Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995
17
Fréttir
'Rannsókn á börnum á Vesturlandi:
Fyrirbyggjandi
vinna skilar árangri
Daníel Ólafeson, DV, Akranesi:
Rannsókn, sem gerð var á börnum
á Vesturlandi 1992, sýnir ljóslega
fram á hversu brýnt er að vandamál-
um þeirra sé sinnt snemma ef eitt-
hvað bregður út af hvaö varðar
þroska. Rannsóknin sýnir jafnframt
að á þennan hátt mættl spara umtals-
vert fé. Þetta síðastnefnda atriði ætti
aö vekja áhuga sveitarstjórnar-
manna þar sem rekstur grunnskól-
anna verður í þeirra höndum eftir
tæpt ár eins og og rekstur leikskóla.
Elmar Þórðarson sérkennslufræð-
ingur stjórnaði rannsókninni. At-
huguð voru u.þ.b. 60 böm af svæðinu
í tengslum við fjögurra ára skoðun
heilsugæslustöðva. Athuguninni var
fylgt eftir með frumgreiningu og
ráögjöf til foreldra.
Nú þegar þessi börn hafa verið eitt
ár í skóla kemur í ljós að þörf fyrir
sérkennslu er minni hjá þessum hópi
en sambærilegum hópi sem ekki
varð þessarar þjónustu aðnjótandi.
í haust kom út skýrsla á vegum
Fræðsluskrifstofu Vesturlands þar
sem skýrt er frá þessum niðurstöð-
um og nefnist hún Samstarf opin-
berra aðila á Vesturlandi um for-
skólabörn - lokaskýrsla. Árið 1993
kom út samnefnd skýrsla sem segir
frá úrtakshópnum og gangi verkefn-
isins áður en börnin byrjuðu í skóla.
Lokaskýrslan fylgir eftir- úrtaks-
hópnum og fjallar m.a. um sér-
kennslubeiðnir grunnskólanna á
Vesturlandi og þann árangur sem
metinn er afrakstur þroskamats,
ráðgjafar og þjálfunar á forskólastigi.
Skýrslurnar hafa verið sendar
samstarfsaðilum en aðrir sem óska
eftir þeim geta pantað þær hjá
Fræðsluskrifstofu Vesturlands í
Borgarnesi.
Ökuskóli
íslands
Dugguvogur2
MEIRAPROF
Námskeið til aukinna
ökuréttinda 3. nóv.
S. 568 38 41
Landgræðsluferð
1995 v
Ferðaklúbburinn 4x4 fer í hina árlegu land-
græðsluferð laugardaginn 4. nóv. nk. Farið
verður upp á Haukadalsheiði og lagðir út
baggagarðar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins
til að stöðva sandfok ofan af heiðinni. Farið
verðurfrá Mörkinni 6 kl. 9 stundvíslega. Skráning
í síma 553 6489 (Valur) og 552 1761 (Claus) fyrir föstudag 3. nóv.
Félagar, tökum höndum saman og fjölmennum í ferðina.
Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4
Blöriduós:
Þrengsli á sjúkrahúsinu
Magnús Ólafeson, DV, Blönduósi:
„Það er mjög alvarleg stefna ef
stjórnvöld hugsa sér að loka almenn-
um sjúkrahúsum á landsbyggðinni
en hafa þar eingöngu heilsugæslu-
stöðvar og langlegudeildir,“ sagöi
einn viðmælandi fréttaritara þegar
verið var að ræða umferðarslysið í
Hrútafirði á dögunum. „Við getum
því miður alltaf átt von á stórum
umferðarslysum jafn mikil og hröð
og umferðin er og það er ekki víst
að veður leyfi að dreifa sjúklingum
um svæði allt frá Reykjavík til Akur-
eyrar eins og gert var í þessu til-
felli," bætti hann við.
