Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1995, Síða 30
42 MÁNUDAGUR 30. OKTÓBER 1995 Afmæli Yilhjálmur Þorsteinsson Snædal Vilhjálmur Þorsteinsson Snædal, bóndi á Skjöldólfsstöðum í Jökuld- al, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Vilhjálmur fæddist á Skjöldólfs- stöðum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri 1965. Vilhjálmur hefur veriö bóndi á Skjöldólfsstöðum frá 1967 og var jafnframt landpóstur á árunum 1979-93. Þá eiga og reka þau hjónin Fjallakaífi. Vilhjálmur hefur verið formaður búnaðarfélagsins um árabil, situr í hreppsnefnd frá 1982 og hefur verið forðagæslumaður um árabil. Fjölskylda Vilhjálmurkvæntist23.4.1970 Ástu Sigurðardóttur, f. 3.6.1945, bónda. Hún er dóttir Sigurðar Þor- steinssonar og Margrétar Stefáns- dóttur, bænda í Teigaseli á Jökuld- al. Börn Vilhjálms og Ástu eru Þor- steinn, f. 27.12.1969, húsasmiður á Egilsstöðum, en kona hans er Guð- rún Ragna Einarsdóttir og eru son- ur þeirra Vilhjálmur Pálmi, f. 23.8. 1992; Ingunn Kristjana, f. 10.8.1971, nemi við KHÍ; Steinunn, f. 19.8. 1972, tækniteiknari, en unnusti hennar Lárus Brynjar Dvalinsson; MargrétUrður, f. 5.8.1981, nemi. Sonur Ástu eru Haukur Arnar Árnason, f. 4.4.1966. Systkini Vilhjálms eru Elín, f. 8.11.1946; Anna Sigríður, f. 9.9. 1948; Þorkell, f. 15.1.1950; Þor- steinn, f. 11.2.1953. Hálfsystkini Vilhjálms, sam- mæðra, eru Bergþóra, f. 28.9.1932; Jóhanna, f. 10.9.1934. Foreldrar Vilhjálms: Þorsteinn Vilhjálmsson Snædal, f. 8.8.1914, bóndi á Skjöldólfsstöðum, og Elín Margrét Þorkelsdóttir, f. 4.11.1909, húsfreyja. Ætt Elín er dóttir Þorkels, b. á Ar- nórsstöðum, Jónssonar, b. í Fjall- aseli, Þorkelssonar, b. í Fjallaseli, Jóhannessonar, b. í Fjallaseh, Jónssonar, b. í Möðrudal, Sigurðs- sonar tuggu, b. á Hauksstöðum á Jökuldal, Sveinssonar. Móðir Þor- kels í Fjallaseh var Guðrún Þor- kelsdóttir, b. á Eiríksstöðum, Ein- arssonar og Hróðnýjar Pálsdóttur. Móðir Jóns í Fjallaseli var Guðný Einarsdóttir, b. á Seljateigi, Eiríks- sonar, b. á Seljateigi, Erlendssonar, b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal, Bjarnasonar, ættföður Ásunnar- staðaættarinnar. Móðir Einars var Þórdís Þórarinsdóttir, b. á Brekku- borgí Breiðdal, Einarssonar, lrm. á Þverhamri í Breiðdal, Jónssonar. Móðir Guðnýjar var Solveig Guð- mundsdóttir, b. á Berunesi í Fá- skrúðsfirði, Bárðarsonar og Sigríð- ar Eyjólfsdóttur. Móðir Þorkels á Arnórsstöðum var Sigríður Bjömsdóttir, b. í Seljateigshjáleigu, Jónssonar og Sigurbjargar Eiríks- dóttur, b. í Seljateigshjáleigu, Bjarnasonar, b. í Seljateigi, Eiríks- sonar, bróður Einars í Seljateigi. Móðir Sigurbjargar var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Solveigar. Móðir Elínar var Benedikta Bergsdóttir, frá Smyrlabjörgum í Homafírði, Árnasonar, og Sólveig- ar Þórðardóttur, b. á Sævarenda í Loðmundarfirði, Jónssonar. Móðir Sólveigar var María Guttormsdótt- ir, b. á Ámastöðum í Loðmundar- flrði, Skúlasonar, b. á Brimnesi í Seyðisfirði, Sigfússonar, b. á Klepp- járnsstöðum, Jónssonar, b. og ætt- fræðings á Skjöldólfsstöðum, Gunnlaugssonar. Móðir Maríu var Vilhhjálmur Þorsteinsson Snædal. Sigþrúður Ólafsdóttir, b. á Sæva- renda, Hahgrímssonar. Móðir Ól- afs var Þórunn Ólafsdóttir, lrm. á Kethsstöðum, Péturssonar. Vilhjálmur verður í útlöndum á afmælisdaginn. Styrkur til handritarann- sókna í Kaupmannahöfn í framhaldi af lyktum handritamálsins ákváðu dönsk stjórn- völd að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarann- sókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det Arnamagnæ- anske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að tólf mánaða dvalar en miðast þó að jafnaði við styttri dvöl. Hann nemur nú um 16.900 dönskum krónum á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrkur Árna Magnússonar (Det Arnamagnæanske Legat) Sjóðurinn Det Arnmagnæanske Legat hefur það verkefni að veita íslenskum ríkisborgurum styrki til rannsókna í Árnasafni eða öðrum söfnum í Kaupmannahöfn. Styrkir eru veittir námsmönnum og kandídötum, sem hafa sýnt svo mikla þekkingu á norrænni tungu, sögu eða bókmennt- um, að vænta megi að þeir muni inna af hendi verk í þess- um greinum, sem þyki skara fram úr. Til úthlutunar á næsta ári eru 30.000 danskar krónur. Umsóknarfrestur