Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 Fréttir Skoðanakönnun DV um fylgi borgarstjórnarflokkanna: Sjálfstæðisflokkur tekur fylgi frá öðrum flokkum - einkum Alþýðuflokki og Þjóðvaka Borgarstjórnarflokkur sjálfstæö- ismanna í Reykjavík, D-listinn, sæk- ir 11,3 prósent af fylgi sínu til kjós- enda sem sem styðja aðra flokka í alþingiskosningum. Reykjavíkur- listinn, R- listinn, sækir hins vegar 4,2 prósent af fylgi sinu til kjósenda Sjáífstæðisflokksins í alþingiskosn- ingum. Þetta má lesa út úr skoðana- könnun sem DV gerði í síðustu viku. Af þeim sem afstöðu tóku í könn- un DV sögðust 60,7 prósent kjósa D- lista sjálfstæðismanna ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga núna en 39,3 prósent R-lista Reykja- víkurlistans. Úrtakið var 434 kjós- endur í Reykjavík, þar af 222 karlar og 212 konur. í könnuninni var einnig spurt um hvaöa stjórnmálaflokk viðkomandi myndi kjósa ef gengið yrði til þing- kosninga núna. Af þeim sem tóku afstöðu í Reykjavík sögðust 14,5 pró- sent styðja Alþýðuflokkinn, 7,2 pró- sent Framsóknarflokkinn, 55,7 pró- sent Sjálfstæðisflokkinn, 12,3 pró- sent Alþýöubandalagið, 6,4 prósent Kvennalista og 3,8 prósent Þjóð- vaka. Sé afstaða reykvískra kjósenda til borgarstjórnarflokkanna borin sam- an við stuðning þeirra við flokka í alþingiskosningum kemur í ljós ákveðið flökt milli stórnmálahreyf- inga. Þótt kjósandi styðji Sjálfstæð- isflokkinn í alþingiskosningum þarf svo ekki að vera í borgarstjórnar- kosningum. Sama er að segja um stuðningsmenn þeirra flokka sem standa að Reykjavíkurlistanum. Taka verður þó öllum tölum í þessu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Árni Sigfússon takast á um fylgi kjósenda. í skoðanakönnun DV er Sjálfstæöisflokkurinn með yfir- höndina og sækir fylgi sitt meðal annars til kjósenda þeirra flokka sem standa að Reykjavíkurlistan- um. DV-mynd GVA sambandi meö varúð vegna smæðar úrtaksins. Flökt milli stjórnmálaafla í könnun DV kom í ljós að 44,1 prósent þeirra sem kjósa Alþýðu- flokkinn i alþingiskosningum styð- ur D- lista sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, 50,0 prósent Reykjavíkur- listann en 5,9 prósent eru óákveðin eða neita að gefa upp afstöðu sína. Stuðningsmenn Framsóknar- flokks í alþingiskosningum skiptast þannig í afstöðu til borgarstjórnar- flokkanna að 88,2 prósent styðja Reykjavíkurlistann, 5,9 prósent D- lista sjálfstæðismanna en 5,9 pró- sent eru óákveðin eða neituðu að svara. Hvað varöar stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokks í alþingiskosningum kom í ljós í könnun DV að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra styöur D-lista sjálfstæðismanna í borgarstjóm, eða 94.7 prósent. Á hinn þóginn styðja 4,6 prósent þeirra Reykjavíkurlist- ann en 0,8 prósent voru óákveðin eða neituðu að gefa upp afstöðu sína. Stuðningsmenn Alþýðubandalags- ins í alþingiskosningum styðja upp til hópa Reykjavíkurlistann, eða 93,1 prósent. D-lista sjálfstæðismanna styðja 3,4 prósent en 3,4 prósent eru óákveðin eða neituðu aö svara. í hópi stuðningsmanna Kvenna- listans í alþingiskosingum segjast 86.7 prósent styðja Reykjavíkurlist- ann og 13,3 prósent D-lista sjálfstæð- ismanna. í hópi stuðningsmanna Þjóðvaka var þessu öfugt farið því þar á bæ sögðust 66,7 prósent styðja D-lista sjálfstæðismanna og 33,3 pró- sent Reykjavíkurlistann. í könnun DV kom í ljós að þeir kjósendur sem eru óákveðnir eða neita að gefa upp afstöðu sína til flokka í alþingiskosningum skiptast nokkuð jafnt á milli borgarstjórnar- flokkanna. Ríflega þriðjungur sagð- ist styðja D-lista sjálfstæðismanna,- tæplega þriðjungur Reykjavíkurlist- ann en tæplega þriðjungur sagðist áfram óákveðinn eða neitaði að gefa upp afstöðu sína. -kaa Borgarstjórnarflokkarnir Til hverra sækja borgarstjórnarflokkarnir fylgi? ■ Sjálfstæðisflokkur -a. 5,9 4, B Reykjavíkurlisti