Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 13
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995
13
Fréttir
„Ég hef oft heyrt af því þegar slys hafa orðið að fólk talar um að bíll þeirra
hafi skyndilega breytt um stefnu,“ segir Þórarinn Grímsson í Þorlákshöfn
um ástand vega í grennd við Þorlákshöfn og viðar. DV-mynd KE
Vegagerðin á Suðurlandi malbikar í slitför:
Skapar öllum
vegfarendum
stórhættu
- segir Þórarinn Grímsson, bifreiöarstjóri í Þorlákshöfn
„Þessar brúnir skapa öUum bílum
stórhættu. Ég er ekki í nokkrum vafa
um að það hafa orðið mörg slys þeg-
ar bílar hcifa verið að mætast og
lenda utan í þessum brúnum. Þá
kippir í stýrið og bíllinn breytir oft
um stefnu. Ég hef oft heyrt af því
þegar slys hafa orðið að fólk talar
um að bíll þeirra hafi skyndilega
breytt um stefnu," segir Þórarinn
Grímsson í Þorlákshöfn um ástand
vega í grennd við Þorlákshöfn og víð-
ar.
Þórarinn, sem starfaði lengi sem
bifreiðarstjóri á rútum og öörum
stærri bílum, vitnar þarna til þess
að víða á malbikuðum vegum eru
skorningar þar sem Vegagerðin hef-
ur fyllt í slitfór. Þar hefur ekki verið
látið nægja að fylla upp í forin heldur
hefir verið hækkað upp um 3-5 sentí-
metra og þar með eru komnar hvass-
ar brúnir á veginn sem valda stór-
hættu.
„Ég hef enga skýringu á því.hvers
vegna þetta er gert svona. Að frátal-
inni hættunni af brúnunum þá
myndast hættuástand þegar vatn sit-
ur þarna á milli og frýs. Þá verður
þama glerhált og ekki minni hætta
en af brúnunum sjálfum. Mér er það
óskiljanlegt að þeir skuli ekki vaita
þetta út og slétta úr því,“ segir Þórar-
inn.
Sigurður Jóhannsson, umdæmis-
tæknifræðingur Vegagerðarinnar á
Suðurlandi, staðfesti að nokkrir veg-
arkaflar væru með þeim hætti sem
Þórarinn lýsir. Hann segir að þarna
sé fyrst og fremst um að ræða þriggja
kílómetra kafla á Eyrarbakkavegi.
„Við erum að fylla í hjólfor sem em
mjög hættuleg þegar það er bleyta
og það getur orðið flot á bílunum.
Við fyllum þetta upp með svona
grófu efni til þess að þurfa ekki að
fara tvisvar sinnum. Þetta er það
gróft að það nægir okkur að setja
einu sinni sem er helmingi ódýr-
ara,“ segir Sigurður.
Hann segir að þetta hafi sína kosti
þegar hálka er á vegum.
„Eftir því sem það er grófara þá
stendur þetta lengur upp úr. Því
meira sem er slétt því meiri hálka
verður. Það stendur til að leggja yfir
þetta finna efni á næsta ári,“ sagöi
Sigurður. -rt
Rlkisspítalar:
Ýmsir nef ndir í for-
stjórastólinn
Auglýst verður eftir umsóknum
um starf forstjóra Ríkisspítalanna en
Davíð Á. Gunnarsson, núverandi
forstjóri, tekur við starfi ráðuneytis-
stjóra í heilbrigðisráðimeytinu 1.
desember. Búist er við að mikill fjöldi
fólks sæki um stöðuna.
Nokkur nöfn hafa verið nefnd í
sambandi við ráðningu forstjóra.
Guðmundur G. Þórarinsson, núver-
andi formaður stjórnamefndar spít-
alanna, hefur verið nefndur til sög-
unnar en í samtah við DV sagðist
hann ekki hafa hugleitt að sækja um.
Hann hefur talsverða reynslu cif Rík-
isspítölunúm því að hann gegndi for-
mennsku einnig í ráðherratíð Guð-
mundar Bjamasonar.
Fastlega er búist við að Pétur Jóns-
son, framkvæmdastjóri fjármála
Ríkisspítala, Ingólfur Þórisson,
framkvæmdastjóri tæknimála, og
jafnvel Guðríöur Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur Ríkisspítala og starf-
andi framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóös bænda, sæki um stöðu forstjóra
auk annarra innanhússmanna.
Líklegt er talið að nokkrir starfs-
menn heilbrigðisráðuneytisins sæki
um stöðuna og koma þar sérstaklega
til greina Guðjón Magnússon skrif-
stofustjóri og Dögg Pálsdóttir lög-
fræðingur, dóttir núverandi ráðu-
neytisstjóra.
Þegar DV hafði samband við Guð-
jón Magnússon nýlega neitaði hann
að svara því hvort hann hugleiddi
umsókn. Aðspurður hvort hann
myndi standa við þá yfirlýsingu sína
að segja upp skrifstofustjórastöðu
sinni vildi hann ekki svara. Bæði
hann og Dögg Pálsdóttir lýstu yfir
að þau myndu segja upp störfum eft-
ir að Davíð Á. Gunnarsson var ráð-
inn ráðuneytisstjóri í heilbrigðis-
ráðuneytinu. Ekki náðist í Dögg.
Gert er ráð fyrir að Pétur Jónsson
eða Ingólfur Þórisson gegni störfum
forstjóra þar til nýr maður tekur við
störfum í janúar eöa febrúar á næsta
ári.
Stjórnarnefnd Ríkisspítalanna sér
um að auglýsa stöðu forstjóra og eiga
viðtöl viö umsækjendur. Sérstök
nefnd leggur mat á hæfni umsækj-
enda en heilbrigðisráðherra tekur
lokaákvörðun um ráðninguna.
-GHS
Verð kr. 24.530,-
flugsæti með sköttum
Verð kr. 30.530,-
Flug og hótel með
morgunmat, m.v. 2 í herbergi,
9. nóv.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600
Nú seljum við síðustu sætin í helgarferðina 9. nóvem-
ber. Undirtektir við Londonferðum Heimsferða hafa
verið ótrúlega góðar enda London mest spennandi
heimsborg Evrópu. Tryggðu þér síðustu sætin
í helgarrispu þann 9. nóvember á frábæru
verði og njóttu góðrar þjónustu farar-
stjóra Heimsferða í London á með-
an á dvöl þinni stendur.
Með Black Line myndlampa,
40W Nicam Stereo magnara
með Surround, aðgerða-
birtingu á skjá, textavarpi með
ísl. stöfum, fullkominni
fjarstýringu, Timer, klukku á
skjá, S-VHS inngangi og
tveimur Scart-tengjum.
Si&i & jí^kIísíííén
SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
ALLT ÞETTA
FYRIR AÐEINS
STGR.
eni
Svomin aflurf