Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1995, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. DESEMBER 1995 Viðskipti Landsbréf hafa stofnað nýjan sjóð Landsbréf hafa stofnað pen- ingamarkaðssjóö undir nafninu Peningabréf og er hann fyrsti og eini sinnar tegundar á íslandi. Peningabréf eru laus til útborg- unar án kostnaðar þegar tíu dag- ar eru liðnir frá kaupum á þeim og er hægt að leysa bréfin út hve- nær sem er eftir þann tíma. Ávöxtun Peningabréfa hefur ver- ið sem svarar 5,88 prósenta nafn- ávöxtun á ári. Peningamarkaðssjóður Lands- bréfa er skammtímasjóður og fjárfestir einungis í traustustu tegundum verðbréfa á markaðin- um, einkum skammtímabréfum ríkissjóðs og bankastofnana, eins og segir í fréttatilkynningu frá Landsbréfum. Meðalbinditimi eigna er stuttur og er sjóðurinn því ekki mjög næmur fyrir vaxta- breytingum. Fallið frá umsókn um skrásetningu Breska verslunarkeðjan „Ice- land Frozen Foods“ hefur fallið frá umsókn sinni um skrásetn- ingu á vörumerkinu „Iceland" í Bandaríkjunum vegna mótmæla íslenskra aðila. Það var skrifstofa Útflutnings- ráðs í New York í samvinnu við íslenska viðskiptaaðila i Banda- ríkjunum sem sá um að senda inn mótmæli vegna þessa máls, segir i fréttatilkynningu frá Út- flutningsráði. Vörumerkið „Iceland Frozen Foods“ er þekkt vörumerki í Bretlandi. Myndband um tölvur Hagavík hf. hefur gefið út myndband sem ber heitið „Að læra á tölvu“. Myndbandið, sem er 70 minútur að lengd, er ætlað þeim sem hafa lítið komið nálægt tölvum en vilja læra grundvallar- atriðin. Á myndbandinu er fjallað um- notkun Windows stýrikerfisins, auk þess sem notkun og tilgang- ur algengustu hugbúnaðarkerf- anna er útskýrður. -GHS Velta hjá ísfélaginu í Vestmannaeyjum minnkar um tæpar 150 milljónir: Minni loðnuveiði og óhagstætt í Japan Ómar Garðarsson, DV| Vestmannaeyjum: Aðalfundur ísfélagsins var hald- inn á laugardaginn og kom þar fram að heildarvelta félagsins var 2.027 milljónir á síðasta rekstrarári á móti 2.161 milljón króna árið á und- an. Hagnaður var 40 milljónir króna á síðasta rekstrarári en var 194 milljónir á árinu á undan. Ástæð- urnar eru einkum minni loðnu- veiði, óhagstæðari aðstæður á Jap- ansmarkaði en árið á undan, sjó- mannaverkfall og léleg útkoma í bolfiskveiðum og bolfiskvinnslu. Sigurður Einarsson, forstjóri ísfé- lagsins, segir að leitað hafi verið margvíslegra leiða til hagræðingar í rekstri til að draga úr kostnaði og auka tekjur til að bæta hag félags- ins. „Það er mjög mikilvægt að það takist að reka félagið með hagnaði til þess að uppbygging þess geti auk- ist sem mest til hagsbóta fyrir at- vinnulíf í Vestmannaeyjum," sagði Sigurður. Félagið fjárfesti á seinasta ári fyr- ir 323 milljónir og þar af aðeins 10 milljónir í skipum. Fjárfest var tölu- vert mikið í frystihúsi félagsins, komið upp nýju frystikerfi og jafn- framt var keypt ný karfaflökunarvél og lausfrystir ásamt tilheyrandi flokkunarbúnaði. „Jafnframt voru gerðar umfangsmiklar breytingar í fiskimjölsverksmiðju félagsins, keyptur nýr sjóðari, byggt yfir þak á þróm og keypt ný mjölskilvinda ásamt ýmsum minni fjárfestingum. Auk þess voru keyptar veiðiheim- ildir, aðallega í loðnu,“ sagði Sig- urður. Starfsmenn ísfélagsins voru um 300 og heildarlaunagreiðslur án launatengdra gjalda voru 585 millj- ónir. Á aðalfundinum var stjórnin end- urkjörin en hana skipa Baldur Guð- laugsson, Gunnlaugur Sævar Gunn- laugsson og Þórarinn Sigurðsson. Til vara eru Auður Einarsdóttir, Ágúst Bergsson og Eyjólfur Mart- insson. Hringingum í bílaeigendur er að Ijúka og hafa 11 þúsund manns gengið í FIB. Verið er að senda út félagsskírteini og umboð til að fara með tryggingamálin. DV-mynd BG Tryggingaátak FÍB: Tilboð opnuð í janúar Ráðgjafarfyrirtækið Ráð hf. hefur tekið að sér að undirbúa og annast útboð bílatrygginga fyrir félags- menn Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, FÍB. