Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 Fréttir _______________________________________________________________________________pv Flateyringar flölmenntu á borgarafund í gærdag: Hægt að koma upp þrem sumarhúsum á 10 dögum Reynir Traustason, DV, Flateyri: Nokkur hundruð manns mættu á borgarafund á Flateyri í gærkvöld. Þar gerðu forráðamenn sveitarfé- lagsins íbúunum grein fyrir fyrstu ráðstöfununum í kjölfar snjóflóðsins sem grandaði 20 manns í síðustu viku. Mikill samhugur er meðal Flat- eyringa, þrátt fyrir hið mikla áfall, að hefja þegar uppbyggingu. Fram kom í máh Magneu Guð- mundsdóttur oddvita að grunnskól- inn yrði starfræktur í tvennu lagi. Annar hluti yrði í húsi Verkafýðsfé- Reykjavlk: Búiðaðút- vega Flat- eyringum tólf ibúðir Að sögn Bjama Kristjánssonar hjá Rauða krossi íslands hefur gengiö vel að útvega húsnæöi á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá Flateyringa sem þess hafa óskað. Frá því á fostudag hafa komið óskir um 12 fbúðir og sagði Bjarni að þeim ætti eftir að fjölga. Bjami sagði framboð af hús- næði meira en nóg. Einstaklingar hefðu boðið fram íbúðir, sömu- leiðis verkalýðsfélög með orlofs- íbúðir og félagsmálaráöuneytið. Þá hafa Flateyringar fengið inni á Hótel Lind við Rauðarárstíg sem er í eigu Rauða krossins. -bjb Flateyri: Fiskvinnslan ígangídag Reynir Traustason, DV, Flateyri: Fiskvinnsla hefst hjá Kambi hf. á Flateyri í dag, aðeins þremur dögum eftír aö snjóflóðiö féU á staðinn. Hinrik Kristjánsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagðí á fundi með íbúum Flateyr- ar að áríðandi væri að hjól at- vinnuiifsins færu aö snúast og lífiö færi í fastar skorður á ný. Um 40 tonn af óunnum fiski voru í Kambi þegar snjóflóðiö féll og nú er tekiö til við að bjarga aflanum ft-á skemmdum. Nýlega tvöfaldaði fyrirtækið kvótaeign slna. Akureyri: Óvenjurólegt Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er óhætt aö segja að helgin hafi verið óvenjuróleg hér í bæn- um og þótt það sé ágiskun þá sefja menn þaö f samband viö hina al- varlegu atburði sem áttu sér stað í síðustu viku,“ sagöi1 varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri í gær. Sem dæmi um rólegheitin gisti enginn fangageymslu lögregl- unnar í fyrrinótt og aðeins tveir nóttina áöur. Óvenjuíáir voru á öldurhúsum bæjarins og í miö- bænum eftir að þeim var lokað. - leikskóli og grunnskóli taka til starfa í dag lagsins Skjaldar en hinn hlutinn í bókasafni staðarins. Þá kom fram að leikskólinn, sem er á svæði næst rústunum, hefði verið færður í íbúð- arhúsið að Hafnarstræti 13. Þar með verður bæði grunnskóli og leikskóh starfræktir á svæði fjarri hörm- ungasvæðinu. Tvær fóstrur munu koma á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga til að annast rekstur leikskólans. Sem stendur eru um 20 böm á Flateyri en það er aöeins þriðjungur þess fjölda sem var fyrir snjóflóðið. Magnea sagði að þegar hefði verið hafist handa við uppbyggingu á staðnum. „Það er mögulegt að koma upp þremur sumarhúsum á staðnum innan 10 daga. Það fyrsta sem þarf aö gera er að kanna alla möguleika til uppbyggingar,“ sagði Magnea. Kristján J. Jóhannesson sveitar- stjóri gerði grein fyrir því hvað hefði þegar verið gert. Hann sagði að bens- ínstöð ESSO, sem flóðið lagði í rúst, yrði endurreist neöst á eyrinni og tilbúin á miðvikudag. Þá sagði hann aö ný innkeyrsla á staðinn væri í sjónmáli og strax yrði hafist handa viö hana. Þar er um að ræöa garð sem lagður verður yfir sjóinn og tengir smábátahöfnina við þjóðveg- inn skammt innan þess staðar þar sem bensínstöðin stóð áður. Gamla innkeyrslan er á kafi