Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Qupperneq 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTOBER 1995 Björn Grétar Sveinsson er ekki sammála VSÍ-mönnum. Það vitlausasta sem VSÍ getur gert „Ég tel að það væri það vit- lausasta sem VSÍ gæti gert að kæra uppsögn kjarasamninga til Félagsdóms." Björn Grétar Sveinsson, í DV. Þetta er bara kerfinu að kenna „Það er ekki raunin að læknar almennt vinni hjá mjög mörgum Ummæli aðilum heldur er það kerfið sem er svona undarlega byggt upp.“ Bárður Sigurgeirsson læknir, í DV. Boðberi sora „Ríkisútvarpið hefur í raun ekkert leyfi til að gerast boðberi sora og lægri hvata svo purkun- arlaust að þjóðin stendur eftir.“ Garðar Sigurðsson, í DV. Heilbrigð skemmtun? „Að mínu viti er þetta heil- brigð skemmtun eða í það minnsta skárra en að kaupa landaflösku og drekka sig fullan niðri í bæ.“ Ragnar Brynjólfsson, stjórnandi leiks- ins Hringur dauðans, í DV. ■ i .......-.a.,;• Kartöflur voru fyrst ræktaðar hér á landi um miðja átjándu öld. Kartöflur og túnrækt Kartöflur hafa verið í fréttum að undanförnu vegna verðstríðs. Þetta er orðinn árviss atburður á •> haustin þegar kemur í ljós hvort uppskeran er mikil eða litil. Kartöflurækt er ekki mjög gömul hér á landi, þær voru fyrst ræktaðar á Bessastöðum 1758. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hélt síðan þeirri ræktun áfram. Þó að miklir erf- iðleikar steðjuðu að atvinnuveg- um landsmanna á öndverðri 19. öu' tók garðyrkja miklum fram- fö’ um og þá kartöflurækt einnig. E.igar skýrslur eru til um stærð matjurtagarða á nítjándu öld, að- eins fjölda þeirra. 1804 voru mat- jurtagarðar 293 að tölu en voru orðnir 7442 árið Blessuð veröldin Túnrækt og kornyrkja Túnrækt hér á landi hefst um sama leyti og kartöflurækt. Það var árið 1752 að konungur sendi hingað til lands nokkra bændur með plóga og önnur jarðyrkju- verkfæri, sem ekki höfðu þekkst hér áður, til þess að kenna lands- mönnum túnasléttun og korn- yrkju. Þeir fengu býli til ábúðar víða um land en eitthvað hefur það vafist fyrir þeim kennslan og hurfu þeir á brott eftir skamma veru. Víða stormur í dag verður austan- og norðvest- an hvassviðri eða stormur víða á landinu. Rigning verður sunnan- lands og austan-, slydda norðan- lands um hádegisbil en á Vestfjörð- um má reikna með slyddu eða snjó- komu síðar í dag. Lægir og dregur Veðrið í dag úr úrkomu sunnan- og suðaustan- ’lands síðdegis en í kvöld er gert ráð fyrir roki og jafnvel ofsaveðri um landið norðvestanvert. Hiti á bilinu 0 til 5 stig, hlýjast sunnanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- austan stinningskaldi og allhvasst og fer að rigna. Hvassviðri eða stormur í efri byggðum fram eftir degi (Grafarvogur, Mosfellsbær). Heldur hægari og styttir upp síðdeg- is. Sólarlag í Reykjavík: 17.39 Sólarupprás á morgun: 8.47 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.23 Árdegisflóð á morgun: 6.07 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri snjóél 0 Akurnes slydda 4 Bergsstaöir úrk. í gr. -1 Bolungarvík snjóél á síö.klst. 0 Egilsstaóir snjókoma 2 Grímsey alskýjað 1 Keflavíkurflugvöllur alskýjaö 2 Kirkjubœjarklaustur skýjaö 3 Raufarhöfn alskýjaö 1 Reykjavík alskýjað 3 Stórhöföi alskýjaó 4 Helsinki rigning 8 Kaupmannahöfn þokumóða 10 Ósló skýjaó 11 Stokkhólmur þokumóöa 7 Þórshöfn rigning 8 Amsterdam þokumóóa 11 Barcelona þokumóða 15 Chicago skýjaö 9 Frankfurt þokumóöa 5 Glasgow rigning á síú.klst. 15 Hamborg þokumóöa 8 London mistur 14 Los Angeles heiöskírt 17 Lúxemborg léttskýjaö 8 Madrid súld 13 Mallorca skýjaö 13 New York heiðskírt 16 Nice léttskýjaó 12 Nuuk léttskýjaö -4 Orlando alskýjað 22 Valencia þokumóöa 14 Vín hálfskýjaö 4 Winnipeg léttskýjaö -4 Jón Björn Skúlason atvinnumálaráðgjafi: Reykjanes er kjörland til uppvaxtar í iðnaði Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: „Starfið leggst mjög vel í mig. Hér á Suðurnesjum eru menn mjög jákvæðir og tilbúnir aö leggja mik- ið á sig í atvinnumálum. Reykja- nes hefur marga kosti