Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskritt: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ ' Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími:,462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Samhug með Flateyringum Snjóðflóðið, sem féll yfir blómlega byggð á Flateyri við ÖnundarQörð í síðustu viku, hrifsaði til sín tuttugu mannslíf. Fólk á öllum aldri, karlar, konur og börn, urðu hamfórum náttúrunnar að bráð. Margir eiga um sárt að binda eftir svo hörmulegan mannskaða. Það áfall mun með einum eða öðrum hætti fylgja þeim, sem misst hafa nána ættingja og vini, um langa framtíð. Þótt mestu muni um mannslífin í náttúruhamfórum af þessu tagi þá hafði snjóflóðið á Flateyri líka í för með sér margvíslegan annan skaða. Þar er auðvitað efst á blaði að flóðið eyðilagði að mestu eða öllu leyti um tvo tugi íbúðarhúsa. Fómarlömb snjóflóðsins og aðstandendin- þeirra hafa orðið fyrir gífurlegu eignatjóni í snjóflóðinu mikla sem lagði hús þeirra og innbú allt í rúst. Margir hafa þannig mátt horfa upp á veraldlegan arð ævistarfsins verða’að litlu eða engu á einni nóttu. Missir ástvina verður aldrei bættur með fjármunum. En eignatjón er hægt að bæta. Þar geta allir landsmenn lagt sitt af mörkum og þar með hjálpað Flateyringum að koma fjárhagslega undir sig fótunum á nýjan leik. í þessu skyni hafa allir helstu fjölmiðlar landsins, dag- blöð, sjónvarpsstöðvar og útvarpsstöðvar, tekið höndum saman við Rauða krossinn, Hjálparstofnim kirkjunnar og Póst og síma um að hrinda af stað fjársöfnuninni Sam- hugur í verki. Söfnunin hófst fyrir helgina og henni lýk- ur seint annað kvöld. Þessir sömu aðilar stóðu fyrir sams konar fjársöfnun eftir snjóflóðið hörmulega í Súðavík í janúar siðastliðn- um. Þá safnaðist á fáeinum dögum meira fé en dæmi voru um áður hér á landi. Þjóðin sýndi með víðtækum stuðningi sínum við þá sem áttu um sárt að binda í Súða- vík að á slíkri sorgarstundu eru íslendingar ein fjöl- skylda þar sem samhugur og samhjálp ræður gjörðum manna. Fréttir af gangi fjársöfnunarinnar nú um helgina gefa til kynna að landsmenn ætli ekki síður að sýna Flat- eyringum eindregna samstöðu í verki. Því miður varð nokkur ágreiningur um ráðstöfun hluta þess fjármagns sem safnaðist vegna snjóflóðsins í Súðavík. Þær umræður áttu að hluta til rót sína að rekja til ákvarðana um óeðlilega leynd yfir úthlutunum ,úr sjóðnum. En þótt upplýsingar liggi af þessum sökum ekki fyrir þarf enginn að efast um að söfnuðarféð hefur víða komið að miklum notum hjá því fólki sem missti allt sitt í Súðavík. Fjárstuðningurinn hjálpaði Súðvíking- um til að ganga á ný út í lífið og horfa til framtíðar. Framlag aknennings til þeirrar söfnunar sem nú stendur yfir til stuðnings Flateyringum mun með sama hætti skipta sköpum fyrir þá flölmörgu einstaklinga sem nú þurfa að læra að lifa með sorginni og ganga fram á veg daglegs lífs á nýjum grunni, hvort sem það verður á Flateyri eða annars staðar á landinu. Ljóst er af yfirlýsingum Flateyringa að fyrir þá skipt- ir miklu máli sá stuðningur, hlýhugur og samúð sem landsmenn hafa sýnt öllum þeim sem lifðu af hörmung- arnar. Það er Flateyringum mikil huggun í sorginni að finna með svo afdráttarlausum hætti að þeir eru hluti stórrar, íslenskrar fjölskyldu. DV hvetur landsmenn alla, einstaklinga, stofnanir, fé- lög og fyrirtæki, til að sýna hluttekningu sína með Flat- eyringum í verki. Það verður best gert með því að leggja í hengingarólinni Hinn almenni húsnæöiskaup- andi á íslandi er álíka settur og maður sem hefur saklaus verið leiddur undir gálga með snöru um hálsinn. Hann vonast til að réttsýnir menn leysi sig úr hengingarólinni en verður fyrir hverju áfallinu af öðru. Oftast er hert að ólinni en einstaka sinnum birtast miskunnsamir menn og lengja í spottanum. Erfitt er að finna myndmál sem lýsir húsnæðismálum okkar betur. Aðgerðum i húsnæðismálum má flokka í tvennt. í annan hópinn falla þær sem líkja má við að lengt sé í hengingaról- inni. Þær virðast vera til bóta við fyrstu sýn. Þegar betur er skoðað fresta þær þó einungis vandanum. Hinum hópnum má líkja við að hert sé að henginga- rólinni. Þær gera vanda sem var ærinn fyrir enn verri. Lengt í hengingarólinni Nýlega voru boðaðar aðgerð- ir um lengingu lánstíma hús- næðislána í húsbréfakerfinu úr 25 árum í 40 ár. Á þann hátt hugðust menn létta greiðslu- byrði lánanna. Tilgangurinn er „Ráðstafanir síðustu