Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1995, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS. HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftan/erð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Kreppan skipti stéttum Klofningurinn í Alþýðusambandinu endurspeglar vax- andi mismun á hagsmunum fólks í stéttarfélögum lands- ins, sem leiðir af vaxandi stéttaskiptingu í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Sumir eru með í þjóðfélagsbreytingun- um, en aðrir eru í vaxandi mæli að verða útundan. Að baki forustu Alþýðusambandsins eru einkum þrjú sjónarmið. Eitt þeirra er tiltölulega einfalt og fámennt, en áhrifamikið, af því að það varðar einkum forustufólk- ið. Það eru hagsmunir yfirstéttarinnar í samtökunum, sem sitja í stjómum lífeyrissjóða og hafa það gott. Þetta fólk hefur mikla hagsmuni af því, að þjóðarsátt- ir séu gerðar og haldizt. Þetta er atvinnufólk í félagsmál- um, sem sómir sér eins vel i bankastjórastólum og í for- setastóli Alþýðusambandsins. Það er vant að höndla pen- inga í lífeyrissjóðum og er hluti yfirstéttar landsins. Traustasta stuðningsfólk þessarar greinar yfirstéttar- innar er það, sem á sínum tíma var uppnefnt sem upp- mælingaraðall. Það er að vísu of þröng skilgreining á hópnum, sem felur í sér alla þá, sem hafa nokkuð góð lífskjör, þrátt fyrir tiltölulega lága kauptaxta. Þetta fólk er hluti af velmegunarþjóðfélaginu. Það ákveður að taka hluta af þeim 1.500 sætum, sem bjóðast skyndilega í spánnýjum Bahamaferðum. Það spókar sig á götum Dyflinnar og kemur heim með troðnar ferða- töskur. Það tekur virkan þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Við vitum, að þetta er fjölmennur hópur, þótt kaup- taxtar séu lágir hjá flestum stéttarfélögum. Við sjáum af neyzluvenjum fólks, að meirihluti þjóðarinnar býr við ljúfan kost, þótt kauptaxtar séu hér á landi að meðaltali helmingi lægri en hliðstæðir taxtar í Danmörku. Fólk nær velmegun á ýmsan hátt, sumt með uppmæl- ingu og annað með aðgangi að mikilli aukavinnu. Enn aðrir gera það með því að fara á námskeið eða læra eitt- hvað, sem gerir vinnu þeirra verðmætari. Algengast er að fólk geri það með því að hjón vinni bæði úti. Þriðji hópurinn hefur sætt rýrnandi lífskjörum, en styður samt forustu Alþýðusambandsins, af því að hann vill ekki tapa jólauppbót og missa tekjur í verkfóllum eða skæruhernaði. Þetta fólk vill ekki rugga bátnum og von- ar, að samdráttartímabil undanfarinna ára sé á enda. Sumt af þessu fólki hefur sætt minni tekjum vegna samdráttar í greiðslum, sem eru umfram bera kauptaxta. í kreppunni hafa fyrirtæki getað sparað sér útgjöld með því að draga úr greiðslum af þessu tagi og raunar kom- izt þannig hjá að segja upp fólki. Fólk, sem lendir í þessum aðstæðum, bregzt við á tvennan hátt. Sumir beygja sig og hugsa sem svo, að betra sé að sæta minni tekjum en að missa vinnu, enda þurfi fyrirtækin að lifa, svo að þjóðarhagur hrynji ekki. Aðrir vilja aðgerðir til að endurheimta lífskjörin. Þessi fjórði og síðasti hópur er sá, sem ræður því, að nokkur stærstu verkamannafélög landsins hafa sagt eða eru að segja upp kjarasamningum. í þessum félögum er einmitt flest fólkið, sem er í þriðja og fjórða hópi og sér stöðu sína versna, meðan aðrir gera það nokkuð gott. Hér verður ekki gerð tilraun til að meta, hversu fjöl- mennir séu hinir einstöku hópar. Erfitt er að spá í hug þeirra, sem hafa sig lítið í frammi og taka ekki þátt í at- kvæðagreiðslum. Hitt er ljóst, að klofningurinn veldur því, að ófriðlegt er um sinn á vinnumarkaðinum. Herkostnaður kreppunnar felst einkum í aukinni stéttaskiptingu í þjóðfélaginu og aukinni hættu á skað- legum átökum um stöðu þeirra, sem lakast eru settir. Jónas Kristjánsson Þau mótrök að Schengen-aðild hafi í för með sér aukinn kostnað í flughöfn á Keflavíkurflugvelli segir greinar- höfundur léttvæg. ísland í Schengen! Umræða um aðild íslands að Schengen-svæðinu svokallaða hef- ur verið nokkur undanfarið. Líkur benda til að við getum verið með. Og það er sannarlega tækifæri sem við ættum ekki að láta hjá okkur fara. Liðleiki í samskiptum Þau lönd, sem eru aðilar að Schengen-svæðinu, eru helstu samskiptalönd