja og hálfs árs til sex ára: Barnið þitt þarf ekki „þroskaleikföng" til þess að þroskast. Það gerir allt sem hægt er með leikföngunum ef það fær efnivið sem hægt er aö nota á fjölbreyttari hátt en leik- fóngin gefa tiiefni til, eins og t.d. kubba. Á þessum aidri er mikilvægt að leikurinn leiöi til einhvers. Það er leikur að telja kúlur á talnagrind en það hefur aftur á móti augljósan tilgang að telja skeiðarnar áður en lagt er á boröið. Barnið þarf ekki byggingar- leikföng til þess að byggja. Það getur alveg eins byggt úr kubb- um; staflað hreinum lökum eða búið tO kastala úr pappakassa. -sv Leikirnir þroska börnin okkar: Foreldrar taki undir í leiknum - segir Margrét Gunnarsdóttir Schram, kennari í Fósturskóla íslands Börnum er nauðsynlegt að komast í snertingu við náttúruna og eiga að fá að sulla og drullumalla. Gleðin skein úr andlitum barnanna á barnaheimilinu Hólaborg í Reykjavík þegar DV heimsótti þau í síðustu viku og þau létu rign- inguna ekki aftra sér frá leiknum. DV-mynd BG „Leikur barna hefur verið rann- sakaður í mörg ár og settar hafa verið fram kenningar um þróun og innihald leiksins og af hverju börn leika sér. Sálkönnuðir hafa sagt að börnin fái útrás fyrir innibyrgðar tilflnningar og þau túlki í leiknum ýmislegt sem hvíli á þeim. Einnig er sagt að þau læri á lífið af boðskipt- um sem ganga manna á milli og þau túlki það sem þau sjái, heyri og reyni í gegnum þykjustuleikinn,“ segir Margrét Gunnarsdóttir Schram, kennari í Fósturskóla ís- lands. Margrét segir mikið vera tal- að um þykjustuleikinn eða hinn frjálsa leik um þessar mundir og hann blómstri um þriggja til fjög- urra ára aldurinn. „Nauðsynlegt er að foreldrar fari inn í þykjustuleikinn með börnun- um, taki þátt í honum og leiki með. Sagt er að leikurinn þurfi að fá tíma og rými til að blómgast. Mjög mikil- vægt er að ekki sé endalaust verið að klippa á leikinn. Börnin þurfa aö fá að sökkva sér ofan í t.d. þennan þykjustuleik og fá að ljúka honum,“ segir Margrét. Leika með ótrúlegustu hluti Margrét segir aðspurð um leik- fóng að mjög mikilvægt sé að ein- blína ekki um of á þau sem slík því bömin noti oft ótrúlegustu hluti í umhverfinu sem þau yfirfæri t.d. á hluti^ heimilinu. Hún segir að börnin hafi auðugt ímyndunarafl og verðlausa dótið í umhverfmu ýti undir það. Börnin sjái kannski margt í einum hlut en noti það ekki sem eitthvað eitt af- markað. „Að mínu mati er alveg spurning hversu æskileg tískuleikföngin eru og ég set stórt spurningarmerki við leikfangaiðnaðinn og þar kannski helst öll stríðsleikföngin. Hinn full- orðni þarf að staldra við og velta því fyrir sér hvort ekki sé meiri ástæða til þess að setjast niður með barninu sínu og búa eitthvað til með því í stað þess að bæta við leikfangasafn- ið úr verslununum.“ Byrjum snemma að lesa Margrét segir börn þurfa að kom- ast í snertingu við náttúruna og úti- leikirnir skipti miklu máli. Þau verði t.d. að fá að sulla og drullum- alla, komast í snertingu við vatn og sand, rigningu og snjó. „Útileikirnir stuðla líka að aukn- um hreyfiþroska og við vitum að hann er ekki eins góður og hann var. Leikurinn þroskar börnin okkar en ekki síður tel ég mikilvægt að lesið sé fyrir þau. Bækurnar eru ómetanlegar og við eigum að byrja að lesa fyrir þau eins snemma og hægt er, helst strax við eins árs ald- urinn. Stundum segi ég að nær væri fyrir fólk að kaupa eina ódýra og góða bók en að bæta sifellt við dóta- safnið,“ segir Margrét Gunnarsdótt- ir Schram. -sv Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur: Verður að takast á við óttann „Þegar fengist er við fælni skiptir miklu máli að vita hvað viðkomandi óttast, við hvaða aðstæður fælni kemur fram og hvaða afleiðingar hún hefur fyrir viðkomandi. í með- ferð lærir fólk viðbrögð þannig að það geti brugðist við á réttan hátt þegar það verður hrætt því að við fælni forðast menn ákveðinn hlut. Ef einhver er hræddur við að fara í lyftu þá forðast hann það og það sýnir að fælnin er í því tilviki kom- in til að vera. Það eina sem hægt er að gera til að ná árangri er að takast á við óttann, ekki flýja hann,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur. Fælni virðist vera mjög algeng meðal íslendinga enda sýnir nýleg rannsókn að um það bil 18.500 ís- lendingar eru haldnir fælni. Fælni er í rauninni óstjórnleg ofsahræðsla sem getur brotist út við ýmsar að- stæður og því full ástæða fyrir hinn fælna að leita aðstoðar. Jóhann Ingi segir að fælni sé mun algengari meðal kvenna en karla og telur skýringuna hugsanlega þá að strák- ar séu frekar hvattir til dáða en stúlkur. Þeim sé frekar kennt að það sé ókarlmannlegt að hræðast, til dæmis flugur. Ýktur ótti „Fælni er stöðugur og reyndar óraunhæfur ótti við ýmsa hluti eða aðstæður. Sá sem er haldinn fælni veit að óttinn er ýktur og óraunhæf- ur miðað við raunverulega hættu en fyrir þann fælna er hættan raun- veruleg þó að hann geri sér fyrir því að hún sé ýkt og óraunveruleg,“ seg- ir Jóhann Ingi. Hann bendir á að þarna sé munur á fælni og alvar- legri geðveiki því að geðveikir menn séu haldnir ranghugmyndum og geri sér ekki alltaf grein fyrir því. Fælni er flokkuð í þrjá flokka. Fyrsti flokkur er ofsahræðsla við hluti, til dæmis sprautur, skordýr eða tannlækna. Annar flokkur kall- ast félagsfælni og er eiginlega ofsa- feimni. Sá fælni er þá til dæmis hræddur við að tala opinberlega eða nálgast hitt kynið. Þriðji flokkurinn er víðáttufælni og þá eru menn hræddir við innilok- un, standa í biðröð, vera innan um annað «fólk og svo framvegis. Jó- hann Ingi segir að sú fælni geti ver- ið gríðarlega erfið viðureignar og í raun langerfiðust af þessum þremur flokkum. Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræð- ingur. Góður árangur „Ef maður þorir ekki að vera inn- an um annað fólk þá er maður eins og fangi í fangelsi,“ segir hann. íslendingar hafa náð mjög góðum árangri í meðferð við fælni, til dæm- is flughræðslu. í meðferðinni er hinn fælni látinn nálgast þann hlut sem hann óttast þar til hann getur snert hann. Slökun er einnig ríkur þáttur í meðferðinni. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.