Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 Stuttar fréttir Von um lausn Auknar vonir eru um að Bos- níuserbar láti frönsku flugmenn- ina lausa á næstunni og þannig skyggi ekkert á undirritun frið- arsamninga um Bosníu í París. ' Hvetja Sýrlendinga Bill Clinton Bandaríkjafor- seti og Shimon Peres, forsæt- isráðherra ísraels, hvöttu Sýrlendinga til að taka upp friðarviðræður á ný og leysa deiluna um framtíð Golanhæða. Brottför fagnað íbúar Nablus á Vesturbakkan- um sögðu að dagurinn sem ísra- elar héldu á brott eftir 28 ára her- setu væri mesti hamingjudagur í lífi þeirra. Áhyggjur af Kýpur Boutros Boutros-Ghali, aðalrit- ari Sameinuðu þjóðanna, hefur áhyggjur af hve mjög menn vopn- ast á Kýpur. Gingrich til Siðanefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins mun skila skýrslu i dag um meinta misnotkun Newts Gingrich á skattalögum þegar hann vann að kostun á námskeiði sem hann stóð fyrir í menntaskóla. Sterkari Asíuþjóðir Forsætisráðherra Taílands segir að Samband ríkja í Suð- austur- Asíu, ASEAN, verði sterkara eftir innlimun Burma, Laos og Kambódíu. Krefst meiri þorsks Formaður dönsku sjómanna- samtakanna er í öngum sínum yfir þorskkvótanum í Norðursjó á næsta ári og vill meira. Sprengja springur Lítil sprengja skemmdi skrif- stofur franska verkalýðsfélagsins CGT í Bastia á Korsíku í nótt. Átta ákærðir Alþjóðlegur dómstóll, sem rannsakar fjöldamorð í Rúanda, hefur ákært átta manns en ekki hefur verið skýrt frá nöfnum þeirra. Che enn ófundinn Stjórnvöld í Bólivíu hafa hætt við leitina að líkamsleifum bylt- ingarmannsins Ches Guevaras eftir ellefu daga puð með hökum og skóflum. Bíll Karls seldur Sportbíll, sem Karl Bretaprins notaði til að fara á pólómót, var seldur til styrktar góðgerðar- stofnun fyrir 12 milljónir króna. Vill sektardóm Ríkissak- sóknari Afr- íkurikisins Malaví flutti lokaræðu sína í málaferl- unum gegn Hastings Banda, fyrrum einræðisherra landsins, og krafðist þess að hann yrði fundinn sekur um morð. Kalli á netinu Karl Bretaprins heyr frumraun sína á Internetinu í dag þegar hann flytur erindi fyr- ir viðskiptajöfra. Landamæradeilur Til átaka kom milli hersveita Jemens og Sádi-Arabiu við landamæri ríkjanna í síðustu viku. Reuter, Ritzau siðanefndar Utlönd Sex létust í sprengjutilræði í Madríd sem ETA er kennt um: Basknesku skæruliðasamtökin ETA eru grunuð um að bera ábyrgð á bílsprengjutilræði í Madríd, höf- uðborg Spánar, í gær þar sem sex starfsmenn sjóhers landsins týndu lífi og á annan tug manna særðist. Hinir látnu voru á ferð í sendibíl frá sjóhernum þegar sprengjan sprakk. Þrír hinna særðu, þar á meðal eitt barn, eru þungt haldnir. Manntjónið af völdum bflsprengj- unnar hefði getað orðið miklu meira ef rautt umferðarljós hefði ekki stöðvað ferð strætisvagns með 35 börnum úr nærliggjandi skóla. Annars hefði vagninn ekið beint inn í sprenginguna. „Rauða ljósið bjargaði lífi okkar,“ sagði bOstjórinn. Þótt enginn hefði lýst ábyrgð til- ræðisins á hendur sér skelltu emb- ættismenn skuldinni á ETA og Javi- er Solana, verðandi framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði að Spánverjar stæðu saman sem einn maður í andstöðu sinni við ETA. „Glæpamennirnir í ETA drepa þegar þeir geta. Spænska stjórnin og þjóðin eru sannfærðar um að vinna þurfi saman að því að þagga niður í þeim,“ sagði Solana við fréttamenn. Sjónarvottar sögðu að gluggahler- ar í nærliggjandi húsum hefðu rifn- að í sprengingunni og rúður heilsu- gæslustöðvar splundrast. Lík fóm- arlambanna lágu á gangstéttinni og reykur steig upp af brunarústum bila. Lögreglumenn leituðu að vís- bendingum í brakinu. „Þetta var risastór sprenging," sagði einn sjónarvottur í samtali við útvarpsstöð í Madríd. Árásin í gær var sú mesta frá því Vegfarendur koma særðu fórnarlambi sprengjutilræðisins í Madríd til aðstoðar en lík annars liggur skammt þar frá. Sex manns týndu lífi í sprengingunni sem varð um miðjan dag í gær í suðausturhluta borgarinnar. Símamynd Reuter