Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1995, Blaðsíða 36
FR ÉTTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 NIUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1995. Síldarviðræöur í Moskvu: Miðar í réttaátt - segir sjávarútvegsráðherra „Viöræðumar hafa gengið ágæt- lega. Það hefur miðað í rétta átt en það er ljóst að þetta mun taka nokk- um tíma,“ segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um viðræður íslenskra, norskra, færeyskra og rússneskra embættismanna um norsk-íslenska síldarstofninn. Á fundinum, sem haldinn er í Moskvu, er farið í gegnum skýrslu sem unnin var að beiðni þjóðanna um ástand síldarstofnsins og breytt- ar göngur. Skýrslan hefur valdið deilum í Noregi vegna þess að ekki fengust úr henni upplýsingar. Þor- steinn segir að samstaða hafi verið um að segja ekki frá efni skýrslunnar fyrirfundinn. -rt Kærauppsögn: Skilaboð til verkafólks - segirBjömGrétar „Þetta eru skilaboð til verkafólks sem ekki verða misskilin, daginn áður en þing Verkamannasambands- ins hefst. Ég hef áður varað Vinnu- veitendasambandið við að fara með þetta ágreiningsmál fyrir dómstóla. Sú aðvörun stendur enn,“ sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, í morgun. Vinnuveitendasambandið hefur vísað uppsögn kjarasamninga hjá Verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði til Félagsdóms. Forystumenn Verka- mannasambandsins og VSÍ hafa átt viðræður um uppsögn kjarasamn- inga en án árangurs. varð loftlaus Nígerísk 20 mianna feijuflugvél aí gerðinni Beechcraft lenti í vandræð- um á Reykjavíkurflugvelli um fjög- urleytiö í gær þegar nefhjól hennar varö loftlaust strax eftir lendingu. Slökkviliðsbíll kom aðvífandi og dráttarbílldróvélinaískýli. -GHS Tværlétust Tvær konur létu lífið í rútuslysinu í Hrútafirði á sunnudagskvöldið. Þær hétu: Kristín Halldórsdóttir, Dalsgerði 1 B, Akureyri. Hún var fædd árið 1935 og lætur eftir sig eigin- mann og þrjár uppkomnar dætur. Laufey Marteinsdóttir, Skúlabraut 10, Blönduósi. Hún var fædd árið 1960 og lætur eftir sig fjögurra ára son. LOKI Er það ekki óþægilegt fyrir loftför? Rútuslysið mikla í Hrútafirði: MiMumeraeneg fékk upplýsingar um - segir Gísli Júllusson, læknir á Hvammstanga Sessdja Trausladóttii, DV, Hvantmstanga: „Þetta var miklu meira en ég fékk fyrstu upplýsingar um,“ segir Gísli Júiíusson, læknir á Hvammstanga, en harm var á vettvangi í Hrúta- firði ásamt Adolf Þráinssyni lækni. Læknamir frá Hvammstanga fóru ásamt hjúkrunarfræðingi samstundis á slysstaðinn þar sem Norðurleiðarrútan valt á sunnu- dagskvöldið og kölluðu á leiðinni út tvo sjúkrabíla frá Hvammstanga og tvo aðra ásamt lækni og hjúkr- unarfræðingi frá Blönduósi. Þá kölluðu læknarnír einnig út björgunarsveitir og voru í stöðugu sambandi við Jón Baldursson, slysalækni á Borgarspítalanum, og fengu þar góð ráð. Að sögn Gísla fengu þeir félagar skýra mynd af aöstæðum þegar þeír komu á vettvang h)á Þórarni Þorvaldssyni, bónda á Þórodds- BBgBgSggBB Gfsli Júliusson og Adolf Þrálnsson, læknar á Hvammstanga, stjórnuðu aðgerðum á slysstað f Hrútaflrðl. DV-mynd ST stöðum, en heima á bænum kom- ust farþegamir fyrst í húsaskjól, sem og í Brautarholti. Aðstæður á slysstað voru kuldalegar, slydda, blautt undirlendi, lækjargil og belj- andi bylur. „Það sem var verst við aðstæður var að vita ekki nákvæma tölu far- þega og hvort allir væm komnir í leitirnar," sagði Gísli. Margir komu á slysstað og sveit- ungarnir bmgðust skjótt við, komu meö öll sín teppi og lítið slasaðir farþegar hlúðu að þeim meira slös- uðu, klæddu þá í fót, teppi, gardin- ur og jafnvel segl en farþegamir í rútunni voru misjafnlega. vel klæddir. Slyddan og kuldinn gerðu lækn- unum erfitt fyrir í greiningu á meiðslum sjúklinganna. Þá var og erfitt að segja fyrir um hvort sjúkl- ingar voru í losti vegna kulda eða taugaáfalls. Það vaktí athygli Gísla hversu rólegt fóíkið var. „Það virt- ist skynja umfang slyssins og þá færðist einhver stóísk ró yfir far- þegana,“ sagði Gísli. Hann hefur aldrei séð neitt í líkingu við þetta áður. „Það sem mér er efst í huga eftir þessa nótt er hve margir komu á vettvang og allir voru tilbúnir að bjóða sig fram til hjálpar,“ segir Gísli. Hús Steiniðjunnar á ísafirði skemmdist töluvert þegar tvö snjóflóð féllu afðfaranótt sunnudagsins. í síðara flóðinu brotnuðu rúður og hurðir létu undan þunganum. DV-mynd Hlynur Þór Sérstökrannsókn Þrír menn hafa verið skipaðir af dómsmálaráðherra i sérstaka nefnd til að fara með rannsókn á rútuslys- inu. Nefndarmenn eru Magnús Ein- arsson yfirlögregluþjónn, Brynjólfur Mogensen yfirlæknir og Kristján Vigfússon deildarstjóri. Ísaíjöröur: Tvö snjóf lóð á Steiniðjuna Hlyirnr Þór Magnússon, DV, Lafirði: Rúður brotnuðu og hurðir gengu af hjörum þegar tvö snjóflóð féllu á Steiniðjuna á ísafirði aðfaranótt sunnudagins. Fyrra flóðið kom um klukkan þijú og féll að húsvegg en hið síðara kom klukkustund síðar og það olli mestu tjóni. Einnig slitnaði vír í háspennulínu í hlíðinni fyrir ofan Steiniðjuna og voru starfsmenn Orkubús Vestfjarða rétt farnir af vettvangi þegar snjó- flóðin féllu. Rafmagnslaust var víða á Vesttjörðum um helgina og þar er enn vonskuveður með ofankomu. Veðriðámorgun: Stormur eðarok Á morgun verður norðaustan- stormur eða rok á Vestfjörðum en norðlæg átt, allhvöss eða hvöss, víðast annars staðar. Á Vestfjörðum verður slydda, rign- ing allra austast á landinu, slydduél á Norðurlandi en smáskúrir um landið sunnan- vert. Hiti verður á bilinu 1 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 bfother | tölvu |k.f! límmiða \ prentari I =1 -!•! ik 4 Nýbýlavegi.28 - sími 554-4443 K I N G LOTT# alltaf á Miðvikudögum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.