félagsmálaráðherra hafa varla dugað til að fleyta vand- anum inn á borð þess næsta“, segir Stefán m.a. i greininni. að sjálfsögðu að auka kaupgetu fólks og minnka greiðsluvanda. Þeir sem skyggndust undir yfir- borðið komu hins vegar strax auga á að vandanum var einungis frestað í stað þess að ráðast að rót- um hans. í stað þess að bera þunga og vax- andi greiðslubyrði „aöeins" í ald- arfjórðung hvílir hann nú á fólki alla starfsævi þess. Vandanum var frestað. Þetta kallar fólk að lengja i hengingarólinni og skilja allir hvað við er átt. Segja má að flestar aðgerðir í húsnæðismálum í ára- tug hafi verið af þessum toga. Nefna má mörg dæmi ekki síst greiðsluerfíðleikalánin. „Það lafir á meðan ég lifi“ var haft eftir ffönskum keisara sem í sögunni er frægur fyrir annað en stjórnvisku. Ráðstafanir síðustu félagsmálaráðherra hafa varla dugað til að fleyta vandanum inn á borð þess næsta. Menn hafa varla tölu á öllum þeim allsherjarlausn- um sem kynntar hafa verið á hús- næðisvandanum síðasta áratug- inn. Fyrir húsnæðiskaupendur hefur allt þetta virkað eins og frestun á því að tekið sé á vandan- um, lengt sé í ólinni. Hert að hengingarólinni Öll húsnæðislán eru orðin verð- tryggð jafngreiðslulán, veitt til áratuga. Með húsnæðiskaupum er fólk þess vegna núorðið sligað af greiðslubyrði megnið af ævinni. Hvað þetta varðar höfum við ís- lendingar sérstöðu. Húsnæðiskaup miðast við aðstæður sem gilda þegar kaupin eru gerð. Vextir og bætur úr skattakerfinu skipta þá til dæmis höfuðmáli. Þegar vextir eru hækkaðir fyrir- varalaust á opinberum húsnæðis- lánum breytast forsendur til hins verra fyrir húsnæðiskaupendur án þess að neitt komi á móti. Vextir af félagslegum húsnæðislánum voru fyrir fáum árum hækkaðir um helming. Við það þyngdist greiðslubyrði lánanna. Aðstæður fólks sem keypt hafði íbúðir sínar miðað við lægri vext- ina breyttust þá fyrirvaralaust. Vaxtabætur lækka sífellt að raun- Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur virði frá einu ári til annars. Hús- næðiseigendur sem þeirra njóta höguðu kaupum sínum í samræmi við opinbert greiðslumat. í greiðslumatinu var kaupgetan reiknuð miðað við vaxtabætur eins og þær voru á kaupdegi. Kaupin lutu því opinberri forsjá. í hvert sinn sem vaxtabætur skerðast er forsendum breytt og vandi kaupenda vex. Þessum að- gerðum verður helst líkt við að hægt og bítandi sé hert að heng- ingarólinni. Vandi húsnæðiskau- penda er stöðugt aukinn. Stefán Ingólfsson „í staö þess að bera þunga og vaxandi greiöslubyrði „aöeins“ í aldarfjórðung hvílir hann nú á fólki alla starfsævi þess. Vandanum var frestað.“ Skoðanir annarra Oraunhæfar hugmyndir? „Það er ekki ofmælt að ísland sé á mörkum hins byggilega heims ... Þeir atburðir, sem hafa orðið á Vestfjörðum á þessu ári, hljóta að vekja upp alvar- legar spurningar um, hvernig bezt verði hægt að tryggja öryggi þess fólks, sem býr í sjávarplássum viðs vegar um landið, þar sem hætta er á snjóflóð- um. Sú hætta er fyrir hendi víða um land, bæði á Norðurlandi og á Austfjörðum. Þær hugmyndir, sem menn hafa gert sér um það hingað til a.m.k. geta varla talizt raunhæfar eftir það, sem gerðist á Flateyri." Úr forystugrein Mbl. 27. okt. Risaeðla í lífeyriskerfinu „Tímabærar hugmyndir viðskiptaráðherra um aukna samkeppni um lífeyri landsmanna hafa enn einu sinni minnt á hvers konar risaeðla lífeyirskerf- ið er - og í hvers höndum það er ... Það er of sjald- an minnt á hvernig hagsmunir leiðtoga launþega rekast á þegar þeir stjórna jafnframt stærstu lífeyr- issjóðunum ... Staðreyndin er sú, að þeir, sem eru kjömir fulltrúar til að reka kjarabaráttu alþýðunn- ar, sitja samtímis á sjóðum sem miklu ráða um kjör fólksins í landinu." Úr forystugreinum Helgarpóstsins 26. okt. Örlögunum storkað „íslendingar hafa ekki ennþá náð sátt við landið sitt... Er kannski kominn tími til að skilja heimili frá vinnustað þar sem náttúran lætur enn tfl skarar skríða með snjóflóðum og skriðuföUum? Geta for- eldrar áfram boðið börnum sínum falskt öryggið í hlýju rúmi að kvöldi, þegar búist má við ísköldum snjófaðmi um nóttina? Hversu mikið vilja menn leggja á sig og sína fyrir átthagatengslin ein saman? ... Líður senn að því að verstöövar undir fjallshlíö- um verða dvalarstaðir frekar en heimUi? Hversu lengi getur fjölskyldufólk haldið áfram að storka ör- lögunum?" Ásgeir Hannes í Tímanum 27. okt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.