„Ef þetta slys hefði orðið viku fyrr
hefðum við lent í mjög miklum vand-
ræðum með að koma sjúklingum fyr-
ir hér á sjúkrahúsinu," sagði Böðvar
Örn Sigurjónsson, læknir á Blöndu-
ósi. „Þá lágu nokkrir sjúklingar hér
á göngum og í síðasta mánuði voru
alls 42 legudagar á göngum sjúkra-
hússins. Þegar slysið varð höfðum
við rúm á sjúkrastofu fyrir þrjá
sjúklinga en aörir urðu að gera sér
að góðu að liggja á göngum. Á sama
tíma og þetta gerist bíður heil hæð í
nýrri viðbyggingu við sjúkrahúsiö á
Blönduósi þess að vera innréttuð
sem sjúkradeild. Búið er að ganga frá
húsinu aö utan og það er tilbúið und-
ir tréverk að innan," sagði Böðvar.
Vetrarvörunar eru komnar!
Við höfum yfirstærðirnar
Úlpur - buxur - skyrtur - bolir - vinnufatnaður
og regnfatnaður
Einnig mikið úrval af kventöskum
slæðum - treflum og skartgripum
10% staðgreiðslu afsláttur
Búðin, Bíldshöfða 18
Opið: mánud.-föstud. 10-18
\
Lagt frá landi Vestari-Jökulsár skammt frá bænum Bjarnastaðahlið.
DV-mynd Örn
Ævintýraferðir
í Skagaf irði
Öm Þórarmsson, DV, Fljótum:
„Það hafa nokkur hundruð manns
siglt með okkur í sumar. Mér flnnst
þessi nýi afþreyingarmöguleiki hafa
fengið góðar viðtökur," segir Magnús
Sigmundsson, einn þeirra sem reka
Ævintýraferðir í Skagafirði.
Ævintýraferðir voru stofnaðar árið
1994 og er boðið upp á siglingu á
gúmmíbát, klettaklifur og hestaferð.
Siglingin fer oftast fram á Vestari-
Jökulsá í Skagafirði en einnig hefur
verið siglt niður Hjaltadalsá og
Blöndu. Fólk hefur komið langt að
til að fara í bátsferð enda skilyrði
mjög góð á þessu svæði.
Klettaklifur eða bjargsig er í
klettadrang niðri við Jökulsá,
skammt frá bænum Villinganesi í
Lýtingsstaðahreppi. Þar er um 15
metra hár nánast lóðréttur klettur
sem fólki gefst kostur á að spreyta
sig a. Bjargsigið er þó aðeins fyrir
valda hópa sem vilja reyna verulega
á sig og áhersla er lögð á að þáttak-
endur séu vel á sig komnir líkamlega.
Hestaferðirnar eru síðan með ýms-
um hætti og geta staðið allt frá
nokkrum klukkustundum til heillar
viku (á vegum Hestasports).
Magnús er bjartsýnn á aðsóknina
næsta sumar og segir mikla eftir-
spurn eftir bátsferðunum. Þáer enn-
fremur áformað að bjóða upp á sjó-
stangaveiði frá Sauðárkróki sem
veröur nýr afþreyingarmöguleiki.
„Það er ljóst að fólk sem fer í svona
sækist eftir útiveru sem fylgir
spenna og áreynsla. Margir segjast
aldrei hafa upplifað annaö eins ævin-
týri þegar þeir stíga á land eftir að
hafa velkst um kolmórauða jökul-
ána,“ segir Magnús Sigmundsson að
lokum.
INNBYGGT
Með einu handtaki lyftist barna-
stóllinn upp og barnið get.ur
notað bílbeltið á öruggan hátt.
ORYGGI FYRIR BORNIN!
Innbyggði barnabílstóllinn í Renault 19 veitir barninu öryggi
án þess að vera fyrir þegar barnið er ekki í bílnuni. En
Renault 19 RN er fleiri góðum kostum búinn:
Aflstýri, rafdrifnum rúðum, fjarstýrðri samlœsingu á hurðum,
fjarstýrðu útvarpi og segulbandstœki með þjófavörn, tvískiptu
tiiðurfellanlegu aftursœti með höfuðpúðum og styrktarbitum í
hurðum svo fátt eitt sé talið.
Renault 19 RN er því örugglega góður kostur fyrir alla
RENAULT
etns
ÁRMÚLA 13
SÍMI: 568 1200
BEINN SÍMI: 553 1236
una