í aprO þegar baskneskir aðskOnað- bana frá því samtökin, sem krefjast arsinnar úr ETA reyndu að drepa fulls sjálfstæðis Baska, hófu að beita José Maria Aznar, leiðtoga helsta þeim í baráttu sinni árið 1982. stjórnarandstöðuflokks Spánar. Bíl- Leiðtogafundur Evrópusam- sprengjur ETA hafa orðið 134 að bandsins verður haldinn í Madríd í vikulokin og tilræðið í gær leiðir til þess að öll öryggisgæsla verður hert tfl muna. Reuter Rauða Ijósið bjarg- aði lífi skólabarna Verkföllin í Frakklandi halda áfram: Miklar kröfugöngur fyrirhugaðar í dag Verkfall opinberra starfsmanna í Frakklandi náði nýjum hápunkti í morgun þegar allar lestarsamgöng- ur og almenningssamgöngur í París og mörgum öðrum borgum lágu al- veg niðri. Risastórir umferðarhnút- ar voru á öllum leiðum inn til Par- ísar. T0‘ að bæta gráu ofan á svart er búist við truflunum á flugsam- göngum í dag. Verkalýðsfélögin hafa hvatt tO mótmælaaðgerða um allt landið í dag og er búist við að þær verði fjöl- mennar. Það verða sjöttu fjöldamót- mælin frá því verkfallsaðgerðirnar hófust fyrir nítján dögum. Leiðtogar verkalýðsfélaganna vilja auka þrýstinginn á stjórnvöld um að falla frá fyrirhuguðum niðurskurði á vel- ferðarkerfinu. Mótmælaaðgerðirnar „verða að heppnast. Það mun stappa í okkur stálinu", sagði Marc Blondel, for- maður verkalýðsfélagsins Force Ou- Serbar sem búa í nágrenni Sara- jevo ætla að efna tO þjóðaratkvæða- greiðslu í dag til að lýsa yfir and- stöðu sinni við friðarsamkomulagið sem gert var í Dayton í Bandaríkj- unum í síöasta mánuði. Margir þeirra hafa hins vegar glatað allri von og ætla að taka sig upp frekar en að vera undir bosnísk stjórnvöld settir. vriere, við fréttamenn. Ýmsar vísbendingar voru um að klofningur væri kominn upp í röð- um verkalýðsfélaganna. Mörg smærri félög sögðu að verið væri að ganga að kröfum þeirra og hvöttu félagsmenn sína til að snúa aftur til vinnu. Verkalýðsfélagið CFDT, sem er fulltrúi minnihluta járnbrautar- starfsmanna í verkfaUi, samþykkti að vinna yrði hafin að nýju þar sem gengið hefði verið að öllum kröfum þess. Kennarasamtökin FEN sögðu í yfirlýsingu að ástæður vinnudeil- unnar væru að mestu horfnar en fé- lagsmenn myndu engu að síður taka þátt í mótmælaaðgerðunum í dag til að sýna að þeir héldu vöku sinni. Alain Juppé, forsætisráðherra Frakklands, hitti verkalýðsleiðtoga í gær í leit að lausn deilunnar en að fundinum loknum virtist enn vera langt í sættir. Reuter Ekki leikur nokkur vafi á um að andstæðingar friðarsamkomulags- ins muni fara með sigur af hólmi í atkvæðagreiðslunni, sem harðlínu- menn meðal leiðtoga Bosníu-Serba standa fyrir. Friðarsamkomulagið gerir ráð fyrir að svæði þau í Sara- jevo sem nú eru á valdi Serba verði afhent stjórnvöldum. Reuter Mikíð kuldakast hefur gengið yfir Bandaríkin undanfarna daga og hef- ur allt að tugur manna látist af völd- um veðursins. Gríðarleg snjókoma varð í Buffalo í New York fylki um helgina en 96 sm snjór féll þar á ein- um sólarhring. Er það mesta snjó- koma sem mælst hefur á þessum slóðum en gamla metið var 64 sm árið 1982. Mikið vetrarveður hefur gengið yfir norðurríki Bandarikjanna. Frostið fór niður í 17 gráður á Celci- us í Chicago en þar lést maður sem bjó í bílskúr og annar sem var að moka snjó. í New York fór frostið niður í 10 stig en kröftugur vindur olli því að kælingin fór í 29 mínus- gráður. í suðausturfylkjunum upplifði fólk verstu kulda frá 1917 en í Ge- orgíu fór frostið niður í 6 stig. í Atl- anta varð gömul kona úti en hún hafði ráfað frá hjúkrunarheimili og hvOt sig á verönd við nágrannahús. Náðu krumlur Veturs konungs svo langt suður að kuldaviðvaranir voru gefnar út í norður- og mið- hluta Flórída. Ávaxtauppskeran var þó ekki í hættu. Reuter Mikið umferðaröngþveiti varð í Buffalo, New York fylki, vegna gríðarlegrar snjókomu. Símamynd Reuter Bandaríkin: Frosthörkur og allt á kafi í snjó Serbar við Sarajevo halda þjóðaratkvæði gegn friði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.