Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 21
ÞRIDJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995 25 Fulltrúar DV heimsóttu Borgnesinga í lióinni viku i tilefni 20 ára afmælishá- tiðar blaðsins. Margt var til gamans gert á hátíðinni sem fram fór í Óðali, félagsmiðstöð unglinganna í Borgarnesi. Tígri fór á kostum og vafði unga fólkinu um fingur sér. í boði voru veitingar af ýmsu tagi sem konurnar í Kvenfélagi Borgarness og Kvenfélagi Álftaneshrepps sáu um. DV-mynd Olgeir Helgi Ragnarsson Yngsta kynslóðin skemmti sér konunglega á afmælishátíð DV sem fram fór í Borgarnesi fyrir skömmu. Steinka Páls þandi nikkuna meðan börnin döns- uðu og sungu. Það var „kátt i höllinni" þennan dag og allir fóru heim sælir og glaðir. DV-mynd Olgeir Helgi Ragnarsson Strætisvagninn sem gengur um Borgarnes a.m.k. fram að áramótum. DV-mynd Olgeir Helgi. Strætó byrjaöur aö ganga í Borgarnesi: Samtvinnað skólakeyrslunni Olgeir Helgi Ragnaisson, DV, Borgamesi: Nú stendur yíir tílraun meö rekst- ur á strætisvagni í Borgarnesi og stendur Borgarbyggð að þessari til- raun. íbúðabyggðin í Borgarnesi stendur á Digranesi við Borgarfjörð og vegna landfræðilegrar legu ness- ins er bærinn tiltölulega langur og mjór. „Þetta tengist skólakeyrslunni, það er reynt að samræma' tímann að hluta til," segir Sigurður Páll Harð- arson hjá Borgarbyggð en skólabíll hefur venð rekinn fyrir grunnskóla- nemendur í Borgarnesi undanfarin ár. „Síðan er ferð, bæði áður en skól- inn byrjar og eins eftir að skóla lýk- ur. Þetta eru alls tólf ferðir yfir dag- inn. Fyrsta ferð er 6.50 og síðasta ferð er 18.25." Hringurinn, sem strætis- vagninn fer, er frá Brákarbraut í Borgarnesi og upp á Sólbakka sem er iðnaðarhverfi skammt utan 'við íbúðabyggðina í Borgarnesi. Sigurður Páll segir reynsluna þá að strætisvagninn hafi verið frekar lítið notaður af fullorðnum, hverju sem um væri að kenna. Þetta hefði verið auglýst þó nokkuð vel, m.a. með dreifibréfi í hvert hús en þetta hefði samt farið hægt af stað. Svæðismiðstöð Menntanetsins fyrir Internetið á Bifröst: Vesturlandið komið á „vef inn" Olgeir Hélgi Ragnarssan, DV, Borgamesi: Svæðismiðstöð fyrir íslenska menntanetið hefur verið tekin í notk- un á Bifröst í Norðurárdal og var það gert með dyggum stuðningi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Nú geta íbúar á Vesturlandi því tengst Inter- netinu og öllum þess veraldarvefjum og komist þannig í sambönd úti um allan heim án þess að símakostnað- urinn sé meiri en sem svarar innan- bæjarsímtali. Eftir sameiningu sveitarfélaga fyr- ir rúmu ári eru Bifröst og Borgarnes komin í eina sæng, en e.ins og kunn- ugt er þá sameinuöust fjögur sveitar- félög í Mýrasýslu í Borgarbyggð: Borgarnes, Hraunhreppur, Norður- árdalshreppur og Stafholtstungna- hreppur, Það vakti nokkra athygli að þessi sveitarfélög voru ekki öll samhggjandi, þannig að Borgar- byggð varð því í þremur einingum, klofm af Álftaneshreppi og Borgar- hreppi. Það er ýmis önnur starfsemi sem stunduð er á Bifröst en rekstur svæðismiðstöðvar íslenska mennta- netsins. Þar er m.a. rekinn leikskóli fyrir börn í ofanverðri Borgarbyggð. A Bifröst er einnig að rísa vísir að þorpi, sem kalla má háskólaþorp, því grunnurinn aö allri þessari uppbygg- ingu er rekstur Samvinnuháskólans á Bifröst. . Jónas Guðmundsson tók-við stöðu rektors í sumar af Vésteini Bene- diktssyni. Jónas segir að ekki verði um neinar stórkostlegar stefhu- Nemendur Samvinnuháskólans fá m.a. sérstaka kennslu í því hvernig þeir geti nýtt sér kosti Internetsins við rekstur fyrirtækja. Hér eru þeir Örn Haf- steinn Baldvinsson, Gunnar Óskarsson og Lúðvík Vilhelmsson i slíkri kennslustund en þeir stunda allir nám i rekstrarfræðadeild II. og stefna að því að Ijtika BS-prófi á komandi