okkar á sviði við- skipta, atvinnu og menningar - þangað eigum við sókn frekar en til flestra annarra landa. Núna höfum við tækifæri til að bindast þessum ríkjum böndum sem eru í senn táknræn og hagkvæm og hafa það réttlæti í för með sér að þau munu nýtast þeim mest sem eiga við þau mest skipti. Ef við verðum ekki með nú þá höfum við glatað þessu tækifæri og hætt á það i ofanálag að missa þann liðleika sem þegar er orðinn í öllum samskiptum við hin Norð- urlöndin. Að spara tíma Og það er einmitt liðleiki í sam- skiptum við þau ríki, sem standa mönnum næst, sem er kjarninn í þessu samkomulagi: landamæra- laus Evrópa, andstæðan við álfu þar sem löndin eru réttir utan um þjóðerni þegna sinna. Þeir sem fara oft á milli landa, þeir þekkja muninn á því að geta gengið beint inn í viðkomandi land og sleppa við langar biðraðir og tafir og þurfa ekki leyfi eftirlitsaðila, hvað þá að þurfa að afla sér áritana í Kjallarinn Einar Heimisson sagnfræðingur og kvikmyndahöf- undur sendiráðum eða ræöismannsað- setrum. Þess er skemmst að minnast að fyrir nokkrum árum var allt í einu ákveðið að íslendingar þyrftu vegabréfsáritun til að komast til Frakklands, út af ástæðum sem komu okkur í rauninni lítið við. Allt slíkt kostar fyrirhöfn, peninga og tíma - og tími er einmitt ekkert mikill hjá flestum í okkar hrað- fleyga nútímasamfélagi. - Schengen er framtíðin í sam- skiptum grannþjóða, hitt er fortíð- in. Léttvæg mótrök Þau mótrök að aðild að Scheng- en-svæðinu hafi í fór með sér auk- inn kostnað í sambandi við flug- höfnina á Keflavíkurflugvelli eru harla léttvæg. Allir vita að kostn- aður við hana er - og hefur verið - mikill, og þau útgjöld, sem þessi aðild hefði í för með sér, eru harla léttvæg miðað við annað. Við eigum að vera með í Schengen. Við eigum ekki að láta þetta tækifæri fram hjá okkur fara og sjá svo eftir því síðar, af því að við töldum okkur ekki hafa pen- inga til breytinga á Keflavíkurflug- velli. Við eigum að liðka fyrir sam- skiptum við.þær þjóðir sem við höfum mest skipti við. - Og undirstrika í leiðinni hversu gildur aðili við erum í sam- félagi evrópskra þjóða. Einar Heimisson „Þau lönd, sem eru aðilar að Schengen- svæðinu, eru helstu samskiptalönd okkar á sviði viðskipta, atvinnu og menningar - þangað eigum við sókn frekar en til flestra annarra landa.“ Skoðanir annarra Vélþrælatækni í fiskiðnaði „Við erum í raun að tengja saman tvenns konar tækni, annars vegar myndtæknina og hins vegar vélþrælatæknina. . . . Enn er þetta þróunarverkefni í okkar huga þótt árangur og mat dómnefndar sé ótviræður og veki vonir. Þær jákvæðu niðurstöður hljóta að vera mjög ánægjulegar fyrir þá starfsmenn okkar sem unnið hafa að verkefninu, en um er að ræða fjóra menn undir forystu Jóns Benediktssonar rafmagnsverkfræðings. Mat dómnefndar gefur ótvír- ætt til kynna að okkar starfsmenn eru að vinna vinnu sem er á heimsmælikvarða." Geir A. Gunnlaugsson í Mbl. 9. des. Skaðinn er skeður „Ef fjármálastjórn væri i sæmilegu lagi væru það ekki aðeins þingmenn, ráðherrar og embættismenn sem hefðu sambærilegar tekjur og gerist meðal grannþjóðanna. . . . Það er alveg sama hve oft for- sætisráðherra tyggur það upp að úrskurður Kjara- dóms sé lög og aðhann og hans líkar hafi dregist aft- ur úr í kaupi og því sé launahækkunin réttmæt. Al- menningi er freklega misboðið og skaðinn er skeð- ur. . . . Frakkar fara út á göturnar og lama þjóðlífið þegar þeim er misboðið. Islendingar rústa launþega- hreyfingarnar fyrir að líöa kjaraaðlinum að komast upp með hvað sem er.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 9. des. Lögtign forsetaembættis „Á Islandi eru hvorki aðalsmenn né konungborn- ir, en til sanns vegar má færa, að lögtign felist í því að vera forseti islands eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu.... Hvort sem þjóðhöíðingi á í hlut, eða aðrir embættismenn, er það skýlaus krafa al- mennings, að þeir sem aðrir lúti sömu lögmálum gagnvart öllum þeim gjöldum sem ríkið leggur á þegna sína.... Þingheimur getur ekki horft framhjá almennum viðhorfum samfélagsins í þessum málum aftur.“ Úr forystugreinum Mbl. 9. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.