Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Side 29
MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995
41
Hringiðan
Glaumurog gleði
Sportbarinn Glaumbar stendur alltaf fyrir sínu. Guðný Hilmars og Gréta
Hilmars eru ekki systur en góðar vinkonur engu að síður og voru saman á
Glaumnum á laugardagskvöldið. DV-mynd TJ
Alltaf stuð
Það er alltaf stuð hjá þeim Möndu, Bjössa, Skúla og Arnóri sem voru á Tungl-
inu um helgina og fylgdust með kynningu á fyrstu þremur stúlkunum í feg-
urðarsamkeppni Tunglsins. DV-mynd TJ
Lífverðir á Astró
Þaö má finna ýmislegt á Astró eins og þessa konunglegu lífvarðasveit forset-
ans í Pakistan, þau Bjarna Sigurðsson, Fannýju Hjartardóttur, Glenne Thor
og Júlíus Hazmi sem voru í fríi frá störfum á laugardagskvöld.
DV-mynd TJ
Sjötugir skátar
Háldiö var upp á sjötugsafmæli Hraunbúa, skátafélags Hafnarfjarðar, á laug-
ardaginn í íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Skátasöngvarnir voru rifjaðir upp og
kökurnar smakkaðar. Rauðskinnumar Hildur Vigfúsdóttir, Elfa Björg Ara-
dóttir og Dagný Ósk Guðlaugsdóttir skemmtu sér vel í afmæhnu enda sann-
irskátar. DV-myndTJ
Emiliana með sólóplötu
Söngkonan knáa, Emiliana Torrini, gefur út sína fyrstu sólóplötu nú fyrir jóhn og mun gripurinn bera nafnið
Krúsidúllan. Um helgina tók hún upp myndband við lagið I sem er sungið á japönsku og fjallar um freka fyrirsætu.
Það er Bragi Þór Hinriksson kvikmyndagerðarmaður sem myndar stjörnuna fagmannlega í bak og fyrir. DV-mynd TJ
Þjóðbúningahátíð
á Hótel Borg
Heimilisiðnaðarfélag íslands stóð
fyrir Þjóöbúningahátíð á Hótel Borg
á laugardaginn, fyrsta vetrardag.
Allir voru hvattir tii þess að mæta í
þjóðbúningum, þiggja kaffiveitingar
og kynnast íslenskri menningu. Lilja
Jóhannsdóttir og Bendt Pedersen
voru sérlega glæsileg í Faldbúning-
um sínum frá átjándu öld.
DV-mynd TJ
Sigtryggur vann
Stíga, glímið, sögðu Steingrímur El-
ías Jónsson, Kristinn Már Finnboga-
son og Kristófer Svansson þegar þeir
reyndu með sér í hinni fomu þjóðar-
íþrótt, glímunni, á Þjóðbúningahá-
tíðinni á Hótel Borg á laugardaginn.
Það var Heimhisiðnaðarfélag íslands
sem stóð fyrir hátíðinni sem var vel
sóttogskrautleg. DV-myndTJ
Rokktónleikar Unglistar
Á laugardagskvöld voru haldnir rokktónleikar í Tjarnarbíói á vegum Unglist-
ar. Margar hljómsveitir stigu á stokk, jafnt nýjar sem gamalgrónar. Brynhild-
ur Birgisdóttir, Esther Talía Casy og Hanna Christen Sigurkarlsdóttir hvíldu
eyrun í pásunni. DV-myndTJ
TraustTungl
Það var óneitanlega íjör í Tunghnu
um helgina. Sigurður eigandi sá til
þess með ýmsum uppákomum að
fólk væri í stuði og það er greinilegt
að Sigga hársnyrti í Carter leiddist
ekki.
DV-mynd TJ
Hraunbúar70 ára
Skátafélag Hafnarfjarðar, Hraunbú-
ar, varð sjötugt um helgina og upp á
það var haldið með pompi og pragt
í íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Skát-
arnir voru að sjálfsögðu í búningun-
um sínum og fögnuöu afmæhnu á
ýmsan máta. Ingólfur Már Grímsson
og Einar Jón Gunnarsson, Ránfugl-
ar, ásamt Ásgeiri Ólafssyni, sem er
Riddari, voru glaöir í bragði í afmæl-
inuoglékuáalsoddi. DV-myndTJ
Margt á Astró
Gunnar Svanberg og Einar Haralds-
son röltu um Astró á laugardags-
kvöldið og skemmtu sér prýðilega,
enda margt um manninn og nóg að
sjá. DV-myndTJ
María og Guðrún eru bestu vinkonur
og voru saman í Tunglinu á laugar-
daginn. Þær settu sig í stelhngar
enda upprennandi fyrirsætur.
DV-mynd TJ