undir snjó og braki sem ekki verður hreyft við að svo stöddu. Kristján sveitarstjóri sagði að þeg- ar heföi verið óskaö eftir nýju skipu- lagi á Flateyri neöan við Tjamargötu utan þeirrar byggðar sem varð snjó- flóðinu að bráð. Það væri mat stjórn- enda sveitarfélagsins að á því svæði rúmaðist að minnsta kosti 450 til 500 manna byggð en fyrir snjóflóðiö voru Strax og snjóflóðahættu var aflýst hófst skipulagt hreinsunarstarf á Flateyri um helgina. Hvert þeirra húsa sem skemmdist í flóðinu fékk úthlutað gámi og þangað fóru björgunarmenn með persónulega muni fólks í samráði við eigendur eða tilsjónarmenn húsanna. Hér fer björgunarmaöur klyfjaður pokum í einn gámanna, sem alls voru um 20, uppi við smábátahöfnina á Flateyri. DV-mynd GVA Hreinsunarstarf á Flateyri: Reynt að koma í veg fyrir sömu mistök og í Súðavík - segir Benedikt Alfonsson í neyðarsveit slökkviliðsins Reynir Traustason, DV, Flateyri: „Margir okkar voru í Súðavík og við reynum að koma í veg fyrir að gera sömu mistök og þar urðu,“ seg- ir Benedikt Alfonsson, varðstjóri Slökkviliðsins í Reykjavík. Benedikt er einn 15 manna úr neyð- arsveit slökkviliðsins sem nú eru að vinna aö því að bjarga persónulegum eigum þeirra sem áttu hús í snjóflóð- inu á Flateyri. Hann vitnar þama til þess að hreinsunarstarf í Súðavík var mjög gagnrýnt af mörgum þeirra sem áttu eigur sínar í snjóflóðinu þar. Berg- sveinn segir að nú veröi húseigendur aö fylla út eyðublöð þar sem þeir heimila leit í rústum húsa sinna eða tilgreina umsjónarmenn sem fylgist með leit og flokkun persónulegra muna. rúmlega 400 manns á staðnum. Hann sagði aö á staðnum væru 5 til 10 íbúð- arhús sem stæðu auð og þörfnuðust ekki mikilla lagfæringa. Nú stæði yfir könnun á því hver þörfin væri fyrir íbúðarhúsnæöi. Sveitarstjórn Flateyrarhrepps hefur óskaö eftir því að þegar veröi gert nýtt hættumat fyrir staðinn. Þá hefur sveitarstjórn- in óskað eftir því að Holtsbryggja verði endurbyggð með tilliti til ör- yggis íbúanna ef slys ber að höndum. Eyjafiarðarsveit: Ók á hross ogútaf Gylfi Kriatjánsson, DV, Akureyri: Fólksbifreið valt á veginum við Melgerðismela í Eyjafjarðarsveit á laugardagskvöld en bifreiðin hafði ekið á hross sem var í hópi fleiri hesta á veginum. Ökumanninum tókst að afstýra því að lenda í hrossahópnum en rakst utan í eitt hrossiö með þeim afleiðingum að hann missti stjóm á bifreiöinni sem valt út fyrir veginn. Engin meiðsl urðu á fólki i bifreiöinni. Lausaganga hrossa í Eyjafjaröarsveit er bönnuð. Stuttar fréttir Læknirtil Bosníu Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að HaUdór Baldursson bæklunarskurðlæknir fari til starfa i heilsugæslusveit norska hersins í Bosníu-Hersegóvinu næstu sex mánuði. Áætlað er aö tveir íslenskir hjúkrunarfræð- ingar fari þangað á næsta ári. Landsfundifrestað Vegna hörmunganna á Flateyri hefur verið ákveðið að fresta landsfundi Sjálfstæöisflokksins sem vera átti um næstu helgi. Fundurinn verður í mars eða apríl á næsta ári. Bræðsla í Þoriákshöfn Forráðaraenn Vestdalsmjöls og Hafnarmjöls hafa að undanfomu verið í viðreeðum um byggingu stórrar loðnubræðslu í Þorláks- höfn. Stöð 2 greir.di frá þessu. Stoliðfrá Laxness? Vangaveltur eru uppi um hvort franskur rithöfundur hafi stolið efni úr íslandsklukku Hall- dórs Laxness í nýútkominni bók sinni. Samkvæmt frétt RÚV ætla forráöamenn Vöku-Helgafells aö kanna hvort svo sé. SilfurhjáÆvari Enskur silfurpeningur hefur greinst úr pyngju Ævars frá Skriðdal, kumlbúans sem fannst í sumar í samnefndum dal á Aust- urlandi. Ríkissjónvarpið greindi fráþessu. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.