um ofangreinda styrki á árinu 1996 er til 4. desember nk., en umsóknir ber að stíla til Árnanefndar (Den Arnamagnæanske Kommission) í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um styrkina og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofnun Árna Magnússonar á Islandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamálaráðuneytið, 27. október 1995 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! „éujLoar Bernharð Ingimundarson Bernharö Ingimundarson, Bröttu- götu 18, Vestmannaeyjum, er sex- tugur í dag. Starfsferill Bernharð fæddist í Nýborg í Vest- mannaeyjum og ólst upp í Eyjum. Hann fór fimmtán ára til sjós og var háseti og síðan stýrimaður og skipstjóri á árunum 1950-70 en skipstjórnarréttindi öðlaðist hann 1963. Eftir aö Bernharð kom í land hóf hann störf hjá Fiskimjölsverk- smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem hann starfaði til 1994. Fjölskylda Eiginkona Bernharðs er Fjóla Sigurðardóttir, f. 13.10.1936, starfs- maður KÁ i Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Sigurðar Karlssonar og Kristínar Sigurðardóttur sem eru bæði látin, frá Hafnarnesi við Fá- skrúðsfjörð, en þau fluttu til Vest- mannaeyja 1953. Börn Bernharðs og Fjólu eru Ingimundur, f. 21.2.1955, bifvéla- virki á Akureyri, kvæntur Guö- rúnu Lárusdóttur og eru börn þeirra Sigurlaug Lára og Bernharð Kristinn; Kristín, f. 19.7.1959, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, gift Sig- urði Baldurssyni og eru synir þeirra Orri og Ásgeir Örn Loftsson; Hávarður Guðmundur, f. 30.9.1962, verkamaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Sigrúnu J. Sigmarsdóttur og eru börn þeirra Sigmar Þór, Hannes Már og Fanndís Fjóla. Alsystur Bernharðs eru Jórunn, f. 9.10.1923, búsett í Vestmannaeyj- um; Margrét Laufey, f. 23.11.1926, búsett í Reykjavík; Sesselja, f. 9.8. 1932, búsett í Keflavík. Hálfsystkini Bernharðs, sam- mæðra, eru Henning, f. 3.12.1919, búsettur í Keflavík; Hulda Reyn- hlíð, f. 11.11.1921,búsettí Reykja- vík. Foreldrar Bernharðs voru Ingi- mundur Bernharðsson, f. 1893, d. 1968, útgerðarmaður og afgreiðslu- maður í Vestmannaeyjum, og Jón- ína B. Eyleifsdóttir, f. 1897, d. 1993, húsmóðir. Ætl Ingimundur var sonur Bern- harðs, formanns í Keldnakoti á Bernharð Ingimundarson. Stokkseyri, Jónssonar, b. í Gerðum í Flóa, Jónssonar. Móðir Ingimund- ar var Jórunn Jónsdóttir, b. í Dalbæ í Ytrihrepp, Jónssonar. Jónína var dóttir Eyleifs, b. í Nýlendu á Stafnsnesi, Ólafssonar, Eyjólfssonar. Móðir Jónínu var Margrét P. Benediktsdóttir Andr- éssonar. Bernharð verður að heiman. Til hamingju með afmælið 30. október Sólbrekku 1, Húsavík. Sigurður Hannesson, Kirkjubraut 52, Höfn í Hornafirði. Sigurbjörg Elíasdóttir, Þórustöðum II, Eyjafjarðarsveit. Svanlaug Halidórsdóttir, Króksseli, Skagahreppi. PéturBjarnason, Silfurgötu 2, ísafirði. Hólmfríður Magnúsdóttir, Borgarbraut 22, Stykkishólmi. JóhannÓskar Jón Gunnarsson, Klettahrauni 15, Hafnarfiröi. Hann verðuraðheiman. Kristín F. Fenger, Hvassaleiti 67, Reykjavík. frá Kiðjabergi, harskeri og rak- arameistari, Skjólbraut 1A, Kópavogi. Sigrún Jónsdóttir, Hombrekku, Ólafsflröi. Herdís Ástvaldsdóttir, Reykjalundi, Mosfellsbæ. . Gunnþórunn Markúsdóttir, Hrafnistu við Kleppsveg, Reykja- vík. Sigrún Sigurðardóttir, j Skólavegi 21, Fáskrúðsfiröi. Laufey Ása Ingjaldsdóttir, Fálkagötu 14,Reykjavík. 60 ára Þóra Kristín Filippusdóttir, Sólheimum 48, Reykjavík. Bernharð Ingimundarson, Bröttugötul8, Vestmannaeyjum. Kristjana Magnúsdóttir, Hamraborg 38, Kópavogi. Birgir Jónasson, Norðurbyggð 12, Akureyri. Guðmundur Þ. Svavarsson, Skólastíg4, Stykkishólmi. Þorgerður Kjartansdóttir, Ingi Kristinn Magnússon, skrifstofustjóri, Vesturbergi 14, Reykjavík. Ingitekurámóti gestumáveit- ingastaönum GuUöldinni, Hverafold 1-5, i Grafarvogi, i kvöldmillikl. 17.00 og 20.00. Kristín Sigvaldadóttir, Kommu, Eyjafiarðarsveit. Eysteinn Gunnarsson, Lækjartúni 2, Hólmavik. Sverrir ðgmundsson, Norðurvangi 12, Hafnarfirði. Arnór Magnússon, Hafraholti 38, ísafirði. Rúnar Kristjánsson, Ártúni2, SeÚbssi. Bj örk Georgsdóttir, Reykjafold 6, Reykjavík. Guðjón Þór Pétursson, Drápuhlíð 36, Reykjavík. Guðnin S. Guðmundsdóttir, Kirkjubæjarbraut 16, Vestm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.