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir að útboðið verði kynnt innlendum og erlend- um tryggingafélögum um miðjan desember og tilboð verði opnuð um miðjan janúar. Hringingum í bílaeigendur um allt land er að ljúka um þessar mundir. og hafa nú hátt í 11 þúsund manns gengið í FÍB. Félagsmenn eru því um 17 þúsund. Verið er að senda nýjum félagsmönnum félags- skírteini og umboð til FÍB um að fara með tryggingamálin. Runólfur segir að 90 prósent nýrra félagsmanna séu tjónalaust fólk. Viðskipti á erlendum mörkuðum: Jólastemning komin í álmarkaðinn Sæmileg viðskipti áttu sér stað á hlutabréfamarkaði vikuna 24. nóv- ember til 1. desember. Þá áttu sér stað viðskipti fyrir yfir 99 milljónir króna og námu því heildarviðskipt- in á árinu tæpum þremur milljörð- um króna. Á tímabilinu 24.11.-1.12. urðu mest viðskipti með hlutabréf í SR- Mjöli eða fyrir 20,3 milljónir króna. Viðskipti með hlutabréf í Islenska Hlutabréfasjóðnum námu 8,4 millj- ónum. Viðskipti með hlutabréf í Eimskipafélaginu, Flugleiðum og Hlutabréfasjóðnum hf. áttu sér stað fyrir yfir sjö milljónir króna á þessu tímabili. Á álmarkaði er greinilegt að jólin eru í nánd og lítið fjör á uppboðs- mörkuðum í samræmi við árstím- ann. Margir álmarkaðir í útlöndum eru lokaðir yfir jólin og viðskiptin því heldur í dræmari kantinum. Al- verð var þó 1.652 dollarar tonnið í fyrradag. Af gámasölu í Bretlandi er það helst að frétta að 136,78 krónur feng- ust fyrir kílóið af þorski dagana 27.-29. nóvember. Þá seldi Viðey RE afla sinn í Bremerhaven og fékk 117,40 krónur á kílóið fyrir aflann. -GHS DV Verðtryggð lán til 15-25 ára í Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesjum: Sparisjóðurinn í Keflavík mun bjóða viðskiptavinum sínum upp á nýja tegund útlána, verðtryggð lán á fóstum vöxtum meö láns- tíma á bilinu 15-25 ár. Þessi nýi þáttur í starfsemi sparisjóösins miðar að því að ein- falda fjármögnun og lækka greiðslubyrði vegna íbúðar- kaupa, endurbóta og endurfjár- mögnunar skammtímalána. í húsakynnum sparisjóðsins er að finna þær upplýsingar að nokkur verðbréfafyrirtæki hafi boðið upp á lán af þessu tagi um nokkurt skeið en þau hafi ekki verið veitt utan Reykjavíkur- svæðisins. Flugleiðir skoða Fokkera Danska flugfélagið Maersk Air hefur óskað eftir því að tækni- svið Flugleiða taki að sér stór- skoðanir á fjórum Fokker 50 skrúfuþotum. Þegar hefur verið gengið frá samkomulagi um fyrstu vélina og verður hún tekin inn í viðhaldsskýli í vikulokin. Gengið verður frá samkomulagi um hinar vélarnar á næstunni. Viðhaldsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli hefur náð veruleg- um árangri við öflun verkefna á alþjóðamarkaði upp á síðkastið, t.d. voru gerðar stórskoðanir á þremur Fokker 50 skrúfuþotum SAS Commuter í sumar. Skoðun fjögurra Fokker 50 véla fyrir Maersk Air yrði stærsta viðhalds- og skoðunar- verkefni sem Flugleiðir hafa tek- ið að sér til þessa fyrir utanaða- komandi aðila. Hver skoðun tek- ur um 2.800 vinnustundir. Bros við orðrómi „Þetta er ekki rétt. Menn hafa farið í gegnum ákveðnar mein- ingar en það er ekkert stríð í gangi. Ég hef heyrt þetta á Akur- eyri og bara brosað," segir Ró- bert Guðfinnsson, forstjóri Þor- móðs ramma á Siglufirði, um þann orðróm að ÚA kaupi öll hlutabréf í Skagstrendingi til að bola Róberti út úr stjórn Skag- strendings. Allianz opnar útibú í Reykjavík Tryggingafélagið Allianz, sem hóf sölu líftrygginga hér á landi fyrir ári, hefur nú ákveðið að opna formlegt útibú að Lang- holtsvegi 115 í Reykjavík. Fulltrúar IKEA og Bræðranna Ormsson eftir handsal samn- ingslns. IKEA selur raftæki Verslunin IKEA hefur hafið sölu á eldhúsraftækjum frá Bræðrunum Ormsson. Til sölu eru ofnar, helluborð, eldavélar, kæliskápar, uppþvottavélar og viftur frá AEG og Indesit. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.