Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Síða 27
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 39 Fréttir Blysför og sameiginlegar útvarps- og sjónvarpssendingar: Samhugur um söfnun fyrir Flateyringa - tæplega 300 gáfu vinnu sína um helgina Allir íjölmiðlar landsins, Póstur og sími, Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross íslands standa að lands- söfnuninni Samhugur í verki fórn- arlömbum eyðileggingar snjóflóð- anna á Flateýri til handa. Söfnunin hófst á laugardag og lýkur á morgun. Tæplega 300 sjálíhoðaliðar frá Rauða krossi íslands, fjölmiðlum, aðventistum, Félagi framhaldsskóla- nema og fleiri tóku í gær við framlög- um frá almenningi og fyrirtækjum og var svarað í um 40 síma en fjöl- mörg fyrirtæki lögðu einnig fram tæki, þjónustu og vinnu starfsmanna sinna. í dag verður símunum fjölgað í 90 en fjölmiðlar leggjast á eina sveif þennan dag tfl að minna fólk ræki- lega á hvemig það geturorðið að liði. Sameiginleg útsending allra útvarps- stöðva verður í dag frá klukkan 9 til hádegis og aftur frá klukkan 13 til 16. Munu ákveðnir þáttagerðarmenn frá öllum útvarpsstöövum taka þátt í útsendingunni sem fer fram í hús- næði rásar 2 í Efstaleiti. í stað stilli- myndar munu sjónvarpsstöðvarnar vera með beinar útsendingar frá söfnunarmiðstöð og samsendingu útvarpsstöðvanna. Aukinheldur munu sjónvarps- stöðvarnar, Stöð 2 og ríkissjónvarpið síðan vera með samsendingu, frá klukkan 20.30 til 22.00, sem helguð er landssöfnuninni vegna náttúru- hamfaranna á Flateyri. Þar mun fjöldinn allur af landsþekktum hsta- mönnum koma fram og fylgst verður með framgangi söfnunarinnar í beinni útsendingu. í útsendingunni verður einnig sjónvarpað frá blysfór sem Félag framhaldsskólanema hef- ur skipulagt. Gengið verður frá Hlemmi klukkan 20 niður á Ingólfs- torg og eru allir hvattir til þátttöku. Forseti íslands fer fyrir göngunni og lýkur athöfninni á Ingólfstorgi um kl. 21 með því að forsetinn flytur kveðju og biður þjóðina að sameinast í einnar mínútu þögn. Til að koma framlagi til skila er eingöngu hægt að hringja í grænt númer 800-5050 frá klukkan 9 til 22 í dag og á morgun eða með því að leggja beint inn á söfnunarreikning númer 1183-26-800 í Sparisjóði Ön- undarfjarðar, Flateyri. Gíróseðlar hggja frammi í öllum bönkum, spari- sjóðum og pósthúsum á landinu. Þótt söfnuninni ljúki formlega á morgun er rétt að geta þess að söfnunarreikn- ingurinn verður eftir sem áður opinn fyrir frekari fjárframlögum. Að gefnu tilefni er minnt á að hvorki er gengið í hús né hringt eftir framlög- um á vegum söfnunarinnar. Fulltrúar í sjóðsstjórn verða skip- aðir af forsætisráðuneyti, sveitar- stjórn Flateyrar, Rauða krossi ís- lands, Hjálparstofnun kirkjunnar og íjölmiðlum. -PP ARM0RC0AT-0RYGGISFILMAN ER LÍMDINNAN Á VENJULEGT GLER • Breytir rúðunni í öryggisgier (innbrot, fárviöri, jarðskjálftar) • Sólarhiti minnkar um 75% • Upplitun minnkar um 95% • Eldvarnarstuðull F-15 ARMORCOAT SKEMMTILEGT HF. SÍMI587-6777 V BÍLDSHÖFÐA 8 J __ i arunaur með borgarstjóra Páll Þorsteinsson, talsmaður söfnunarinnar Samhugur í verki, Páll Stefánsson, í söfnunarstjórn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og fleiri taka á móti framlögum í söfnunarmiðstöðinni. DV-mynd Ólafur Jónsson • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Túna- Holta- Norðurmýrar- » og Hlíðahverfis í Ráðhúsinu mánudaginn 30. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspumir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Hrútafjörður: Reykvíkingum vísaðúrsýslunni Lögreglan á Hólmavík vísaði tveimur Reykvíkingum úr Stranda- sýslu eftir að þeir játuðu að hafa neytt eiturlyíja og tól til shkrar neyslu fundust í bfl þeirra í Hrúta- firði um helgina. Athuguhr vegfarendur létu lög- regluna vita af undarlegu aksturslagi á bíl í Hrútafirðinum. Við leit í bíln- um fundust ekki flkniefni og þótti því ekki ástæða til að vista Reykvík- ingana í fangageymslum. -GK Ljósá Tjörninni Flateyringar, jafnt burtfluttir sem þeir sem komu til Reyjavíkur um helgina, og aðstandendur þeirra komu saman við Tjörnina á laugar- dagskvöldið með kertaljós til að minnast látinna ættingja og ástvina. Hér er Sóley Eiriksdóttir, fyrir miðju, ásamt tveimur ungum Flateyringum að setja kerti á Tjörnina en Sóley var í hópi þeirra sem björguðust úr snjóflóðinu. Hún missti systur sina, Svönu, í flóðinu og vin hennar, Hall- dór Ólafsson. Blysförin var farin að frumkvæði unglinganna á Flateyri. DV-mynd S Skorið á bíldekk: Unglingur sást með blikandi hníf Skorið var á bekk á allmörgum ingar munu og hafa verið þar á bílum í Rofabæ í fyrrinótt og einnig ferð. voru eyðilögð dekk á dráttarvél við Þegar fólk við Rofabæ kom út í Hábæ. gærmorgun haiði verið skorið á dekk á bílum þar. Sjónarvottur sá til unglings með Höíðu allmargir bfleigendur orð- blikandi hnif við dráttarvélina. Lét iö fyrir tjóni vegna þessa. Lögregl- sá lögreglu vita en ekki hafíSist an rannsakar máhn sem enn eru uppi á sökudólgnum. Fleiri ungl- óuppplýst. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.