Oákveðnir, svara ekki Oákveðnir, svara ekki Dagfari _____________________ Sannir karlmenn Auglýsingatækninni fleygir fram. Menn eru sífellt að finn upp nýjar aðferðir til að auglýsa upp söluvöru sína. Enda veitir ekki af í allri samkeppninni og fjölbreytn- inni. Maður veit ekki einu sinni af nærri því öllu sem á boðstólum er og Dagfari hrekkur upp með and- fælum á hverri nóttu yfir þeirri til- hugsun að hann sé hugsanlega að missa af einhverju. Nú er jólavert- íðin að ganga í garð og auglýsinga- flóðið magnast dag frá degi og mað- ur verður að hafa sig allan við til að fylgjast með nýjungunum og til- boðunum sem berast hvaðanæva. Það þarf hugmyndaríka kaupmenn til að standa sig í þessum harða slag. Þeir sem ekki auglýsa, og aug- lýsa vel, eru dæmdir til að tapa og það jafnvel þótt þeir hafi finustu vörurnar og nýjustu uppfinning- arnar. Þeir bara veröa undir ef þeir auglýsa ekki og auglýsa ekki betur og meir heldur en aðrir. Þetta verð- ur æðisgengið kapphlaup. Ekki að- eins milli viðskiptavina heldur einnig fyrir kaupsýslumenn og búðareigendur. Verslunarráð á að verðlauna menn fyrir góða frammistöðu á auglýsingamark- aðnum og sennilega ættu fjölmiðl- ar að taka þátt i þeirri verðlaunaf- hendingu því auðvitað hagnast fjöl- miðlarnir á auglýsingunum og nú er um að gera að standa sig og trekkja. Besta framlagið til þessarar til- tölulegu nýju atvinnugreinar átti sér stað í fyrradag þegar verslunar- eigandi í Austurveri auglýsti að þeir sem kæmu naktir í búðina fengju ókeypis GSM-síma. Við- skiptavinirnir brugðust fljótt við, enda láta þeir sér fátt fyrir brjósti brenna þegar ókeypis varningur er á boðstólum. Tugir naktra karl- manna stilltu sér upp fyrir framan dyr verslunarinnar löngu áöur en opnað var og voru þar mættir sannir karlmenn, sannir fulltrúar sterka kynsins, kviknaktir í föngu- legri röð. Gilti þá einu hvort þeir voru feitir eða mjóir, vöðvastæltir eða álappalegir. Hver og einn gegndi skyldu sinni af karl- mennsku og fórnarlund í þágu þess málstaðar að ná sér í ókeypis síma. Bæði er að sannir karlmenn láta sig ekki muna um að ganga klæða- lausir til viðskipta ef svo ber undir og svo er hitt aö enginn er lengur sannur karlmaður nema hann hafi GSM-síma hvort heldur er klæddur eða nakinn. Það fer saman að sýna manndóm sinn berstrípaður og geta hringt i GSM-síma undir þeim kringum- stæðum og þess vegna kom það ekki á óvart hversu vel hinir sönnu karlmenn brugðust við þeg- ar kallið kom í Austurveri. Það er enginn lengur maður með mönn- um nema eiga GSM-síma í fartesk- inu. Hitt er merkilegt að engar konur skyldu láta sjá sig í nektarröðinni í Austurveri, enda hefði það verið ólíkt betra myndefni. En kannski eru konur ekki eins ginnkeyptar fyrir GSM-símum og karlar. Hing- að til hafa þó konur þurft á símtól- um sem öðrum tólum að halda og verður ekki fundin önnur skýring á fjarvistum kvennanna en með- fædd blygðunarsemi gagnvart nekt sinni á almannafæri. Sú blygðun er hins vegar bæði óviðeigandi, óþörf og úrelt og hefur það eitt i for með sér að konur munu í framtíð- inni missa af margs konar ókeypis vörutilboðum og gjafakaupum ef þær þora ekki að fækka klæðum þegar auglýst er. Það fer nefnilega ekki milli mála að þessi nýbreytni, að hvetja kúnnana til að mæta nakta, hefur slegið í gegn og mun sannarlega verða fordæmi fyrir aðra örvæntingarfulla verslunar- eigendur, sem ella sitja uppi með viðskiptavini sína í fullum klæð- um. Það verður fljótlega púkó í jólaösinni. Viðskiptavinir jafnt sem versl- unareigendur verða að tolla í tísk- unni. Næst er kannski á dagskrá að afgreiðslufólkið standi strípað við afgreiðsluborðiö? Dagfari Smærri þegnar landsins til sjávar og sveita! Clairbois traktorarnir eru komnir í mörgum stærðum og gerðum. VÖNl UÐ f lKFÖNG GERA gæfumuni N Heildverslunih Bjarkey S: 567 4151

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.