vori. DV-mynd Olgeir Helgi breytingar að ræða í skólanum á næstunni, enda sé nýlega búið að fara í gegnum stefnumótun skólans og samþykkja stefnuyfirlýsingu hans í skólanefnd. Þar hafi áherslur verið skerptar, horft fram á veginn og ákveðið hvernig skólastarfið yrði í stórum dráttum. Nú er boðið upp á fjögurra ára nám við Samvinnuháskólann á Bifróst. Grunnurinn í starfi skólans er rekstrarfræðadeild, en þar er um að ræða tveggja ára nám í rekstrarfræð- um á háskólastigi. í skólanum er einnig frumgreinadeild, en hún er ætluð þeim er áhuga hafa á að stunda nám í rekstrarfræðadeild en skortir á þekkingargrunninn og er því í raun undirbúningsdeild fyrir nám í rekstrarfræðum. Nýjasta deildin tók síðan til starfa við skólann síðastlið- inn vetur, rekstrárfræðadeild II, en þar eru nemendur útskrifaðir meö BS-próf í rekstrarfræðum. Sam- vinnuháskólinn hefur notið vaxandi álits og vinsælda allt frá því hann tók til starfa áriö 1988 og leysti þá af hólmi gamla Samvinnuskólann sem starfað hafði á Bifröst í áratugi við mjög góðan orðstír. Ákveðin deyfð yfir starfi kvenfélaganria: Hlutverk konunnar breytt - segir María Jóna Einarsdóttir varaformaður Olgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Það voru konurnar í Kyenfélagi Borgarness og Kvenfélagi Álftanes- hrepps sem sáu um veitingarnar þeg- ar Dagblaðshátíðin var haldin í Borg- arnesi á dögunum. María Jóna Ein- arsdóttir er varaformaður Kvenfé- lags Borgarness og bar hitann og þungann af skipulagi veitinganna en formaður félagsins, Herdís Guð- mundsdóttir, var erlendis. María sagði að það hefði gengið ágætlega að fá konurnar til að taka þátt í þessu, miðað við hvað það hefðu fáar verið heima. María hafði orð á því að fyrirvar- inn hefði veriö skammur en hún fékk fyrst veður af Dagblaðsheimsókninni viku áður en hún var haldin og þá var myndin sem hún fékk sú að fréttamenn frá Dagblaðinu væru á ferð um landið. En svo hefði þetta farið smám saman að skýrast þannig að fyrirvarinn hefði í raun verið eng- inn. „En það er nú allt í lagi með það, maður gleymir því bara," segir María. Um starfsemi kvenfélagsins sagði María að það væri með það eins og fleiri félög að það virtist vera ákveð- in deyfð yfir starfinu og það hefði fækkað í félögunum. „Kvenfélögin eru ekki í tísku. Áður voru konur heimavinnandi og þá var þetta eina tilbreytingin, en nú spyrja börnin mann: „Hvenær verðurðu heima?" Hlutverk konunnar er bara breytt" Fyrir flmmtán til tuttugu árum var mjög líflegt starf í félaginu og m.a. mikið um námskeiðahald á vegum félagsins að sögn Maríu. „Þetta er eins og allt annað sem gengur í sveifl- María Jóna Einarsdóttir, varaformaður Kvenfélags Borgarness, á svölunum heima hjá sér en eins og glöggt má sjá hefur hún stórfenglega útsýn yfir Borgarfjörð og Hafnaríjall. um. Maður vonar að sagan endurtaki sig. Það eru kannski núna að koma aftur tímar þar sem konur eru meira heimavinnandi og kannski komast kvenfélögin í tísku aftur," segir Mar- ía. Félagar í Kvenfélagi Borgarness eru um tuttugu talsins og segir Mar- ía að þar af séu tólf virkir. Félagið var stofhað árið 1927 og á árum áður var eitt helsta verkefhi kvenfélagsins að rækta Skallagrímsgarð í Borgar- nesi, eða allt frá árinu 1933, en árið DV-mynd Olgeir Helgi 1989 afhenti kvenfélagið Borgar- nesbæ garðinn. „Áður var mikið um aðstoð viö fátæka og markmið félags- ins hefur alltaf verið að vinna að líknarmálum og styðja við einstakl- inga sem eiga við erfiðleika að etja." 17. júní ár hvert er kvenfélagið með kaffisölu í Skallagrímsgarði. Áður rann ágóðinn í rekstur garðsins en nú fer hann í annað, t.d. hafa verið gefin sjúkrarúm og náttborð á dval- arheimili aldraðra og fleiri aðilar verið styrktir á ýmsan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.