Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Side 17
TI'V ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 veran 17 Við hvað ertu hræddur? Innst inni eru flestir ef ekki allir hrœddir vió eitt- hvað, hvort sem það er nú lofthrœösla, innilokunar- kennd eða eitthvaó annað. Oft er viðkomandi hrœdd- ur um að eitthvað óvænt og hrœðilegt komi fyrir hann og stundum hefur fœlnin, eins og þetta er gjarnan nefnt, fylgt ein- staklingnum í áraraðir, hvort sem það á rætur sín- ar að rekja til einstakra at- burða í barnœskunni eða einhvers annars. í öfgatil- fellum kallast þessi ótti fœlni og í mörgum tilfell- um er hann svo sterkur að erfitt er að komast yfir fœlnina án aðstoðar en við skulum líta hér á nokkrar tegundir fœlni. Innilokunarkennd Sumir óttast að lokast inni þar sem síst skyldi, til dæmis í lyftum eða litlum, jafnvel gluggalausum herbergjum. Þeim er ákaflega illa við alla slíka staði, forðast að fara inn á þá og leggja á sig og stundum sitt samferðafólk ómælt erfiði við að ganga upp stiga þó að lyfta sé í hús- inu. Þessi innilokunarkennd bendir til þess að viðkomandi einstakling- ur vilji breytingar og óski þess heitt að geta byrjað nýtt líf. Lofthræðsla Margir vita um lofthræðsluna og þekkja frá sjálfum sér eða öðrum að um leið og lofthrædd manneskja er komin hátt upp í loftið fer hana að svima og henni líður illa. Þessi loft- hræðsla getur gengið svo langt að þegar lofthrædd manneskja fer út á svalir í blokk er hún nærri yfirliði. Lofthræðslan sýnir ótta við tómið allt umhverfis. Sá lofthræddi hefur stöðugt þá tilfinningu að jörðin sé við það að hverfa undan fótum hans. Lofthræðsla og innilokunarkennd eru sjálfsagt algengustu hræðslutil- finningarnar sem fólk hefur en margir eru samt hræddir við fólks- fjölda og óttast að verða sér til skammar frammi fyrir fólki. Þessi hræðsla verður til þess að mann- eskjunni líður illa í mannmergð eða hópi fólks, hún hefur á tilfinning- unni að hún sé meðal fjenda og geti jafnvel orðið fyrir skaða af völdum þessa fólks. w Otti við rottur Sagt er aö hræðsla við rottur sé ein af barnalegustu fælninni sem fólk hefur þvi að sá sem er hræddur við lítil dýr eins og rottur er alls ekki í ástandi til að hafa stjórn á til- fmningum sínum. Ekki hefur tekist að ráða í það hvað þessi hræðsla þýðir fyrir viðkomandi en talið er að það sé eitthvað mjög merkilegt. Hræðsla við eld Tilfinningar manna gagnvart eld- inum geta verið skrýtnar því að sá sem óttast eldinn finnur jafnframt að hann dregst að honum eins og segull. Það aðdráttarafl getur, í und- antekningartilfellum sem betur fer, gengið svo langt að viðkomandi er við það að meiða sig. Til allrar ham- ingju gerist samt' ekkert slíkt og sá fælni helst óskaddaður. Myrkfælni Myrkfælni er eitthvað sem marg- ir þekkja úr barnæsku sinni og ótt- inn við myrkrið og það sem það get- ur haft að geyma getur fylgt sumum Sá lofthræddi hefur stöðugt þá tilfinningu að jörðin sé við það að hverfa undan fótum hans. DV-mynd GVA fram á fullorðinsár. Talið er að það sé mjög auðvelt að komast yfir þessa myrkfælni, sérstaklega eftir því sem aldurinn færist yfir, en skýringuna á óttanum má sjálfsagt rekja til þess að flestir eru hræddir við það sem þeir þekkja ekki og sjá ekki. Vatnshræðsla Börn verða gjarnan hrædd við vatn, sérstaklega ef þau eru ekki vön því að hreyfa sig í vatni frá unga aldri, og þessi hræðsla getur fylgt þeim alla ævi. Bæði börn og fullorðna getur dreymt um vatn, til dæmis hafið, og stórar öldur sem kaffæra. í sumum tilvikum fær fólk þá tUfinningu að það bæði hræðist hafið og dragist líka að því. Þessi ótti getur þýtt að viðkomandi langar til að verða „frjáls" í lífinu en sam- tímis óttast hann frelsið. Endursagt úr Norsk Ukeblad Besta verðið á vídeóspólum - og ekki á kostnað gæðanna. Universum er þýsk gæða- framleiðsla frá Quelle. 180 mín. á kr. 299 240 mín. á kr. 399 Spólurnar eru til i verslun okkar. Landsbyggöarfólk ath. Pantið nýja Quelle haust- og vetrarlistann á kr. 600 og fáið spólurnar um leið án sérstaks burðargjalds. Verslun, Dalvegi 2, Kópavogi Pöntunarsími 564 - 2000 NOATUN Opið til kl. 21 öll kvöld vikunnar NÓATÚN117 - S. 561 7000 • ROFABÆ 39 - S. 567 1200 • HAMRABORG 14, KÓP. - S. 554 3888 • FURUGRUND 3, KÓP. - S. 554 2062 • ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656 • JL-HÚSINU VESTURBÆ - S. 552 8511 • KLEIFARSEL118 - S. 567 0900 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 - S. 553 6700.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.