umfram önnur svæði á landinu. Það er alit til staðar hér og ég tel þetta svæði Maður dagsins kjörland uppvaxtar í iðnaði," segir Jón Björn Skúlason sem var fyrir skömmu ráðinn atvinnumálaráð- gjafi hjá Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar. Jón Bjöm vinnur ásamt fleirum á skrifstofunni fyrir fólkið á Suð- urnesjum. Hann segir að nú vilji fólk horfa meira á atvinnumálin í heild sinni en eitthvert vandamál í hverju sveitarfélagi fyrir sig, menn Jón Björn Skúlason. starfi vel saman en ekki sundraðir. Hann vill beina kröftunum að fyr- irtækjum sem eru til staðar og halda þeim gangandi. Jón Bjöm lauk mastersprófi í hagrænni landafræði í Vancouver í Kanada haustið 1994. Að loknum prófum dvaldi hann um tíma í Kanada við kennslu og rannsókn- ir. Hann kom heim um síöustu ára- mót og starfaði við verkefhisvinnu áður en hann var ráðinn tU Suður- nesja. Jón Björn er fæddur og upp- alinn á Seltjarnarnesi en fluttist tU Suðurnesja starfsins vegna. Hann býr í Keflavík og líkar ,vel að búa þar ög segir veðurfarið vera það sama og á Seltjarnarnesi. Áhugamál Jóns Björns eru íþróttir. Hann lék í yngri flokkum með KR í knattspyrnu og hand- bolta með Gróttu. Þá hefur hann gaman af almennri útivist. Eigin- kona hans er Steinunn Hauksdótt- ir jarðfræðingur og eiga þau von á sínu fýrsta barni á næstunni. Myndgátan Prísar sig sæla EYþoR,- Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki I>V Leikur í 2. deild í handbolta Það er rólegt i íþróttum hér á landi í kvöld. Aðeins einn leikur er á dagskrá í handboltanum. Er það leikur í annarri deildinni á milli Ármanns og Fram. Fer hann fram i Laugardalshöll og hefst kl. 20.00. Annað kvöld er aftur á móti mikið um að vera í handboltanum en þá fer fram heU umferð í 1. deUdinni, leikir í 2. deUd og 1. deild kvenna. Körfu- íþróttir boltinn er hins vegar í fríi fram að helgi Fyrir þá sem heima sitja er vert að benda á hinn fjölbreytta íþróttaþátt á Stöð 2, Visa-Sport, en þar er fitjað upp á ýmsu sem ekki er vanalega í íþróttaumfjöU- un fjölmiðla, bæði tU skemmtun- ar og fróðleiks. Skák Ætti svarturað sætta sig við þrá- skák í meðfylgjandi stöðu með 1. - Dh6+ 2. Kg3 Df4+ o.s.frv. eða stend- ur honum eitthvað betra til boða? Staðan er úr nýlegri skák banda- ríska stórmeistarans Larrys Christi- ansens, sem hafði svart, og Danans Ole Jakobsen. Hvað leikur svart- ur?Bandaríski stórmeistarinn gerði smekklega út um taflið með 1. - He6!! sem hótar hróksmáti á h6. Eft- ir 2. fxe6 g5+ 3. Kh5 Rf6 er hvítur mát! Jón L. Árnason Bridge Svíarnir Wirgren og Bennet hafa sennilega talið að þeir myndu ekki tapa á niðurstöðunni í þessu spili úr undanúr- slitaleik Svia við Kanadamenn á HM í Peking í síðustu viku. Sagnir gengu þannig hjá þeim í lokuöum sal, AV á hættu og norður gjafari: * -- «4 842 ♦ D10953 * KG986 Norður Austur Suöur Vestur Wirgren Silver Bennet Kokish 1G pass pass 2* pass Dobl pass p/h Dobl 24 Tvö lauf hjá Kokish lýsti spilum með einn lit og Silver, sem var næsta viss um að það væri spaði, ákvað að passa. Kokish tók út í 2 spaða við doblinu og út- spil varnarinnar var spaðanian. Kokish tapaði hinum augljósu 7 slögum og Sví- arnir skráðu 500 í sinn dálk og voru ekk- ert óánægðir með það. En þeir áttu eftir að stórtapa á spilinu. Sagnir gengu þannig í opnum sal: Norður Austur Suður Vestur Molson Morath Baran Bjerreg. 1G pass pass 24 3« Dobl pass 44 pass pass Dobl p/h Litlu munaði að illa færi fyrir Kanada- mönnunum þegar 3 laufin voru dobluð, en Bjerregárd kom til bjargar með hinni undarlegu einhliða ákvörðun að stökkva í 4 spaða. Molson byrjaði vel með því að spila út tígulkóngnum. í öðrum slag kom tígull á ás, hjarta á drottningu norðurs, báðir ásarnir teknir og þriðja hjartanu spilað. Bjerregárd prófaði spaðagosann, Baran drap á ásinn, spilaði tígli sem norður trompaði og spaðatían varð átt- undi slagur varnarinnar. Það gerði 1400 og 14 impa til Kanada. Isak Örn Sigurðsson é KDG8543 4* KG9 •+ 74 * 10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.