Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 18
18
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995
BamaheUl:
Skortur á geð-
heilbrigðisþjónustu
Samtökin BamaheUl telja að al-
varlegur skortur sé á geðheilbrigðis-
þjónustu fyrir böm. í nýlegri skýrslu
samtakanna, sem unnin var í haust
vegna undirbúnings kynningarátaks
samtakanna á Bamasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna, segir að búast megi
viö aö 20 prósent bama þurfi aðstoö
vegna tiifinningalegra erfiðleika,
sem hafa víðtæk áhrif á foreldra,
systkini, skólafélaga og nágranna, og
því sé geðheilbrigðisþjónustan fyrir
neðan öll velsæmismörk.
í fréttatilkynningu frá samtökun-
um kemur meðal annars fram að
staða bama- og unglingageðdeildar í
dag sé sú að einungis sé unnt að
sinna neyðartilvikum og deildin geti
ails ekki sinnt stórum hluta alvar-
legra vandamála. Ætla megi að deild-
in þyrfti að geta sinnt tífalt fleiri
bömum og unglingum en hún getur
í dag ef vel ætti að vera.
í fréttatilkynningunni segir einnig
að ýmsir hópar íslenskra bama séu
vanræktir í heilbrigðisþjónustunni,
til dæmis misþroska böm, böm með
hegðunar- og aðlögunarerfiðleika,
nýbúaböm, böm með sjaldgæfa
sjúkdóma og langveik böm. Stórauk-
in kostnaðarhlutdeild sjúklinga
vegna lyfla og læknishjálpar mis-
muni ekki síst bömum.
Sjálfræðisaldur hækki úr 16 í 18
Dauðaslys á bömum og unglingum
era alltof tíð hér á landi og mun tíð-
ari en í nágrannalöndunum, til dæm-
is í Svíþjóð þar sem slys á bömum
em um það bil helmingi sjaldgæfari
en hér. Vegna þessa þarf að efla for-
vamir og eftirlit með slysavömum.
Þá er lögð áhersla á að sjálfræðis-
aldur barna verði hækkaður úr 16 í
18 ár til samræmis við önnur lönd í
heiminum en samkvæmt Bamasátt-
málanum telst allt fólk í heiminum
undir 18 ára aldri böm.
Samtökin Bamaheiil hafa farið af
stað með kynningu á Bamasáttmál-
anum og mun fólk á vegum samtak-
anna héimsækja 200-300 vinnustaöi
á höfuðborgarsvæðinu og um allt
land á næstu vikum auk þess sem
forystumenn samtakanna afhenda
forsætisráðherra skýrslu sem send
verður til eftirlitsnefndar Genfar eft-
ir áramót.
Kostnaður við kynningarátak
Bamaheilla nemur að minnsta kosti
umþremurmilljónumkróna. -GHS
DV
Samtökin Barnaheill hafa gefið út
bækling með helstu ákvæðum
Barnasáttmálans.
Barna-
sáttmál-
inn í stuttu
máli
Sameinuðu þjóðimar samþykktu
20. nóvember 1989 sáttmála um rétt-
indi bama, svokallaðan Bamasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna, og hafa
réttindi bama nú fengið staðfestingu
í alþjóðalögum.
Bamasáttmálinn felur í sér full
mannréttindi allra bama og ungl-
inga. Öll böm eiga sama rétt til að
lifa og alast upp í friði og öryggi og
virðingu fyrir hugsunum sínum og
skoðunum. Velferð þeirra á alltaf að
sitja í fyrirrúmi.
Samtökin BamaheUl hafa gefið út
bækhng með helstu ákvæðum
Bamasáttmálans og er það liður í
kynningarátaki samtakanna. Helstu
ákvæðin fara hér á eftir.
Ríki eiga að styðja foreldra
Böm era allt fólk í heiminum
yngra en 18 ára. Öll böm eiga sama
rétt og engum má mismuna. Aðildar-
ríki sáttmálans eiga að framfylgja
réttindum bama. Óll börn eiga rétt
á að fá að lifa og þroskast. Þau eiga
rétt á nafni og þjóðerni, báðum for-
eldrum og alast upp í ömggu fjöl-
skylduumhverfi.
Böm eiga rétt á að láta skoðun sína
í ljós um öll mál sem snerta þau
sjálf. Foreldrar bera höfuðábyrgð á
uppeldi bama en ríki eiga að styðja
foreldrana og leggja sitt af mörkmn.
Böm eiga rétt á vemd gegn líkam-
legu og andlegu ofbeldi og van-
rækslu.
Fötluð böm eiga rétt á fullgildu og
mannsæmandi lífi og rétt á sérstakri
umönnun, menntun, hjiikmn og
heilsugæslu eins og öll önnur böm.
Böm eiga rétt á skólagöngu og leik,
hvíld og frístundum. Böm sem til-
heyra minnihlutahópum eða frum-
byggjum eiga rétt á eigin menningu,
trú og móðurmáli.
Eiga að losna við herþjónustu
Böm eiga rétt á vemd gegn ólög-
iegri notkun eiturlyfja og ekki má
notfæra sér böm til framleiðslu eða
sölu eiturlyfja. Böm eiga einnig rétt
á vemd gegn kynferðislegu ofbeldi,
vændi eða klámiðnaði og ekki má
beita böm pyndingum eða öðmm
grimmdarverkum. Bömum má ekki
refsa með ævilöngu fangelsi eða líf-
láti.
Fómarlömb ofbeldis og misnotk-
imar eiga rétt á líkamlegri og and-
legri umönnun og félagslegri endur-
hæfingu.
Ekkert bam yngra en 15 ára má
taka beinan þátt í vopnuðum átök-
um. Böm á þessum aldri eiga rétt á
að losna viö herþjónustu.
Aðildarríki Bamasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna skuldbinda sig til
að veita fullorðnum og bömum vitn-
eskju um ákvarðanir og meginreglur
sáttmálans. -GHS
sem þú þarft ekki að láta þig dreyma um
HY'LiriDI-ll
til framtíðar
5 gíra
2000 cc - 139 hestöfl
Vökva- og veltistýri
Rafdrifnar rúður og speglar
Samlæsing
Styrktarbitar í hurðum
Útvarp, segulband
og 4 hátalarar
VERÐ FRÁ
1.748.000
KR. Á GÖTUNA
um að eignast eðalvagn, stóran bíl
með virðulegu yfirbragði,
sem tekur öðrum fram í útliti
og aksturseiginleikum. Við getum boðið
þér bíl sem á við þessa lýsingu.
Og við getum boðið þér hann á svo
góðu verði að þér er óhætt
að vakna upp af góðum draum
og láta hann rætast.
HYUNDAISONATA
... ekki bara draumur
ÁRMÚLA 13
S(MI: 568 1200
BEINN SÍMI: 553 1236